Morgunblaðið - 23.03.1985, Side 18

Morgunblaðið - 23.03.1985, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 Nýjungar í atvinnumálum VI — eftir dr. Jónas Bjarnason Matarholur eru margar í sjávarútvegi Það er nánast orðið til siðs á síðustu tímum að ganga út frá þvi, að sjávarútvegur geti tæpast lagt neitt nýtt af mörkum til aukning- ar íslenskra þjóðartekna. Þetta er sem betur fer alrangt. Það er unnt að tvöfalda verðmæti íslenskra sjáv- arafurða, en leiðirnar eru ákaflega margar og sumar tímafrekar og erfiðar. Engin ein „patentlausn" er til. Hvers vegna hefur fiskiðnadur gleymst? Ef bornar eru saman ýmsar nýj- ungar í fiskvinnslu og almennum framleiðsluiðnaði, kemur i Ijós, að fiskvinnslan hefur upp á fjölda- marga nýja valkosti að bjóða, sem væru álitnir ákaflega girnilegir, ef þeir væru í almennum iðnaði. Eft- irfarandi tafla sýnir yfirlit yfir helstu valkosti ásamt grófri áætl- un um hugsanlega verðmætis- aukningu. Þær spurningar vakna í þessu sambandi, hvers vegna einhver af ofangreindum leiðum er ekki tekin til alvarlegrar athugunar. Stað- reyndin er sú, að „lítillega" er reynt að rýna í flestar leiðirnar. Hjá Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins eru t.d. í gangi einstök verk- efni á öllum leiðunum, en opinber- ar rannsóknastofnanir geta aðeins stutt við bakið á atvinnulífinu, og „skrifborðsatvinnuþróun" má sín lítils ein sér. Umræða um fiskiðnað hefur fallið í skuggann af þrúgandi bollaleggingum um aflabrögð, kvóta og veiðibönn. Opinberar áætlanir hafa oftast gert ráð fyrir stöðnun í mannafla í fiskiðnaði eða lítillegri fjölgun, t.d. úr 8.500 ársverkum í 10.000 til aldamóta. Allar slíkar áætlanir ganga út frá hugsunarhætti og leikreglum for- tíðarinar en ekki þörf nútíðar og nauðsyn framtíðar. Ilvaða nýjungar eru arðsamar? Þessi spurning brennur á vörum ' flestra. Nýjungar virðast almennt ekki eins arðbærar og hefðbundin vinnsla. Hagkvæmast er að hafa frjálsan aðgang að þorski, rækju eða síld og vinna aflann með hefð- bundnum hætti í venjuieg mat- væli. Slík vinnsla er „yfirleitt" arðbær í skynsamlega reknum fyrirtækjum, og á meðan fyrir- tækin eru ekki þrúguð af vaxta- byrði af dollaralánum eða inn- lendum lánum með svipaðri byrði og þeirri, sem stafar af gengis- hækkun dollarans og háum raun- vöxtum til viðbótar. Fyrirtæki, sem á ekki fyrir launum næsta föstudag, hlustar tæpast á hug- myndir um skipulagða gæðaaukn- ingu eða tal um nýjar afurðir, sem tekur tvö ár að þróa. Ef skapa á nýjar forsendur fyrir nýjungum í sjávarútvegi, verður að skapa honum betra umhverfi en nú er. Fyrirtæki í sjávarútvegi verða að leggja miklu meiri áherslu á vöruþróun og rannsókn- ir en verið hefur. Leiðir 4—7 hér að framan og jafnvel einnig leið 8 bjóða upp á gífurlega möguleika, og það sem meira er, líkur á árangri eru mjög miklar. Með því að gera útreikninga á þjóðhags- legri arðsemi á t.d. breyttum út- „Ef skapa á nýjar for- sendur fyrir nýjungum í sjávarútvegi, verÖur að skapa honum betra um- hverfí en nú er. Fyrir- tæki í sjávarútvegi verða að leggja miklu meiri áherslu á vöru- þróun og rannsóknir en verið hefur. Leiðir 4—7 hér að framan og jafn- vel einnig leið 8 bjóða upp á gífurlega mögu- leika, og það sem meira er, líkur á árangri eru mjög miklar.“ gerðarháttum og vinnslufyrir- komulagi í fiskvinnslustöðvunum, með bætt afurðagæði í huga, er unnt að breyta „leikreglum" þann- ig, að allir hafi hag af. Of margir eru bundnir af valdi vanans og tortryggja allar breytingar. Niðurstöður Með því að hugsa sér endurbæt- ur á öllum sviðum fiskveiða og fiskvinnslu er unnt að sýna fram á, að verðmæti sjávarafurða geta tvöfaldast frá því sem nú er. Leið- irnar eru mjög margar og flestar þeirra virðast við fyrstu sýn tæp- ast vera arðsamar. Ef „leikregum“ er breytt, þ.e. umhverfi, þekkingu, ÞEIR NERIO OG MAIJRIZIO eru komnir til að taka við borðapöntunum! Gestgjafarnir eldhressu á La Traviata veitinga- staðnum á Rimini, íslandsvinirnir Nerio og Maurizio skelltu sér rakleitt til íslands þegar við sögðum þeim að Riminiferðir sumarsins væru nú að fullbókast hver af annarri. Þeir verða á söluskrif- stofu Samvinnuferða-Landsýnar í Austurstræti á mánudaginn til að létta undir með starfsfólki Ítalíudeildarinnar og til að gefa gestum og gang- andi góð ferðaráð. I dag, laugardag, verða Nerio og Maurizio „gesta- gestgjafar" á Sælkeranum í Austurstræti frá kl. 13-18. Þeir bjóða alla gamla, nýja og væntanlega kunningja frá Rimini hjartanlega velkomna, og ef við þekkjum þá rétt verður börnunum sérstaklega vel tekið. Og í Sælkeranum segjast þeir ætla að taka við borðapöntunum fyrir gesti La Traviata í sumar!!! | sgelkeranum kl.IS-IS taugardag Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727 Z7 fjármagnsframboði, gengisskrán- ingu, er eins víst, að mjög margar nýjungar verða arðbærar og þjóð- hagslega hagkvæmar og mun skynsamlegri en margir aðrir val- kostir í íslenskum atvinnumálum, sem nú eru til umræðu. Aðalatrið- ið er að gera „leikreglur" í sjávar- útvegi þannig, að saman fari hags- munir sjávarútvegs og þjóðarinn- ar í heild. Dr. Jónas Bjarnason er etnaverk- frædingur og deildarrerktræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins. Jónas Bjarnason LeiÖir til aukinnar verðmætasköpunar Meginleiðir 1. Aukin fóðurfram- leiðsla (fiskmjöl) 2. Framleiðsla blaut- fóðurs. Betri nýting auka- afurða til manneldis. 4. Betri nýting hrá- efna fyrir hefðbundin matvæli. 5. Hækkun gæðaflokka (aukin gæði hefð- bundinna matvæla). 6. Aukning framleiðslu á verðmestu afurðum á kostnað verðminni. 7. Frekari úrvinnsla hefðbundinna sölu- afurða. 8. Framleiðsla nýrra afurða Dæmi Hugsanleg verðmæti (krónur i ári) Minnkun rotskemmda hráefnis. Nýting alls blóðvatns. Rækjuskel unnin í Tugir eða hundruð fiskfóður. milljóna. Allt slóg unnið í meltur. Sparnaður í olíu- notkun fiskmjöls- verksmiðja. Afskurðir, bein og roð unnið í blaut- fóður. Hundruð milljóna. Nýting á gölluðum fiski og skrapfiski í blautfóður. Gæludýrafóður. Nýting hrogna og lifrar. Afskurður nýttur í marning. Nýting grá- sleppu. Betri nýting búklýsis. Netaskemmdir bolfisks Tugir milljóna. 9. Sérefni úr fisk- hlutum. 10. Lyfjaefni úr fisk- hlutum. aflagðar. Skemmri úti- vistartími skipa. Jafnari afli. Nýting á öllum skrapfiski. Meiri gæði freðfisks, skreiðar, saltfisks, rækju o.fl. Freðfiskflök í stað skreiðar. Lausholda þorskur frystur í stað söltunar. Lausfrysting. Niðurlagning saltsíldar og síldar. Lifrar-, síldar- og hrogna- kæfur. Ýmsar nýjar pakkningar fyrir freð-, salt- og harðfisk. Aukin kavíarvinnsla. Spærlingsskreið. Humarkraftur. Kolmunnaflök. Fiskpylsur. Krabbalíki. Fiskhleifar (kjötlíki). Fiskborgarar. Surimi. Litarefni úr rækju- skel. „Skinn" úr roði. Amínósýrur. Ensím. Hormón. Prostaglandin. Gallsýrur. Hundruð milljóna. Hundruð milljóna eða milljarðar. Kolmunnaskreið. AFS-samtökin halda landsbyggðarráðstefnu DAGANA 22.-24. mars mun AFS á íslandi gangast fyrir landsbyggðarráöstefnu í Reykjavík, þar sem sjálfboða- liðar, velunnarar og félags- menn AFS af öllu landinu hitt- ast til skrafs og ráöagerða. Einnig mætir á ráðstefnuna Don Mohanlal, varaforseti al- þjóðasamtakanna AFS Internat- ional/Intercultural Programs, og mun hann fræða félagsmenn AFS á íslandi um hvað er að gerast hjá AFS í öðrum löndum. Víða um lönd er AFS að byrja ný verkefni á sviði alþjóðasamskipta, svo sem kennaraskipti, skipti á ungum hagfræðingum, blaðamönnum og æskulýðsleiðtogum, svo nokkuð sé nefnt. íslendingar eru nú þegar þátttakendur í einu slíku verkefni, en nú eru tveir íslenskir kennarar að störfum í Ghana á vegum AFS á íslandi, með dyggum stuðningi menntamálaráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar fs- lands. Sérstakur kynningarfundur um sjálfboðaliðastarfið fer fram í Kvennaskólanum í Reykjavík frá kl. 13 laugardaginn 23. mars og eru allir áhugamenn um starfsemi AFS á fslandi velkomnir á stað- ínn. (tr frétutilkrnningu)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.