Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 29 „Tvímennings-taugaveiklunar-vítahringir“ VÍTAHRINGUR: Drykkja Edmunds og morftn- neysla Mary. *«* M«ry Ih&á* f io VÍTAHRINGUR: Uppáhald Mary ar Edmund. i«m skapar afbrýðisemt hjá Jamie. (or Jomio i f te á guðina (t.d. stigið sem grísku harmleikjaskáldin eru á, við mörk goðsögu og nýrra trúarbragða). Þriðja stigið er svo hið vísindalega stig, þar sem maðurinn hefur sætt sig við lögmál náttúrunnar og misst almætti sitt. Og Freud rek- ur þróun kynhneigðar einstakl- ingsins á sama hátt: Andatrúar- stigið samsvarar því stigi þegar barnið er upptekið af sjálfu sér og telur allan heiminn snúast í kring- um sig. Trúarlega stigið svarar til þess þegar barnið tekur sér for- eldri að viðfangi en vísindalega stigið svarar til þess þroskastigs þegar fullþroska einstaklingur hefur snúið baki við vellíðunar- lögmálinu og leitar viðfanga fyrir hvatir sínar í ytra umhverfi. Freud taldi að hugsun frumstæðra manna og taugaveiklaðs nútíma- fólks ætti það sameiginlegt að hún sé að miklu leyti kynferðisleg og svari þá til upprunalega stigsins (narsissismans) þegar einstakl- ingurinn er upptekinn af sjálfum sér. Þetta er nákvæmlega það stig sem Jamie hefur aldrei þroskast upp af: Eins og hjá öllum karl- mönnum sem fara á hóruhús en gætu jafnt fengið útrás í fróun- arvél, er tilfinningalíf hans van- þroska, hann nær ekki tilfinninga- sambandi við kvenfólk, aðeins fyrirlitningarsambandi, sem nær- ist á þörf hans fyrir einangraða líkamlega útrás (svipað og tíðkast á kjötmörkuðum danshúsanna í Reykjavík). 3. Verundarsálarfræðin Existentialisminn og phenom- enológían a sér ekki neinn einn höfund. Að mestu eru þetta evr- ópsk fyrirbrigði ættuð úr heim- speki og bókmenntum. Svo kemur til existential-sálarfræði sem byggir á þessum skóla. Helstu höf- undar stefnunnar og áhrifavaldar eru Jean-Paul Sartre, Albert Camus, Simon de Beauvoir, Heid- egger, Jaspers, Husserl, Kierke- gaard, Nietzche, Dostojevskí og Kafka. Tilveru-sálarfræðin afneit- ar löggengi en prísar hinn frjálsa vilja. Ekki eru þó allir innan hreyfingarinnar sammála um hversu frjáls viljinn sé. Camus þótti innra frelsið markverðast af öllu, það væri það eina frelsi sem við gætum raunverulega skynjað. Hann vildi meina að maðurinn léti ávallt eins og hann væri frjáls þó hann væri það ekki í raun. Sartre vildi hins vegar meina að maður- inn væri algjörlega frjáls, ekki síst hefði hann það víðfeðma frelsi að segja „nei“ þegar honum dytti í hug. Frelsi krefst ábyrgðar. Sartre segir (1966): „Maðurinn er ekkert annað en það sem hann gerir úr sjálfum sér ... Því er það fyrsta skref existentialismans að gera menn meðvitaða um það hvað þeir eru og gera sér grein fyrir að ábyrgðin hvílir fyrst og fremst á manninum sjálfum." Sartre af- neitaði undirmeðvitundinni. Þessi afstaða er mikið reiðar- slag fyrir löghyggjufólk sem felur sig á bak við það að allt sé örlög, menn séu fæddir undir þessu merki og geti ekki breytt sér (sbr. t.d. Zola). f „Dagleiðinni löngu" eru það fyrst og fremst foreldr- arnir sem hafa orðið að axla byrði frelsisins. Mary veit að með vilja- styrk hefði hún getað hafnað eitr- inu. En hún afsakar sjálfa sig og segir fræga setningu sem sumum þykir kristalla það viðhorf sem leikritið bendir á að sé mönnum svo hættulegt: „Ekkert okkar get- ur við því gert sem lífið hefur látið okkur þola.“ Móður Eugene O’Neill tókst með viljastyrk að sigrast á morfínneyslu sinni. Það er því táknrænt um boðskap verksins að höfundur lætur Mary ekki sigrast á sinni veilu. Þráhyggja Tyrones birtist, eins og áður er getið, í því hve nískur hann er. Hann velur sér að slökkva á öllum óþarfa ljósum, velja ódýrustu lækningarnar, þó þær geti oft verið dýrastar þegar til lengdar lætur: „Það er dýrt að vera fátækur," segir máltækið, og ekki er það síður sárt þegar sá ríki gerir mistök fátæklingsins sem verða til þess að leggja líf hans og hans nánustu í rúst. „Dagleiðin“ og tilveran Mary er þreytt á því þegar læknirinn hennar messar yfir henni um viljastyrk. Læknirinn hennar er reyndar ekki sá besti. En væri hægt að lækna hana í dag, þegar bæði áfengissjúkling- um og eiturlyfjasjúklingum er hjálpað til að hjálpa sér sjálfum í ríkara mæli en áður hefur tekist? Það sem nútímaaðferð byggir á er að koma sjúklingnum út úr víta- hring vanans, jafnvel bjóða hon- um upp á eitthvað annað í stað sjúkdómsins. Margar aðferðir eru notaðar til að upplýsa sjúklinginn um vandamál hans og opna um- ræðu um það: Menn fá styrk frá öðrum sjúklingum sem eiga eða hafa átt við sama vandamál að stríða, hægt er að fá lyf gegn frá- hvarfseinkennum þegar fólk er að koma úr vímunni og ekki síst er mikilvægt að breyta þeim aðstæð- um sem næra sjúkdómsáráttuna, stundum er jafnvel nauðsynlegt að skipta um vinatengsl. Sálfsbirting er hugtak sem mik- ið er notað í mannúðarsálarfræði, sem er afbrigði af verundarsálar- fræðinni. Sjálfsbirtingin felst í þessu gamla spakmæli sem vé- fréttin í Delfí sagði við Sókrates (annars hefðu menn tekið þetta sem sjálfbirgingshátt, ef hann hefði þóst finna þennan sannleik sjálfur): „Þekktu sjálfan þig.“ Hvað í þessum orðum felst er hins vegar annað mál og fer útfærslan að sjálfsögðu eftir þvf hvaða heimspekiskóla eða sálarfræði- stefnu menn aðhyllast. Sálgrein- andinn mundi e.t.v. segja að sjálfsþekkingin felist í því að kanna undirmeðvitundina og sam- ræma hana meðvitundinni, atferlistefnan mundi vilja að menn upplýstust um þá vítahringi sem þeir veltast í e.t.v., o.s.frv. Að þekkja sjálfan sig liggur til grundvallar svo mörgu ef líf ein- staklingsins á ekki að verða ein- hver misheppnaður óskapnaður. Ekki síst er mikilvægt að giftast vel og vinna við starf sem manni hentar. Þegar „teningunum er kastað" er oft erfitt að snúa við, en oft er þó „betri krókur en kelda". Tyrone er sá í „Dagleiðinni" sem hefur kastað sínum teningum hvað verst. Líf hans er að því leyti líkt lífi þeirra persóna sem Chekov hefur hvað mesta samúð með: Hæfileikum kastað á glæ. Tyrone segir við Edmund: Þetta andskotans leikrit sem ég keypti fyrir ekki neitt, og gekk svo firnavel í — fjár- hagslega — að það eyðilagði mig með fyrirheitum sínum um skjóttekinn auð. Ég sinnti engu öðru, og þegar ég vaknaði upp við það að ég var orðinn þræll þessa andskota og reyndi við önnur leikrit, þá var það um seinan ... Ég hafði glatað þeim miklu hæfileikum sem ég bjó einu sinni yfir með létt- keyptum endurtekningum ár- um saman, lærði aldrei nýtt hlutverk, lagði eiginlega aldrei neitt á mig í vinnu ... Þó var það nú svo, áður en ég keypti þennan andskota, að ég var tal- inn einn af þeim þremur eða fjórum ungu leikurum sem ættu glæsilegasta listrænu framtíðina í Ameríku ... ég elskaði leikhúsið. Ég var vit- laus í metnaði ... Ég lá í Shakespeare eins og maður liggur í biblíunni ... Þessi mistök Tyrones að velja sér starfsvettvang sem var undir hans getu, misboðinn hæfileikum hans, hefur haft margháttaðar af- leiðingar, sem og annað sem veld- ur óánægju hjá fólki. Þetta vanda- mál elur m.a. á slæmum drykkju- siðum hans og veldur tvíbentu sambandi hans við Jamie: Tyrone valdi sér Jamie til að fylla upp það gap sem hann skildi eftir í starfi sínu, til birtingar þeim leikhæfi- leikum sem hann sóaði hjá sjálf- um sér: uppbót fyrir eigin mistök. En Jamie stóð ekki undir þessum væntingum föður síns, hafði hvorki hæfileikana, útlitið eða framagirnina, aðeins bæklun, sem batt hann sjúklegum böndum við móður sína. Atfcrlissálarfræði Skinner og „Dagleiðin langa“ Atferlissálarfræðin er and- stæða verundarsálarfræðinnar, í stað hins frjálsa vilja er trú á löghyggju. Saga persónuleikans er umbunarsaga svipuð og hjá rott- um á tilraunastofu. Atferlissálar- fræðin skýrir taugaveiklunar- vítahringi þar sem tvær persónur eru hlekkjaðar saman á þann hátt að flóttaaðgerðir annars verða refsing hins sem fer þá líka á flótta, sem veldur auknum flótta hins o.s.frv., hring eftir hring. Þannig viðhelst vítahringur ömur- leikans. Hver meðlimur Tyrone-fjölsk- yldunnar er tengdur öðrum með a.m.k. einum slíkum vítahring. Fimm þeirra eru þannig. 1. Níska Tyrones hefur hjálpað til við að gera Mary að eiturlyfja- sjúklingi og reikningarnir fyrir læknisaðstoðina hafa komið hringinn til baka og aukið á nískuna. 2. Mary hefur svo miklar áhyggj- ur af drykkju Edmunds að flóttaþörf hennar yfir í morfín- ið eykst sem gerir það að verk- um að Edmund hefur áhyggjur af móður sinni, og drekkur meira fyrir bragðið. 3. Vegna þess að Mary elskaði Eugene, og nú Edmund, meira en Jamie, má vera að Jamie hafi drepið Eugene og reynt að eyðileggja Edmund — sem ger- ir það að verkum að Mary á enn erfiðara með að láta sér þykja vænt um Jamie. 4. Karlmennirnir óttast að Mary fari aftur að nota morfínið og þeir hafa því eftirlit með henni sem gerir það að verkum að þörf hennar fyrir að flýja inn í morfínið, flýja augnaráð þeirra, eykst, sem veldur því að þeir hafa enn meiri áhyggjur af henni og líta strangar til með henni. 5. Jamie hefur þörf fyrir að flýja ásakanir föður síns um að hann drekki of mikið. Sá flótti á sér stað gegnum meiri drykkju, sem veldur því að faðir hans ræðst enn harkalegar á hann, þannig að hann drekkur enn meira. Slíkir vítahringir viðhaldast vegna þess að fólk er skammsýnt, og vill lina þjáningar sínar tafar- laust. Þarna er um að ræða mun- inn á skammtímakvöl og lang- tímakvöl. Með því að drekka hefur það vanlíðan í för með sér daginn eftir sem nauðsynlegt er að lina þjáningarnar við, t.d. með því að gleyma þeim í drykkju o.s.frv. Nái fólk ekki þeirri hugsun að það þurfi að lækna langtímakvölina, oft á tíðum með því að örva skammtímakvölina um stund, kemst það ekki út úr vítahringn- um. Það er eins og lítið barn sem neitar að taka meðalið af því það er vont á bragðið. Fólkið í þokunni Eitt sterkasta sálfræðilega táknið í hDagleiðinni löngu" er þokan. Hún er eins og önnur góð tákn í skáldskap á tveim sviðum: Hin raunverulega þoka, og full- komlega eðlileg í leikritinu sem slík, og síðan hin sálfræðilega þoka sem persónurnar villast í og er sú notkun táknsins meðhöndluð af fullkominni snilld hjá Eugene O’Neill, svipað og hjá Chekov og Ibsen. Sálfræðilega er leikritið meiri opinberun á persónuleikum en menn geta átt að venjast í lífinu sjálfu. Leikritið sviptir súldinni af persónunum og þó þær átti sig ekki nægilega vel á öllum þeim mistökum sem þær gera, hefur áhorfandinn möguleika á að sjá meira en þeir sjálfir, svipað og sálfræðingurinn sér lengra inn í líf sjúklingsins en hann sjálfur. (Þess skal að lokum getið að Thor Vilhjálmsson þýddi leikritið — og hefur þýðing hans verið not- uð í þessum greinum, með góðfús- legu leyfi hans, þar sem vitnað hefur verið til verksins sjálfs. — Þá má geta þess að Þjóðleikhúsút- færslan breska með Laurence Olivier er til á myndbandaleigum hér í bænum.) þorrablót á Reyðarfirði Tvöfalt fít'vAarfirílj, II. febrúar. H)RRABLÓT var haldié hér 1. þorra- dag, eða 21. janúar. Var bæði þorra- blótið og veðrið með afbrigðum gott. Þorrablótið sóttu um 240 manns. Arnþór Magnússon, formaður þorra- blótsnefndar, setti blótið. Meðan set- ið var að snæðingi fóru fram skemmtiatriði. Þar fóru á kostum sveitarstjórinn okkar, Hörður Þór- hallsson, og Björn Þór Jónsson. Þeir skemmtu fólkinu með söng og leik um náungann, allt saklaust grín, og þá má geta einnar konu, sem kom fólki á óvart með léttum söng og skemmtilegheitum. Var það Sjöfn Þórarinsdóttir. Margt fleira fólk kom fram og skemmti þorrablóts- gestum með ágætum. Um miðnætti var hafinn dans og þeir duglegustu dönsuðu til kl. 5 um morguninn. Nú er svo komið, að félagsheimilið er orðið alltof lítið fyrir okkur þegar um er að ræða svona fjölmenna skemmtun. Togarinn Snæfugl kom heim úr veiði- og sölufero 29. jan. og þar sem þeir voru ekki heima þegar þorra- blótið var, slógu þeir upp sínu eigin þorrablóti og buðu konum sínum og yfirmönnum í landi með sína maka. Þorrablósið var haldið í félags- heimilinu. 40 manns voru þar sam- ankomin. Alfreð Steinar Rafnsson skipstjóri setti blótið og bauð skips- félaga og gesti velkomna. Hjalti Gunnarsson útgerðarmaður ávarp- aði blótsgesti með hlýjum orðum, enda maðurinn gamall skipstjóri og þekkir líf sjómannsins vel. Þá talaði Hallgrímur Jónasson nokkur orð og þakkaði sjómönnum gott samstarf. Þegar allir voru búnir að borða sig sadda af þorramatnum, var stiginn dans eftir tónlist af hljómplötum. Fór skemmtun þessi vel fram. — liréu LITMYNDIR SAMDÆGURS! Filman inn fyrir kl. 11 — Myndirnar tilbúnar kl. 17. Nýjung: „Superstærð“ 10x15 cm IUOSMYNDAÞJÓNUSTAN HF. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI 85811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.