Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 32
^^skriftar- síminn er 830 33 ^jjglýsinga- síminn er 2 24 80 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 Kjördæmamálið: Frumvarp lagt fram á mánudag Brádabirgðalög og vísitölu- frumvarp bíða fram yfir helgi VERIÐ er að leggja síðustu hönd á frumvarp um breytingu á stjórn- skipunarlögum, að því er varðar kjördæmamál, sem formenn stjórn- málaflokkanna hafa unnið að, í samráði við þingflokka. Frumvarpið verður lagt fram á Alþingi nk. mánudag, eftir því sem bezt er vit- að. Frumvarp til staðfestingar á bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar, sem neðri deild afgreiddi nokkuð breytt sl. þriðjudag, verð- ur ekki tekið fyrir í efri deild fyrr en eftir helgi, vegna fjarveru for- sætisráðherra. Vísitölufrumvarp hans, sem mælt var fyrir sl. þriðjudag, kemur heldur ekki til framhaldsumræðu fyrr en eftir helgi. Tíð mengunaróhöpp í Reykjavíkurhöfn „ÞAÐ ER nánast útilokað að þessi olíuspilling hafi farið fram hjá mönnum í viðkomandi skipum," sagði Gunnar B. Guðmundsson, hafnarstjóri í Reykjavík, í samtali við Mbl. í gæt. Gunnar sagði að á innan við tveimur mánuðum hafi sex alvarleg mengunaróhöpp orðið í Reykjavíkurhöfn, en aðeins eitt þeirra hafi verið tilkynnt til hafnar- yfirvalda. í einu þessara tilvika olli olían tilfinnanlegu tjóni á skipum í höfninni. „Nú í vikunni unnu starfsmenn Siglingamálastofnunar ríkisins og Reykjavíkurhafnar við að hreinsa olíu úr höfninni og náðust upp um 2.000 lítrar af hreinni svartolíu. Það voru starfsmenn hafnarinnar sem urðu varir við mengunina á eftirlitsferð um höfnina, en óhappið var ekki tilkynnt til hafn- aryfirvalda af þeim sem því ollu. Ekki liggur fyrir hvenær slysið varð, né með hvaða hætti það bar að, en málið er til athugunar," sagði Gunnar. Gunnar sagðist vilja benda á nauðsyn þess að þeir sem valda olíumengun láti hafnarskrifstof- una og eða Siglingamálastofnun- ina vita svo hægt sé að bregða skjótt við og hreinsa olíuna úr höfninni áður en hún breiðist út og valdi tjóni eða skaða. „Vegna þeirrar tregðu sem er á því að látið sé vita unj óhöpp af þessu tagi höfum við skrifað olíu- félögunum bréf, þar sem óskað er eftir því að þeir láti hafnarskrif- stofuna vita um hverjir taka olíu á hverjum degi þannig að við getum skoðað aðstæður fyrir og eftir áfyllingu, eða fylgst með ef ástæða er til,“ sagði Gunnar. Gunnar sagði að hreinsibúnað- ur, sem höfnin ætti með Siglinga- málastofnuninni, hefði reynst vel, en nauðsyn væri að vita um óhöppin sem fyrst því olíumeng- unin yrði erfiðari viðfangs ef olían breiddist út. Það er leikur í litlu hnátunum enda lengir daginn óðum og lundin léttist jafnt hjá ungum sem öldnum. Morjninblaðið/Þorkell Egilsson. Verða rækju- hrogn útflutn- ingsvara? FYRIRTÆKIÐ Traust hf. hefur uppi hugmyndir um að smíða búnað til að ná rækjuhrognum. Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins, sagði í samtali við Morgunblað- ið, að tilraunir hefðu verið gerðar til að safna rækjuhrognum úr dæluvatni vestur á ísafirði fyrir nokkrum árum. Tekist hefði að ná hrognunum, en í smáum stíl, og þá þótti ekki svara kostnaði að fara út í að setja upp sérstakan búnað. Björn sagði að vel mætti vera að slíkt væri orðið tímabært og vissu- lega væri þetta möguleiki, sem þyrfti að athuga nánar. Hann sagði, að Traust hf. hygðist ná hrognun- um á svipaðan hátt og loðnuhrogn- um. Sjómannablaðið Víkingur segir frá því, að markaður sé bæði fyrir frosin og söltuð rækjuhrogn og Jap- anir séu reiðubúnir að borga 100 krónur norskar eða um 300 íslenzk- ar krónur fyrir kílóið af hrognun- Eina hálkan er í „skattstiganum“ Olafsvík, 17. febrúar. UNDANFARNA daga hefur vindað allmikið hér og sléttlendi orðið autt og skafiar sem óðast að hverfa. Segja má að í byggð séu fáeinir skaflar hið eina sem eftir lifir ummerkja þyngstu snjóalaga sem menn muna hér. Eina finnanlega hálkan núna er í skattstiganum, en svo nefnum við þrepaðan göngustíg sem liggur frá skrifstofum Ólafsvíkurhrepps og sýsluembættisins upp á holtið. Stigi þessi er oft háll og víðsjárverður, einkum á vetrum, og ber því nafn með rentu. __ Helgi. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra: Ekki hægt að dagsetja fram- lagningu lánsfjáráætlunar Óvissuþættir lánsfjáráætlunar óleystir Lánsfjáráætlun ársins 1983 er ekki fullfrágengin og ekki er hægt að dagsetja það nákvæm- lega hvenær hún verður lögð fram, sagði Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, í svari við fyrirspurn Halldórs Blöndals (S) á Alþingi. Ráðherra sagði ýmis atriði, sem byggja þyrfti láns- fjáráætlun og frumvarpið að lánsfjárlögum á, óljós enn, svo sem framkvæmdir Landsvirkj- Þetta er að lagast eftir skelfilega lélega byrjun — segir Þorleifur Björgvinsson í Glettingi um vertídina „ÞAÐ ER komin loðna í fiskinn þarna dýpst á Tánni og þetta er eitthvað aðeins að lagast. Það þurfti reyndar ekki mikið til svo þetta yrði skárra, því byrjunin á vertíðinni var skelfilega léleg,“ sagði Þorleifur Björgvinsson hjá Glettingi í Þorlákshöfn er spjallað var við hann um vertíðina. Auk fiskileysis hefur verið stöðug ótíð í janúar og fram í febrúar svo vertíðin hefði væg- ast sagt farið rólega af stað. í vetur hafa Þorlákshafnarbátar lagt net sín „á Bankanum og úti á Tá“, 5—6 tíma stím suðvestur af Þorlákshöfn, en ekki „vestur í kanti" eins og mörg undanfar- in ár. Þorleifur sagði, að í fyrra hefði verið lítið að hafa á aust- ursvæðinu og því hefðu menn ákveðið að reyna á fyrrnefndum slóðum í vetur. Hann sagði, að bátarnir hefðu yfirleitt fengið 5—6 tonn, en þó upp í 15—16 tonn þegar bezt hefði látið. Undanfarnar vertíðir hafa Glettingsskipin verið mjög fengsæl, en í vetur gerir fyrir- tækið út fimm báta; Dalaröst, Húnaröst, Jón á Hofi, Jóhann Gíslason og Höfrung III, en auk þess leggur Gissur ÁR upp hjá Glettingi. unar og væntanlega byggingu Kísilmálmverksmiðju í Reyðar- firði. Halldór Blöndal vitnaði til yfirlýsingar forsætisráðherra um þingkosningar eigi síðar en 23. apríl nk., sem þýddi að ekki lifðu margar vikur af starfs- tíma þingsins. Þar af leiddi að tóm til afgreiðslu lánsfjáráætl- unar og lánsfjárlaga 1983, væri æði takmarkað. Ég hef m.a. í huga, sagði Halldór, hvort þess sé að vænta, að fjárfestingar- sjóðir atvinnuveganna verði gerðir virkir, hvort þeir geti tekið afstöðu til lánsfjár- beiðna, sem fyrir liggja og leyst úr miklum fjárhags- vanda, sem víða segir til sín í undirstöðuatvinnuvegunum. Fiskveiðasjóður er fjárvana. Byggðasjóður er tómur. Iðn- lánasjóður er þurrausinn. Það er ábyrgðarhluti af hálfu ríkis- stjórnarinnar, hvern veg hún tekst á um lánsfjáráætlun, meðan við blasir hrun og rekstrarstöðvun í ýmsum þátt- um undirstöðuatvinnuveganna, sagði Halldór Blöndal, að loknu svari fjármálaráðherra. Valda osta- umbúðir krabbameini? „í ÞVÍ plasti sem notað er utan um osta eru sérstök mýkingarefni, sem hafa legið undir grun um að vera krabbameinsvaldandi," segir Magnús Jóhannesson, dósent í lyfjafræði við læknadeild Háskóla Islands, í svari í Mbl. í dag við þeirri spurningu hvort þær loft- þéttu umbúðir, sem eru utan um osta, séu krabbameinsvaldandi. I svari sínu segir Magnús ennfremur, að fyrir um það bil ári hafi verið haldin ráðstefna í Bandaríkjunum þar sem um þessi efni hafi verið fjallað sér- staklega. Ákveðið hefði verið að taka efnin ekki af markaðinum þar sem ekki hefði verið hægt að sýna fram á skaðsemi þeirra á óyggjandi hátt. Jslenzk heil- brigðisyfirvöld fylgdust náið með því sem fram kæmi í athug- unum á þessum efnum. Sjá bls. 38 og 39: Spurt og svarað um krabbamein og hjartasjúkdóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.