Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 29 Reagan vill fund með Gorbachev Wuhiiftoi, 22. marz. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti sagði að tímabært væri að leiðtogar stórveldanna héldu með sér fund. Kvaðst hann óðfús í að hitta Mikhail Gorbachev formann sovézka komm- únistaflokksins. Reagan hélt blaðamannfund i gærkvöldi, sem sjónvarpað var beint um Bandaríkin. Hann sagði stórveldin eiga mörg sameiginleg hagsmunamál, sem leiðtogarnir þyrftu að ræða um. ítrekaði Reagan á fundinum til- boð sitt um fund þeirra Gorbach- evs. George Bush varaforseti færði Gorbachev þau skilaboð við útför Konstantins Chernenko í síðustu viku, að Reagan væri fús til fundar við hann. Rússar hafa ekki svarað boði Reagans. í upphafi fundarins lagði Reag- an eindregið til að fulltrúadeild Bandaríkjaþings feti í fótspor öld- ungadeildarinnar og samþykki smíði 21 MX-kjarnaflaugar til viðbótar. Hann sagði litla von um árangur af viðræðum stórveld- anna i Genf um takmörkun víg- búnaðar hafni þingdeildin smiði flauganna. Reagan sagði að deilt hefði verið um MX-flaugarnar i heilan áratug í Bandaríkjunum en á sama tíma hefðu Sovétmenn sett upp 600 kjarnaflaugum, sem beint væri gegn Bandaríkjunum. ERLENT Verd frá kr. 498.600,- Finnski kommúnistaflokkurinn: Gavrilov og fjórða eiginkonan Hér getur að líta sovéska píanósnillinginn Andrei Gavrilov ásamt eig- inkonu sinni, Natashu. Gavrilov hefur, eins og frá hefur verid greint, fengið leyfi bæði Breta og Sovétmanna til að dvelja í allt að eitt ár í fyrrnefnda landinu til þess að „geta þroskast sem tónlistarmaður" eins og hann hefur orðað það. Natasha er Ijórða eiginkona hins unga tónlistarmanns, en myndin var tekin er hann tók sér smáhvíld á æfingu með „London Symphony“-hljómsveitinni í vikunni. Þá sagði hann: „Vonandi er þetta byrjunin á góðum tímum.“ IhIHEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 21240 tonn 18.000 send til WufciagtoB, 22. man. AP. Sovétríkin og fylgiríki þeirra sendu 18 þúsund tonn af hergögnum í fyrra til Nicaragua, samkvæmt nýrri skýrslu, sem unnin var fyrir Bandaríkjastjórn. Þar kemur fram að hergagnasendingar til Nicaragua og Kúbu síðastliðin fimm ár eru miklu meiri en samanlögð hernaðar- aðstoð Bandaríkjanna við öll önnur ríki Rómönsku-Ameríku. í skýrslunni segir að með her- gagnaflutningum sínum hafi Sov- étmenn breytt Nicaragua í meiri- háttar vopnahreiður. Skýrslunni er ætlað að vera þingmönnum til upplýsingar um ástandið i Mið- Ameríku. Innan tíðar greiðir þing- ið atkvæði um umdeilda tillögu um 14 milljóna dala aðstoð við andspyrnuöflin í Nicaragua. Skýrslan varar eindregið við gtfurlegri hernaðaruppbyggingu af hálfu Sovétríkjanna í Nicar- Hófsamir treysta stöðu sína Hetawki, 22. marx. AP. HÓFSAMIR innan finnska komm- únLstaflokksins munu endanlega ná völdum í (lokknum á miðstjórnar- fundi flokksins sem hefst á morgun, laugardag. Harðlínumenn sem eru í minnihluta, mæta ekki til fundarins í mótmælaskyni við stefnu hinna hófsömu. Þó voru það harðlínu- mennirnir sem upphaflega kröfðust þess að þessi fundur yrði haldinn og ætluðu að freista þess að koma flokksformanninum Arvo Alto frá. Alto vék harðlínumönnum úr mið- stjórninni í maí á síðasta ári. Er leið að fundinum, sem hefst á morgun, varð ljóst að Alto yrði ekki haggað og harðlínumenn féllu frá fundarkröfu sinni á sama tíma og Alto lagði á það æ ríkari áherslu að fundurinn yrði haldinn og á honum komið reglu á „vit- leysu“ síðustu ára, eins og Alto orðar það. Harðlínumenn hafa haldið því fram, að Sovétríkin styðji við sín bök í innanflokksdeilunum og til þessa hafa Finnar yfirleitt verið trúaðir á þær yfirlýsingar. Það hefur hins vegar brugðið svo við síðustu mánuði, að Sovétstjórnin hefur veigrað sér við að láta uppi afstöðu sína. Sem dæmi má nefna, að þegar Chernenko var til moldar borinn sýndi sovéska sjónvarpið er formaður sænska kommúnista- flokksins tók í hönd Gorbachevs, en hvorki er Alto né Taisto Sinis- alo leiðtogi harðlínumanna gerðu það. GENGI GJALDMIÐLA Smákippur dollars Loadoa, 22. mara. AP. DOLLAR hækkaði nokkuð á gjald- eyrismörkuðum i dag, eftir að hafa fallið talsvert að undanförnu. Breska pundið kostaði í dag 1,1740 dollara, en i gær var samsvarandi verð 1,1900 dollarar. Hér fylgir listi yfir stöðu dollars gagnvart nokkrum af helstu gjaldmiðlum heims, er miðað við einn dollar: Vestur-þýsk mörk 3,2200 (3,3700), svissneskir frankar 2,7265 (2,8865), franskir frankar hollensk gyllini 3,6305 (3,6050), ít- alskar lirur 2.043,50 (2.055,50), kanadiskir dollarar 1,3750 (1,3680). Tölurnar i svigunum eru fimmtudagstölur. Gullverð hækk- aði örlítið. hergagna Nicaragua 1984 agua. Fram kemur, að 1981 sendu Sovétmenn 900 tonn hergagna til Nicaragua, 1982 6.700 tonn, árið 1983 14.000 tonn og 18.000 tonn i fyrra. Hergagnasendingar Rússa til Kúbu undanfarin ár eru þó marg- falt umfangsmeiri. Árið 1980, þ.e. síðasta ár valdatíma Jimmy Cart- ers, fengu Kúbumenn 20.000 lestir hergagna frá Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra. Arið eftir fengu þeir 66.300 tonn hergagna og 1982 68.300 tonn, sem er mesta magn frá þvi í Kúbudeilunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.