Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 69. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins AP/Simamynd UNDIR MYND AF MARX Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finna, var í gær staddur í Kreml og gekk þá á fund Mikhails Gorbachevs, hins nýja leiðtoga Sovét- manna. Ræddu þeir vitt og breitt um heimsmálin og þá ekki síst um sambúð þjóðanna, Finna og Sovétmanna. Yfirvofandi verkföll í Danmörku: Víðtæk áhrif á danskt þjóðlíf 22. mare AP. DANIR eru farnir að búa sig undir verkfollin, sem allt bendir til aö hefjist aðfaranótt sunnudagsins. Þá munu flest dagblöð hætta að koma út, flugferðir leggjast af að mestu, bensínflutningar stöðvast og mat- vælaflutningar einnig að nokkru leyti. Samningaviðræður fóru út um þúfur í gær en í dag benti ekkert til að stjórn Schlúters hygðist grípa inn í deiluna. Ef til verkfalls kemur munu um 320 þúsund laun- ar leggja niður störf. thrif verkfallsins á þjóðlífið munu verða mjög víðtæk. Utkoma flestra dagblaða mun stöðvast, erfitt verður að fá oliu til húshit- unar og bensín á bílana ef vinnu- stöðvunin stendur lengur en í hálfan mánuð, og flug til og frá landinu leggst niður strax á sunnudag. Mjólkurstöðvum og sláturhúsum verður lokað og viðbúið er að nýtt grænmeti verði ekki fáanlegt lengi eftir að verk- fallið hefst. Auk þess ætla stærstu brugghúsin í Danmörku, Carls- berg og Tuborg, að sýna samstöðu með vinnuveitendum með því að setja verkbann á sína starfsmenn. Launþegar krefjast 5—6% kauphækkunar og styttingar vinnuvikunnar um fimm stundir, i 35, en vinnuveitendur eru lítt hrifnir af styttri vinnuviku og bjóða minni launahækkun. Ríkis- stjórnin vill ekki að kauphækkan- irnar fari yfir 3%. Sendimönnum rænt í Beirút Beirét, 22. mra. AP. FRÖNSKUM sendiráðsmanni hefur verið rænt í Beirút og tveggja ann- arra er saknaö. Er óttast. að þeim hafi einnig verið rænt ísraelskir hermenn leituðu í dag að skærulið- um í þorpi í Suður-Líbanon og féll einn þorpsbúa þegar til átaka kom. Að sögn sjónarvotta réðust þrír íranir hóta að beita eitur- og eftiavopnum vopnaðir menn á Marcel Fontaine, vararæðismann Frakka i Beirut, og neyddu hann með sér burt í bíl. Skömmu síðar hringdu ókunnir menn til fréttastofa í borginni og sögðu, að samtökin „Heilagt stríð“, sem er hreyfing múham- eðskra öfgamanna, hefðu staðið að ráni ræðismannsins og hinna mannanna tveggja. Þremur öðrum mönnum hefur verið rænt í Beirút síðustu níu daga, bandarískum fréttamanni og tveimur Bretum. ísraelskir hermenn réðust í dag inn í þorpið Qlaile og smöluðu saman öllum 300 ibúunum til að kanna hvort nokkur skæruliði væri á meðal þeirra. Kom þá til átaka og féll einn þorpsbúanna. Að sögn líbönsku lögreglunnar hafa aðgerðir ísraela síðustu daga kostað 30 manns lífið og 68 hafa særst. Bagdat, Manama, 22. awra AP. ÍRASKAR herþotur réðust í dag á nokkrar borgir í íran að sögn talsmanna írakshers, sem einn- ig greindu frá því, að skotið hefði verið á mjög stórt skip í Persaflóa, skammt frá Kharg- eyju, olíuútskipunarhöfn Irana. íranir hafa hótað að svara írök- um í sömu mynt og beita jafnt eitur- sem efnavopnum í stríð- inu. írakar kváðust i dag hafa gert loftárásir á margar borgir og bæi í tran og hafa tranir staðfest það en segja, að lítið tjón hafi orðið í þeim og írösku flugmenn- irnir fljótlega forðað sér undan ákafri loftvarnaskothríð. Rafs- anjani, talsmaður íranska þings- ins, sagði í dag, að fimmtu eld- flauginni yrði brátt skotið á Bagdað til að hefna loftárásanna en þessar eldflaugar eru sovésk smíð og líklegt talið, að þær séu komnar frá Líbýu. Sagði Rafs- anjani einnig, að innrásin í írak 11. mars sl. hefði aðeins verið forsmekkurinn að því, sem koma skyldi. tranir halda áfram að saka traka um að beita eitur- og efnavopnum í stríðinu og hafa nú hótað að grípa sjálfir til þeirra vopna ef Irakar hætta ekki slíkum hernaði. írakar kváðust i dag hafa ráð- ist á mjög stórt skip rétt við Kharg-eyju, olíuútskipunarhöfn trana, og hæft það öruggiega. Starfsmenn útgerðarfélaga við Persaflóa höfðu þó enga vitn- eskju um þessa árás þegar síðast fréttist. Svíþjóð: Unga fólkið stórminnkar vínneyslu Stokkkólmi. 22. mara. AP. ÁFENGISDRYKKJA sænskra ungmenna hefur minnkað um meira en helming á síðustu fimm árum, að því er fram kemur í niðurstöðum könnunar, sem rannsóknarstofnun- in SIFO hefur gert. Magn þess áfengis, sem hvert ungmenni drekkur að meðaltali á ári, var 0,47 lítrar á síðasta ári, en 1,11 lítrar á árinu 1979. Sérfræðingar SIFO segja að margar ástæður liggi þessari breytingu til grundvallar. Ungt fólk hefji nú áfengisdrykkju síðar en áður, drekki minni í hvert skipti og æ fleiri hætti neyslu með öllu. Könnunin, sem gerð var á tíma- bilinu desember 1984 til febrúar 1985, tók til 1.400 ungmenna á aldr- inum 12—24 ára. Niðurstöður þessar vekja at- hygli, þar sem mikil og vaxandi áfengisdrykkja sænskra unglinga hefur lengi verið talin alvarlegt vandamál í Sviþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.