Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltruar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Langvinn kennaradeila Fyrir þremur vikum bar það hæst í umræðum um launa- deilu kennara, hvort menntamálaráðherra hefði lagaheimild tii að framlengja uppsagnarfrest þeirra um þrjá mánuði. Lögfræðingur kennara og ríkislögmaður deildu meðal annars um þetta hér í blaðinu. Var það sjónarmið kennara, að framlenging á frestinum væri ólögmæt, þeir gætu hætt störf- um 1. mars án þess að brjóta landslög. Síðan hurfu nokkur hundruð framhaldsskólakenn- arar frá störfum. Hafa helstu framhaldsskólar landsins verið nær óstarfhæfir í þrjár vikur. I raun hafa kennararnir sem létu af störfum ekki komið fram eins og fyrrverandi starfsmenn ríkisins heldur sem verkfalls- menn, sem eigi í samningum við ríkisvaldið. Aðilar hafa skipst á orðsendingum. Ginn daginn telja menn sig sjá glufu en hinn næsta er allt komið í sama farið aftur. Til að halda mönnum við efnið, ef svo má segja, er bent á fyrirsjáanlega atburði og sagt, að fari þeir á einn eða annan veg muni það kannski leiða ti) þess að deilan leysist. Nýjasta úrræði Ragn- hildar Helgadóttur, mennta- málaráðherra, til að binda enda á þetta óvissuástand er aö segja við þá kennara sem vildu hætta hinn 1. mars síðastliðinn, að hafi þeir ekki hafið skyldustörf sín næstkomandi mánudag verði þeir leystir frá störfum frá og með þeim degi „vegna ólögmætra fjarvista, lausnar- beiðna þeirra sjálfra og til að unnt verði að ráða nýja menn í stöður þeirra", eins og segir í frétt menntamálaráðuneyt- isins. Undirrót þessara átaka er deilur um kaup og kjör. Allar hliðar þess máls hafa verið rækilega tíundaðar í blöðum. Lögum samkvæmt er félags- mönnum í BHM, en fram- haldsskólakennarar tilheyra því félagi, bannað að fara í verkfall. í lögum er einnig mælt fyrir um það, að aðilar að kjaradeilu sem þessari geti skotið henni til Kjaradóms, telji þeir sættir vonlausar. Rík- isstjórnin ákvað í síðustu viku að skjóta kennaradeilunni til dómsins. Á fjöldafundi sem kennarar boðuðu til á sunnu- daginn var dreift bréfi þar sem sagði, að kennarar hefðu gengið út úr skólunum og þar með tek- ið sér samningsrétt. Kjaradóm- ur fari því ekki með mál þeirra. Sjónarmið höfunda dreifibréfs- ins njóta greinilega ekki stuðn- ings þeirra sem ákveða, hvort mál kennara skuli fara fyrir Kjaradóm eða ekki, því að á fimmtudaginn fluttu aðilar að kennaradeilunni mál sitt fyrir dómnum. Eins og blaðalesendur vita keppast stjórnmálamenn við að lýsa því yfir eftir að Kjaradóm- ur hefur úrskurðað þeim laun, að dómurinn starfi sjálfstætt og taki ákvarðanir án fyrir- mæla frá ríkisstjórn, Alþingi eða nokkrum öðrum. Benedikt Blöndal, formaður Kjaradóms, sá ástæðu til að árétta þetta sjálfstæði dómsins vegna kenn- aradeilunnar. Hann sagði í Morgunblaðsviðtali á miðviku- daginn, að enginn segði Kjara- dómi fyrir verkum og því gæti ríkisstjórnin ekki beitt sér fyrir því, að hann hraðaði störfum í kennaradeilunni. Niðurstaða í deilu Hins íslenska kennarafé- lags og fjármálaráðuneytisins gæti dregist langt fram eftir apríl. Hin langvinna kennaradeila hefur borið þess merki, að bæði fulltrúar ríkisvaldsins og for- vígismenn kennara hafa vonað, að unnt væri að koma skóla- starfi í eðlilegt horf án endan- legrar lausnar á deilunni en þó með einhverjum þeim hætti, að kennarar teldu hafa verið kom- ið til móts við sig. Um það er ekki lengur deilt, að kennarar eiga rétt á umtalsverðum kjarabótum. Ríkisstjórnin hef- ur gefið yfirlýsingar í þessa átt og hinir hófsamari í hópi kenn- ara hafa lýst því yfir að þeir meti þá viðleitni nokkurs. Hún hefur hins vegar ekki dugað til að koma verulegri hreyfingu á málið. Fyrir þá sem utan við deiluna standa sýnist fremur hafa skort getu en vilja hjá aðilum til að ná saman um tímabundna málamiðlun sem kæmi skóla- starfi í eðlilegt horf. Hvorki ríkisstjórnin né forystusveit kennara hefur verið nægilega samstiga. Ákvörðun mennta- málaráðherra um að fallast á lausnarbeiðni kennaranna breytir eðli hinnar langvirjnu deilu. Hvort þessi ákvörðun flýtir því að nemendur fái þá kennslu sem ríkisvaldið hefur tekið að sér að veita þeim skal ósagt látið á þessari stundu. Geri hún það ekki geldur sá enn sem síst skyldi. Menntamála- ráðherra framlengdi uppsagn- arfrest kennara á sínum tíma til að koma í veg fyrir röskun á skólastarfi. Sú ákvörðun ráð- herrans var að engu höfð. Mun hið sama gilda um gagnstæða ákvörðun ráðherrans pú? Og hvað er þá til ráða við stjórn okkar ágæta þjóðfélags? ÖdsigiM œdIö Umsjónarmaður Gísli Jónsson Nú langar mig til þess að sýna ykkur nokkur dæmi af mismunandi stíl og stílbrögð- um í framhaldi af 276. og 278. þætti. Skal þá fyrst taka dæmi af hátíðlegum stíl: „Hans Hátign konungurinn hefur, með því að undirskrifa sambandslögin, leitt þá hug- sjón inn í veruleikann, sem vakti fyrir föður hans, Friðriki konungi 8. sem öðrum fremur hafði drjúgan skilning á mál- um vorum. Og í gær hefur kon- ungurinn gefið út úrskurð um þjóðfána Islands sem blaktir því í dag yfir hinu íslenska ríki. Hlýr hugur hinnar íslensku þjóðar andar móti konungi vorum. Fáninn er tákn full- veldis vors. Fáninn er ímynd þeirra hugsjóna, sem þjóð vor á fegurstar. Hvert stórverk, sem unnið er af oss, eykur veg fánans. Hvort sem það er unn- ið á höfunum, í baráttunni við brim og úfnar öldur, eða á svæði framkvæmdanna, eða í vísindum og fögrum listum. Því göfugri sem þjóð vor er, þess göfugri verður fáni vor. Vegur hans og frami er frægð þjóðar vorrar og konungs vors. Vér biðjum alföður að styrkja oss til að lyfta fánanum til frægðar og frama. Gifta lands vors og konungs vors fylgi fána vorum. Svo drögum vér hann að hún.“ Þetta er úr ræðu Sigurðar Eggerz hinn fyrsta desember 1918, er fullveldi íslands hafði verið viðurkennt. Annað dæmi og stórum eldra: „Til þess legg ég, Ragnheið- ur Brynjólfsdóttir, hönd á helga bók og það sver ég við guð almáttugan, að ég er enn nú á þessari stundu svo óspillt mey af öllum karlmanns völd- um og holdlegum saurlífsverk- um sem þá, er ég fæddist fyrst í þennan heim af minnar móð- ur lífi. Svo sannarlega hjálpi mér guð með sinni miskunn, sem ég þetta satt segi, en refsi mér, ef ég lýg.“ Þetta er eið9tafur Ragnheið- ar biskupsdóttur í Skálholti frá 1661. Skal þá taka dæmi af stíl sem er óhátíðlegur og yfirlæt- islaus: „Nú stóð svo á, að ráðuneyt- ið tekur að sér að flytja erindi fyrir þingið, erindi sem bæði þing og þjóð leggja afar mikla áherslu á, að fram gangi, en ráðuneytið fær synjun hjá hans hátign konunginum. Eft- ir réttum reglum hefði nú ráðuneytið átt að gera synjun- ina að fráfarar efni, en eftir því sem í garðinn var búið, er ekki hægt að saka það fyrir, þótt það gerði það ekki, en þar með var alls ekki loku fyrir það skotið, að þingið gæti kraf- ist þess, er það kom saman, að ráðuneytið eða ég sérstaklega, færi frá. Þingið hafði fullan rétt á að segja við mig: þú hef- ur tekið að þér að flytja erind- ið um fánann, erindi sem mér var umhugað framar öðru. Þér hefur mistekist. Þú verður því að fara.“ Þetta er kafli úr frægustu þingræðu Jóns Magnússonar forsætisráðherra árið 1918. Annað dæmi: „Það var almenn tíska víða hér um land, að halda eitthvað upp á jólaföstuinnganginn, en ekki mun það hafa verið annað en það, að það hefur verið eitthvað út af brugðið með mat þann daginn. En einkennilegur siður hélst við í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu fram á síðara hluta 19. aldar, og mun hann ekki vera enn að fullu horfinn. Siðurinn er gamall, en hváð gamall hann er, veit ég ekki.“ Þetta er úr bók Jónasar Jón- assonar frá Hrafnagili um ís- lenska þjóðhætti, bls. 204. Eitt hið algengasta stíl- bragð, sem menn beita, er and- stæður (gr. antithesis). Hér skulu sýnd um andstæður þrjú dæmi, tvö í bundnu máli og eitt í óbundnu: Tvíeggjuð sveifla frerans og funans slær frjóðflin hafs og moldar til dauðs. (Einar Benediktsson: Hafis (8).) Hiti og kuldi eru andstæður, haf og mold, frjó og dauði. Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má. Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá. Hryggðar myrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (Hallgrímur Pétursson: Passius. 48 (14).) Þarna eru andstæðurnar augljósar, svo og í eftirfarandi kafla sem tekinn er úr grein í Nirði 1918. Sr. Guðmundur Guðmundsson ritstjóri blaðs- ins fer hamförum gegn sam- bandslagafrumvarpinu: „Land vort á einhver feng- sælustu fiskimið í heimi; Danmörk lítilfjörlegar, lang- urnar reytingBolóðir. Danir hafa lítið, fullbyggt, þaulræktað land; íslendingar hafa allstórt lítt byggt og enn að mestu óræktað land, að mörgu eitt með þeim bestu og búsælustu, þótt hart sé kallað. Danir hafa ekki vatn nema til drykkjar fyrir menn og skepnur, og þó illt. íslendingar hafa fjölda af ám og fossum, sem telja má víst, að verði ómetanlegt afl til alls konar starfa. Þá hafa Danir þrítugfaldan mannafla móts við oss og miklu meira lausafé að tiltölu. í stuttu máli: íslendingar leggja til í fé- lagsbúið: afbragðs fiskimið, mikið landrými og ótæmandi vatnsafl. Danir þar á móti: nauðarýr- ar fiskileitir, fáeina horskækla 280. þáttur á Jótlandsheiðum, leirsprænur með forarpollum á Sjálandi og lokaða útsýn til Grænlands. íslendingar leggja fram metfé, Danir skjalaskrifli og baugabrot ..." Úrdráttur (vanhvörf), gr. lit- otes, er gamalt og nýtt stíl- bragð. Það hefur verið skil- feint með mismunandi hætti. orðabók Menningarsjóðs stendur: „Það stílbragð að nota veikari orð en efni standa til, t.d. „þolanlegt" = mjög gott, „ekki fagurt" = mjög ljótt“. Hannes Pétursson segir i Bókmenntum: Litotes (gríska, „sléttleiki, jöfnuður"), stíl- bragð, þar sem tvöföld neitun leiðir af sér jákvæða merkingu: „ekki óefnilegur" (þ.e. allefnilegur) eða þegar dregið er á annan hátt úr neikvæði orðs, t.d. með því að segja: „ekki banginn“ (þ.é. kjarkmikill).“ Hér verða tekin dæmi, þar sem umsjónarmanni þykir gæta úrdráttar, hvort heldur er í þrengri eða víðari merkingu. Eru nokkur dæmi þess auðkennd með breyttu letri: „Gekk Kári þar í fram og bað Björn að standa að baki sér og hafa sig eigi allmjög í frammi, en gera sér gagn slíkt, er hann mætti. Björn svarar: „Hitt hafða eg ætlað,“ segir hann, „að hafa engan mann að skildi fyrir mér, en nú er þó þar komið, að þú munt ráða verða. En með vitsmunum mínum og hvatleik þá mun eg þó verða óvinum okkar ekki óskeinisamur." (Njála, 150. kafli.) Annað dæmi: „Og sem þeir hafa geingið í fjallinu um hríð, þá leiðir Snorri prestur gest sinn þar í einn gilskorníng og sýnir hon- um niðrí gjá nokkra sem þar verður; leggur upp þaðan reyk og brælu með fýlu ólítilli. Og sem nú Snorri hefur lokkað konferensráðið til að rýna um stund ofaní gjá þessa, þá er sagt að þar í neðra hafi sýnir borið fynr augu pessum fla- lærðum valdsmanni og þjóð- kunnum skynsemistrúar- manni, er allfásénar megu teljast, og voru þar sumir hlut- ir í bland heldur leiðinlegir og næsta óþarfír, svo fræðimenn hafa skirst við að færa slíkt í letur." (Halldór Laxness: Brekkukotsannáll, 11. kap.) v Að lokum vísa í svipuðum dúr, væntanlega áhrifameiri en rogaskammin Hans var jafnan höndin treg að hjálpa smælingjonum; gekk þó aldrei glæpaveg, en götuna meðfram honum. P.S. Ég ætla svo að hraða mér á „sýningu loðdýrabænda" á Hótel KEA. Mig langar til að sjá þá. Kæra tollyfirvalda vegna myndbanda: Ekki ástæöa til aðgerða EMBÆTTI ríkissaksóknara telur ekki ástaeðu til aðgerða vegna kæru tollyfir- vaida yfir ætluðum tolllagabrotum þegar 392 myndbönd voru tekin af þremur mönnum í tollhliði á Keflavíkurflugvelli í janúar síðastliðnum. Mennirnir voru gtöðvaðir í græna hliðinu með ferðatösku fulla af myndböndum, en þeir reka myndbandaleigur á höfuðborgarsvæðinu. Myndböndin fundust í ferðatösku. Mennirnir höfðu sig á brott, en kváð- ust hafa ætlað að skýra tollþjónum í rauða hliðinu frá tilvist bandanna, en þar hafi enginn tollþjónn verið. Svo sem kunnugt er, þá er tollskyld- ur varningur gefinn upp í rauða hlið- inu, en hafi menn engan slíkan varn- ing, þá er farið f gegnum græna hlið- ið. Jafnframt telur ríkissaksóknari ekki ástæðu til að afhafast neitt vegna kæru lögmanns nokkurra rétthafa myndbanda, meðal annarra Háskólabiós, Laugarásbiós og Skif- unnar á hendur mönnunum vegna meintra brota á rétti þeirra. Þá telur rikissaksóknari ekki ástæðu til opinberrar rannsóknar vegna kæru mannanna þriggja um meint brot tollvarða þegar lagt var hald á myndböndin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.