Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ftitstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakið. Flóttinn er hafinn Ekki eru mörg misseri lið- in síðan Ólafur R. Grímsson, þingflokksformað- ur Alþýðubandalagsins, lýsti því yfir í ræðustól á alþingi, að það hefði verið „unaðslegt" að hlýða á rökstuðning Gunn- ars Thoroddsens, forsætisráð- herra, fyrir sameiginlegum málstað þeirra á fundi þing- nefndar. Þar var þá verið að ræða um eitthvert vísitölu- krukk ríkisstjórnarinnar en síðan alþýðubandalagsmenn settust í ráðherrastólana 1. september 1978 hafa þeir staðið fyrir 13 opinberum skerðingum á verðbótum launamanna fyrir utan allar aðrar kúnstir, sem þeir hafa gripið til í því skyni að hafa sem mest fé af almenningi í þágu ríkishítarinnar og fyrir tilstilli hennar. Hin hlýlega traustsyfirlýs- ing þingflokksformanns Al- þýðubandalagsins í garð for- sætisráðherra hefur verið burðarás þessa dæmalausa stjórnarsamstarfs, enda var til þess stofnað af Alþýðu- bandalaginu með stoð í þeirri röksemd Ragnars Arnalds að forsætisráðherrann væri í raun „bandingi" kommúnista, svo að vitnað sé til hins smekklega orðs sem Ragnar notaði um Gunnar Thorodd- sen á flokksfundi Alþýðu- bandalagsins í þann mund sem stjórnin var mynduð. Nú eru kosningar loksins í sjón- máli eftir að stjórnarkreppa hefur verið í landinu síðan í ágúst 1982 og landsstjórnin í sjálfheldu. Þegar dómur kjós- enda er á næsta leiti, leggja aðilar að ríkisstjórninni höf- uðkapp á að hlaupa frá eigin samsæri og láta eins og stjórnarathafnir séu þeim óviðkomnadi. Hjákátlegastir eru tilburðir Alþýðubanda- lagsins. Yfirlýsingastríðið milli að- ila að ríkisstjórninni út af vísitölufrumvarpinu, sem for- sætisráðherra lagði fram á mánudag, er dæmigert um þau svikabrigsl sem stjórn- arliðar munu hafa uppi á flóttanum næstu vikur. Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn verða þögulir og þakklátir fyrir það skjól sem þeir fá hjá meirihluta sjálfstæðismanna, það er þeim hópi sem hefur verið staðfastur í andstöðu við ríkisstjórnina, varaði við myndun hennar og misgjörð- um síðan. Alþýðubandalagið fær á engan veg undan því vikist að það ber pólitíska ábyrgð á því, að Gunnar Thoroddsen lagði vísitölufrumvarpið fram á al- þingi sem stjórnarfrumvarp. Alþýðubandalagið ber póli- tíska ábyrgð á þessu frum- varpi, þótt það leggi nú á flótta frá því samsæri eins og öðrum. Hefði Alþýðubanda- lagið viljað koma í veg fyrir að vísitölufrumvarpið kæmi fram frá forsætisráðherra þeirrar stjórnar sem starfar með stuðningi flokksins, hefði það átt að hóta stjórnarslit- um um leið og ráðherrann greindi frá þeim ásetningi að leggja frumvarpið fram á þingi. Þetta gerðu ráðherrar Alþýðubandalagsins ekki og formaður þingflokks þess seg- ir nú að flokkurinn muni sitja í ríkisstjórninni á meðan vísi- tölufrumvarpið er óafgreitt á alþingi. Alþýðubandalagið hefur sem sé falið öðrum að ákveða, hvort það situr í þess- ari ríkisstjórn eða ekki. Mun einsdæmi að stjórnmála- flokkur sýni svo mikið ósjálf- stæði, enda eru það vegtyll- urnar en ekki málefnin sem ráða gerðum flokksbroddana — þeir fara ekki ótilneyddir úr ráðherrastólunum. Hjörleifi sig- að á Gunnar Sama dag og Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, hélt í opinbera heimsókn til Kaupmanna- hafnar sté Hjörleifur Gutt- ormsson, iðnaðarráðherra, í ræðustól á alþingi og lýsti því yfir, að Gunnar hefði sem iðnaðarráðherra gert verri samning við Alusuisse 1975 en samið var um upphaflega. Upphafssamninginn-við Alu- suisse hafa kommúnistar tal- ið í hópi verstu „landsölu- samninga" allrar íslandssög- unnar, svo að Hjörleifur tók alls ekki svo lítið upp í sig þegar hann sagði Gunnar Thoroddsen hafa undirritað verri samning. Nú sigar Alþyðubandalagið Hjörleifi á sjálfan Gunnar Thoroddsen. Hjörleif Gutt- ormsson munar ekkert um það, eftir allt sem hann hefur áður látið frá sér fara í álmál- inu, að saka forsætisráðherra um að gæta ekki íslenskra hagsmuna gagnvart Alu- suisse. Hjörleifur telur það gefast best í álmálinu að segja eitt í dag en annað á morgun «-n ræða ekki við þann sem honum ber þó að semja við til að gætá'þjóðar- hagsmuna. Opinber heimsókn forsætisráðherrahjónanna í Danmörku: Danir bjartsýnni nú en áð- ur um stöðu efnahagsmála — segir Gunnar Thoroddsen um viðræður hans og Paul Schliiter, forsætisráðherra Dana „ÞESSI heimsókn gengur mjög vel og er ánægjuleg. Ég átti tveggja tíma fund í morgun með Paul Schliiter forsætisráðherra. Vid upplýstum hvor annan um stjórnmálaástand og efnahagsástand í löndum okkar og síðan var rætt ítarlega bæði um nor- ræn mál og alþjóðamál, jafnt á sviði efnhagsmála, afvopnunarmála og fleira,“ sagði dr. Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra, er Mbl. ræddi við hann símleiöis í Kaup- mannahöfn síðdegis í gær, en opin- berri heimsókn hans og eiginkonu hans, Völu Thoroddsen, lýkur í kvöld. Pau eru væntanleg heim á ný, síðdegis á morgun, en forsætisráð- herra sagði í viðtalinu við Mbl., að hann færi ekki til þings Norður- landaráðs að þessu sinni. Gunnar sagði að á þessum ítar- lega fundi þeirra ráðherranna hefði verið farið mjög rækilega yf- ir fjölda mikilvægra mála og að sjálfsögðu sérstaklega þau er snertu Danmörku og ísland. „En þar eru sem betur fer ekki um nein alvarleg ágreiningsefni að ræða,“ sagði hann. Þá sagði hann að eins og venja væri í opinberum heimsóknum þá hefðu þau hjónin skoðað fjölda stofnana og kvað hann veður vera eins og bezt væri á kosið í Kaupmannahöfn. Gunnar var spurður hvernig honum virtist ástand efnahags- mála vera í Danmörku, samkvæmt viðræðum hans við Paul Schluter. Hann sagði: „Danir eiga auðvitað við sína erfiðleika að etja, en rík- isstjórnin hefur tekið myndarlega a málum í ýmsum greinum og eru menn bjarsýnni nú heldur en þeir voru.“ Þá sagði forsætisráðherra að þau hjónin hefðu í gær setið há- degisverðarboð á Amalíuborg í boði Ingiríðar drottningar, en hún gegnir nú ríkisstjórastarfi í fjar- veru Margrétar drottningar. Þá héldu forsætisráðherrahjónin ís- lenzku boð í sendiherrabústaðnum í gær fyrir fslendinga, og Dani sem tengdir eru íslandi og fs- landsmálum. Þar var mikið fjöl- menni að sögn forsætisráðherra. í gærkvöldi sátu forsætisráð- herrahjónin síðan boð Paul Schlúter og eiginkonu hans, en í kvöld halda Gunnar og Vala síðan kveðjuboð fyrir dönsku gestgjaf- ana. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, og Paul Schliiter, forsætisráðherra Dana, áttu tveggja klukkustunda viðræðu- fund í gærmorgun og var þessi mynd þá tekin af þeim. Ljó.sm. Nordfoio. VIÐSKIPTAÞING ’83 Hver vinnandi maður skuldar 210 þúsund kr. í eriendum lánum „ÞEGAR innlendur sparnaður nægði ekki til að mæta að mestu þörfum framleiðslu og fjárfestingar komu erlendu lánin til sögunnar. Á tíu ára tímabili höfum við stofnað til erlendra skulda að þeim hættumörk- um, sem sérfræðingar í alþjóða- fjármálum telja varhugaverð sjálf- stæðum efnahag hvaða ríkis sem er,“ segir í efnahagsstefnu Verzl- unarráðsins. „Nú eru tekin ný lán til að greiða afborganir og vexti af þeim gömlu og önnur ný lán eru tekin til framkvæmda, sem ekki njóta rekstrarlegra forsendna í efna- hagslífinu. Slík stefna er ekki bara varasöm, heldur stórhættu- leg þjóðinni allri." Línurit það, sem hér er birt sýn- ir erlendar lántökur frá árinu 1969 í milljónum sérstakra dráttarrétt- inda, í árslok hvert ár, en í sept- emberlok árið 1982. í efnahagsstefnu Verzlunar- ráðsins segir ennfremur: „Lántökustefnan er leidd með slæmu fordæmi ríkisins, sem tek- ur sjálft eða ábyrgist fyrir aðra bróðurpartinn af lántökunum. Ríkið neyðir jafnvel fyrirtæki til taprekstrar, sem það hvetur til að fjármagnaður sé með erlendum lánum. Frá árinu 1970 hafa erlendar skuldir rúmlega tífaldazt í er- lendri mynt og eru nú orðnar 210 þúsund krónur á hvern vinnandi mann í landinu. Samkvæmt bráðabirgðatölum eru skuldirnar í árslok 1982 orðnar tæplega 48% af þjóðarframleiðslu, en voru um 25% árið 1972. Neðangreint línurit sýnir greiðslubyrði erlendra lána, vexti og afborganir langra lána sem hlutfall af útflutningstekjum. Hvíti hlutinn neðst eru lán einka- aðilja, en hinn línustrikaði eru lán hins opinbera. Verdbólgan er heimatilbúin VERZLUNARRÁÐ íslands setti fram á viðskiptaþingi, sem haldið var í gær, ítarlega stefnu í efnahags- og atvinnumálum, sem hlotið hefur heitið „Frá orðum til athafna". Þar er ýmislegan fróðleik að finna um efnahagsmál. Morgunblaðið rekur hér nokkur atriði úr þessari stefnu Verzlunarráðsins. 1 stefnunni er borin saman verðbólgan í nokkrum viðskipta- löndum Islendinga og verðbólgan hérlendis, en eins og kunnugt er hefur verðbólgan nú, mæld í vísi- tölu framfærslukostnaðar, verið um 70% á sama tíma og innflutn- ingsverðlag hefur hækkað um 5,5%. Það þýðir að innlend áhrif hafa numið 64,5%. í stefnunni eru birtar spátölur fyrir árið 1983 í eftirtöldum löndum: Bandaríkin 5,7% Japan 3,0% Þýzkaland 3,5% Frakkland 9,3% Bretland 5,8% Danmörk 7,7% Júgóslavía 36,0% I efnahagsstefnu Verzlunar- ráðsins er síðan birt stöplalínurit yfir verðbólguþróun milli ára frá 1973 til 1983. Svörtu stöplarnir sýna vísitölu innflutningsverðlags og hvernig hún hækkar milli ára en sú dröfnótta sýnir vísitölu framfærslukostnaðar og hækkun hennar milli sömu ára. Eins og greinilega kemur fram er vísitala innflutningsverðlags aðeins veru- legur hluti innlendrar verðbólgu tvö ár, þ.e. 1974 og 1979. Þó er mikill munur milli þeirra ára og eru áhrif erlendrar verðbólgu mest 1974 . Niðurstaðan, sem Verzlunarráðið fær út úr þessum reikningum, er að verðbólgan sé heimatilbúin. VERÐBÓLGAN ER HEIMATILBUIN (Spá V.l. fyrlr árlö 1983) 10 20 30 40 50 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 i ^ r - ' i 1 B '"T55 _ J Visitala ínnflutningsvarðlags I — hækkun á milli ára Visitala framfærslukostnaðar T77T — hækkun á milli ára iill 60 70 % VERZLUNAARAO ISLANDS íslenzkir landvættir taka dönskum vinum og frændum með útbreiddan faðminn Hér fer á eftir ræða Gunnars Thor- oddscns forsætisráðherra í kvöldverðar- boði Pouls Schliiters forsætisráðherra Danmerkur, í gærkvöldi: „Herra Poul Schlúter forsætisráð- herra, frú Lisbeth Schlúter, herrar mínir og frúr. Af minni hálfu og konu minnar ber ég fram þakkir fyrir þetta boð — og reyndar er þetta í fyrsta skipti sem forsætisráðherra íslands kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur. Fyrir okkur hjónin er þetta sér- stakt fagnaðarefni, vegna tengsla okkar við þessa þjóð og fjölda ánægjulegra minninga, ekki síst eftir nær fimm ára dvöl í „gamle Dan- mark, Freias sal“. Enn er okkur í fersku minni heim- sókn Ankers Jörgensens forsætis- ráðherra og konu hans til íslands í ágúst í fyrra. Með þeim ógleymanlegu dögum var fylgst af athygli á íslandi og þeir efldu vináttutengslin milli þjóðanna. Við hátíðleg tækifæri er oft freist- andi fyrir okkur íslendinga að vitna í fornritin. í Heimskringlu Snorra Sturlusonar getur að líta frásögn af einum fyrsta samfundi Dana og íslendinga, og ef ég má leyfa mér að vitna í H.C. Andersen: „Det er ganske vist, for ell- ers kunde jeg ikke fortælle den.“ Skip það, er íslenskir menn áttu, braut í Danmörku. Bryti Haralds konungs Gormssonar tók upp fé allt og kallaði vogrek. Þá var í lög fest á íslandi, að yrkja skyldi um Danakon- ung níðvísu fyrir nef hvert á landinu. Þá ætlaði konungur að sigla með liði til íslands að hefna þess níðs. En konungur þessi var varkár og vitur. Því bauð hann manni fjölkunn- ugum að fara hamförum til fslands og freista þess, hvað hann kynni að segja honum. Sá fór í hvalslíki. (Þetta var áður en Alþjóða hvalveiðiráðið komst á laggirnar). En er hann kom til landsins, sá hann að fjöll öll voru full af landvætt- um. Úti fyrir Austurlandi fór ofan eftir dal dreki mikill, og fylgdu hon- um mörg kvikindi, og blésu þau eitri á hann. . Úti fyrir Norðurlandi flaug á móti honum fugl svo mikdl, að vængirnir tóku út fjöllin beggja vegna. Af Vesturlandi fór á móti honum griðungur mikill og óð á sæinn út og tók að gella ógurlega. Sunnanlands kom í móti honum bergrisi og hafði járnstaf í hendi, og bar höfuðið hærra en fjöllin. Þaðan fór hann austur með landinu — „var þá ekki“, sagði hann „nema sandar og öræfi og brim, en haf svo mikið milli landanna, að'ekki er þar fært langskipum." Af þessari herför varð því ekkert, og urðu allir sem hlut áttu að máli fegnir. Sagan sem við eigum sameiginlega er orðin löng, og ekki átakalaus. ísland komst undir dönsk yfirráð, og stóð svo öldum saman. Oft lifðum við dimm tímabil. Nú mun þó flestra mál, að dönsk yfirráð á íslandi hafi verið okkur mun betra hlutskipti en margar smáþjóðir, sem lagðar höfðu verið undir voldug ríki, áttu við að búa. Sú var líka raunin, að þegar íslend- ingar hófu sjálfstæðisbaráttu á 19. öld var hún að verulegu leyti háð á danskri grund. Hingað til Kaup- mannahafnar sóttu ungar frelsishetj- ur okkar þekkingu og dáð, sem réð úrslitum í baráttunni fyrir sjálfstæði íslands. Hér átti hinn mikli leiðtogi okkar í sjálfstæðisbaráttunni, Jón Sigurðsson, heima mestan hluta ævinnar og gegndi dönsku embætti. Síðan kom að þeim tímamótum í samskiptum landanna, að Island fékk fullveldi yfir öllum málum sínum við endurreisn lýðveldisins 1944. Danmörk er það land sem ísland hefur um langan aldur átt við nánust og víðtækust menningartengsl. Danska er fyrsta erlenda málið sem kennt er í íslenskum skólum, frá fjórða eða fimmta ári skyldugrar skólagöngu. Til Danmerkur leita flestir íslenskir námsmenn fram- haldsnáms. Við Islendingar viljum viðhalda vináttu og samstarfi við frændþjóð okkar í Danmörku. Þar má meðal annars benda á samstarf okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í Evr- ópuráðinu og ekki síst í Norðurlanda- ráði. Sameiginleg aðild Danmerkur og íslands að Atlantshafsbandalag- inu ber vott um samdóma mat á ör- yggisþörfum landa okkar. A sviði fríverslunar hlutum við á sínum tíma uppörvun og stuðning hjá Danmörku til inngöngu í EFTA. Að frumkvæði Dana var þá stofnaður Norræni iðnþróunarsjóðurinn fyrir fsland. Eftir að Danmörk sagði sig úr EFTA og gekk í Efnahagsbandalag Evrópu, hafa dönsk stjórnvöld fús- lega veitt öðrum Norðurlöndum vitn- eskju og liðsinni í samningaviðræðum við Efnahagsbandalagið. Einstæður kafli í samskiptum okkar er veglyndið í handritamálinu, sem verður dönsku þjóðinni til ævar- andi sóma. Schlúter forsætisráðherra nefndi verk föðurbróður míns, jarðfræðings- ins og eldfjallafræðingsins Þorvaldar Thoroddsens. Hann átti heima og starfaði hér í Danmörku svo áratug- um skipti. Þetta minnir mig á, að á Jótlandi hefur fundist í jörðu aska frá eldgosi í Heklu á íslandi fyrir tvö þúsund árum. Það er fyrsta hlýja kveðjan, sem við vitum af að ísland hafi sent Danmörku. Sfðan hafa þær orðið fleiri og mannlegri hlýju kveðj- urnar yfir hafið milli Danmerkur og íslands, gagnkvæmar í báðar áttir. Sambúð Danmerkur og íslands er orðin svo þroskuð og í slíku jafnvægi, að ekki er lengur lagt hald á skip né vörur, menn yrkja ekki lengur níðvís- ur eins og fyrrum og undirbúa því síður herferðir gegn norrænum frændum. Þvert á móti taka íslenskir land- vættir dönskum vinum og frændum með útbreiddan faðminn á sögueynni, þakka vináttu og góðar gjafir. Eg drekk skál forsætisráðherra Danmerkur, Poul Schlúter og frú Lisbeth Schlúter, skál vinfengis Dan- merkur og fslands." Sljórnir, nefndir og ráð ríkisins: Heildarkostnaður 597 nefnda nam rúmum 13 milljónum 1981 Nefndakostnaður heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins nam alls 2.243.086 krónum Á ÁRINU 1981 störfuðu 3.054 menn í alls 597 nefndum á vegum ríkisins og nam heildarkostnaður vegna þeirra alls rúmum 13 milljónum króna. Flestar nefndir, 160, störfuðu á vegum menntamálaráðuneytisins, 75 á vegum iðnaðarráðuneytisins en aðeins ein á vegum Hagstofu ís- lands. Frá árinu 1980 fjölgaði nefnd- um alls um 49, segir meðal annars í nýútkominni skýrslu um stjórnir, nefndir og ráð ríkisins. Eins og áður sagði störfuðu flestar nefndir á vegum mennta- málaráðuneytisins, 160, og í þeim 861 maður. Heildarkostnaður vegna þess nam 1.747.669 krónum. Á vegum iðnaðarráðuneytisins störfuðu alls 335 menn í 75 nefnd- um og nam heildarkostnaður 1.427.916 krónum. Á vegum heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins störfuðu alls 297 menn í 59 nefndum og nam heildarkostn- aður 2.243.086 krónum. Á vegum forsætisráðuneytisins störfuðu 111 menn í 23 nefndum og nam heildarkostnaður 1.219.029 krón- um. Á vegum fjármálaráðuneytis- ins störfuðu 209 menn í 39 nefnd- um og nam kostnaður 1.164.928 krónum. Á vegum sjávarútvegs- ráðuneytisins störfuðu 178 manns í 25 nefndum og nam kostnaður 1.145.332 krónum. Hagstofa ís- lands eyddi minnstum fjármunum í nefndarstörf. Á hennar vegum störfuðu aðeins 4 menn í einni BORGARSTJÓRN staðfesti á fundi sínum í gærkveldi 25% hækkun á fargjöldum Strætisvagna Reykjavík- ur, sem samþykkt var í borgarráði nýlega og hefur tekið gildi. í borgarstjórn lýstu fulltrúar minnihlutans þeirri skoðun sinni, að nú þegar ætti að hefja sölu af- sláttarkorta strætisvagnanna og kom um það tillaga. Sögðu þeir sig andvíga því að hækka fargjöldin um 25%, án þess að hefja sölu af- sláttarkorta. Á fundinum var samþykkt frá- vísunartillaga á tillögu um sölu afsláttarkorta og greiddu 12 borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nefnd og nam kostnaður vegna þess 23.087 krónum. I inngangi skýrslunnar segir að útkoma hennar hafi dregizt óvenju lengi, bæði vegna þess, að upplýsingar frá nokkrum ráðu- neytum bárust heldur síðar en venjulega og vegna breyttrar úr- vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Skýrslan verður til sölu í Bóka- búð Lárusar Blöndal. henni atkvæði, en 9 fulltrúar minnihlutans voru á móti. í frá- vísunartillögunni kemur m.a. fram, að ákveðið hafi verið að hætta sölu afsláttarkorta þegar lögbannsúrskurður á fargjalda- hækkunina í janúar hefði fallið. Með fargjaldahækkun um 25% næðist ekki það mark að fargjöld- in stæðu undir 77,8% af rekstr- arkostnaði vagnanna, eins og við var miðað í fjárhagsáætlun. Á meðan óvissa ríkti um gildi lög- bannsins, væri því ekki efni til þess að hefja á ný solu afsláttar- korta og því tillögu um það vísað frá. Fargjöld SVR í borgarstjórn: 25% hækkun staðfest

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.