Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 64
~ KEILUSALURINN OPINN 9.00-02.00 EUROCARD V-------- TIL DAGLEGRA NOTA LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Þyrluslysið í Jökulfjöróum: Rennihurð talin hafa slegist upp í spaða TF RÁN NIÐURSTÖÐUR nugslysanefndar um orsakir þess, að þyrlan TF Rán fórat í Jökulfjörðum þriðjudaginn 8. nÓTember 1983, liggja nú fyrir og verða kynntar eftir helgina. Sam- kvæmt heimildum Mbl. tehir nefnd- in, að rennihurð ó hlið þyrlunnar hafi losnað, syeiflast upp og lent í bennar með þeim hörmu- Smygl í Hofsjökli UMFANGSMIKIL leit tolharða var gerð í Hofsjökli í dag, þegar skipið kom hingað til hafnar erlendis frá. Við leitina fundust 152 flöskur af sterku víni, sem gerðar voru upptæk- ar í laganna nafni sem smyglvarn- ingur. Sjö manna flokkur tollvarða frá tollgæslunni i Reykjavík, með vígalegan hasshund i föruneyti sínu, kom fljúgandi hingað í dag og beið á bryggjunni þegar Hofs- jökull lagðist að. Engin eiturlyf fundust í skipinu. Tollvarðagengið flaug aftur til sins heima í kvöld. legu afleiðingum að hún hrapaði í Jökulfjörðum og fjórir menn fórust Slysið varð aðeins þremur min- útum eftir að þyrlan hóf sig til lofts í æfingaflug frá varðskipinu óðni. Umfangsmikil leit hófst og fannst þyrlan á 85 metra dýpi i Jökulfjörðum. Björgunarmönnum tókst að koma taug í hjólaútbúnað hennar og ná henni upp á yfirborð sjávar viku eftir slysið. Hún reyndist heilleg, en rennihurðin, sem talin er hafa orsakað slysið, hefur aldrei fundist. Þyrluspað- arnir höfðu brotnað af og tals- verðar skemmdir voru á nefí þyrl- unnar. Sérfræðingar frá Sikorsky verksmiðjunum komu hingað til lands og var flak þyrlunnar sent út til Bandaríkjanna til rannsókn- GÆFTALEYSI Morgunblaðið/Snorri Snorrason Ógæftir hafa hamlað veiðum vertíðarbáta sunnanlands og vestan að undanförnu en afli hefur yfírleitt verið góður þegar gefið hefur. Hér má sjá Hring GK og Gísla Kristján ÁR á leið inn til Þorlákshafnar. Sjá vertíðarfréttir í miðopnu. Hagnaður Jámblendifélagsins 132,2 milljónir í fyrra: Starfsmenn fá verðlaun sem svara 10 % árslauna HKJ 10 milljónir í Kvikmyndasjóð Fjármálaráðherra ákvað í gær að verða við beiðni stjórnar Kvik- myndasjóðs um 10 milljóna króna aukafjárveitingu til sjóðsins. Á fjárlögum voru sjóðnum ætl- aðar 8 milljónir króna, en sjóðs- stjórnin taldi að samkvæmt lögum bæri sjóðnum að fá 32 milljónir. 1 FYRSTA SKIPTI í sögu íslenska járnblendifélagsins er hagnaður af rekstri félagsins, en hann reyndist vera 132,2 milljónir króna fyrir árið 1984. Velta fyrirtækisins á árinu var rúmar 1200 milljónir króna, af- skriftir voru 165,3 milljónir króna og fjármagnskostnaður, sem var bæði vextir og gengistap var sam- tals 114,7 milljónir króna. Starfsmenn fyrirtækisins voru 185 talsins og voru launagreiðslur til þeirra á árinu 85 milljónir króna. Báðir ofnar verksmiðjunnar voru starfræktir með fullum afköstum á liðnu ári, og gerði það að verkum að hagkvæmnin í rekstrinum varð mikil. Heildarframleiðsla á árinu reiknuð sem 75% kísiljárn nam 60.976 tonnum, en seld voru 63.454 tonn, þannig að gengið var á birgðir til þess að uppfylla sölu- samninga. Stjórn fyrirtækisins lagði til við aðalfund hluthafa, en þeir eru ís- lenska ríkið, Elkem, og Sumitomo, að hagnaður yrði færður til ársins 1985, en ekki greiddur út arður, og var það samþykkt. Á stjórnar- fundi félagsins síðar um daginn, þann 20. mars var svo samþykkt að greiða hverjum starfsmanni sérstök verðlaun, sem væru 1,3- föld mánaðarlaun hvers fasts starfsmanns, og kom þessi verð- launagreiðsla til útborgunar hjá fyrirtækinu í gær. Á fundinum kom fram að for- ráðamenn fyrirtækisins telja að afkoma þess eigi eftir að batna á næstu árum, þannig að í lok ársins verði fyrirtækið í stakk búið til þess að ráðast í verulegar fjárfest- ingar. Er þetta talið líklegt, jafn- vel þótt reiknað sé með tveimur djúpum niðursveiflum í söluverði kísiljárns og sölumagni á tímabil- inu. Eins og kunnugt er hefur Járnblendifélagið gert markaðs- og sölusamning við Elkem og Sumitomo sem tryggir sölu 50 þús. tonna á ári, og telja forráðamenn fyrirtækisins að sá samningur eigi eftir að tryggja góða nýtingu verksmiðjunnar jafnvel á timum lítillar eftirspurnar. Rétt er að geta þess hér, að þótt þessi samn- ingur tryggi sölu þessa magns, þá er engin verðtrygging í samn- ingnum, þannig að ef verð fer lækkandi á heimsmarkaði, má bú- ast við verðlækkun hér á landi einnig. Jón greindi frá því að hlutdeild verksmiðjunnar á Grundartanga í þjóðarframleiðslu síðastliðins árs hefði verið 0,8%, en árið 1983 hefði hún aðeins verið 0,4%. Jafn- framt greindi Jón frá því að sala í kisiljárni frá verksmiðjunni á sl. ári hefði verið 4,8% af útflutn- ingstekjum þjóðarinnar. Kaþólski biskupinn á Islandi: Leitar eftir staðfestingu páfa á helgi Jóns Ögmundssonar KAÞÓLSKI biskupinn i íslandi, Hinrik H. Frehen, hefur leitað eftir staðfestingu Páfagarðs i helgi Jóns biskups Ögmundssonar. Jón Ög- mundsson var fyreti biskup i Hólum og var í líferni talinn heilagur maður þótt ekki hafi hann verið tekinn í dýrlingatölu af Pifagarði. Jóhannes Páll II páfí hefur út- haldi og bænagjörðum honum til valið Þorlák helga verndardýrl- ing íslensku þjóðarinnar, eins og greint hefur verið frá í frétt i Morgunblaðinu. Hans göfgi, Hinrik H. Frehen, Reykjavik- urbiskup, sagði í samtali við Morgunblaðið að útnefningin af hálfu hans heilagleika páfans i Róm væri staðfesting á þeirri helgi sem hvílt hefði á Þorláki helga í vitund íslensku þjóðar- innar um aldir. Þvi hefði útvaln- ingin ekki miklar breytingar i för með sér varðandi helgihald kaþólsku kirkjunnar aðrar en þær, að athygli og áhersla safn- aðarins beinist í ríkari mæli að heilögum Þorláki, með messu- dýrðar. Varðandi Jón Ögmundsson sagði Hinrik H. Frehen, að áhugi væri fyrir að fá staðfestingu á helgi hans og opinbert samþykki til sérstakrar messu honum til heiðurs. En til að Páfagarður samþykti að taka hann í dýrl- ingatölu, þyrfti sagnfræðilega og vísindalega úttekt á ævi hans og vísbendingu um bænheyrslu og kraftaverk. Væri nú unnið að undirbúningi slíkrar úttektar. Jón Ogmundsson fæddist árið 1052. Foreldrar hans voru ög- mundur Þorkelsson á Breiða- bólsstað í Fljótshlíð og Þorgerð- Höggmynd af Þorláki helga, sem er í Dómkirkjunni í Niðarósi. ur Egilsdóttir, Síðu-Hallssonar. Jón lærði hjá ísleifi biskupi Gissurarsyni, og er hann var djákni orðinn, fór hann utan og var mest í Danmörku og Noregi og hafði heim með sér til lands- ins Sæmund Sigfússon hinn fróða. Eftir heimkomuna settist Jón Ogmundsson í bú á Breiða- bólsstað. Að beiðni Norðlend- inga var biskupsstóll settur að Hólum og að bæn Gissurar bisk- ups varð Jón til þess að taka við biskupsdæminu að Hólum. Fór hann utan, allt til Rómar, á fund páfa, og að fyrirmælum hans vígðist hann 29. apríl 1106, af özuri erkibiskupi Sveinssyni. Jón gerðist stjórnsamur, efldi vel skólahald og var í líferni og háttum talinn heilagur maður. Jarteiknir miklar eru honum og eignaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.