Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 ifrtpiiiMfiMfo Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Spariskírteini á útsölu Sú ákvörðun ríkissjóðs að hækka ávöxtunarkjör á spariskírteinum ríkissjóðs með því að lækka sölugengi þeirra, hefur að vonum vakið nokkra eftirtekt. Nokkrum dögum áður höfðu þær fregnir borizt af hinum almenna verðbréfamark- aði að vextir færu lækkandi vegna töluverðs framboðs af peningum. í kjölfar ákvörðunar ríkissjóðs er hins vegar komin hreyfing á lífeyrissjóði og fjár- festingarsjóði að hækka vexti á útlánum þessara aðila. Loks hefur orðið vart hreyfingar hjá viðskiptabönkum og sþ> 'isjóð- um að hækka vexti, bæði vegna vaxtahækkunar ríkissjóðs og eins vegna þess að verðbólgan fer vaxandi og almennir spari- sjóðsvextir eru nú langt fyrir neðan verðbólgustigið. Hækkun á ávöxtunarkjörum spariskírteina ríkissjóðs er að sjálfsögðu komin til vegna þess að salan á spariskírteinum var orðin dræm. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins stefnir ríkissjóður að því að ná inn a.m.k. um 250 milljónum króna, sem ríkið þarf á að halda á þessu ári, með sölu spariskírteina. Þegar þessari upphæð er náð má búast við að ríkissjóður lækki ávöxtunarkjör spariskír- teina á ný. Þetta þýðir m.ö.o., að spariskírteini ríkissjóðs hafa verið sett á útsölu til þess að auka sölu þeirra og útsölunni verði hætt, þegar ákveðnu sölu- marki er náð. í sjálfu sér er ekkert við því að segja, þótt ríkissjóður not- færi sér lögmál hins frjálsa markaðar til þess að ná inn því fjármagni, sem hann þarf á að halda. Það er mál út af fyrir sig, að þessi fjáröflun ríkissjóðs hefur alla tíð verið gagnrýnd mjög af talsmönnum atvinnu- lífsins, sem telja, að með þessum hætti sölsi ríkið undir sig fjár- magnið í landinu frá atvinnulíf- inu. Sú gagnrýni er ekki einung- is höfð uppi á ríkissjóð hér, heldur heyrist hún alls staðar, þar sem fjármálakerfi þjóða hefur þróazt eitthvað að ráði og þá ekki sízt í Bandaríkjunum, þar sem ríkisvaldið er gagnrýnt fyrir að halda uppi vöxtum með því að sækja mikið fé á hinn almenna fjármagnsmarkað. Fari svo, að útsölu ríkisins á spariskírteinum ljúki þegar ákveðinni upphæð er náð má búast við að lífeyrissjóðir og fjárfestingarsjóðir haldi að sér höndum. Það skiptir auðvitað máli, að svo verði. Utlán þessara aðila eru öll verðtryggð og umtalsverðir vextir teknir til viðbótar við verðtryggingu. Það væri atvinnulífinu ekki til far- sældar, ef vextir þessara aðila yrðu hækkaðir og rekja mætti þá vaxtahækkun beint til ákvarðana ríkisstjórnarinnar. Þá mundi það sjálfsagt verða húsbyggjendum þungt í skauti að taka á sig hækkun vaxta af líf ey rissj óðslánum. Eftir stendur þá, að hreyfing er komin á viðskiptabanka og sparisjóði um hækkun á vöxtum vegna þess að verðbólgan vex á ný og nemur nú um 36%. Ef bankarnir fylgja fram þeirri stefnu, sem þeir hafa markað á undanförnum misserum að vextir haldi í við verðbólgu og að við búum við raunvexti er auðvitað ljóst að mikil vaxta- hækkun er í aðsigi. Jafnframt fer ekki á milli mála, að vandi húsbyggjenda hefur engan veg- inn verið leystur og atvinnuveg- irnir halda að sér höndum um framkvæmdir vegna mikils fjár- magnskostnaðar og óvissu um framtíðina. Framundan eru nýir kjarasamningar. Verði vextir hækkaðir á næstunni til þess að ná verðbólgustiginu og vel það mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á kröfugerð verka- lýðssamtakanna nú um áramót- in. Það þarf ekki mikla spádóms- gáfu til að sjá, að haldi nú fram, sem horfir er ný verðbólgualda að skella yfir. Fyrir utan öll önnur áhrif nýrrar verðbólgu- öldu mun hún hafa mjög lam- andi áhrif á trú þjóðarinnar á framtíðina. Fólk er orðið afar þreytt á þeim efnahagsvanda- málum, sem þjóðin er s£ og æ að etja við. Við förum hvern hringinn á fætur öðrum og stefnum alltaf í sama púnkt aftur. Vígstaða okkar til þess að takast á við þessi vandamál verður stöðugt erfiðari. Skulda- söfnun okkar erlendis hefur verið mikil undanfarin ár. Fróð- ir menn telja, að ef verulega þrengist um á hinum alþjóðlega fjármagnsmarkaði gætum við staðið frammi fyrir vandamál- um, sem við höfum ekki kynnzt að ráði áður þ.e. að við ættum í erfiðleikum með að fá ný lán til þess að greiða með vexti og afborganir af eldri lánum. Að- staða okkar til þess að mæta slíkum vanda er afar erfið og greiðslugeta okkar lítil, ef til kæmi. Ríkisstjórnin á að því leyti til erfiðara um vik nú en fyrir tveimur árum, að hún er búin að missa töluvert af þeim stuðn- ingi, sem hún hafði í upphafi við efnahagsaðgerðir sínar. Hún hefur ekki jafn sterka stöðu nú til þess að leita stuðnings við nýjar og harkalegar aðgerðir í efnahagsmálum. Á það verður þó að reyna, hvort hún sjálf hefur það innra þrek, sem til þarf og hvort þjóðin er tilbúin til að veita henni einhvern frek- ari stuðning. Þetta kemur í ljós á næstu mánuðum. En það er því miður margt, sem bendir til að hún hafi lítinn tíma til stefnu. Sr. Kjartan Jónsson, kristniboði í Kenýu. 1. grein: Kenya er eitt þeirra þriggja landa, sem mynda A-Afríku. Hin eru Úganda og Tanzanía. Þau fengu öll sjálfstæði undan Breta- veldi í byrjun 7. áratugarins, Kenya síðast eða 12. desember 1963. Vegna tengslanna við Bret- land hafa þessi lönd haft náið samstarf, þó að kalt hafi verið á milli þeirra undanfarin ár. Kenya, sem er tæplega 600 þús. km2, liggur að Indlandshafi í austri. Veður- og gróðurfar I landinu er mjög breytilegt eftir landshlutum. Þetta er skiljanlegt, þegar haft er í huga, að miðbaugur liggur þvert yfir landið og nokkur af hæstu fjöllum Afríku eru þar, s.s. Mt. Kenya (5195m) og Mt. Kilimanjaro (6010m), hæsta fjall álfunnar. Hálöndin í kringum höfuðborgina, Nairóbí og svæðið norður og vestur af henni eru í um 1500—2500m hæð yfir sjó. Þar er úrkoma næg til ræktunar, en að- eins um 14% landsins fær næga úrkomu til akuryrkju. Á þessu svæði býr stærsti hluti íbúa lands- ins, sem nálgast nú 20 milljóna markið. Nýþjóð Það eru aðeins liðin 22 ár síðan Kenya hlaut sjálfstæði. íbúarnir hafa ekki verið taldir til sama lands, nema það sem af er þessari öld. Fram að þeim tíma lifði hver þjóðflokkur út af fyrir sig, enda þjóð hver um sig með sérmenn- ingu, móðurmál og sérstaka lík- amsbyggingu, sumir álíka ólíkir og í slendingar og Tyrkir. Frá alda öðli hafa margir þjóð- flokkanna legið i víking hver gegn öðrum og þannig alið á gagn- kvæmu hatri. Hirðingjaþjóðflokk- arnir t.d. stela án afláts kúm hver frá öðrum og ganga þá út frá þeirri heimspeki, að allar kýr undir sól- inni tilheyri þeim. Þess vegna eru þeir aðeins að sækja réttmætar eigur sínar, þegar þeir fara í ráns- ferðir, jafnvel þótt það geti kostað mörg mannslíf. Nú eru þessir rúmlega 40 þjóð- flokkar taldir til einnar þjóðar. Það er ekki auðvelt að sameina þá og skapa þjóðerniskennd á meðal íbúa landsins. En ekki verður aftur snúið til fortíðarinnar og ekki dugir að gráta yfir þróun sögunnar. Kenya er orðin að þjóð og því verður ekki breytt. Margt er gert til þess að sameina hana. Nokkrir helstu þjóðflokkar landsins. Sameinandi þættir Swahílí og enska eru þau tungu- mál, sem notuð eru í opinberum samskiptum, skólum, verslun og manna á meðal af ólíkum kyn- þáttum. í framhaldsskólum landsins er skylda að hafa nemendur af mörg- um þjóðflokkum og í starfsmanna- haldi ríkisins er sömu reglu beitt. Á þennan hátt kynnast lands- menn. Þetta eyðir fordómum, skapar einingu og leiðir til þess að margir flytja burt frá hinu hefðbundna landi síns þjóðflokks og til borga og bæja, þar sem þjóð- flokkarnir blandast saman. Forsetinn er aðalsameiningar- tákn þjóðarinnar. hann ferðast mikið um landið og kemur fram á meðal almennings, enda er litið á hann sem e.k. þjóðarföður, sem elskar þegnana og fórnar sér fyrir velferð þeirra. Hann er formaður eina leyfilega stjórnmálaflokks landsins, KANU (Kenya African National Unity) og setur hvern þann út í kuldann, sem vill stofna nýjan stjórnmálaflokk eða er honum ekki trúr og undirgefinn. Þetta getur virst ólýðræðislegt og jafnvel gerræðislegt fyrir nútíma íslendingum, sérstaklega þegar þess er gætt, að stjórnkerfið er skilgreint sem lýðræðislegur Afr- íkusósíalismi með starfandi þingi. Ástæðan fyrir eins flokks kerfinu er sú, að tilvera fleiri stjórnmála- flokka myndi skerpa þjóðflokka- andstæðurnar. Menn myndu ekki skipast í flokka eftir stefnuskrám, heldur þjóðflokkum, sem myndi þá leiða til upplausnar þjóðfélags- ins. Á þingi eiga allir þjóðflokkar sína fulltrúa, sem kosnir eru í almennum kosningum heima í hér- aði. Þingmennirnir hafa málfrelsi og geta flutt mál síns fólks. Að sjálfsögðu eiga stærstu þjóðflokk- arnir flesta fulltrúana og hafa því mest áhrif. Harambee! Þegar sjálfstæði Kenya varð veruleiki, héldu margir á meðal almennings, að nú yrði lífið bara dans á rósum. Enginn skildi betur en fyrsti forseti landsins, Yoimo Kenyatta, að ekkert var eins fjarri veruleikanum og það, því að ótal vandamál blöstu við. Landið var fátækt og hafði mjög takmarkað heilbrigðis- og menntakerfi, auk þess sem iðnaður var fremur veik- burða. Samgöngukerfið var mjög ófullkomið, auk þess sem iðnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.