Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 * Utvarpsráð: Páll Magnús- son braut ekki hlutleysisregl- ur útvarpsins ÚTVARPSRÁÐ samþykkti i fundi sinum í gær að engin ástæða væri til að ætla að Páll Magnússon, frétta- maður sjónvarpsins, hefði gerst brot- legur við hlutleysisreglur Ríkisút- varpsins í fréttaflutningi sínum. Ingibjörg Hafstað, fulltrúi Kvennaframboðs í útvarpsráði, taldi að Páll hefði margbrotið hlutleysisgrein útvarpslaganna í fréttaflutningi sínum frá Alþingi. Meirihluti útvarpsráð ályktaði að með hliðsjón af því yfirliti af fréttum Páls, sem lagt var fram, sæi útvarpsráð enga ástæðu til að gera athugasemd við störf frétta- mannsins. Ályktun þessi var sam- þykkt með 5 atkvæðum, en engin mótatkvæði voru greidd. * Utvarpsráð: Mælti með Ing- ólfi Hannessyni í stöðu íþrótta- fréttamanns Á FUNDI útvarpsráðs f gær var ákveðið að mæla með Ingólfi Hannessyni í fasta stöðu sem íþróttafréttamaður útvarpsins, en Ingólfur hefur starfað sem íþrótta- fréttamaður sjónvarpsins. Að beiðni útvarpsstjóra var ákveðið að annar íþróttafrétta- maður yrði lausráðinn til starfa og mælti útvarpsráð með Samúel Erni Erlingssyni. Flugleiðir: Farþegar beðnir að breyta pönt- unum sínum — vegna verkfalls í Danmörku FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að fljúga til Kaupmannahafnar á morg- un, þrátt fyrir að allsherjarverkfall danska verkalýðssambandsins skelli á á miðnætti í kvöld. Að sögn Sæmundar Guðvins- sonar, fréttafulltrúa Flugleiða, munu starfsmenn fyrirtækisins á Kastrupflugvelli sjálfir afgreiða farangur farþega inn og út úr flugvélinni. Millilent verður í Nor- egi eða Sviþjóð á heimleið, til að taka eldsneyti, því það er ekki af- greitt á Kastrupvelli á meðan á verkfalli stendur. Farþegum, sem eiga bókað far til Kaupmannahafnar og ætla þaðan áfram til annarra landa, er ráðlagt að hafa samband við Flugleiðir og breyta sinni áætlun og fara fremur með Flugleiðum til London, Osló, Stokkhólms eða Glasgow, svo tryggara sé að þeir komist leiðar sinnar. Ekki er reiknað með að farið verði til Kaupmannahafnar á mánudag, en Flugleiðir munu fljúga samkvæmt áætlun í næstu viku þrátt fyrir verkfallið. Kólnandi veöur VEÐUR fer kólnandi um allt land um helgina, að því er Unnur Ólafsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu íslands, tjáði blm. Mbl. í gær. Fremur hæg norðan- og norðaustan átt mun ganga yfir landið með éljum víða Norðan- lands, bjart verður yfir Suður- landi. Tekið á æfíngu kóranna í Langholtskirkju ( gær. Landsmót barnakóra í Langholtskirkju: Átján kórar af landinu taka þátt og halda tónleika í dag klukkan 14.00 LANDSMÓT barnakóra stendur nú yfir í Reykjavík og er það hald- ið í Langholtskirkju að þessu sinni. Tónmenntakennarafélag íslands befur allt frá árinu 1977 haldið landsmót íslenskra barnakóra annað hvert ár og hafa mótin verið haldin til skiptis úti á landi og í Reykjavík. í ár, á ári æskunnar og á tón- listarári Evrópu, taka þátt rúm- lega 600 börn úr 18 kórum víðs vegar að af landinu. Landsmótið var sett í gær, föstudag, klukkan 13.00. Síðart- var hópvinna kór- anna á dagskrá og samæfingar þeira. Seinnipartinn voru kór- arnir æfðir fyrir tónleikana, sem verða í dag klukkan 14.00. Á tónleikunum munu 12 kór- anna syngja hver fyrir sig, en síðan munu þeir syngja allir sameiginlega með undirleik hljómsveitar frá Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar lög eftir G.F. Hándel og Johann Sebasti- an Bach í tilefni af því að 300 ár eru liðin frá fæðingu þeirra á þessu ári. Einnig munu kórarnir syngja saman íslenska þjóðsöng- inn. í dag koma allir kórarnir sam- an klukkan 11.00 til að vinna saman í hóp. Klukkan 14.00 eru síðan tónleikarnir eins og áður sagði og er ætlunin að þeir standi í um tvo tíma. Boðið er upp á hressingu klukkan 16.30 og klukkutíma síðar verður sam- söngur og skemmtiatriði. Móts- slit verða klukkan 19.00. Sædís Guðmundsdóttir Blaðamaður og ljósmyndari Mbl. litu inn í Langholtskirkju í gær en þá stóðu æfingar sem hæst. Blaðamaður tók nokkrar ungar kórmeyjar tali og spurði þær um kórstarfið. Sædís GuÖmunds- dóttir barnakór Húsavíkur: Sædís sagði að tónlistarlífið á Húsavík væri mjög gott. „Margir krakkar eru í tónlistarskólanum, sem starfræktur er á Húsavík og er kennt á mörg hljóðfæri. Það er eiginlega mjög gott að búa á Húsavík. Fyrir krakka er ýmis- legt hægt að gera í frístundun- um, til dæmis fara á skíði, stunda íþróttir og fara í opið hús. Á vegum tónlistarskólans er starfandi lúðrasveit, sem ein- göngu krakkar eru í.“ Barnakór Húsavíkur ætlar að syngja tvö lög sér og síðan sam- an með hinum kórunum. Sædís sagðist hafa farið í orgelnám í tvo vetur en síðan hefði hún hætt því og farið þá að syngja í staðinn. „Við frá Húsavík getum eiginlega lítið sungið í dag, því við sátum í rútu í tíu tíma í gærdag og það var sko mikið sungið þá. Kórinn er því frekar hás í dag, en mannskapurinn verður vonandi búinn að fá rödd sína fyrir tónleikana." Stjórnandi barnakórs Húsa- víkur er Hólmfríður Benedikts- dóttir. Marfa Fjóla Harðardóttir María Fjóla Harðar- dóttir barnakór Þorlákshafnar: María Fjóla sagðist ekki vera í tónlistarskólanum i Þorláks- höfn, en sagðist hafa svolítinn áhuga á að læra á orgel næsta vetur, þegar hún væri orðin 10 ára. „Jú, jú, mér finnst mjög gaman hérna á kóramótinu, én samt vildi ég ekki búa í Reykja- vík. Það er fínt að búa í Þor- lákshöfn." Hún sagði að í barnakór Þor- lákshafnar væru um 30 krakkar í stóra kórnum, en svo væri ann- ar minni kór sem væri eitthvað fámennari. Hún sagði að það væri misjafnt hvaða rödd hún syngi. Stjórnandi barnakórs Þorlákshafnar er Hilmar Örn Arnarsson. Andrea Jónsdóttir skólakór Seltjarnar- ness: Andrea sagði að í skólakór Seltjarnarness væru um 40 krakkar, en kórnum er skipt í tvo hópa — A-hóp og B-hóp. „B-hópur er hópur byrjenda, en A-hópur eru þeir krakkar sem eru lengra komnir í kórastarf- inu. Þessu var skipt svona í vet- ur því kórinn var alltf að Andrea Jónsdóttir stækka, og ég lenti í hóp A. I B-hópnum eru flestir 9 ára krakkarnir og eldri krakkarnir eru í hinum hópnum. Elstu krakkarnir í kórnum eru 14 ára. Ég er að læra á fiðlu i tónlist- arskólanum — byrjaði þegar ég var níu ára, en nú er ég 12 ára. I tónlistarskólanum á Seltjarn- arnesi er kennt á flest hljóðfæri og einnig eru tvær hljómsveitir, strengjahljómsveit og hljóm- sveit. í strengjahljómsveitinni eru fiðlur, selló og víóla, en i hljómsveitinni eru öll blást- urshljóðfærin," sagði Andrea. Stjórnandi skólakórs Seltjarn- arness er Margrét Pálmadóttir. Ólöf Helga Björns- dóttir barnakór Mos- fellssveitar ólöf Helga sagði að 33 krakk- ar væru i kórnum í Mosfells- sveit. „Það er bara einn strákur í kórnum, en þeir byrjuðu þrír a.m.k. Jú, það er tónlistarskóli í Mosfellssveit, en ég er ekki í honum. Ég verð 10 ára í apríl og ég vil halda áfram að syngja í kómum þangað til ég verð 12 ára og þá ætla ég að hætta. Nú syng ég fyrsta sópran,“ sagði Olöf Helga. Stjórnandi barnakórs Mos- fellssveitar er Guðmundur örn óskarsson. Ölöf Helga Björnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.