Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 7 Geir Hallgrímsson SVS og Varðberg: Utanríkisráð- herra talar í Víkingasal í hádeginu SAMTÖK um vestræna samvinnu og Varðberg efna til fundar í hádeg- inu í dag í Víkingasal Hótel Loft- leiða. Á fundinum flytur Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, fram- sögu um efni sem hann nefnir: Frumkvæði íslendinga í öryggis- og varnarmálum. í skýrslu um utanríkismál til Alþingis fyrir tæpu ári komst Geir Hallgrímsson meðal annars þannig að orði: „Grundvöllurinn að virkri þátttöku okkar Islend- inga i varnarsamstarfi Atlants- hafsbandalagsins er að við öðl- umst sjálfir meiri reynslu og þekkingu á varnarmálum, er geri okkur betur fært að leggja sjálf- stætt mat á þá hernaðarlegu stöðu, sem þjóð okkar býr við. Með þeim hætti verðum við í stakk búnir til þess að taka fullan þátt í stefnumörkun um fyrirkomulag varna landsins." Heiti ræðunnar á fundinum i dag gefur til kynna, að utanríkis- ráðherra ætli að ræða þennan þátt í framkvæmd utanríkisstefnunnar frekar. Víkingasalur Hótel Loft- leiða verður opnaður 12 á hádegi í dag. Fundurinn er fyrir félags- menn í SVS og Varðbergi og gesti þeirra. Aðalfundur Verzlunar- bankans í dag AÐALFUNDUR Verzlunarbanka ís- lands hf. verður haldinn í dag, laug- ardag, í Súlnasal Hótel Sögu og hefst kl. 14.00. Á fundinum fara fram öll venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem tekin verður afstaða til til- lögu um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa, svo og útboðs nýs hlutafjár. Lódaúthlutun í Reykjavík: Eftirspurn eftir fjölbýl- ishúsum meiri en framboð ÚTHLUTUN lóða til (búðarbygginga er hafín á tveimur svæðum norðan Grafarvogs og í Selási. Um er að ræða lóðir fyrir einbýlishús, raðhús og fjölbýlishús. Að sögn Ágústs Jónssonar, skrifstofustjóra hjá borgarverk- fræðingi, er hér um að ræða u.þ.b. 120 einbýlishúsalóðir, um 130 raðhúsalóðir og 19 lóðir fyrir fjöl- býlishús. Ágúst sagði ennfremur að eftirspurn eftir fjölbýlishúsa- lóðum væri meiri en framboð, en hins vegar væri nóg til af óráð- stöfuðum lóðum fyrir einbýlishús og raðhús. Forsala adgöngumiða: í dag í Höllinni frá 13—16 og á morgun frá kl. 17. adidas Leiðin í undanúrslitin: Víkingur/Fjellhammer 26—20 Fjellhammer/Víkingur 23—25 Samanlagt: 49—45 Víkingur/Coronas 28—21 Coronas/Víkingur 21—28 Samanlagt: 56—42 Víkingur/Crvenka 20—15 Crvenka/Víkingur 24—25 Samanlagt: 45—39 Tryggið ykkur miöa í tíma síðast var uppselt! iUllWlli TRYGGINGAR Evrópukeppni bikarhafa í úrslit! Víkingur — Barcelona í Laugardalshöll á morgun kl. 20.30 í leikjum Víkings viö júgóslavnesku bikarmeistar- ana Crvenka kom í Ijós, aö stuöningur frábærra áhorfenda vó þungt á metunum. Víkingur komst áfram í 4ra liöa úrslit. Júgóslavarnir fóru á taug- um. Nú mæta Víkingar spánska stórliöinu Barcelona — Evrópumeisturum bikarhafa. Meö dyggum stuöningi ykkar getum viö lagt þetta fræga félag aö velli og komist í úrslit Evrópukeppni bikar- hafa. Bogdan Kowalczyk, þjálfari Víkings. Tekst hon- um að leiöa Víkinga í úrslitin? Þaö yröi rós í hnappagat þessa frábæra þjálfara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.