Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 að spara rafmagnið og borða úti í garði TM Ftog. U.S. Pat. Otf — all rights reserved • 1979 Loa Angetes Times Syndtoate X raunínni hcf ég Sömu mdl og 0o PcrcK! HÖGNI HREKKVlSI i “i Stelpa segir að fullorðnir aéu oft hryssingslegir við krakka, t.d. bflstjórar strætisvagna. Fullorðnir ónota- legir við krakka Ein frá Mosfellssveit skrifar: „Um daginn var ég í búð þar sem fullorðinn maður var að versla. Hann var búinn að vera að versla í korter og afgreiðslu- stúlkan brosti faman í hann all- an tímann. En þegar maðurinn var farinn út fór konan skyndi- lega að rífast. Það tók mig u.þ.b. hálfa mínútu að ákveða hvað ég ætlaði að fá en það var of lang- ur tími að mati afgreiðslukon- unnar og hún rak mig út með það sama. Hið sama gerist oft í stræt- isvögnum, vagnstjórar eru ekki eins alúðlegir við krakka og fullorðna. Að lokum finnst mér allt of dýrt í strætó og í rútuna frá Mosfellssveit, en það kostar 40 krónur að fara til Reykjavík- ur. Gamlar og gallaðar linsur Steinunn Gunnarsdóttir, Álfa- landi 7, skrifar: „Síðastliðið vor keypti ég mér linsur í Gleraugnamiðstöðinni á Laugavegi 5, sem væri nú ekki í frásögur færandi nema af því aö rúmum þremur vikum eftir að ég fékk þær tók ég eftir því að önn- ur linsan var rifin. Ég hringdi strax og pantaði nýja linsu. Þeg- ar ég svo tók úr mér linsurnar var hin linsan einnig rifin og mjög einkennileg útlits. Mér fannst þetta alveg óskiljanlegt því ég gat hvorki fundið skýr- ingu á þessum einkennilega lit né hvernig þær rifnuðu þrátt fyrir fjögurra ára reynslu í með- ferð linsa. Mér datt helst í hug að þær hefðu einfaldlega verið gallaðar. Ég reyndi ítrekað að ná tali af linsusalanum, en hann var ann- að hvort upptekinn eða ekki við. Á þriðja degi fór ég niður í búð, en þá var vinurinn upptekinn svo ég sagðist skyldi skilja lins- urnar eftir hjá honum svo hann gæti litið á þær og ég myndi hringja seinna. Ég bað um augnreseptið og eftir nokkurra daga bið kom stúlkan með það og þau skilaboð frá linsusalanum að önnur lins- an væri rifin eftir nögl, en hin gömul ónýt linsa ekki fra sér. Ég varð gersamlega orðlaus. Ég vildi fá skýringu hjá manninum, en hann var upptekinn næstu eina og hálfa klukkustund. Ég lét stúlkuna fá símanúmerið mitt og sagðist myndi bíða eftir símtali frá honum. Hálftíma eft- ir tiltekinn tíma hringdi maður- inn minn niður í búð og talaði við linsusalann. Sá síðarnefndi endurtók skilaboðin um gömlu ónýtu linsuna, sem væri ekki frá sér þrisvar sinnum. Þá sagði minn maður: „Ef þú segir að þetta sé gömul ónýt lisa, ekki frá þér, þá segi ég að þú segir ósatt og þú seljir gamalt ónýtt drasl." „Þegi þú,“ sagði þá linsumaður- inn og skellti á. Ég skrifaði manninum bréf þar sem ég krafðist endur- greiðslu á þeim kr. 4.527,00 sem ég borgaði fyrir gamla ónýta vöru (svo að notuö séu hans eigin orð). Ég fékk til baka athyglis- vert bréf frá lögfræðingnum hans (sem er faðir linsusalans), þar sem þvi var algerlega hafnað samanber meðfylgjandi bréf: „Gunnar Guðjónsson f.h. Gler- augnamiðstöðvarinnar hf. hefur falið mér að svara bréfi yðar frá 7. þ.m. varðandi endurkröfu yðar á linsum, er þér keyptuð hjá um- bjóðanda mínum þann 8. maí sl. Kröfu yðar um endurgreiðslu er algjörlega hafnað, enda var ekkert athugavert við linsurnar er þær voru afhentar og þér vitið það vel. Sú fullyrðing yðar að linsurn- ar séu gamlar er algjörlega ósönn, enda algjörlega óhugs- andi þar sem þær eru afgreiddar úr innsigluðum umbúðum, og hvor um sig er sjálfstæð fram- leiðslueining. Framkoma yðar og samfylgd- armanns yðar í verzlun umbjóð- anda míns lýsir frekar lágkúru- legu framferði en kvörtun á vörugæðum. Það leysir engin vandamál að hafa uppi stóryrði og steyta hnefa. Þér getið að sjálfsögðu kært hvað sem yrðu sýnist og það er í sjálfu sér æskilegt, því að þá gefst gott tækifæri að gera út- tekt á framkomu yðar, en vissu- lega væri æskilegt að fólk sem titlar sig tilheyrandi heilbrigð- isstéttum hagaði sér á kurteisari hátt.“ Ég reyndi að leita réttar míns sem neytanda en það kom lítið út úr því, því linsurnar eru ekk- ert merktar eða númeraðar þ.a. ómögulegt er kanna aldur þeirra eða framleiðanda (þetta er at- hyglisvert út af fyrir sig). Ég fékk augnlækni sem afgreiðir linsur til að líta á þær. Hann sagði að báðar linsurnar væru skemmdar og önnur virtist göm- ul auk þess pössuóu þær ekki vel á augun, sérstaklega ekki sú sem virtist gömul. Neytendasamtökin hafa ítrek- að reynt að ná tali af linsusalan- um, en það hefur verið vonlaust hingað til. Ég velti því stundum fyrir mér, hvernig getur maður sem hefur einhverja sómatil- finningu látið afgreiðslustúlku færa viðskiptavini þau skilaboð að linsur sem keyptar voru af honum 3 vikum áður, séu gamlar og ónýtar og ekki frá sér?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.