Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 Matthías Bjamason um greiðslu námskostnaðar: Forsendur brostnar vegna uppsagna „ÉG VEIT ekki til þess ad ég hafi verið að spilla fyrir friði, eða hella olíu á eldinn," sagði Matthías Bjarnason, heilbrigðisráðherra, er hann var inntur álits á ummælum Gunnars Inga Gunnarssonar, formanns Kjararáðs heimilis- lækna f Morgunblaðinu í g*r. Þar sagði Gunnar Ingi, að sú ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins að taka ekki lengur þátt í námsleyfiskostnaði heimilisltekna væri brot á samningum og hleypti hörku í deilu lækna við ráðuneytið. „Mér þykja þessi ummæli Gunn- ars Inga síst stétt hans til fram- dráttar," sagði ráðherra. „Ákvæði um námsleyfi heilsugæsiulækna er að finna í sérkjarasamningi Læknafélags íslands og fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, samanber gildandi kjarasamning, sem undirritaður var 20. maí á sl. ári. t annari grein þessa samnings segir: „Við gerð samnings þessa er samningsaðilum ljós gagnkvæm þörf ríkisins og starfsmanna þess fyrir að þeir starfsmenn sem eru áhugasamir um störf sín, eigi kost á reglubundinni þjálfun, námskeið- um eða annars kona menntun, til að viðhalda og auka við starfs- hæfni sína. Við veitingu starfsleyfa skal höfð hliðsjón af þeim reglum, sem gilda um námsleyfi sjúkra- húslækna, eins og þær eru á hverj- um tíma.“ Samkvæmt kjarasamningi sjúkrahússlækna eiga sérfræð- ingar rétt á að fá greiddan kostnað við námsferðir til útlanda, sem nemur 15 dögum árlega eftir nán- ari ákvörðun vinnuveitenda eða 30 dögum annað hvert ár,“ sagði ráð- herra. „ónotaður réttur getur þó aldrei verið meiri en 30 námsdagar og fellur niður það sem umfram er. Heilbrigðisráðuneytið hefur beitt ofangreindum reglum þegar í hlut eiga heilsugæslulæknar að öðru ieyti en því, að niðurfellingarrétti hefur aldrei verið beitt, þannig að heilsugæslulæknar hafa fengið að safna réttindum til lengri dvalar en 30 daga. Samkvæmt því sem áður segir byggjast námsleyfi heilsugæslu- lækna á þvi grundvallaratriði að um sé að ræða þjálfun, nám eða annars konar menntun til að við- halda og auka starfshæfni til starfa, sem eiga undir áðurnefndan samning þ.e. á vegum hins opin- bera, enda hefur ríkisvaldið metið þörfina gagnkvæmt, jafnt sem og hinn samningsaðilinn, Læknafélag íslands. Því eru brostnar forsendur fyrir veitingu námsleyfa fyrir heilsugæsiulækna, sem sagt hafa upp störfum síðar á árinu, þar sem námsleyfi til þeirra mæta ekki þeirri þörf, sem var afgerandi samningsatriði af hálfu rikisins, þ.e.a.s. um áframhaldandi störf sé að ræða hjá hinu opinbera að námsleyfi loknu. Þau ummæli, sem höfð eru eftir formanni kjararáðs heimilislækna í Mnrgunblaðinu f gær, þess efnis, að ráðuneytinu sé ekki stætt að neita þátttöku í kostnaði og um skýlaus samn- ingsbrot sé að ræða eru því hin mesta fásinna. Ráðuneytið telur sig ekki hafa neinum námsleyfisskyld- um að gegna gagnvart umræddum hópi heilsugæslulækna, sem hefur sagt upp störfum, en hér er um að ræða verulegan kostnað, sem með öllu tilheyrandi má meta svona að jafnaði á 100 þúsund krónur á hvern heilsugæslulækni. Á næst- unni hafa yfir 20 heilsugæslulækn- ar, sem sagt hafa upp störfum, áformað að sækja sama fundinn i Sviþjóð. Það yrði því þversagna- kennt, ef ráðuneytið féllist á að greiða námsleyfiskostnað í þeim tilvikum, vegna náms sem ekki nýt- ist við störf, sem voru afgerandi atriði við samningsgerð af hálfu ríkisins, þar sem þessir læknar eru að hætta störfum hjá ríkinu, sam- anber þeirra uppsagnabréf," HLEYPT hefur verið af stokkunum undirskriftarsöfnun meðal íslenzkra mæðra til stuðnings Tarkovsky- hjónunum í þeirri viðleitni að fi son þeirra og aldraða móður Larissu Tarkovsky frá Sovétríkjunum til Vesturlanda. Myndin var tekin á fréttamannafundi í gær þar sem söfnunin var kynnt. F.v. Vilborg Harðardóttir, Hallveig Thorlacius, sem var íslenskur túlkur á fundinum, þá Larissa Tarkovsky og austurrískur túlkur og vinkona hennar, Christiane Bertonchini. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um stjórnarsamstarfið: Samstar fs f lokkur inn er farinn að ókyrrast „ÞAÐ ER ekki tímabært að svara spurningum um kosn- ingar eins og sakir standa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei hlaupizt frá verkum, þegar hann hefur átt aðild að ríkisstjórn. Við munum láta málefnalegar forsendur ráða framhaldi þessa samstarfs,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, í samtali við Morgun- blaðið, er hann var spurður um kosningar og tal um að sjálfstæðismenn væru að undirbúa kosningar. „Það er á hinn bóginn ljóst," hélt Þorsteinn áfram, „að sam- starfsflokkur okkar hefur verið órólegur í þessu samstarfi upp á síðkastið. Þeir hafa birt lista um ágreiningsefni, sem til stjórnar- slita gætu leitt. Þeir hafa lýst því yfir, að beir hafi gert afger- andi pólitísk mistök við myndun AB stofnar ljóðabókaklúbb LiÓÐAKLÚBBUR AB er nýr bókaklúbbur, sem Almenna bókafélagið er að stofna um þessar mundir. Klúbburinn mun eingöngu gefa úr Ijóða- bækur, nýjar og gamlar, og bækur um IjóðlisL Einnig munu gefnar út plötur og snældur með Ijóðalestri og þá einkum höfundanna sjálfra. Fyrsta bók Ljóðaklúbbs AB verður Hólmgönguljóð eftir Matthías Jo- hannessen, en hún er aukin og breytt frá fyrri útgáfu með skýringum höfundar. í nýútkomnu fréttabréfi AB segir, að tilgangur hins nýja bókaklúbbs sé að efla íslenzka Ijóðlist, örva ljóðalestur og áhuga á Ijóðlist meðal lands- manna; gefa klúbbfélögum færi á að eignast vandaðar ljóðabæk- ur, bæði að innihaldi og útliti, fyrir eins lágt verð og frekast er kostur. Félagsmaður Ljóða- klúbbsins getur hver sá orðið, sem þess óskar. Engin kvöð er á fjölda bóka, sem félagsmönnum er gert að kaupa. Allar bækurn- ar verða innbundnar og þær verða áritaðar af höfundi eða umsjónarmanni verksins, sé þess kostur. Gert er ráð fyrir útkomu fjögurra bóka á ári. Sala bókanna fer fram með sama hætti og sala bóka i Bóka- klúbbi AB. Félagsmenn fá heim- sent bréf, þar sem greint er frá næstu bók klúbbsins, og þarf þá félagsmaður að láta vita, bréf- lega eða simleiðis, óski hann ekki eftir bókinni, ella er hún send honum ásamt gíróseðli. Þeir, sem vilja gerast stofnfé- lagar Ljóðaklúbbsins geta fyllt út eyðublað i Félagsbréfinu eða haft samband við klúbbinn á annan hátt. Utanáskriftin er: Ljóðaklúbbur AB, Austurstræti 18, Pósthólf 340,121 Reykjavík. stjórnarinnar og því er ekki óeðlilegt að sjálfstæðismönnum detti í hug að þeir séu á leið út úr ríkisstjórn með öllu þessu tali.“ Morgunblaðið spurði Þorstein Pálsson álits á yfirlýsingum Friðriks Sophussonar, varafor- manns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að flokkurinn ætti að fara úr stjórninni. Þorsteinn sagði: „Friðrik hefur ekki haldið því fram, heldur að hann telji að slíta eigi stjórnarsamstarfinu og að rangt sé að halda þvi miklu lengur áfram. Ég geri ráð fyrir því að hann sjái þessar yfirlýs- ingar samstarfsmanna okkar í ríkisstjórn í þessu ljósi eins og fleiri sjálfstæðismenn." Formaður Sjálfstæðisflokks- ins var þá minntur á þau um- * mæli Friðriks um að greinilega væri farið að gæta mikillar þreytu í samstarfinu. Þorsteinn sagðist ekki getað svarað fyrir hugsanir Friðriks í þessu efni. „Við höfum verið að undirbúa landsfund. Við höfum einsett okkur málefnalega stöðu á landsfundinum og það mun ráða úrslitum um það með hvaða hætti við berjumst fyrir fram- gangi stefnumála okkar, á hvern hátt við náum þeim fram. Þess vegna er ekki tímabært að svara spurningum af þessu tagi. Menn geta verið misjafnlega ánægðir með stjórnarsamstarfið. menn sjá af yfirlýsingum forystu- manna Framsóknarflokksins, að þeir virðast hugleiða að ganga út úr samstarfi. Það skiptir hins vegar engu um afstöðu okkar. Við munum láta málefni ráða framhaldi þessa samstarfs," sagði formaður Sjálfstæðis- flokksins. Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, dvelst nú í Togo í Afríku á fundi Alþjóðaþingmannasambandsins. Steingrímur Hermannsson: Tel rangt að slíta stjórnarsamstarfínu „ÉG SKILDI ekki ummæli Þor- steins Pálssonar og get því ekki lýst skoöun minni á þeim, en ég hef sagt hvað eftir annað að ég teldi það mis- tök að slíta stjórnarsamstarfinu núna þegar stjórnin hefur hafið sam- ráðsstarf við aðila vinnumarkaðar- ins um lausn kjaramála og er að taka á stórum vandamálum hús- byggjenda og bænda. Ég tel rangt að hlaupa frá því nú,“ sagði Steingrfm- ur Hermannsson, forsætisráðherra, er hann var inntur álits á ummælum Þorsteins Pálssonar um stjórnar- samstarfið í fréttatfma sjónvarpsins ígær. „Ég skildi Þorstein helst svo, að hann teldi mig hafa sagt að það hefðu verið pólitísk mistök að mynda þessa ríkisstjórn. Þetta er ekki rétt, ég sagði að það hefðu verið pólitísk mistök að gera ekki ráðstafanir til að leiðrétta mis- gengi lánskjaravfsitölu og kaup- máttar þegar það misgengi hófst um mitt árið 1982,“ sagði Stein- grímur. „Varðandi fullyrðingar Friðriks Sophussonar í Helgar- póstinum um að ekki sé eðlilegt samstarf meðal stjórnarflokkanna vil ég segja það, að samstarfið við ráðherra Sjálfstæðisflokksins hef- ur verið prýðilega gott og einnig við Þorstein Pálsson." Haft er eftir Friðrik Sophussyni í Helgarpóstinum, að Framsókn- arflokkurinn sé hagsmunaflokkur, sem vilji vera í stjórn til að „vernda sjóðina sína“. Steingrím- ur Hermannsson sagðist ekki hafa lesið þetta, en menn væru vanir að blaðra svona og hlaupa svo af landi brott. „Þessi ummæli eru furðuleg, en það má kannski geta þess að við framsóknarmenn erum búnir að bíða í nokkrar vikur eftir að Sjálfstæðisflokkurinn afgreiddi sjóðafrumvörpin og vonandi verða þau lögð fram innan fárra daga. Það má vera að hann sé að tala um það. Friðrik langaði víst í ríkis- stjórnina einu sinni, var sagt, og kannski það séu einhver sárindi í honum, blessuðum," sagði forsæt- isráðherra að lokum. Biðstaða í kennaradeilunni MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ sendi í gær skeyti til þeirra framhalds- skólakennara, sem gengu úr störfum sínum hinn 1. mars með ólögmætum hætti og hafa verið fjarverandi síðan án lögmætra forfalla. í skeytinu er skorað á kennara að hefja skyldustörf sín á ný eigi síðar en á mánudag, en að öðrum kosti verði ekki hjá því komist að veita þeim lausn frá störfum vegna ólöglegra fjarvista undanfarið. Hið íslenska kennarafélag sendi menntamálaráðherra, Ragnhildi Helgadóttur, bréf í gær, þar sem það var ítrekað að kennarar ráði sig ekki aftur til starfa nema allir þeirra verði endurráðnir á ekki lakari ráðningarkjörum en þeir höfðu fyrir. Við þetta grundvallar- atriði muni stjórn HÍK standa þar til deilan sé að fullu leyst. Enn- fremur ítrekar stjórnin, að engin alvörulausn sé á vanda nemenda fyrr en þeir kennarar, sem la|t hafa niður störf, séu komnir aftur til kennslu. Beinir stjórn HÍK þeim tilmælum til menntamála- ráðherra að nú þegar verði gerðar ráðstafanir um nám, kennslu og fra.nlengingu annarinnar er komi til framkvæmda frá þeim degi er deilan leysist, því nemendur verði að fá skýr svör um á hvern hátt vandi þeirra verði leystur. Heitir stjórn HÍK fullum stuðningi fé- lagsins við gerð slíkra áætlana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.