Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 ÞANKAR UM STRÍÐIÐ MILLI ÍRANS OG ÍRAKS Svo skipti vikum, mánuðum og jafnvel árum var stríð írana og íraka allt að því leynd- armál, að minnsta kosti framvinda þess. Stríðsaðilar sendu annað veifið frá sér fréttamyndir, teknar af sínum mönnum og samkvæmt fréttum íraka voru þeir yfirleitt langt komnir með að vinna endanlegan sig- ur á írönum. Frá stjórninni í Teheren bárust ámóta ábyggilegar fréttir: baráttuandi ír- anskra hermanna var ólýsanlegur, fjölskyld- ur fögnuðu þegar synir eða eiginmenn dou hetjudauða á vígvellinum rétt áður en íranir voru að vinna lokasigurinn yfir írökum. Þeir eru sjálfsagt teljandi á fíngrum annarrar handar erlendir fréttamenn, sem hafa feng- ið leyfí til þess að fylgjast með bardögum, f að er eiginlega lygilegt hvað írönum og rökum hefur tekizt að koma í veg fyrir að skipulegar og réttar fréttir af gangi mála kæmust áfram. Og það á fjölmiðlaöld. Frá Khorramshahr — írakskir hermenn á kreiki. Hatursfull styrjöld sem hvorugur getur unnið — eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Nú upp á síökastið hefur breyt- ing orðið á. Stríðið gleymda og falda hefur verið meira í fréttum en áður. Bardagar hafa harðnað og aðferð- um breytt við striðsreksturinn, eftir að írakar tóku að gera loft- árásir á íranskar borgir og íranir hafa svarað með því að skjóta eldflaugum á Bagdad. Stríðið hef- ur færst á annað stig þar sem það mun við þessar aðgerðir koma meira niður á hinum almenna borgara i báðum löndunum en bardagar á staðbundnum svæðum. Ekki er að svo stöddu fært að spá um hvort þetta muni hafa i för með sér að aðilar leggi að sér i alvöru að ná samkomulagi. Þegar þetta er skrifað er fátt sem bendir til þess, ósveigjanleiki beggja og grimmd er með þvílikum endem- um, að þeim mönnum hefur blöskrað vítt um veröld, sem kalla þó ekki allt ömmu sína í þeim efn- um. Upphafíð árið 1980 Um þær mundir sem stríðið braust út voru miklir erfiðleikar á pólitískum sviðum beggja land- anna. íranir höfðu í hálft annað ár búið við ógnarstjórn Khomeinis og ýmislegt benti til að hin islamska bylting væri að fara út um þúfur. í írak hafði staða forsetans Sadd- ams Hussein veikst og þó að hann segðist vera önnum kafinn við að koma aftur á þingræði í landinu og væri einnig að veita Kúrdum nokkur réttindi virðist Hussein hafa staðið höllum fæti. Auk þess höfðu verið greinir með írönum og írökum lengi, einkum vegna stöðu Kúrda. Irakar undu því illa að hafa misst Shatt- al Arab í hendur írana nokkrum árum áður, deilur jukust vegna kröfu araba um sjálfsstjórn í Khuzestan, sem arabar nefna raunar Arabistan, og íranir sögðu nágrannana kynda undir ólgunni. Trúardeilur blönduðust inn í þetta, forysta íraka er sunni- múhameðstrúarmenn og þeim var ekki rótt vegna framþróunar í ír- an eftir valdatöku Khomeinis. Landamæraskærur blossuðu oft upp, en þann 22. september 1980 gerðu írakar síðan innrás í Iran. Víglínan var 300 mílna löng. fran- ir höfðu áður haft að engu kröfu fraka um að kveðja herlið frá Zain ul Quos við landamærin og frakar staðhæfðu að þessu svæði hefðu íranir átt að skila aftur, þegar bráðabirgða landsvæðasamningar voru gerðir fimm árum áður. frakar munu, að því er talið er nú, hafa verið þeirrar skoðunar, að mótstaða írana yrði heldur máttvana og þeir gætu með lítilli fyrirhöfn endurheimt svæðin. Þeir létu að því liggja að frekari land- vinningar vektu ekki fyrir þeim þá. Fréttir af átökum voru fyrstu mánuðina af skornum skammti og það litla sem var, bar náttúrlega í engu saman. írökum kom þó áreiðanlega á óvart styrkur frana og kannski umfram allt griðarleg stríðsgleði og baráttukapp þeirra. Að koma Khomeini eða Hussein frá? Stjórnmálasérfræðingar segja að þó svo að Saddam Hussein hafi í byrjun fullyrt að Irakar ætluðu sér einvörðungu að endurheimta landsvæði, sem þeir töldu sig eiga réttmætar kröfur til, sé af ýmsu merkjanlegt að fyrir Hussein hafi vakað að skapa svo mikla ringul- reið og ólgu í íran, að stjórn Khomeinis hrökklaðist frá. En Khomeini erkiklerkur hvatti ír- ana óspart og sagði að íranir myndu reka trúleysingjana af höndum sér og ekki linna fyrr en þeir hefðu komið Saddam Hussein úr valdastóli í frak. Hvað sem þessu nú leið kom andstaða frana írökum óþyrmi lega á óvart. Það leið ekki á löngu uns þrátefli var komið upp í stríð- inu, hvorugur aðilinn virtist geta, eða kannski ekki vilja, vinna fulln- aðarsigurinn. Fréttir voru teknar að berast af stríðinu fyrir æði löngu þegar hér var komið sögu. Hver friðarboðinn erlendur bauð fram krafta sína og sentist á milli Teheran og Bagdad til þess að freista þess að stilla til friðar. En þar gekk hvorki né rak, því að báð- ir aðilar settu þvílík skilyrði fyrir samningum, að ekki varð að þeim gengið. Á meðan féllu menn á vígvöllum og fregnir fóru að berast um það að franir sendu kornunga drengi sem væru alls óvanir hermennsku í bardagana. Það upplausnar- ástand sem hafði verið innan fr- ans áður en stríðið braust út breyttist nú töluvert og svo virtist sem leiðtogum frans tækist að gera sér þann mat úr stríðinu, að þjóðin þjappaði sér saman að baki þeim. Oft og einatt gerðu stríðsaðilar hlé á bardögum sínum á þessu fyrsta ári. Svo virðist sem slík hlé hafi beinlínis orðið vegna þess að yfirstjórnir herjanna þurftu tíma til að sleikja sár sín og að afla vopna og hergagna. Ekki er vafi á því að báðar þjóðirnar voru að því leyti vanbúnar í strið hvað þá heldur langvinnt stríð. Saddam Hussein reynir að ná samningum í fyrstu bardagalotunni hafði frökum ekki tekist það ætlunar- verk sem þeir höfðu sett sér. Þeir gerðu að vísu frönum ýmsar skrá- veifur, en þunga vantaði 1 sókn þeirra og bardagagleði íraskra hermanna var ekkert i líkingu við þá nánast sjúklegu eftirsókn ungra íranskra manna að fara á vígvöllinn, falla með sæmd og öðl- ast eilífa sælu. Þegar kom fram á vorið 1982 hafði stríðið staðið i hálft annað ár. franir gerðu þá nokkrar skyndisóknir á hendur írökum, meðal annars eina í Deshful- héraði i mars og aðra i apríl sem leiddi til þess að frönum tókst að ná aftur oliuborginni Khorams- hahr sem íraka höfðu tekið á sitt vald á fyrstu mánuðum striðsins. írökum var ljóst að hér yrði varla unninn hernaðarlegur sigur eftir þetta og um sumarið varð Saddam Hussein, forseti fraks, að horfast i augu við það að innrásin i fran hafði verið voðaleg mistök. Hann fyrirskipaði að allar íraskar hersveitir yrðu kallaðar brott af irönsku landi. Og með því hefur hann án efa reiknað með að utan- aðkomandi sáttasemjarar, sem voru að vísu orðnir býsna þreyttir á þvermóðsku striðsaðila, gætu fengið íransstjórn til að semja. En fransstjórn var ekki á þeim buxunum. Skömmu eftir að Hus- sein hafði kallað sveitir sinar yfir landamærin réðst íranskur her fjölmennur og ólikt betur vopnum búinn en áður inn i írak. Sumarið 1982 urðu einhverjir mannskæð- ustu bardagar i stríðinu öllu. Trú- lega hafa Iranir búist við þvi að sókn þeirra inn i frak myndi verða fyrirstöðuminni en hún var. Khomeini erkiklerkur lét i sér heyra og endurtók tryllingslegar fullyrðingar sinar um að ekki myndi fransher linna för sinni fyrr en hann væri kominn inn í Bagdad og hefði dregið Hussein af valdastóli sínum og siðan yrði stefnt að því að koma á sams kon- ar þjóðfélagi i írak og væri i íran. Væntanlega hefur þetta hert mótstöðukraft fraka. Alténd varð írönum lítið ágengt eftir fyrstu dagana og varð síðan langt hlé. Eftir nokkurra mánaða undir- búning réðust franir svo enn til atlögu, hersveitir þeirra komust 15 kilómetra inn i frak en þar með var sókninni hætt í bili. Arabaríkin reyndu friðarumleitanir Ekki þarf mikið hugmyndaflug til að imynda sér að þessi stríðs- rekstur hefur verið þjóðunum tveimur ólýsanlega dýr og þar sem Mubarak Egyptaiandsforseti og Hussein Jórdaníukonungur freista þess nú að koma einhvers konar friðarviðræðum af stað. Eftir loftárás á Teheran. íranskir stríðsfangar í frak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.