Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 Ungmenni í hrakn- ingum við Sigöldu FJÓGUR ungmcnni úr Kópavogi lentu í hrakningum inn við Sigöldu, er Broncojeppi, sem þau hugðust fara á í Landmannalaugar, festist í ís við Þóristind á laugardagskvöld. Ungmennin létu fyrirberast í bílnum um nóttina, en lögðu síðan af stað fótgangandi til byggða á sunnudags- morgun og fundust þau heil á húfi á sunnudagskvöld. Að sögn Guðjóns Einarssonar lögreglumanns á Hvolsvelli lögðu ungmennin upp frá Kópavogi á laugardagsmorgun og var förinni Opiö prófkjör á Selfossi Selfossi, 4. nóvember. í GÆR var ákveðið á fundi í sjálf- stæðisfélaginu Óðni á Selfossi að prófkjör skuli fara fram við val fram- bjóðenda á framboðslista til bæjar- stjórnarkosninganna á komandi vori. Á fundinum var fjallað um til- högun prófkjörsins og samþykkt að hafa það opið fyrir alla stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins á Selfossi. Á fundinum var kosin 7 manna prófkjörsnefnd til að ann- ast framkvæmd prófkjörsins. Sig. Jóns. heitið i Landmannaiaugar. Á sunnudagskvöld barst lögreglunni á Hvolsvelli tilkynning um að fólk- ið væri ekki komið fram, en síðar um kvöldið fundu starfsmenn frá Hrauneyjarfossvirkjun pilt og stúlku úr hópnum á gangi á vegin- um fyrir ofan ísakot, austan Þjórs- ár. Þau sögðu að á laugardags- kvöldið hefði bíllinn farið niður um is, inn við Þóristind. Létu þau fyrirberast i bílnum um nóttina, en lögðu síðan upp fótgangandi til byggða á sunnudagsmorgun. Fyrir ofan Sigöldu urðu þau viðskila, en við nánari eftirgrennslan fundu Landsvirkjunarmenn hin tvö við Búrfellsinntakið vestan Þjórsár skömmu síðar. Guðjón Einarsson sagði að full ástæða væri til að vara fólk við að leggja upp í svona ferðir á einum bil, á þessum árstíma, þegar allra veðra er von. í þessu tilfelli var búið að tilkynna Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Slysavarnafé- lagi íslands um að fólksins væri saknað, þótt ekki hefði þurft að gripa til viðtækrar leitar i þetta skipti. „Menn verða að átta sig á aó það er kominn vetur og þegar fólk flanar út í svona ferðir, misjafnlega vel útbúið, getur brugðið til beggja vona,“ sagði Guðjón. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: Kjörnefnd hefur lok- ið gerð framboðslista KJÖRNEFND Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík hefur lokið gerð framboðslista í prófkjöri því sem fram fer 24. og 25. nóvem- ber. Auk þeirra 18 sem tiliögur bár- ust um fyrir lok framboðsfrests hefur kjörnefnd tilnefnt 16 til viðbótar sem taka munu þátt í prófkjörinu. Þeir eru: Baldvin Einarsson, Bjarni Frið- riksson, Einar Hákonarson, Guðný Aðalsteinsdóttir, Guðrún Zoega, Gunnar S. Björnsson, Gústaf B. Einarsson, Guttormur P. Einars- son, Haraldur Blöndal, Helga Jó- hannsdóttir, Jóhanna Sveinsdótt- ir, Katrín Gunnarsdóttir, Ragnar Breiðfjörð, Sigurbjörn Þorkelsson, Sólveig Pétursdóttir og Vilhjálmur G. Vilhjálmsson. Áður höfðu eftirtaldir skilað inn framboðum til prófkjörs Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninga vorið 1986: Anna K. Jónsdóttir, Árni Sigfússon, Brynhildur K. Ander- sen, Davíð Oddsson, Guðmundur Hallvarðsson, Hilmar Guðlaugs- son, Hulda Valtýsdóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Haf- stein, Katrín Fjeldsted, Kristín Sigtryggsdóttir, Magnús L. Sveins- son, Málhildur Angantýsdóttir, Páll Gíslason, Sigurjón Fjeldsted, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Þórir Lárusson og Þórunn Gestsdóttir. Olíuflutningabifreiðin marar í hálfu kafi í sjónum. Morgunblaðið/Sigurður örn Leðsson „Hugsaði um það eitt að komast út úr bílnum“ — segir Trausti Aðalsteinsson frá Patreksfirði, en olíuflutningabifreið sem hann ók rann út af veginum og hafnaði í sjó í Vatnsfirði „HRÆÐSLAN náði aldrei tökum á mér, ég hugsaði aðeins um það eitt að komast út úr bflnum,“ sagði Trausti Aðalsteinsson, umboðs- maður OLÍS á Patreksfírði, í sam- tali við Morgunblaðið, en sl. laugar- dag var hann hætt kominn er olíu- fíutningabifreið sem hann ók rann út af veginum í Hörgsnesi í Vatns- fírði, valt eina veltu og hafnaði úti í sjó um 12 metra frá landi. Trausti komst út úr bifreiðinni við illan leik og upp á veginn sem er í um fímm metra hæð frá fjöruborðinu. Enginn var á ferli enda snemma morguns, og þurfti Trausti að ganga um fímm km leið að næsta bæ, þar sem hann gat gert lögregl- unni viðvart Morgunblaðið hafði tal af Trausta og innti hann eftir máls- atvikum. Honum sagðist svo frá: „Ég var á leið í Vattarfjörð með gasolíu fyrir vegavinnuflokk frá Norðurverki hf. þegar óhappið varð. Ekki veit ég hvað gerðist en allt í einu var ég kominn út í vegarkant og það skipti engum togum að bíllinn rann út af veg- inum og valt eina veltu út í sjó. Ég reyndi strax að opna hurðina en gat ekki haggað henni og ákvað að bíða rólegur eftir að húsið fylltist af sjó. Þess var ekki langt að bíða því að aftur- rúðan og hliðarrúður gáfu sig og •***%£• Trmusti Aðalsteinsson á Patreks- fírði. þá fylltist húsið á augabragði. Tókst mér þá að smokra mér út um hliðargluggann í þann mund sem bíllinn var að sökkva. Fjörukamburinn var stór- grýttur en þó gekk mér vel að komast upp á veginn. Énginn var á ferli og ég sá mér þann kost vænstan að ganga af stað áleiðis að bænum Fossá og vona að einhver ætti leið um. Svo var þó ekki og ég var orðin ansi kaldur þegar ég loksins kom að Fossá eftir tæpan klukkustundar gang, auk þess sem blæddi mikið úr enninu á mér. Heimafólk færði mér strax þurr föt og síðan var mér ekið til Patreksfjarðar þar sem saumuð voru nokkur spor f ennið á mér. Að öðru leyti varð mér ekki meint af volkinu, fékk ekki einu sinni kvef.“ Trausti sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann lenti í lífsháska. Hann hefði verið um borð í togaranum Verði þegar hann sökk árið 1950 á leið sinni til Englands og fimm menn af þrettán fórust. Kvaðst Trausti hvorki hafa fundið til hræðslu þá né þegar hann fór fram af veginum í Vatnsfirði. Lögreglan á Patreksfirði sagði í samtali við Morgunblaðið að olíuflutningabifreiðin væri talin gjörónýt. Um sex þúsund lítrar af gasolíu hefðu verið í tanki bifreiðarinnar og hefði mikill hluti olíunnar runnið út í sjó, þar sem gat kom á tankinn. Tókst að ná bifreiðinni upp á veginn síðdegis á sunnudag og hjá Olíu- verslun Islands fengust þær upplýsingar að ætlunin væri að flytja bifreiðina með skipi til Reykjavíkur einhvern næstu daga. Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna: Mikil óánægja með störf dóms- málaráðherra Vantrauststillögu var vísað frá TALSVERÐ átök urdu á mióstjórnarfundi Sambands ungra framsóknar- manna á Blönduósi um helgina, og stóð styrrinn um vantrauststillögu Valdimars Guðmannssonar bónda á Jón Helgason landbúnaðarráðherra. Lyktir urðu þær, eftir miklar umræður, að samþykkt var frávísunartillaga Magnúsar Olafssonar með 10 atkvæðum gegn 4, en liðlega helmingur fundarmanna sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var Valdimar búinn að kanna fyrir fundinn hver hljóm- grunnur væri meðal SUF-félaga fyrir vantrauststillögunni. Munu fáir hafa lýst sig reiðubúna til þess að styðja vantrauststillög- una, því ekki gætir mikillar óánægju með störf landbúnaðar- ráðherra innan SUF. Hins vegar munu mjög margir vora óánægðir með störf og-stefnu Jóns Helga- sonar I dómsmálum. Valdimar breytti þvl vantrauststillögu sinni, þannig að hún var jafnframt vantrauststillaga á Jón sem dóms- málaráðherra. Eftir miklar um- ræður flutti Magnús ólafsson frá- vísunartillöguna sem samþykkt var, eins og segir hér að ofan. Ungir framsóknarmenn benda á, aðþótt ekkl hafi verið samþykkt vantraust á dúmsmálaráðherra, þá hafi nngir framsóknarmenn Frá miðstjórnarfundinum á BlönduósL sýnt hver afstaða þeirra er til starfa og stefnu ráðherrans í áfengismálum, með þeirri ályktun sem samþykkt var á laugardegin- um, um að leyfa beri bruggun og sölu áfengs öls hér á landi, auk þess sem þeir leggja til að ákvörð- unarvald varðandi vínveitinga- leyfi verði alfarið í höndum sveit- arstjórna í stað dómsmálaráðu- neytisins. Með þessum samþykkt- um hafi ungir framsóknarmenn sýnt I verki óánægju sína með störf ráðherrans. Finnur Ingólfsson formaður SUF sagði í samtáli við blaða- mann Morgunblaðsins: „Ég vonast til þess að ráðþerrann taki þær tillögur sem við samþykktum þarna til greina, þó að ég geri mér fulla grein fyrir afstöðu ráðherr- ans til þessa máls.“ Finnur sagði að vantrauststillagan á Jón Helgason sem landbúnaðarráð- herra hefði verið ómakleg, þvf nýju framleiðsluráðslögin væru vissulega nýsköpun landbúnaðar- ins, en ungir framsóknarmenn hefðu lengi krafist slíkrar nýsköp- unar. „Ég er sannfærður um að þessi lög verða til þess að gefa bændum meira en þeir hafa nokk- urn tima haft, þegar fram líða stundir," sagði Finnur, „en auðvit- að tekur tima að vinna sig út úr þessum hlutum, og því væri ómak- legt að ásaka Jón Helgason um þann vanda sem fyrrverandi 1ánd- búnaðarráðherra skapaði." Jóhann tapaði fyrir Agdestein JÓHANN Hjartarson tapaði fyrir Norðmanninum Simen Agdestein f þriðju umferð úrslitakeppninnar um Norðurlandameistaratitilinn f Gjövik í Noregi. Agdestein tefldi Caro Kann-vörn með svörtu og virtist það koma Jóhanni á óvart, því hann fékk snemma slæma stöðu og gafst upp eftir 26 leiki. Úrslitakeppnin er nú hálfnuð og hafa þeir Helgi ólafsson og Agde- stein báðir hlotið einn og hálfan vinning, en Jóhann Hjartarson hefur engan vinning hlotið. I seinni hluta keppninnar hefur Jó- hann hvítt gegn Helga í dag, Helgi hefur hvítt gegn Agdestein á morgun og hefur þá lokið skákum sínum. í síðustu umferðinni á fimmtudag hefur Agdestein síðan hvítt gegn Jóhanni Hjartarsyni. Verði þeir Helgi Og Ágdeetein jafnir og efstir hreppir Norðmað- urinn titilinn vegna hærri stiga á Norðurlandamótinu sjálfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.