Morgunblaðið - 23.03.1985, Síða 7

Morgunblaðið - 23.03.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 7 Geir Hallgrímsson SVS og Varðberg: Utanríkisráð- herra talar í Víkingasal í hádeginu SAMTÖK um vestræna samvinnu og Varðberg efna til fundar í hádeg- inu í dag í Víkingasal Hótel Loft- leiða. Á fundinum flytur Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, fram- sögu um efni sem hann nefnir: Frumkvæði íslendinga í öryggis- og varnarmálum. í skýrslu um utanríkismál til Alþingis fyrir tæpu ári komst Geir Hallgrímsson meðal annars þannig að orði: „Grundvöllurinn að virkri þátttöku okkar Islend- inga i varnarsamstarfi Atlants- hafsbandalagsins er að við öðl- umst sjálfir meiri reynslu og þekkingu á varnarmálum, er geri okkur betur fært að leggja sjálf- stætt mat á þá hernaðarlegu stöðu, sem þjóð okkar býr við. Með þeim hætti verðum við í stakk búnir til þess að taka fullan þátt í stefnumörkun um fyrirkomulag varna landsins." Heiti ræðunnar á fundinum i dag gefur til kynna, að utanríkis- ráðherra ætli að ræða þennan þátt í framkvæmd utanríkisstefnunnar frekar. Víkingasalur Hótel Loft- leiða verður opnaður 12 á hádegi í dag. Fundurinn er fyrir félags- menn í SVS og Varðbergi og gesti þeirra. Aðalfundur Verzlunar- bankans í dag AÐALFUNDUR Verzlunarbanka ís- lands hf. verður haldinn í dag, laug- ardag, í Súlnasal Hótel Sögu og hefst kl. 14.00. Á fundinum fara fram öll venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem tekin verður afstaða til til- lögu um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa, svo og útboðs nýs hlutafjár. Lódaúthlutun í Reykjavík: Eftirspurn eftir fjölbýl- ishúsum meiri en framboð ÚTHLUTUN lóða til (búðarbygginga er hafín á tveimur svæðum norðan Grafarvogs og í Selási. Um er að ræða lóðir fyrir einbýlishús, raðhús og fjölbýlishús. Að sögn Ágústs Jónssonar, skrifstofustjóra hjá borgarverk- fræðingi, er hér um að ræða u.þ.b. 120 einbýlishúsalóðir, um 130 raðhúsalóðir og 19 lóðir fyrir fjöl- býlishús. Ágúst sagði ennfremur að eftirspurn eftir fjölbýlishúsa- lóðum væri meiri en framboð, en hins vegar væri nóg til af óráð- stöfuðum lóðum fyrir einbýlishús og raðhús. Forsala adgöngumiða: í dag í Höllinni frá 13—16 og á morgun frá kl. 17. adidas Leiðin í undanúrslitin: Víkingur/Fjellhammer 26—20 Fjellhammer/Víkingur 23—25 Samanlagt: 49—45 Víkingur/Coronas 28—21 Coronas/Víkingur 21—28 Samanlagt: 56—42 Víkingur/Crvenka 20—15 Crvenka/Víkingur 24—25 Samanlagt: 45—39 Tryggið ykkur miöa í tíma síðast var uppselt! iUllWlli TRYGGINGAR Evrópukeppni bikarhafa í úrslit! Víkingur — Barcelona í Laugardalshöll á morgun kl. 20.30 í leikjum Víkings viö júgóslavnesku bikarmeistar- ana Crvenka kom í Ijós, aö stuöningur frábærra áhorfenda vó þungt á metunum. Víkingur komst áfram í 4ra liöa úrslit. Júgóslavarnir fóru á taug- um. Nú mæta Víkingar spánska stórliöinu Barcelona — Evrópumeisturum bikarhafa. Meö dyggum stuöningi ykkar getum viö lagt þetta fræga félag aö velli og komist í úrslit Evrópukeppni bikar- hafa. Bogdan Kowalczyk, þjálfari Víkings. Tekst hon- um að leiöa Víkinga í úrslitin? Þaö yröi rós í hnappagat þessa frábæra þjálfara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.