Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 62
Úrslitln ráðast í dag í Njarðvík Morgun blaöió/Július • Njarövíkingar fögnuðu innilega aftir nauman sigur á Haukum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í fyrra- kvöld. Skoraöi Valur Ingimundarson sigurkörfuna á síöustu sekúndu leiksins. Þaö verða annaö hvort Haukar eöa Njarövíkingar sem fagna í dag, því þá fer fram úrslitaleikur liöanna um íslandsmeistaratitilinn. Hefst leikurinn klukkan 16 í Njarövík. I DAG fer þriöji leikur Hauka og UMFN í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik. Leikurinn fer fram i Njarövík og hefst kl. 16.00. Eins og í fyrri leikjunum tveimur má búast viö mikilli hörkuviöureign, ekki sist vegna þess aö nú ráöast úrslitin. Þaö má búast viö miklu Yfirburðir hjá norsku stúlkunum NORSKU stúlkurnar sýndu hversu sterkar þœr eru i 5 kíló- metra skíöagöngu kvenna, er þœr áttu þrjár fyrstu í keppninni á Holmenkollen á fimmtudag. Þaö var göngukonan Brit Petter- sen, sem sigraöi nokkuö örugg- lega, hún haföi forystu í göngunni frá upphafi til enda. Úrslit uröu sem hér segir: mín. 1. Brit Pettersen Nor. 14,56 2. Berit Aunli Nor. 15,28 3. Grete Nykkelmo Nor. 15,29 4. Dagmar Svubova Tókkósl. 15,32 5. Anette Boe Nor. 15,33 6. Astrid Daehli Nor. 15,38 7. Ellen Lunde Nor. 15,43 8. Ute Noack A-Þýskal. 15,44 9. Anne Jahren Nor. 15,45 10. Hilde Gjermundshaug Nor. 15,46 fjölmenni í Njarðvíkum í dag og ekki ólíklegt aö þaö veröi uppselt á leikinn. Leikmenn Hauka segjast vera staðráönir í því aö gefa ekkert eftir og berjast eins og Ijón. Þeir hafa sýnt þaö í fyrri leikjunum aö þeir bíta vel frá sér og islandsmeistarar UMFN veröa svo sannarlega aö hafa fyrir því aö halda meistara- titlinum í Njarövík. En UMFN er meö gott liö og þeir tapa ekki svo auöveldlega á heimavelli sínum, því aö þar eiga þeir dygga stuön- ingsmenn eins og Haukarnir í Hafnarfiröi. Stuöningsmenn Hauka ætia sér aö fjölmenna á leikinn. Rútuferð verður frá Haukahúsinu í Hafnar- firöi kl. 14.30. En þar veröa seldir miöar á leikinn. Forsalan hefst kl. 12.00 í félagsheimili Hauka og þangaö geta Hafnfiröingar snúiö sér. Þaö er svo sannarlega skemmti- legur endir á islandsmótinu í körfuknattleik aö fá þessa æsi- spennandi úrslitaleiki svona hvern af öðrum. Ýtir þetta án efa undir áhuga á íþróttinni. En sem sagt, úrslitin ráöast í íþróttahúsinu í Njarðvík í dag, spurningin er bara tekst UMFN aö verja íslandsmeist- aratitil sinn eöa vinna Haukar sinn fyrsta meistaratitil? Hvað sem veröur ofan á þá er eitt víst. Stemmningin á ekki eftir aö svíkja neinn ef hún veröur eins og í Hafn- arfiröi í fyrrakvöld. MorgunUaðfð/Júlfus • Einar Bollason þjálfari Haukanna gorir athugasemdir viö dómara leiks Hauka og UMFN í fyrrakvöld skömmu fyrir leikslok. Klukka leiksins stöövaöist þegar 1át7 mínútur var eftir og var ekki sett af staö er ný sókn hófst. Geröi Einar athugasemdir viö dómarana út af þessu og hlaust af mikil rekistefna. Sagði Einar í samtali eftir leikinn að sér heföi verið hótaö meö tæknivíti fyrir athugasemdina. Bendir Einar til Siguröar Vals Halldórssonar dómara, viö tímavaróarboróiö situr Jón Otti Ólafsson, sem færöi skýrslu leiksins, og á milli þeirra Einars stendur Bob lliffe dómari. Einar sagöi viö Mbl. aö frammistaða dómaranna í leiknum hefði veriö hneyksli. Úrslitaleikinn í Njarövíkum í dag dæma þeir Bob lliffe og Jón Otti. DÓMARAR í viöureign Hauka og UMFN í körfuknattleik í fyrra- kvöld voru Englendingurinn Bob llíffe og Siguröur Valur Halldórs- son. Blaðamaöur Morgunblaösins ræddi viö dómarana strax eftir leikinn og spuröi þá um leikinn og þá gagnrýni, sem fram kom á störf þeirra. Því miður tókst ekki aö birta ummæli þeirra í gær sök- um þrengsla. Fara þau hér á eftir. „Þetta var frábær leikur, mikil barátta," sagöi Bob. „Leikmenn kvarta alltaf og gagnrýna störf okkar. Þaö gera þeir líka í Englandi. Ég tel aö vió höfum dæmt rétt og úrskuröaö eölilega í öllum til- vikum, alveg í samræmi viö lög og reglur," sagði hann um atvik þaö, er klukka leiksins var ekki gangsett um skeiö, þegar hálf önnur mínúta var til leiksloka. „Þaö er ekkert nýtt aó fundió sé aö störfum okkar, maöur hefur heyrt það í fjölda ára aö maður dæmi illa. Ég kippi mér ekkert upp viö það,“ sagöi Sigurður Val- ur. Siguróur sagói að leikurinn hefði verió í járnum allan tímann, jafnt á nær öllum tölum. Mikil spenna heföi verió í leikmönnum sem áhorfendum. „Þetta var mjög góö auglýsing fyrir íslenzkan körfuknattleik. Úr- slitaleikurinn ætti ekki aö veröa neitt síöri. Hvaö úrslitakörfuna áhrærir, þá er ég í engum vafa um þaö, aö Valur var búinn aö skjóta áöur en tíminn rann út. Ööruvisi hefðum viö ekki dæmt körfu,“ sagói Sig- uröur Valur. Evrópukeppnin í handknattleik: Víkingur hefur sigrað í 14 leikjum VÍKINGAR leika sinn 27. leik i Evrópukeppninni í hand- knattleik á sunnudagskvöld- ið er þeir mæta FC Barcel- ona. Árangur Víkings er mjög góöur. Lióið hefur sigr- að í 14 leikjum, tapaö 11 og gert 1 jafntefli. Víkingur hef- ur skorað 510 mörk en feng- iö á sig 493. Hér á eftir fara leikir Víkinga í Evrópu- keppninni. Enóputoikir Vikingt: 1975—78: Vk. — Gummsrsb. 18:19 1221 1978—79: Vftmgur — HaWwood g«M Vikingur - Yttad 2423 2423 1979- 80: Vkingur — Hwm 1923 1922 1980— 81: Vftingur — Tatabanya 2120 2223 Vkingur - Luigi 16:17 18:16 1961- 82: Vik. - Atl. Madríd 14:15 2223 1962— 83: Vik. — Vettmanna 35:19 27-23 Vft. - Dukla Prag 1523 1983— 84: Vkingur - Kolbotn 1820 21:19 1984— 85: Vk. - Fjrtlhammw 2820 2325 Vft. — Trst da Mayo 2821 2821 Vftingur — Crvanka 20:15 2524 „Dæmdum rétt“ Evrópukeppnin í handknattleik: Tekst Víkingum að sigra FC Barcelona? FH-ingar leika í Júgóslavíu TVÖ ÍSLENSK handknattleiksliö veröa í sviósljósinu um helgina. Bikarmeistarar Víkings leika sinn fyrrí leik í Evrópukeppninni hér á landi á sunnudagskvöldið í Laug- ardalshöllinni og fslandsmeistar- ar FH leika fyrri leik sinn i Júgó- slavíu. Víst er aö róöur beggja liöa veröur þungur. Sér í lagi þó hjá FH sem keppa vió eitt besta lió heims. Víkingar leika gegn hinu þekkta liöi FC Barcelona i Laugardalshöll- inni á sunnudagskvöldiö kl. 20.30. Liö Víkings er i mjög góöri æfingu um þessar mundir og má mikiö vera ef þeim tekst ekki aö sigra spánska liöiö. En eins og svo oft áöur veröur stuöningur áhorfenda þungur á vogarskálunum. Leikmenn Víkings hafa sýnt þaö í gegnum árin aö þeir eflast þegar mikið er í húfi. Þaö yröi svo sann- arlega rós i hnappagat þeirra ef þeim tækist nú aö velgja spánska liöinu vel undir uggum. Möguleikar Víkings á því aö komast í úrslit Evrópukeppninnar eru mjög miklir, á því leikur enginn vafi. Þaö er mikilvægt aö vínna Barcelona hér heima meö 3 til 5 mörkum, því aö útileikurinn veröur erfiöur. Bæöi liö Víkings og FH leika meö alla sína bestu menn um helg- ina og vonandi veröa heilladísirnar liöunum hliöhollar í þessum 4ra liða úrslitum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.