Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 5 Alþýðuflokkur: Þrír í próf- kjör á Vest- fjörðum PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins á Vestfjörðum fer fram 6. marz nk., en óákveðið er hvort það stendur í einn eða tvo daga. Framboðsfrestur er runninn út, þrír gefa kost á sér. Þeir sem gefið hafa kost á sér eru Gunnar Pétursson rafvirki Patreksfirði, Karvel Pálmason al- þingismaður Bolungarvík og Sig- hvatur Björgvinsson alþingismað- ur Reykjavík. Frambjóðendur eru allir í framboði í 1.—3. sæti. Egill Skúli hættir hjá Kísilmálm- vinnslunni hf. STJÓRN Kísilmálmvinnslunnar hf. kom saman til fundar á Austurlandi, fostudaginn 11. febrúar sl. Á fundin- um var fjallað um kaup á ofnum og búnaði fyrir verksmiðjuna svo og um umhverfismál, segir í frétt frá fyrir- tækinu. Ennfremur segir: { tengslum við fundinn var sveitarstjórnar- mönnum á Reyðarfirði og Eski- firði gerð grein fyrir framvindu málsins. Á stjórnarfundinum var lagt fram bréf frá Agli Skúla Ingi- bergssyni, þar sem hann sagði starfi sínu sem framkvæmdastjóri félagsins lausu frá 1. maí næst- komandi. í samtali við blaðamenn Morg- unblaðsins kvaðst Egill Skúli ekk- ert vilja segja um ástæður þess að hann hefur ákveðið að láta af störfum. Snorri Sigfús Birgisson. Verk eftir hann verður frumflutt á tónleikum á Kjarvalsstöðum á morgun. Kjarvalsstaðir: Tónleikar á vegum Musica Nova á morgun Á MORGUN, laugardaginn 19. febr- úar, kl. 20.30, stendur MUSICA NOVA fyrir tónleikum að Kjarvals- stöðum. Flutt verða tónverk eftir Jón Nordal, Snorra Sigfús Birgisson, Áskel Másson, Noa Guy, Leo Brouwer, Benjamin Britten og Sigurd Berge. Flytjendur eru: Guðný Guðmundsdóttir, Nina Fly- er, Jón Sigurðsson, Joseph Ogni- bene, William Gregory, Lárus Sveinsson, Bjarni Guðmundsson og Joseph Fung. Verk þeirra Jóns Nordal og Snorra Birgissonar voru samin fyrir tilstilli MUSICA NOVA og eru frumflutt á tónleikunum. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Þess má geta, að næstu tónleikar MUSICA NOVA verða haldnir í apríl og verða þeir einleikstónleikar Önnu Áslaugar Ragnarsdóttur. Verður á þeim tónleikum m.a. frumflutt nýtt tón- verk eftir Hjálmar H. Ragnars- son. Hljóðfæraleikararnir í Kvintett í Es-dúr KV 407 fyrir horn og strengi; Joseph Ognibene, Júlíana Kjartansdóttir, Inga Rós Ingólfsdóttir, Sesselja Halldórsdóttir og Rut Ingólfsdóttir. Bústaðakirkja: Kammersveit Reykjavíkur heldur tón- leika á sunnudaginn KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur 3. tónleika sína á þessu starfsári í Bústaðakirkju nk. sunnudag, 20. febrúar kl. 17. Leikin verða verk eftir Wolf- gang Amadeus Mozart, föður hans, Leopold, og nokkra sam- tímamenn, Michael Haydn, K.D. von Dittersdorf og Antonio Sali- eri, sem Peter Schaffer hefur gert ódauðlegan í leikriti sínu „Amadeus", sem sýnt var í Þjóð- leikhúsinu á síðasta ári. Á tónleikunum verða m.a. leikin Adagio KV 410 og Adagio KV 580a þar sem Mozart notar bassethorn með ensku horni og fagotti. H m vel eftir ! ! EFTIRTALDAR VÖRUR FÆRDU Á STÓR ÚTSÖLUMARKAÐNUM í HÚSGAGNA- HÖLLINNI, BÍLDSHÖFDA I „BÁS“ KARNABÆJAR___ Þetta er upptalning, sem er þess virði að lesa: Fermingarföt 1. fl. efni á kr. 990.- Fermingarskyrtur kr. 190,- Fermingar bindi og slaufur kr. 40.- Fermingarjakkar kr. 550.- Fermingarbuxur kr. 350.- Allt toppvara Smávara Sokkar kr. 10.- Sokkabuxur kr. 50.- Bindi 40—60 kr. Axlabönd kr. 40.- Legghlífar kr. 60.- Fingravettlingar kr. 70.- Grifflur kr. 50.- Domu- og herrabuxur í öllum númerum Denim — Kakhi — Flauel kr. 250.- Terelyne — Flannel kr. 390.- Snið við allra hæfi nrimil. horra. nnnlinno Fyrir unglinga 10—14 ára. 10 snið af denim og kakhi buxum. Aðeins kr, 250,- MUIIIM IIVI 1 U Ull oo barnanevsur Kuldaflíkur á herra — dömur — drengi — stúlkur. Watteraðar og loðfóðraðar kr. 450—650. Mikið úrval kr. 190- -290 kr. Rúskins og Allar skyrtur og Rúskins Herrajakkaföt í öllum númerum 1. fl. efni. Verð aöeins kr. 1.995.- leóurbuxur Lítil no. kr. 750-990. allar blússur aðeins kr. 190." jakkar Lítil no. kr. 1.100.- Sumarvörur á sólskíns verði: t.d. kvartbuxur og síöar buxur úr kakhi og flauel í mörgum litum — jakkar við. — Hvert stk. aöeins kr. 90.-Kjólar úr bómull — dress — dragtir — blússur o.m. fl. þ.h. aöeins kr. 150.- KARNABÆR STÓRÚTSÖLUMARKAÐUR HÚSGAGNAHÖLLINNI - BÍLDSHÖFÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.