Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 s * Minning: Jórunn Olafsdótt- ir frá Hamrahóli Amma er horfin, já horfin fyrir fullt og allt. Aldrei hef ég lifað lengri nótt en aðfaranótt 14. mars sl. þegar ég og mamma héldum í höndina á ömmu er hún kvaddi þennan heim. Það er svo undarlegt að hugsa um það að aldrei aftur verði kallað „amma mín“. Það er svo erfitt að hugsa sér heimilið án ömmu sem alltaf var heima, til- búin að hlýja köldum höndum, gefa góðan bita og þurrka tár af litlum kinnum. Já, amma var okkur systkinunum f Eyjum svo mikið. Og eftir því sem við eld- umst og skiljum lífið betur sjáum við líka betur hvað hún gaf okkur. Oft hef ég hugsað um það hvers þau fara á mis sem aldrei hafa neina ömmu á heimilinu. Oft sagði amma okkur sögur af því þegar hún var að alast upp við þá miklu fátækt sem var. Foreldrar hennar áttu 11 börn en bústofninn var 1 kýr og 10 kindur. En það var til sem vantar i dag, kærleikinn, samstaðan og traustið á Guð sem engum bregst sem á hann trúir. Amma var mjög trygglynd og trúuð kona. Ég veit þær eiga á eftir að lýsa okkur systkinunum í gegnum lffið bænirnar hennar ömmu okkar, þær voru ljúfar og af hjarta born- ar fram okkur til blessunar. Amma og mamma voru allatíð saman, aldrei kallaði amma hana annað en „Rúna mín“. Það var mjög kært með þeim. Nú síðari ár þegar heilsuleysi og aldur færðust yfir ömmu sagði hún oft við okkur: „Elsku börnin mín, þegar ég dey eigið þið ekki að gráta því þá líður mér vel, afi ykkar tekur á móti mér.“ Ég er lfka þess fullviss að amma á góða heimkomu. Á þess- ari sorgar- og saknaöarstund er mér efst í huga þakklæti fyrir lff ömmu og alls sem hún var okkur öllum meðan hún var á lífi. Ég vil þakka ykkur öllum sem voruð ömmu góð, Guð launi ykkur það. Sérstakar þakkir til Þengils lækn- is, önnu og Sigrúnar hjúkrunar- kvenna fyrir það kærleiksverk sem þau unnu sfðustu lffdaga ömmu, eins um nóttina sem lffs- ljós ömmu slokknaði. Það gleymist ekki. Það verður geymt f dýrmæt- um sjóði minninga eins og allt annað um elsku ömmu mfna. Ég sit við gluggann f herberginu hennar ömmu og skrifa þessi ör- fáu kveðjuorð, sólin skfn, samt finnst mér vera kalt og þrösturinn syngur svo dapurlega. Mér finnst það allt vera undirspil við tregann og söknuðinn í sál minni. Ég veit að elsku amma mín var þreytt og hvíldinni fegin. Við þökkum henni fyrir allt og allt. Biðjum Guð að blessa hana og varðveita um alla eilífð. Jóa og systkinin, Eyjum II í dag verður jarðsungin frá Kálfholtskirkju tengdamóðir mfn, Jórunn Ólafsdóttir frá Hamrahóli. Hún lést á heimili okkar, Eyjum í Kjós, aðfaranótt 14. mars siðast- liðins. Hún fæddist 17. júlí 1893 á Des- ey í Norðurárdal og var því á 92. aldursári þegar hún lést. Desey var smábýli úr parti af Hvamms- engjum og er nú löngu komið f eyði, en þar bjuggu foreldrar Jór- unnar, þau Guðrún Þórðardóttir Jónssonar hreppstjóra á Brekku f Norðurárdal og ólafur ólafsson ólafssonar ættaður af Akranesi, móðir ólafs var Elín Guðmunds- dóttir frá Uppsölum í Norðurár- dal. Jórunn ólst upp hjá foreldrum sínum á Desey ásamt systkinum sínum, en foreldrar hennar áttu ellefu börn. Af þeim eru nú á lífi Helga sem býr í Danmörku og Al- bert fyrrverandi kennari og skóla- stjóri, búsettur í Noregi. Látin eru: Kristín, dó 5 ára, Halldór Ágúst, bjó á Tjaldanesi í Dðlum, Elín Kristín, bjó á Há- reksstöðum í Norðurárdal, Þor- björn, bjó á Hraunsnefi í Norður- árdal, síðar í Borgarnesi, Þórður, bjó á Brekku í Norðurárdal, Þor- bergur, bjó sfðast á Akureyri, Ást- ríður, bjó á Selfossi, Olafur kristniboði, bjó sfðast í Reykjavík. Það segir sig sjálft að það var þungt heimili á Desey á uppvaxt- arárum Jórunnar og hún vandist því snemma að vinna og 17 ára gömul fór hún í vist til Reykjavík- ur og er þar í vist næstu vetur, en á sumrum var hún f kaupavinnu og tvö sumur var hún á Norðfirði matráðskona á sfldarverkunar- stöð. Á Norðfirði kynntist hún fyrri manni sfnum, Jóni Guð- mundssyni frá Sveinskoti f Skarðshreppi f Skagafirði, en þau giftust f júní 1916. Þau byrjuðu þó ekki búskap strax. Jórunn fór þetta sumar kaupakona að Skarði í Landsveit, en Jón var háseti á togaranum Ingólfi Arnarsyni, sem var við síldveiðar þetta sumar. En 3. september um sumarið strandaði Ingólfur Arnarson á höfninni á Akureyri við Oddeyr- artangann, og þegar verið var að ná skipinu á flot varð það slys að Jón Guðmundsson drukknaði og var hann jarðsettur á Akureyri. Þetta var hinni ungu konu mik- ið áfall en til marks um samgöng- ur á þessum tfmum er, að viku eftir að Jórunni var tilkynnt and- lát Jóns fékk hún bréf þar sem hann sagði henni frá þvf að hann hefði fest þeim íbúð f Vestmanna- eyjum en þar ætluðu þau að setj- ast að. Næstu tvo vetur var Jórunn hjá bræðrum sfnum Þorbirni á Hraunsnefi og Þórði á Brekku. En um vorið 1918 fór hún ráðskona til Tómasar Kristins Þórðarsonar á Hamrahóli í Ásahreppi, sem hafði þá misst konu sfna frá sjö ungum börnum. Tómas var fæddur í Sumarliðabæ í Holtum 18. október 1877. Foreldrar hans voru Þórður Tómasson bóndi þar og kona hans Borghildur Brynjólfsdóttir. Á næstu árum gerðist það að þau felldu hugi saman Jórunn og Tómas og giftust 4. júní 1927. Börnum Tómasar, þeim 5 sem voru heima, gekk hún f móðurstað. En börn Tómasar af fyrra hjóna- bandi eru: Borghildur, húsfreyja í Brekku í Þykkvabæ, gift Runólfi Þorsteinssyni bónda. Þau eiga 3 börn. Rósa, býr með Matthfasi Guðbjartssyni í Reykjavík, hún á eitt barn. Guðrún Laufey, býr með Vilbert Stefánssyni í Reykjavík, hún á tvö börn. Ragnheiður, hús- freyja í Bjólu í Djúpárhreppi, gift Einari Stefánssyni bónda. Þau eiga þrjú börn. Sigríður, húsfreyja í Lyngási í Holtum, gift Sveinbimi Stefánssyni bifvélavirkja. Þau eiga átta börn. Þórður verkamað- ur á Seltjarnarnesi, kvæntur Petru Kristjánsdóttur, þau eiga þrjú börn. Sigurður hefur verið allan sinn aldur í Bjálmholti hjá frændfólki Tómasar, hann er sjúklingur. Börn Jórunnar og Tómasar eru tvö, þau Guðjón f. 5. september 1927, bifreiðarstjóri hjá Skeljungi, kvæntur Margréti Einarsdóttur frá Húsum. Þau eiga einn son. Guðrún Ólafía f. 4. apríl 1936, hús- freyja á Eyjum í Kjós, gift undir- rituðum. Hún á sjö börn. Ennfremur ólst upp hjá þeim að miklu leyti dóttursonur Tómasar, Tómas Steindórsson, f. 22. des- ember 1932, bóndi á Hamrahóli, kvæntur Sigurbirnu Guðjónsdótt- ur og eiga þau 6 börn. Tómas var í miklu uppáhaldi hjá henni og leit hún ávallt á hann sem eitt af sfnum börnum. Á Hamrahóli var ekki auður f búi, en þau hjón Jórunn og Tómas voru samhent um að sjá sér og sínum farborða og hjartahlýju höfðu þau mikla, þessum stað og þessari sunnlensku sveit unni hún og þar vildi hún hvfla þegar kallið kæmi. Á Hamrahóli átti hún heimili í 40 ár og oft kom það fram hjá henni hve mikið hún hélt upp á fyrrverandi nágranna sína í sveitinni sinni. Tómas mann sinn missti Jórunn 13. október 1957 en hann varð bráðkvaddur á heimili þeirra. Hún bjó þó áfram á Hamrahóli næsta ár, en 1958 fluttist hún með Guðrúnu dóttur sinni til Hafnarfjarðar og átti þar heimili næstu ár. Árið 1964 hófum við Guðrún dóttir hennar búskap og fluttist Jórunn með henni hingað að Eyjum og átti hún heimili hér eftir það, en þær mæðgur voru alla tíð mjög sam- rýndar og hafa aldrei skilið. Jórunn var myndarkona, fríð sýnum, hæglát og hlédræg en samt ákveðin, hógvær og trygg- lynd og sagði ekki niðrandi orð um nokkurn mann. Hún var söngvin og hafði gaman af söng og oft raulaði hún fyrir börnin á heimil- inu. Hún var alla tfð ákaflega heimakær en heimilið og börnin voru henni allt. Okkar börn voru mjög hænd að henni og héldu mik- ið upp á ömmu sfna. Jórunn var mikil trúkona og margt kenndi hún börnunum af bænum og bæn- ir hennar fylgdu okkur öllum á heimilinu. Margs er að minnast eftir rúm- lega 20 ára samveru en efst er f huga mér þakkir til minnar ágætu tengdamóður fyrir samfylgdina, sem engan skugga bar á gegnum árin, og þakkir fyrir allt sem hún var okkur, börnunum og sam- ferðafólki öllu, sem hér hefur ver- ið. Jórunn verður jarðsett við hlið Tómasar manns sfns f Kálfholts- kirkjugarði í dag. Fjölskyldan f Eyjum II biður henni velfarnaðar og blessunar Guðs í nýjum heim- kynnum, sem hún sjálf hafði þráð, eftir að andlegir og lfkamlegir kraftar höfðu verið á undanhaldi á síðustu misserum. Að endingu vil ég gera orð Dav- fðs Stefánssonar að kveðjuorðum fjölskyldunnar f Eyjum II til hennar. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna, og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hðrð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda, að miðla gjöfum — eins og þú. Eg flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæði mitt. Er Islands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt, nafnið þitt. Blessuð séöll þin barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun bama þinna - og bráðum kemur eilfft vor. Magnús Sæmundsson Það verður varla sagt að andlát Jórunnar, minnar elskulegu gömlu húsmóður, hafi komið mörgum, sem til þekktu, á óvart. Sannast sagna var svo komið að dauðinn var henni lfkn. Sú staðreynd breytir þó í engu þeim söknuði, sem fyllir hjörtu þeirra, sem áttu því láni að fagna að fá að kynnast Jórunni Ólafsdóttur. Hún lést að heimili sínu, dóttur sinnar, tengdasonar og barnabarna að Eyjum í Kjós aðfaranótt fimmtu- dagsins 13. mars sl. Jórunn fæddist hinn 17. júlf árið 1893 að Desey í Norðurárdal í Borgarfirði. Foreldrar hennar voru þau ólafur ólafsson og Guð- rún Þórðardóttir. Þau hófu bú- skap að Desey árið 1890 og bjuggu þar uns yfir lauk, en þau létust með um árs millibili, ólafur 1918 en Guðrún 1919. Áður höfðu þau búið á Galtarhöfða og fengið inni á Brekku í Norðurárdal eftir mik- ið heyleysis- og harðindaár. Hér + JÓN ÞÓRARINN HALLDÓRSSON fré Bolungarvfk, Drépuhllö 6, Raykjavlk, andaöist 22. mars sl. Guðmunda Oddadóttir, Halldór G. Jónsson, Svava Svavarsdóttir. Eiginmaöur minn og faöir okkar, HELGI KRISTJÁNSSON, vörubllstjóri, Stórholti 26, Raykjavlk, lést I Landakotsspitalanum fimmtudaglnn 21. mars. Jaröarförin ákveöin siöar. Ragna Ingimundardóttir, Þóröur Halgaaon, Davlö Halgason, Ingimundur Halgason. + Maöurinn minn og faöír okkar, VIGGÓ E. GÍSLASON vélstjóri, lést fimmtudaginn 21. mars. Marla Banadiktsdóttir, Hilmar Viggóson, Glsli Viggóson, Björn Viggóson, Sigrún V. Viggósdóttir. + Otför bróöur mins og mágs, GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, Kírkjugarösstig 8, fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 25. mars kl. 15.00. Jarö- sett veröur i kirkjugaröinum viö Suöurgötu. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Ifknarstofnanir. Einar G. Guömundsson, Margrét S. Ágústsdóttir. + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, DAVÍD ÓSKAR GRÍMSSON, húsgagnasmlöameistari, Bargataöastrasti 25, er lést 16. mars i Elliheimilinu Grund, veröur jarösunginn frá Foss- vogskirkju þriöjudaginn 26. mars kl. 15. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsféiagiö. Sigrlöur K. Davlðsdóttir, Grlmur Davfösson, Jóhann Þ. Davlösson, Hjördls Davlödóttir, Ósk Davfösdóttir, Hólmfrlöur Davlösdóttir, Gylfi Traustason, Svanhildur Sigurfinnsdóttir, Laufay Guömundsdóttir, Rúnar Guömundsson, Guömundur I. Kristófersson, Siguröur Eirfksson, barnabörn og barnabarnabörn. + Frændi minn, HALLGRÍMUR GUNNAR ÍSLEIFSSON, Barónsstfg 63, er lést þann 14. þ.m., verður jarösunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 25. mars kl. 13.30. Dagmar Gunnarsdóttir. + Alúöarþakkir fyrir auösýnda vinsemd og samúöarkveöjur vegna andláts eiginkonu minnar, móöur og tengdamóöur, KRISTÍNAR ÓLAFSDÓTTUR. Oddur Oddsson, Gunnar Oddason, Erna Magnúsdóttir og fjölskylda. + Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför KARLS ÁGÚST8 ÓLAF88ONAR fré Stóra-Skógi, Grænuhlfö 16. Guöný Björnsdóttir, Bjöm Karlsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.