Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 Guörún Fema Ágústsdóttir sundkona Ægi. Markakóngar íslandsmótsins í knattspyrnu, Sigurlás Þorleifs- son ÍBV og Heimir Karlsson Víkíngi. ■?. *=> <-^ • Árni Sveinsson ÍA, leikmaöur íslandsmótsins í knattspyrnu. Oddný Árnadóttir frjálsíþróttakona ÍR. Kristján Sigmundsson Vfkingi leikmaöur íslandsmótsins í handknattleik 1982. Símon Ólafsson Fram, körfu- knattleiksmaður varö bœöi stigahæstur og jafnframt kjör- inn leikmaður mótsins. Iþróttaverðlaun Mbl. afhent í dag: Alfreö Gíslason KR, marka- kóngur íslandsmótsins í hand- knattleik. Átta afreksmeim verða heiöraðir MORGUNBLAÐIÐ mun í dag heiðra átta afreksmenn í íþróttum. í hófi í dag sem fram fer að Hótel Loftleiöum mun Mbl. veita viðurkenningar fyrir síðustu ís- landsmót í knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik. Jafnframt veröur tveimur íþróttakonum veitt viðurkenning fyrir góða frammistöðu í íþrótt sinni og góð afrek. Knattspyrna: Árni Sveinsson var stigahæstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins fyrir síðasta keppnistímabil í knatt- spyrnu. Árni fékk samtals 126 stig fyrir 18 leiki, sem gaf honum 700 í einkunn aö meðaltali. Árni er mjög vel að heiðrinum kominn, hann hefur um langt árabil verið einn af fremstu knattspyrnumönnum landsins og gert garðinn frægan bæöi meö fó- lagsliði sínu ÍA, svo og landsliöinu. Þá verður markahæstu leik- mönnum síöasta keppnistímabils veitt viöurkenning. Markakóngar uröu þeir Sigurlás Þorleifsson ÍBV og Heimir Karlsson Víkingi. Þeir skoruöu hvor um sig 10 mörk. Sigur- lás er nú aö hljóta viöurkenningu frá Morgunblaöinu i annað sinn, fyrir aö vera markakóngur 1. deildar Is- landsmótsins í knattspyrnu. Handknattleikur: Leikmaóur síðasta islandsmóts i handknattleik varð Kristján Sig- mundsson markvörður úr Víkingi. Kristján var lykilmaöur í hinu sigur- sæla liöi Víkings sem varö Islands- meistari þriója áriö í röö. Kristján hefur líka veriö einn af aöalmark- vöróum landsliósins um langan tíma og fer meó iandsliöinu í næstu viku í B-keppnina í Hollandi. Markakóngur síöasta Islandsmóts LiinnmcH í handknattleik varð Alfreð Gíslason KR. Alfreó skoraði 109 mörk á síö- asta keppnistímabili. Þaö sem er at- hyglisvert viö þessa miklu marka- skorun Alfreös er aö hann skoraöi aöeins 28 mörk úr vítaköstum. Ai- freö er nú ein aöalskyttan í islenska landsiióinu í handknattleik og mikið mun mæöa á honum í B-keppninni í Hollandi. Þá er Alfreð einn af burð- arásum KR-liösins, sem hefur veriö í stööugri framför. Körfuknattleikur: Símon Ólafsson Fram var bæöi kjörinn leikmaður síöasta Islands- móts í körfuknattleik, og varö jafn- framt stigahæsti leikmaöur mótsins. Símon er einn af fremstu körfuknatt- leiksmönnum landsins. Lykilmaður í liói Fram og hefur leikiö fjölmarga landsleiki. Símon skoraöi 393 stig í síðasta Islandsmóti. Þá átti hann mjög góöa leiki meö íslenska lands- liöinu er þaö tók þátt í Evrópu- keppninni í körfuknattleik á síöasta ári. Á síðasta keppnistímabili varö liö Simons, Fram, bæöi Reykjavíkur- og bikarmeistari í körfuknattleik. Tvær íþróttakonur heiðraðar: Þá veröa tvær íþróttakonur heiðr- aöar. Þær Oddný Árnadóttir frjáls- iþróttakona úr IR og Guórún Fema Ágústsdóttir Ægi. Þær hafa báóar unnið góö afrek á síöasta ári í iþróttagreinum sínum og sett ls- landsmet — ÞR Míklír baráttuleikír í blakinu um helgina BARIST verður á botni 1. deildar um helgína þegar Víkingur, sem nú er í neösta saati, heimsækir Bjarma og UMSE norður í land. Ef Víkingi tekst aö fá sín fyrstu stig í þeirri för verður lokaspretturinn á botninum spennandi, ef ekki þá er nokkuö vist aö þeir falli. Leikurinn viö Bjarma hefst að Ýdölum í kvöld kl. 20.30 og á morgun leika þeir í Skemmunni á Akureyri gegn UMSE kl. 15. Strax aö þeim leik loknum leika KA og Víkingur í 1. deild kvenna og þær leika einnig á sunnudeginum kl. 14, en þá í Gler- árskóla. I 2. deild karla er einn leikur og er hann mjög mikilvægur. Fram leikur gegn UBK og ef Fram vinnur þá eru þeir aöeins tveimur stigum á eftir HK, en eiga einn leik til góöa. Ef UBK sigrar þá eru ná- grannar þeirra úr Kópavogi, HK, komnir með annan fótinn upp i 1. deild. Leikur Fram og UBK er í Hagaskólanum á morgun og hefst kl. 16.30 en á undan þeim leika Þróttur og Laugdælir í Bikar- keppninni og hefst sá leikur kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.