Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 3 Ljósm. Mbl. KOE Framtíðinni afhentur silf- urskjöldur ÁRNI Sigurðsson, formaður Málfundafélags Fjölbrauta- skólans í Breiðholti, afhenti í gær Helgu G. Johnson, forseta Fram- tíðarinnar í MR, silfurskjöld, á hátíðahöldum, sem fram fóru í Háskólabíói í tilefni 100 ára af- mælis Framtíðarinnar, málfunda- félags Menntaskólans í Reykja- vík. Á skjöldinn er grafið forseta- tal Framtíðarinnar frá 1883 til 1983 eða allt frá stofnun félags- ins. Tók Helga G. Johnsen, for- seti Framtíðarinnar, við skild- inum fyrir hönd Framtíðarinn- ar, en gefendur eru Málfunda- félag Fjölbrautaskólans í Breiðholti og nokkrir fyrrver- andi forsetar Framtíðarinnar. Atvinnuleysi minnk- andi í Reykjavík ATVINNULEYSI í Keykjavík hefur minnkað síðustu vikurnar, þvert ofan í það sem spáð hafði verið. Nú eru skráðir atvinnuleysingjar 481 talsins, en fjöldi þeirra var 514 þann 20. janúar síðastliðinn, að því er fram kom í ræðu Magnúsar L. Sveinssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og formanns atvinnumálancfndar borgarinnar, á fundi borgarstjórnar í gærkveldi. Magnús sagði að atvinnuhorfur væru betri nú en þær voru í janú- armánuði og betri en spár þær sem þá voru gerðar bentu til. Magnús sagði að þá hefði verið spáð að fjöldi atvinnulausra yrði um 700 í febrúar og mars, en nú væru þeir mun færri og sam- kvæmt nýjustu spám væri búist við að fjöldi atvinnulausra í mars yrði um 300, sem er mun minna en áður hafði verið áætlað. Þá sagði Magnús að ekki væri mikið um að fólk væri lengi á at- vinnuleysisskrá, nema þá helst múrarar og trésmiðir, en upp á síðkastið hefði hagur þeirra skán- að lítillega og vonir stæðu til að með betra veðri hæfust bygg- - ingarframkvæmdir í borginni og myndu þá fyrrgreindir iðnaðar- menn eiga þar kost á atvinnu. Magnús L. Sveinsson benti og á, að í einni starfsgrein væri skortur á vinnuafli, en það er í fataiðnaði og kvaðst hann vita um tvær saumastofur sem leitað hefðu að starfsfólki, en ekki fundið. Vestfirðir: „Sérframboð bein- ist gegn Sjálfstæð- isflokknum44 - segir Engilbert Ingvarsson form. kjördæmisráðs „SÉKFKAMBOÐIÐ hlýtur að beinast gegn Sjálfstæðisflokknum, og skapar þá hættu að annar maður á lista flokksins falli í kosningunum," sagði Engilbert Ingvarsson, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi, er hann var inntur álits á sérframboði sjálfstæðismanna á Vcstfjörðum. „Ákvörðun um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða- kjördæmi var tekin á fundi kjör- dæmisráðs þann 16. janúar. Fyrir fundinum lá engin tillaga eða skrifleg krafa um prófkjör. Kjör- nefnd taldi sig ekki geta hafið störf fyrr en úr því væri skorið hvort prófkjör hefði fylgi og var því greitt atkvæði um það. Á móti prófkjöri voru 26 en 17 með. Engin athugasemd kom fram um máls- meðferð eða ósk um að fresta fundi. Samkvæmt skipulagsregl- um Sjálfstæðisflokksins eru 52 fulltrúar í kjördæmisráði. Þeir eru kosnir á félagsfundum og hafa umbjóðendur, sem fela þeim ákvörðunarvald. Framboðslistinn var samþykktur í heild mótat- kvæðalaust eftir að greidd höfðu verið atkvæði um hvert sæti fyrir sig. Ákvörðun um sérframboð var tekin á fundi í fyrradag með að- eins 33 atkvæðum eftir auglýs- ingaherferð og mikla umfjöllun fjölmiðla og áróður fyrir fundum Fórst í bílslysi Maóurinn sem fórst í bflslysi á Akranesvegi í fyrradag hét Sigurþór Sigurþórsson. Hann var 19 ára gam- all idnnemi, fæddur 19. október 1963. Hann var til hcimilis aó Galt- arholti í Skilmannahreppi. Hann bjó í foreldrahúsum. um sérframboð. Á eftir allri þessari kynningu getur þessi hópur ekki kallast stór, sem ætlar sér að kljúfa sjálfstæðismenn í tvær stríðandi fylkingar í kosningabaráttunni. Það er óskiljanlegt með öllu hvaða kapp Sigurlaug Bjarnadóttir legg- ur á það að koma fram sérfram- boði nú, þar sem gera má ráð fyrir að aðrar kosningar verði á þessu ári, og prófkjör á þá að geta farið fram í sumar. Allur þessi áhugi á prófkjöri er til kominn eftir kjör- dæmisráðsfund, því ekki lögðu þeir, sem harðast mótmæla próf- kjörsleysi, mikið á sig fyrir fund- inn til að leita leiða til að knýja fram prófkjör. Égá von á að Sjálfstæðismenn í Vestfjarðakjördæmi standi ein- huga um lista Sjálfstæðisflokks- ins, og við erum reiðubúnir að hefja kosningabaráttuna nú fljót- lega,“ sagði Engilbert. Reykjavíkurborg: Nefnd vinnur aö endurskoöun stjórnkerfisins „ÁKVEÐIÐ hefur verid ad endur- skoóa allt stjórnkerfí Keykjavík- urborgar og hefur nefnd borgar- fulltrúa vcrift skipuð til að vinna þaó verkefni. Ég tel mjög brýnt að störfum nefndarinnar verði hrað- að og að hún skili af sér innan nokkurra mánaða," sagði Markús <)rn Antonsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umræðum í borgarstjórn nýlega, en hann er formaður nefndarinnar sem feng- ið hefur það verkefni að endur- skoða stjórnkerfi borgarinnar. Auk Markúsar Arnar eru í nefndinni þau Ingibjörg Rafnar og Hilmar Guðlaugsson, borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins, Sigurjón Pétursson borg- arfulltrúi Alþýðubandalagsins og Guðrún Jónsdóttir borgar- fulltrúi Kvennaframboðsins. I ræðu sinni í borgarstjórn sagði Markús Örn, að á síðasta kjörtímabili hafi stjórnkerfis- nefnd verið starfandi um langt skeið með löngum hléum á milli funda, en Markús sagði að það hafi stafað af „hinu sérkenni- lega andrúmslofti í samskiptum meirihlutaflokkanna þáver- andi“. Blómamiðstöðin hf. er fyrirtœki tuttugu og fjögurra blómabænda, sem sameinuðust um sölu á framleiðslu sinni, til að auðvelda dreifingu í verzlanir um land allt. Þessir bœndur rækta um 80% þeirra blóma, sem koma hér á markað. Blómarækt er vísindagrein, sem tekur líftíð að læra, en verður þó aldrei full lærð. Bændurnir í Blómamiðstöðinni hafa sumir verið að grúska í þessu í meir en 40 ár og halda enn áfram. Það er full ástæða fyrir fólk að hlusta með varúð á upphrópanir þeirra, sem hafa blómarœkt í hjáverkum, en þykjast hafa fæðst fulllærðir í gær. Blómamiöstöðin hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.