Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 Nýjungar í atvinnumálum VI — eftir dr. Jónas Bjarnason Matarholur eru margar í sjávarútvegi Það er nánast orðið til siðs á síðustu tímum að ganga út frá þvi, að sjávarútvegur geti tæpast lagt neitt nýtt af mörkum til aukning- ar íslenskra þjóðartekna. Þetta er sem betur fer alrangt. Það er unnt að tvöfalda verðmæti íslenskra sjáv- arafurða, en leiðirnar eru ákaflega margar og sumar tímafrekar og erfiðar. Engin ein „patentlausn" er til. Hvers vegna hefur fiskiðnadur gleymst? Ef bornar eru saman ýmsar nýj- ungar í fiskvinnslu og almennum framleiðsluiðnaði, kemur i Ijós, að fiskvinnslan hefur upp á fjölda- marga nýja valkosti að bjóða, sem væru álitnir ákaflega girnilegir, ef þeir væru í almennum iðnaði. Eft- irfarandi tafla sýnir yfirlit yfir helstu valkosti ásamt grófri áætl- un um hugsanlega verðmætis- aukningu. Þær spurningar vakna í þessu sambandi, hvers vegna einhver af ofangreindum leiðum er ekki tekin til alvarlegrar athugunar. Stað- reyndin er sú, að „lítillega" er reynt að rýna í flestar leiðirnar. Hjá Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins eru t.d. í gangi einstök verk- efni á öllum leiðunum, en opinber- ar rannsóknastofnanir geta aðeins stutt við bakið á atvinnulífinu, og „skrifborðsatvinnuþróun" má sín lítils ein sér. Umræða um fiskiðnað hefur fallið í skuggann af þrúgandi bollaleggingum um aflabrögð, kvóta og veiðibönn. Opinberar áætlanir hafa oftast gert ráð fyrir stöðnun í mannafla í fiskiðnaði eða lítillegri fjölgun, t.d. úr 8.500 ársverkum í 10.000 til aldamóta. Allar slíkar áætlanir ganga út frá hugsunarhætti og leikreglum for- tíðarinar en ekki þörf nútíðar og nauðsyn framtíðar. Ilvaða nýjungar eru arðsamar? Þessi spurning brennur á vörum ' flestra. Nýjungar virðast almennt ekki eins arðbærar og hefðbundin vinnsla. Hagkvæmast er að hafa frjálsan aðgang að þorski, rækju eða síld og vinna aflann með hefð- bundnum hætti í venjuieg mat- væli. Slík vinnsla er „yfirleitt" arðbær í skynsamlega reknum fyrirtækjum, og á meðan fyrir- tækin eru ekki þrúguð af vaxta- byrði af dollaralánum eða inn- lendum lánum með svipaðri byrði og þeirri, sem stafar af gengis- hækkun dollarans og háum raun- vöxtum til viðbótar. Fyrirtæki, sem á ekki fyrir launum næsta föstudag, hlustar tæpast á hug- myndir um skipulagða gæðaaukn- ingu eða tal um nýjar afurðir, sem tekur tvö ár að þróa. Ef skapa á nýjar forsendur fyrir nýjungum í sjávarútvegi, verður að skapa honum betra umhverfi en nú er. Fyrirtæki í sjávarútvegi verða að leggja miklu meiri áherslu á vöruþróun og rannsókn- ir en verið hefur. Leiðir 4—7 hér að framan og jafnvel einnig leið 8 bjóða upp á gífurlega möguleika, og það sem meira er, líkur á árangri eru mjög miklar. Með því að gera útreikninga á þjóðhags- legri arðsemi á t.d. breyttum út- „Ef skapa á nýjar for- sendur fyrir nýjungum í sjávarútvegi, verÖur að skapa honum betra um- hverfí en nú er. Fyrir- tæki í sjávarútvegi verða að leggja miklu meiri áherslu á vöru- þróun og rannsóknir en verið hefur. Leiðir 4—7 hér að framan og jafn- vel einnig leið 8 bjóða upp á gífurlega mögu- leika, og það sem meira er, líkur á árangri eru mjög miklar.“ gerðarháttum og vinnslufyrir- komulagi í fiskvinnslustöðvunum, með bætt afurðagæði í huga, er unnt að breyta „leikreglum" þann- ig, að allir hafi hag af. Of margir eru bundnir af valdi vanans og tortryggja allar breytingar. Niðurstöður Með því að hugsa sér endurbæt- ur á öllum sviðum fiskveiða og fiskvinnslu er unnt að sýna fram á, að verðmæti sjávarafurða geta tvöfaldast frá því sem nú er. Leið- irnar eru mjög margar og flestar þeirra virðast við fyrstu sýn tæp- ast vera arðsamar. Ef „leikregum“ er breytt, þ.e. umhverfi, þekkingu, ÞEIR NERIO OG MAIJRIZIO eru komnir til að taka við borðapöntunum! Gestgjafarnir eldhressu á La Traviata veitinga- staðnum á Rimini, íslandsvinirnir Nerio og Maurizio skelltu sér rakleitt til íslands þegar við sögðum þeim að Riminiferðir sumarsins væru nú að fullbókast hver af annarri. Þeir verða á söluskrif- stofu Samvinnuferða-Landsýnar í Austurstræti á mánudaginn til að létta undir með starfsfólki Ítalíudeildarinnar og til að gefa gestum og gang- andi góð ferðaráð. I dag, laugardag, verða Nerio og Maurizio „gesta- gestgjafar" á Sælkeranum í Austurstræti frá kl. 13-18. Þeir bjóða alla gamla, nýja og væntanlega kunningja frá Rimini hjartanlega velkomna, og ef við þekkjum þá rétt verður börnunum sérstaklega vel tekið. Og í Sælkeranum segjast þeir ætla að taka við borðapöntunum fyrir gesti La Traviata í sumar!!! | sgelkeranum kl.IS-IS taugardag Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727 Z7 fjármagnsframboði, gengisskrán- ingu, er eins víst, að mjög margar nýjungar verða arðbærar og þjóð- hagslega hagkvæmar og mun skynsamlegri en margir aðrir val- kostir í íslenskum atvinnumálum, sem nú eru til umræðu. Aðalatrið- ið er að gera „leikreglur" í sjávar- útvegi þannig, að saman fari hags- munir sjávarútvegs og þjóðarinn- ar í heild. Dr. Jónas Bjarnason er etnaverk- frædingur og deildarrerktræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins. Jónas Bjarnason LeiÖir til aukinnar verðmætasköpunar Meginleiðir 1. Aukin fóðurfram- leiðsla (fiskmjöl) 2. Framleiðsla blaut- fóðurs. Betri nýting auka- afurða til manneldis. 4. Betri nýting hrá- efna fyrir hefðbundin matvæli. 5. Hækkun gæðaflokka (aukin gæði hefð- bundinna matvæla). 6. Aukning framleiðslu á verðmestu afurðum á kostnað verðminni. 7. Frekari úrvinnsla hefðbundinna sölu- afurða. 8. Framleiðsla nýrra afurða Dæmi Hugsanleg verðmæti (krónur i ári) Minnkun rotskemmda hráefnis. Nýting alls blóðvatns. Rækjuskel unnin í Tugir eða hundruð fiskfóður. milljóna. Allt slóg unnið í meltur. Sparnaður í olíu- notkun fiskmjöls- verksmiðja. Afskurðir, bein og roð unnið í blaut- fóður. Hundruð milljóna. Nýting á gölluðum fiski og skrapfiski í blautfóður. Gæludýrafóður. Nýting hrogna og lifrar. Afskurður nýttur í marning. Nýting grá- sleppu. Betri nýting búklýsis. Netaskemmdir bolfisks Tugir milljóna. 9. Sérefni úr fisk- hlutum. 10. Lyfjaefni úr fisk- hlutum. aflagðar. Skemmri úti- vistartími skipa. Jafnari afli. Nýting á öllum skrapfiski. Meiri gæði freðfisks, skreiðar, saltfisks, rækju o.fl. Freðfiskflök í stað skreiðar. Lausholda þorskur frystur í stað söltunar. Lausfrysting. Niðurlagning saltsíldar og síldar. Lifrar-, síldar- og hrogna- kæfur. Ýmsar nýjar pakkningar fyrir freð-, salt- og harðfisk. Aukin kavíarvinnsla. Spærlingsskreið. Humarkraftur. Kolmunnaflök. Fiskpylsur. Krabbalíki. Fiskhleifar (kjötlíki). Fiskborgarar. Surimi. Litarefni úr rækju- skel. „Skinn" úr roði. Amínósýrur. Ensím. Hormón. Prostaglandin. Gallsýrur. Hundruð milljóna. Hundruð milljóna eða milljarðar. Kolmunnaskreið. AFS-samtökin halda landsbyggðarráðstefnu DAGANA 22.-24. mars mun AFS á íslandi gangast fyrir landsbyggðarráöstefnu í Reykjavík, þar sem sjálfboða- liðar, velunnarar og félags- menn AFS af öllu landinu hitt- ast til skrafs og ráöagerða. Einnig mætir á ráðstefnuna Don Mohanlal, varaforseti al- þjóðasamtakanna AFS Internat- ional/Intercultural Programs, og mun hann fræða félagsmenn AFS á íslandi um hvað er að gerast hjá AFS í öðrum löndum. Víða um lönd er AFS að byrja ný verkefni á sviði alþjóðasamskipta, svo sem kennaraskipti, skipti á ungum hagfræðingum, blaðamönnum og æskulýðsleiðtogum, svo nokkuð sé nefnt. íslendingar eru nú þegar þátttakendur í einu slíku verkefni, en nú eru tveir íslenskir kennarar að störfum í Ghana á vegum AFS á íslandi, með dyggum stuðningi menntamálaráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar fs- lands. Sérstakur kynningarfundur um sjálfboðaliðastarfið fer fram í Kvennaskólanum í Reykjavík frá kl. 13 laugardaginn 23. mars og eru allir áhugamenn um starfsemi AFS á fslandi velkomnir á stað- ínn. (tr frétutilkrnningu)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.