Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 45 Nfræðisafmæli: Ingeborg Riebe Suður í Þýskalandi býr kona, Ingeborg Riebe, sem á níræðis- afmæli í dag. Áður en hún giftist hét hún Ingeborg Einarsson. Hún er sem sé af íslenskri ætt. Langafi hennar var Baldvin Einarsson frá Hraunum í Fljótum. fslandssagan geymir nafn Bald- vin Einarssonar sem eins helsta frumkvöðuls i sjálfstæðisbaráttu íslendinga á 19. öld, fyrirrennara Fjölnismanna og Jóns Sigurðsson- ar. Baldvin var fæddur árið 1801. Hann sigldi til náms í Kaup- mannahöfn árið 1826, lauk þar lögfræðiprófi 1831, en hafði þá jafnframt byrjað að nema verk- fræði við hinn nýstofnaða tækni- háskóla, fyrstur íslenskra manna. Baidvin andaðist af slysförum i Kaupmannahöfn árið 1833, aðeins 31 árs að aldri, og varð mörgum harmdauði. Þá kvað Bjarni Thor- arensen: fslands óhamingju verður allt að vopni; eldur úr iðrum þess, ár úr fjöllum breiðum byggðum eyða. Um sex áratugir liðu síðan, þar til íslenskur maður lauk prófi i verkfræði, Sigurður Thoroddsen. Á námsárum sinum kvæntist Baldvin danskri konu, Johanne Hansen. Með henni átti hann tvö börn Einar Bessa (1831) og Bald- vinu (1832). Baldvina dó í frum- bernsku, en Einar Bessi náði há- um aldri. Hann kom hinað til lands barn að aldri eftir lát föður síns og dvaldi hér nokkur ár, en móðir hans heimtaði hann til sín til Danmerkur, og varð svo að vera. Hún giftist á ný dönskum tollembættismanni, og fluttist fjölskyldan til Holtsetalands að suður-landamærum hins danska ríkis. f stríðinu milli Prússa og Dana 1864 lögðu Prússar undir sig Suður-Jótland, og þannig atvikað- ist, að sonur Baldvins Einarssonar varð þýskur ríkisborgari. Einar Bessi varð tollembættis- maður eins og stjúpi hans. Hann átti konu ættaða frá Borgundar- hólmi. Þau bjuggu í Altona i Holt- setalandi, sem fyrir löngu er sam- vaxin Hamborg. Sonur Einars Bessa var svo Baldvin Einarsson yngri. Hann var háskólamenntaður maður og starfaði sem deildarstjóri í við- skiptamálaráðuneyti Þýskalands í Berlín. Baldvin var kvæntur konu frá Suður-Jótlandi, er hét Rósa. Ég kynntist henni í Berlín árið 1934, er ég var við nám í Þýska- landi. Þau Baldvin og Rósa Einarsson áttu tvær dætur, Sigrid, sem dó um þrítugt, og Ingeborg, sem nú stendur á níræðu. Ingeborg fæddist í Hamborg 23. mars 1895 en fluttist 7 ára gömul með foreldrum sínum til Berlínar. Ung að árum fékk hún áhuga á líknarmálum, og þegar heims- styrjöldin fyrri braust út 1914, bauð hún sig fram til starfa á veg- um Rauða krossins. Hún vann við hjúkrun öll styrjaldarárin og varð lærð hjúkrunarkona. Nær alla tíð síðan hefur Ingeborg starfað aö málum Rauða krossins í Þýska- landi og þá ekki síst á árum síðari heimsstyrjaldarinnar og þeim hörmungartímum, sem á eftir fóru. Á síðastliðnu ári var 70 ára starfsafmælis hennar á þeim vettvangi minnst hátíðlega. Fyrir störf sín og ósérhlífni hefur hún hlotið margvíslega viðurkenningu m.a. frá Þýskalandskeisara á sín- um tíma og síðar úr hendi forseta þýska Sambandslýðveldisins. Árið 1920 giftist Ingeborg Dr. Aflinn 230,6 tonn í FRÉTT í Mbl. um aflabrögð Vestfjarðatogara var aflamagn Elínar Þorbjarnardóttur á Suður- eyri rangt. Hið rétta er að afli tog- arans í febrúar var 230,6 tonn. med. Hans Riebe lækni í Herles- hausen. Herleshausen liggur við þjóðbraut í miðju Þýskalandi, sem áður var. Á styrjaldarárunum síð- ari fóru miklir fólksflutningar þar um og síðan gífurlegir straumar flóttafólks í þeirri ringulreið og neyð, sem fylgdi styrjaldarlokun- um. Margur átti þá um sárt að binda og var oft þétt setinn bekk- urinn á heimili læknishjónanna. Ingeborg eignaðist tvo syni. Hinn eldri, Dr. med. Hans Einar Riebe, er læknir og tók við starfi föður síns í Herleshausen við frá- fall hans 1964. Kona hans er Dr. Gisela Riebe, einnig læknir, og starfar með manni sínum. Þau eiga 4 mannvænleg börn. Hans Einar ber greinilegan svip af Baldvini Einarssyni, eftir þeirri mynd af Baldvini að dæma, sem alkunn er. Yngri sonurinn er Dr. Jens Peter Riebe efnafræðingur. Kona hans er Barbara Riebe. Þau eru búsett í .Dússeldorf við Rín. Allir afkomendur Baldvins Ein- arssonar, sem hér hafa verið nefndir, hafa haldið tengslum við ættingja sína á íslandi, komið hingað og kynnst landi og þjóð. Einar þessi, sonur Baldvins var hér um tíma sem barn, eins og áður er getið, en hann kom aftur aldraður maður árið 1908 ásamt Baldvini syni sínum. Ingeborg Ri- ebe (eða Ingibjörg Baldvinsdóttir eins og hún hefur stundum verið nefnd hér), synir hennar og barna- börn hafa komið hingað oft á síð- ari árum. Ingeborg er vel gefin og mjög atorkusöm kona. Ferðalög hafa verið líf hennar og yndi á síðari árum og hefur hún komið víða við, ekki síst í Miðjarðarhafslöndum. Nýtur hún þess, hve vel hún ber aldurinn. En ekkert jafnast í huga hennar á við fsland. Síðast kom hún hingað fyrir sjö árum, þá 83 ára. Hún lét sig þá ekki muna um að fara í 11 daga hringferð um ísland með okkur ættingjum sín- um af þrem kynslóðum og liggja í tjaldi um nætur, stundum við heldur kröpp kjör. í fegursta veðri komum við að Hraunum í Fljótum og að Stór-Holti, þar sem foreldr- ar hennar eru grafnir. En hámark ferðarinnar og allra ferða Ingi- bjargar var að aka vestur yfir Skeiðarársand og sjá Öræfajökul baðaðan í rauðleitu skini kvöldsól- ar. Gæfa fylgi hinni öldruðu frænku og fólki hennar. Einar B. Pilsson I—H BILL ARSINS FJÖLSKYLDUBÍLL í FYRSTA SÆTI OPEL KADETT er nýjasta meistaraverk hinna víðfrægu bílahönnuða í Þýskalandi - „Bíll ársins" í Evrópu, handhafi „gullstýrisins" í sínum stærðarflokki og fjölda annarra viðurkenninga. Þetta er einstaklega rúmgóður fjölskyldubíll, sterkur, öruggur og snaggaralegur við allar þær aðstæður sem íslenskir vegir og veðurfar bjóða upp á. OPEL KADETT er ósvikin þýsk úrvalshönnun - og verðlaunaður fyrir minnstu loftmótstöðu, eldsneytissparnað, þægindi, öryggi, stjórnunar- og aksturseiginleika, snerpu og vinnslu, hæfni við misjafnar aðstæður og síðast en ekki síst - gæði miðað við verð. OPEL KADETT er framhjóladrifinn. • Lengd: 3998 mm.#Breidd 1666 mm. • Hleðslurými 485L-1385L m/niðurfelldu aftursæti. • Þyngd 830 kg. • Rými bensíntanks 421. • Lengd milli hjóla 2520 mm. • Sporvídd framan 1400 mm. • Sporvídd aftan 1406 mm. • Hjólbarðar 155SR13. • Hæð undir lægsta punkt 16 sm. • Vélarafn 55HP -115 HP. • Rafkerfi 12 volt • Alternator45amper. •Gírkassi: 4g(rar, 5 gírar eða sjálfskiptur. • Bensíneyðsla 6,5-7,5 1/100 km. THE NEW KADETT CAR OF THE YEAR '85 Nýr Opel er nýjasti bíllinn BilVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.