Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 Grasrótin og lífið — eftir Indriða G. Þorsteinsson Á þeim árum þegar undirritað- ur átti leið um Kinn í Suður- Þingeyjarsýslu, blasti við augum hvíta broddsúlan á Ystafelli, reist við húsaþyrpingu til minningar um stofnfund Sambands íslenskra samvinnufélaga árið 1902 á heim- ili Sigurðar Jónssonar, síðar ráð- herra. Manni fannst stundum að súlan hvíta stæði heldur nærri fjósinu, en auðvitað var hún reist við íbúðarhúsið. Langdvalir í þéttbýli slæva augu manna fyrir annarri skipan, svo þau greina ekki í sundur klasa bygginganna á einum sveitabæ. Eins er um stórar stofnanir í tímans rás. Áhorfanda, sem aðeins er vanur buddu sinni, getur fundist sem hugsjónir þær sem ein stofnun hófst af, séu orðn- ar hornrekur hjá fjármunavafstri, dægurþrasi, bókhaldsendurskoðun og sjálfsögðu eftirliti. Þarf ekki um að ræða hvað fólki finnst hug- sjónin illa staðsett þyki einhver misbrestur hafa orðið hvað al- mennar reglur snertir. Samband- ið, eins og margvísleg önnur fyrir- tæki, hefur orðið fyrir ámæii í ár- anna rás, sem það hefur orðið að gjalda fyrir, en þá hefur stundum gleymst að stofnunin hefur aðra og meiri þýðingu fyrir stóran hluta samfélagsins en þann að vera hengd upp sem sökudólgur út af hverjum þyt í fjölmiðlum. Nú um sinn hefur verið deilt töluvert á Sambandið fyrir hin margvíslegustu efni vegna þess að það þykir pólitísk nauðsyn að fást við það. Má vel vera að sú nauðsyn sé fyrir hendi, af því að löngum töldu andstæðingar Framsóknar- flokksins að hann ætti skjól við peningakistil Sambandsins. Sam- kvæmt síðustu skoðanakönnunum virðist Framsóknarflokkurinn hafa hrapað niður í tæp 10% at- kvæða, en innan kaupfélaganna, og þá Sambandsins um leið, eru um fjörutíu þúsund meðlimir. Þessar tölur ná ekki saman með neinu móti, og það fær varla stað- ist, að flokkur sem hefur verið rú- inn málgagni sínu, og hefur að auki tapað miklu fylgi, hafi sterk fjárráð. Hin pólitíska ádeila á Sambandið hefur því varla við rök að styðjast í þeim mæli sem hún er ástunduð. Hins vegar má vel gagnrýna Sambandið eins og önn- ur stórfyrirtæki, því þeim er nú yfirleitt ekki allt gefið. En sú gagnrýni, væri hún hugsuð sem slík, hefði annan tón í sér falinn. Nú er í tísku að tala um grasrót- arhreyfingar, og sjást þær koma og fara eftir atvikum. Virðist sem orðið grasrót sé í sömu merkingu og almenningur, þ.e. tali einhver af höfðingjum þjóðarinnar við al- múga þá er hann í grasrótinni. Nú er það staðreynd að samvinnu- hreyfingin spratt úr grasrótinni í eiginlegri merkingu. Enskir vefar- ar stóðu ekki á neinni grasrót þeg- ar þeir stofnuðu til félagsverslun- ar sinnar. En Grímsstaðabóndinn, sem hélt til Húsavíkur til að af- greiða vörur í nafni kaupfélagsins þar, var maður grasrótar. Svo voru þeir einnig hinir mörgu ágætu menn, sem lögðu bænda- versluninni lið í upphafi. Ef þakka ber upphafi þeirra að nú eru um fjörutíu þúsund manns í kaupfé- lögum, þá höfum við grasrótar- hreyfingu í landinu sem hefur tek- ist að lifa. Hún er raunar að ná þeim árangri að verða aldargömul. Áðeins fáar stofnanir á íslandi ná slikum aldri, vegna þess að flestar hverfa þær með öðrum ættlið. Áldurinn og stærðin er því virð- ingarverð. Menn ortu um hugsjónir og hitabylgjur fyrr á öldinni og þótti sjálfsagt. Menn ortu um vormenn íslands og voru í ungmennafélög- um undir kjörorðinu: fslandi allt. En sá ágæti þjóðarsteytingur hljóðnaði nokkuð, þegar farið var að nota lík slagorð í öðrum lönd- um af þeim, sem þóttu misjafnir menn. Upp af metnaðarfullri hugsun spruttu samtök, eins og kaupfélögin, þegar verslunin var mikið fábrotnari en nú og fátæk- legri á allan hátt, og upp af sömu hugsun spratt t.d. Eimskipafélag Islands vegna þess að við vildum ekki ferðast eins og lestargóss hjá erlendum skipstjórum. Vel má vera að í dag sé kominn tími til að vanþakka þetta allt saman, kveða stofnanir og samtök í kútinn og leysa flest þau bönd í sundur sem hafa haldið uppi þori okkar og þreki á liðnum áratugum, og taka upp þann sið að lifa á pönki og verkföllum. Heildverslun kaupfélaganna hefur vaxið í takt við aukin um- svif, og þó einkum við fjölþættari umsvif, þannig að hin tvískipta grein viðskiptanna, með sölubúðir gorenje SKANDINAVIEN ^ Gæða ísskápar Gorenje HDS 201K rúmar 260 lítra. Þar af er 185 lítra kælir og 65 litra djúpfrystir. Sjálfvirk affrysting. Hæð 138 cm, breidd 60 cm, dýpt 60 cm. Verð aðeins kr. 15.865.- stgr. Sami gæðaflokkur og ísskápar í mun hærri verðflokkum. Góðir afborgunarskilmálai, - látið ekki happ úr hendi sleppa. annars vegar og afurðamóttöku hins vegar, er ekki lengur einhlít. Landsbyggðin utan Reykjavíkur hefur um stund átt í vök að verj- ast, enda hefur margt reynst henni óhægt og til þyngsla, eink- um fábreytni í framleiðslu og offramleiðsla á landbúnaðarvör- um. Hefur til dæmis margur lof- söngurinn verið sunginn sauð- kindinni, sem er seig skepna og afurðamikil, en getur ekki keppt, hvað verð snertir, við sauðkindur frá Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þess geldur hún. Á sama tíma stækka höfuð á svínum úr hófi vegna úrkynjunar og hænur verpa ekki eðlilega af sömu ástæðu. Mjólkin flæðir að vísu úr kúnum, en verðlagning hennar fer eftir fitustaðli, sem fylgir ekki endilega þeim staðli sem kemur frá kúnni. Við ættum því að drekka frían rjóma. Allt kemur þetta meira og minna inn á svið kaupfélaga og gerir þeim erfitt fyrir þegar vond ár verða hjá framleiðendum, og skapar ótæpilega gagnrýni, þegar hugsjónin er ekki lengur fyrir hendi til að sætta menn við mis- fellur. En kaupfélögin og samband þeirra er ekki bundið við þá einu fjöl, sem er farvegur landbúnaðar. Þau hafa snúið sér í auknum mæli að rekstri frystihúsa og stappi viö útgerð. Iceland Products, sem er dótturfyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjunum hefur, á til þess að gera skömmum tíma, orðið sterkur sölu- og dreifingaraðili þar vestra. Þannig má telja víst að starfsemi Sambandsins á sviði út- gerðar hafi aukið fisksölu stórlega og þá um leið atvinnu hér á landi, umfram það sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefði getað annað, ef það hefði verið eitt um hituna. Nú hefur útgerðin gengið hörmulega um sinn vegna órými- legs fjármagnskostnaðar. Fjöl- mörg félög eða einstaklingar hafa orðið að gefast upp, eða eru að gefast upp. I einstöku tilfellum hefur þess verið beinlínis óskað að Sambandið sæi einhver ráð til að halda veiðiskipi tengdu við eitt- hvert útgerðarpláss, vegna þess að Indriöi G. Þorsteinsson „Hin pólitíska ádeila á Sambandið hefur því varla við rök að styðjast í þeim mæli sem hún er ástunduð. Hins vegar má vel gagnrýna Sam- bandið eins og önnur stórfyrirtæki, því þeim er nú yfirleitt ekki allt gefið. En sú gagnrýni, væri hún hugsuð sem slík, hefði annan tón í sér falinn.“ ekkert beið fólksins þar nema at- vinnuleysi yrði skipið keypt ann- að. Hafi Sambandið síðan gripið inn í og fest kaup á skipinu hafa óðara heyrst raddir um, að nú sé það farið að græða á hörmungun- um við sjávarsíðuna af því að skipið hafi fengist ódýrt. Þannig er þetta í mörgum grein- um, að þegar vottur gamallar hug- sjónar gerir vart við sig í stórri viðskiptastofnun má alltaf finna fyrir því rök, að störfin séu unnin í gróðaskyni. Erfiðleikar í útgerð halda væntanlega áfram um sinn og fjármagnskostnaður er sá sami hjá Sambandinu og öðrum. Það fær t.d. hvergi gefna peninga til að halda fólki við vinnu í ein- hverju útgerðarplássinu með því að kaupa fiskiskip sem komið er undir hamarinn. Og þess sjást ekki dæmi, að afurðasalan yrði að neinu bættari, þótt kaupfélögun- um og Sambandinu yrði bannað að kaupa framleiðsluvörur af bænd- um. Þess vegna er það, þegar þýt- ur í nösum þeirra, sem telja að leysa megi öll mál einhvern veg- inn öðruvísi, að bóndinn á grasrót- inni og stúlkan í frystihúsinu hafa ekki stór orð uppi um breytingar. Þau eru að hugsa um að lifa í stað þess að æsa sig upp af skipulagi í verslunar- og viðskiptaháttum. Samband íslenskra samvinnufé- laga kemur víða við sögu í þjóðlíf- inu, en minnst í Reykjavík að til- tölu, þótt hér sé rekin fiskverkun (Kirkjusandur), kjötvinnslustöð og stórmarkaður svo eitthvað sé talið. Því er vandi á höndum vegna umfangsins. Á viðskiptasviði er Sambandið andlit fjörutíu þúsund meðlima kaupfélaganna. I flestum tilfellum og þeim þýðingarmestu hefur Sambandinu tekist að halda virðulega á málum fyrir hönd þeirra. En það sleppur seint við gagnrýni frekar en aðrar stofnan- ir, sem byggðar eru upp af mönnum og stjórnað af þeim. en gagnrýnendur Sambandsins ættu líka að líta til þess mikla starfs, sem unnið er af kaupfélögunum og Sambandinu við að létta fólki róð- urinn. Margvísleg þjónusta við fólk á smærri stöðum á sviði við- skipta er svo fyrirhafnarsöm og dýr, að hún yrði varla nema svipur hjá sjón ef kaupfélagið á staðnum tæki ekki að sér að tapa á henni. Sum þeirra hafa líka tapað of miklu til að geta risið undir því. Um það eru dæmin. Þessi þjón- usta mæðir einnig á Smbandinu. Þess vegna ber það engan árangur í sjálfu sér, komi upp einhver mál hjá Sambandinu, að láta sem svo að nú sé stofnunin öll. Indriði G. Þorsteinason er þjóð- knnnur rithöfundur. Þetta er ekki bara draumur - þetta er blákaldur veruleikinn. <2\ Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut « Sim. 9135200 Fella- og Hólahverfi: Kirkja safnaðarins vígð Biskup íslands hr. Pétur Sig- urgeirsson mun vígja kirkju safnaðarins í Fella- og Hóia- hverfl næstkomandi sunnudag, 24. marz, kl 17:00. „Þetta er fyrsta kirkjan sem er vígð í öllu Breiðholti,“ sagði Sr. Hreinn Hjartarson, sókn- arprestur, „En íbúar hverfis- ins eru nú um 25 þúsund." Húsið er fullbúið að öllu leyti með safnaðarsal, kennslustofu, skrifstofu fyrir sóknarprest og sóknarnefnd, en eftir er að innrétta sjálft kirkjuskipið. Tæp þrjú ár eru liðin frá því að hafist var handa við byggingu kirkjunn- ar sem stendur við Hólaberg 88.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.