Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 Sálarfræði og list 3. og síðasti hluti „Dagleiðin langa “ og sálarfræðin — eftir Arna Blandon Sálarfræði og list (í fyrri greinunum um „Dagleið- ina löngu“, eftir Eugene O'Neill, sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir, sagði frá því hvernig persónuleikasálarfræðin nálgast persónurnar í verkinu.) Sálgreiningin Það eru einkum þrjú atriði úr sálgreiningunni sem heimfæra má upp á „Dagleiðina löngu": Ödipus- arduld, systkinaríg og sifjaspell. Freud nefndi Ödipusarduldina eft- ir grísku goðsögninni sem Sófó- kles notar i leikriti sínu um „ödip- us konung". í goðsögninni er því spáð að Ödipus, sonur Leosar kon- ungs í Þebu, muni drepa föður sinn og giftast móður sinni Jók- östu drottningu. í leikritinu kemst Ödipus að því að hann hefur fram- kvæmt þetta án þess að vera sér meðvitaður um það. Fyrsta ástúðarsamband barns er venjulega við móðurina. Nýfætt barn lendir því í samkeppni við föðurinn um athygli og ást móður- innar. Af því skapast togstreita sem lýsir sér í því að barnið óskar þess að faðirinn sé hvergi nálægur svo það geti setið eitt að ástúð móðurinnar. En barninu þykir að sjálfsögðu einnig vænt um föður sinn og af þessu skapast hin svo- kallaða Ödipusarduld. Til þess að leysa hana þarf barnið, ef um dreng er að ræða (eins og í „Dag- leiðinni") að yfirfæra ást sína á móðurinni (á unglingsárum) yfir á aðra kvenpersónu, annars festist hann í Ödipusarduldinni. Systkinarígur er af svipuðum eigingirnis- og afbrýðisemirótum. Barnið vill sitja að ástum móður- innar eitt og vill þar enga sam- keppni, hvorki frá föður sínum eða systkini. Að sjálfsögðu er um að ræða margar einstaklingsbreytur í þessu sambandi, og breytingar í gegnum söguna. Nú á tímum t.d. elst stór hluti barna upp hjá að- eins öðru foreldrinu, sem skapar þá annarskonar streitu en Ödipus- arduld, aukna áherslu á systkina- ríg o.s.frv. Árið 1915 skrifaði Freud eftir- farandi um þessi mál, og er engu líkara en hann hefði getað verið að skrifa um Jamie í „Dagleiðinni" þegar hann óskar þess að litli bróðir hans Eugene deyi: Ef þess háttar ósk rætist og hinn óvelkomna viðbót við fjöl- skylduna deyr, má komast að því síðar með sálgreiningu hversu mikilvæg reynsla dauð- inn er barninu, jafnvel þó hún sé ekki til staðar í minninu. Barn sem hefur orðið að víkja úr fyrsta sæti vegna þess að lítill bróðir eða systir fæddist, og verður við það í fyrsta sinn einangrað frá móður sinni, á erfitt með að fyrirgefa henni þennan stöðumissi: tilfinn- ingar, sem hjá fullorðnum væru kallaðar sár biturleiki, vakna hjá barninu og mynda grunninn að varanlegum fá- leika. Sifjaspell. Bann við sifjaspellum gengur eins og rauður þráður gegnum mannkynssöguna. Seint verður vitað fyrir víst hvers vegna maðurinn setti sér þetta bann (taboo), sem e.t.v. er eitt fyrsta lagaboð sem mannskepnan hefur sett sér. Fyrr héldu fræðimenn því fram að fjölskyldumeðlimir hefðu síður kynferðislegt aðdráttarafl hver á annan en fólk í útvenslum. Sá sem hvað harðast mótmælti þessu var Freud. Rök hans voru þau að ekki þyrfti að setja bann á það sem enginn hefði áhuga á að gera, heldur á hitt sem allir vildu gera. Ekki er vitað um tíðni sifja- spella almennt og eru þau misjöfn að magni eftir stað og stund. Al- gengustu tilvikin eru þó faðir/- dóttir hvort sem um er að ræða ísland eða önnur lönd. Dulin sifja- spell verða sjálfsagt ætíð í miklum meirihluta, en Kinsey-skýrslurnar bandarísku (1948, 1953) gefa tölur á bilinu 5 til 30 tilfelli á hverja 1.000. Líklegasta skýringin á banninu við sifjaspellum er sú að líffræði- lega eru sifjaspell óhagstætt fyrir- komulag upp á afkomu kynslóð- anna. Adams og Neel (1967) gerðu samanburð á 18 sifjaspellabörnum (12 frá bróður-systur og 6 frá föður-dóttur) og 18 eðlilega getn- um börnum. Eftir 6 mánuði kom í Ijós að af hinum 18 sifjaspella- börnum höfðu 5 dáið, 2 voru ha- starlega þroskaheft og höfðu verið sett á stofnun, eitt var holgóma og 3 höfðu mjög lága greind (metið IQ u.þ.b. 70, en 100 er meðaltal). Aðeins 7 af þessum 18 börnum virtust vera heilbrigð. Af hinum 18 sem urðu til í venjulegum sam- böndum var aðeins eitt þeirra, sem var verulega skaddað, hin 17 virtust alheilbrigð. Líklegast þyk- ir því að sifjaspellabannið hafi upphafist þannig að frumstæðir menn hafi séð hvaða afleiðingar það hafði, ef um sifjaspellasam- bönd var að ræða. Við höfum áður minnst á mál- tækið „Hvað elskar sér líkt“. Þessi sannleikur hefur nú verið stað- festur vísindalega og tengist því aðdráttarafli sem sifjaspell er af- leiðing af og skýrir hvers vegna nauðsynlegt var, eins og Freud taldi, að setja bann við sifjaspell- um. Það sem ræður úrslitum um það hvort fólk dregst að hvert öðru er líkur bakgrunnur, svipað- ar þarfir, afstaða og gildismat. Og forsenda nálgunar er að sjálf- sögðu nálægð. Val á kynferðislegu viðfangi innan kjarnafjölskyld- unnar er því ákaflega auðveit og að öðru jöfnu eðlilegast fyrir flesta einstaklinga. Fjölskyldan og „Dagleiðin“ í „Dagleiðinni löngu" segir Mary við Edmund (hún er að tala um bónda sinn): „Hann hefur ver- ið afbrýðisamur út í öll mín börn. Mest hefur hann þó verið afbrýði- samur út í þig.“ Fjölskyldan sam- anstendur af þrem inönnum og einni konu. Faðirinn er haldinn sama ríg og afbrýðisemi út í börn- in og væri um systkini að ræða. Þetta er að sjálfsögðu ekki neitt sem er einungis bundið við „Dag- leiðina" heldur er þetta mjög al- gengt í hinum ýmsu fjölskyldum. Faðir Eugene O’Neill, James, annaðist konu sína af mikilli natni og þegar hún dó framdi hann sjálfsmorð. James var frumburður og má e.t.v. rekja þessa hegðun hans til þess að hann myndaði svo sterk tengsl við konu sína, sem við móður sína forðum. Jamie er einn- ig frumburður en hefur orðið að hverfa í skugga tveggja bræðra sinna. 1 öðrum þætti segir Mary við Tyrone, talandi um drenginn þeirra Eugene sem dó: Mary: Hefði ég ekki skilið hann eftir hjá móður minni svo að ég gæti slegist í leikförina með þér af því að þú skrifaðir mér og sagðir hvað þú saknaðir mín og hvað þú værir einmana, þá hefði Jamie aldrei verið leyft að fara inn í barnaherbergið meðan hann var ennþá með mislingana. (Andlitssvipurinn harðnar.) Ég hef alltaf verið sannfærð um að Jamie hafi gert það viljandi. Hann var af- brýðisamur út í litla barnið. Hann hataði það. (Tyrone ætl- ar að fara að andmæla.) Víst veit ég að Jamie var bara sjö Tyrone og Jamie. ára, en hann var aldrei neinn kjáni. Það var búið að vara hann við því að það gæti drepið barnið. Hann vissi það. Ég hef aldrei getað fyrirgefið honum það. Freud og O’Neill eru þarna sam- mála um grimmd mannsins og bældar hvatir. Það er einnig ljóst að Jamie hatar Edmund þó honum þyki vænt um hann í aðra röndina. Mary og Tyrone telja að hann hafi ætlað sér að eyðileggja heilsu Edmunds með því að leiða hann út í slark sem heilsa hans þoldi ekki. Og Jamie er meira að segja sam- mála því í lokaþættinum segir hann útúrdrukkmn við Edmund: Þetta er úr „öl er innri maður" deildinni. Það er eins gott að þú takir það alvarlega. Mig langar til að vara þig við — mér. Mamma og pabbi hafa á réttu að standa. Ég hef haft afleit áhrif á þig. Og það versta er að það var viljandi gert. Edmund: (órólega) Þegiðu! Ég vil ekki heyra — Jamie: Ekki aldeilis strákur, þú hlustar! Gerði það viljandi til þess að gera þig að róna. Eða hluti af mér gerði það. Stór hluti. Sá hluti sem hefur verið svo lengi dauður. Sem hatar lífið ... Ég vildi að þér mistækist. Alltaf afbrýðisam- ur út í þig. Litla barnið hennar mömmu, gæludýrið hans pabba. (Hann starir á Edmund með vaxandi fjandskap.) Og það var fæðing þín sem kom mömmu til að byrja á eitrinu. Ég veit að það var ekki þér að kenna, en engu að síður bölvað- ur, ég kemst ekki hjá því að hata það sem þú ert — ! Afbrýðisemi Jamies hefur gert hann bitran og mannfjandsamleg- an. Hann getur ekki fyrirgefið móður sinni að hann skyldi þurfa að víkja undan ástúð hennar vegna Edmunds. Þess vegna er hann svo harður við hana, eins og t.d. þegar hún kemur niður stig- ann í síðasta þætti. Þá segir hann: „Atriði brjálæðingsins. óphelía birtist." Og Edmund slær hann í andlitið. Þetta atriði vísar eins og flestir vita til þess atriðis í Haml- et Shakespeares þegar óphelía birtist, gengin af vitinu vegna þess að Hamlet hefur hafnað ást henn- ar og drepið föður hennar. Jamie hefur ekki tekist að leysa sína Ödipusarduld á farsælan hátt. Ást hans beinist ekki að kvenfólki almennt, hann þráir að- eins ást einnar konu: móður sinn- ar og hann elskar hana og enga aðra konu. Fyrir honum eru aðrar konur hórur. I síðasta þætti segir hann: „Gleymi ekki þeim degi þeg- ar það rann upp fyrir mér. Kom að henni með nálina. Guð minn, mér hafði aldrei hugkvæmst að aðrar konur en hórur notuðu eiturlyf." Jamie fær kynferðislega útrás ein- ungis með hórum. Þegar hann snýr heim úr hóruhúsinu segir hann við Edmund: „Hvar annars staðar er hægt að finna hæfandi félagsskap af kvenfólki? Og ást. Ekki gleyma ástinni." Jamie vinn- ur tvennt með því að umgangast hórur: Hann fær útrás fyrir ástar- þörf sína, sem fer þó ekki langt frá aðalmarki hans í ástinni, móður hans, því hann getur eytt eins skömmum tíma og hann kærir sig um á þessum fundum. Og með því að hann ómeðvitað líkir henni við hóru, fær hann útrás hjá hórunni fyrir það að geta ekki fyrirgefið mömmu sinni að hún hefur ekki verið honum trú. Er Tyrone-fjölskyldan að ein- hverju leyti dæmigerð fjölskylda, geyma margar fjölskyldur slíkar beinagrindur í skápum sínum? Að einu leyti er Tyrone-fjölskyldan dæmigerð. Öll sambönd innan fjölskyldunnar eru byggð upp á tvískinnungi — öll sambönd eru samofin af ást og hatri — eins og mjög náin sambönd hljóta alltaf að vera eftir því sem Freud sagði. Það sem er ólíkt með Tyrone- fjölskyldunni og venjulegri fjöl- skyldu er að ástin og hatrið fá opinskáa orðaða útrás. Hatrið er venjulega bælt og haldið niðri í undirmeðvitundinni af svokölluð- um varnarferlum eins og afneitun, réttlætingu, yfirfærslu o.s.frv. Að- ferðin sem Ó’Neill notar til að fá þessar sterku tilfinningar fram er að sýna persónurnar bæði ómeng- aðar og eitraðar: Mary er í morf- íni, karlmennirnir í víninu. Þegar eitrið hrífur eru neikvæðar til- finningar afsakanlegar. Leikritið gæti þannig verið skrifað af sál- greinanda sem er að sýna hvað býr í undirmeðvitund fólks. Árið 1912—1913 skrifaði Freud greinar undir heitinu „Totem og Taboo". Þar rekur Freud sögu heimsmyndar mannsins. Frum- stæðasti maðurinn lifði á andatrú- arstigi þar sem maðurinn var al- máttugur. Síðan þróaðist mann- kynið yfir á trúarlegt stig, en hafði þó möguleika á að hafa áhrif í Framneskoti Sleingrímur Lárents Steingrímsson „ÞETTA er bara byrjunin. Ég ætla að gera meira í þessum dúr,“ sagði Steingrímur Lárents Stein- grímsson, í samtali við Mbl., en hann stundar nám á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti og hefur gefíð út teikningu sína; „I Framneskoti". Ekki vildi Steingrímur nafngreina þá, sem á teikning- unni eru og sagði það hreina til- viljun að þeir bæru svip af nokkrum forystumönnum Framsóknarflokksins, þeim Þór- arni Þórarinssyni ritstjóra, Ingvari Gíslasyni menntamála- ráðherra, Gerði Steinþórsdóttur borgarfulltrúa, Ólafi Jóhannes- syni utanríkisráðherra, Stein- grími Hermannssyni formanni flokksins, Tómasi Árnasyni rit- ara flokksins og Erlendi Ein- arssyni forstjóra SÍS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.