Morgunblaðið - 05.11.1985, Page 25

Morgunblaðið - 05.11.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 25 Enn ein og ekki sú versta Hljómplötur Siguröur Sverrisson Kiss Asylum Phonogram/Fálkinn Hvað þessir Kiss-kappar endast til þess að gefa út plötur er hreint með ólíkindum. Asyl- um (geðveikrahælið á íslensku) er sennilega 15. plata þessa kvartetts eða þar um bil og enn virðist ekkert lát á. Undanfarin ár hafa margar af plötum Kiss verið ákaflega lítið spennandi, oft ekkert annað en umbúðirnar einar, tóm mjólkurferna. Á þessu hafa vissulega verið undan- tekningar, t.d. Lick it up með samnefndu lagi, sem kom út síðla árs 1983 og gerði það harla gott og átti það skilið. Þessi nýjasta afurð Kiss, Asylum, stendur Lick it up lítið að baki. Það væri ósanngjarnt að Kiss hefði ekki farið fram þann ára- tug, sem ég hef fylgst með sveitinni. Fyrstu plötur sveit- arinnar voru reyndar eyðilagð- ar gersamlega i upptökustjórn en margar af þeim sem á eftir fylgdu voru ósköp máttlitlar og húmorinn, sem fyrirfannst í ríkum mæli framan af, virtist hafa yfirgefið þá Paul Stanley, Gene Simmons og Co. Húmor- inn er hins vegar í góðu lagi á Asylum og það sama er að segja um mörg laganna þótt sum séu reyndar „á nippinu" eins og maður segir stundum. Ekki veit ég hvor á meiri heiður af gítarleik plötunnar Gene Simmons eða. Bruce Kulick, en víst er að báðir skila sínu laglega. Mörg sóló plöt- unnar eru skrambi vel gerð en flest alveg laus við allan frum- leika. Trommuleikur Eric Carr er oft sterkur en á það til að verða einhæfur í sjálfum lögun- um, þ.e. megintakturinn oft staðnaður. Hvað sem þessu líður er söngurinnn þó alltof oft kauðalegur og engu líkara en verið sé að þvinga hljóðin úr barkanum. Stundum sleppur þetta þó fyrir horn en verður að mínu mati alltaf ljóður á. ÞÚ ERT VERÐUGT VIÐFANGSEFNIOG ÞÍN SÉRKENNIEIGA AÐ NJÓTA SÍN. OKKUR ER í MUN AÐ UMGJÖRÐIN FALLIAÐ ANDLITIÞÍNU. HÁRGREIÐSLA OG HÁRSKURÐUR ERU OKKAR LISTGREINAR. VIÐ KÖSTUM EKKI TIL ÞEIRRA HÖNDUNUM. Cs& UJ 21 uj SJ u SU fJ Al AJ BERGSTAÐASmÆn 28A. SÍMI621920 KUNNÁTTA OG PERSÖNULEG ÞJÖNUSTA SÍMI FRUMSÝNIR: HM Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11.15. Al (Nicholas Cage) og Birdy leika aðalhlutverkin í „Birdy“, mynd um vinittu tveggja unglingspilta, sem eru heftir af um- hverfi og aöstæðum. Ný, bandarísk stórmynd, gerö eftir samnefndri metsölubók Williams Wharton. Mynd þessi hefur hlotiö mjög góöa dóma og var m.a. útnefnd til verölauna á kvikmyndahátíöinni í Fen- eyjum (Gullpálminn). Leikstjóri er hinn margfaldi verölaunahafi Alan Parker (Midnight Express, Fame, Bugsy Malone). Aöal- hlutverk lelka Matthew Modine (Hotel New Hampshire, Mrs. Soffel) og Nicholas Cage (Cotton Club, Racing The Moon). Handrit samiö af Sandy Kroopf og Jack Behr, eftir samnefndri metsölubók Williams Wharton. Kvikmyndun: Michael Seresin. Klipping: Gerry Hambling, ACE. Tónlist: Peter Gabriel. Bún- ingahönnuöur: Kristi Zea. Framleiöandi: Alan Marshall. Leik- stjóri: Alan Parker. Birdy þráir aö fljúga. Hann vakir yfir fugl- um og fylgist með vængjatökum þeirra. Með aðstoð Als, vinar síns, smíð- ar hann flugdreka. i köldum klefa á geðsjúkrahúsi hittast vinirnir Al og Birdy eftir langan aðskilnað. Báðir hafa upplifað hörmungar styrjaldar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.