Morgunblaðið - 05.11.1985, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.11.1985, Qupperneq 21
Ágúst Ein- arsson for- stjóri Lýsis ÁGÍIST Einarsson, viðskiptafræding- ur og starfsmaður Landsambands íslenzkra útvegsmanna, hefur verið ráðinn forstjóri hjá Lýsi hf., Hydrol og Lýsi og mjöli. Ágúst hefur störf seinni hluta þessa mánaðar og leysir af hólmi Steinar Berg Björnsson, sem þegar hefur látið af störfum hjáLýsi. Ágúst Einarsson lauk viðskipta- fræðiprófi frá Háskóla Islands árið 1973. Eftir það starfaði hann í tæpt ár hjá Hafskip, en síðan hefur hann verið starfsmaður LÍÚ. Steinar Berg Björnsson sagði starfi sínu hjá Lýsi lausu fyrir nokkru og hyggst hann snúa sér að öðrum störfum. Hann sagðist, í samtali við Morgunblaðið, ekki tilbúinn til að tjá sig um hver þau störf væru. Steinar Berg er viðskiptafræð- ingur að mennt og hefur starfað sem forstjóri Lýsis í tæp 5 ár. Áður hefur hann verið framkvæmda- stjóri Pharmaco, fjármálastjóri Rafmagnsveitna Reykjavíkur og starfsmaður Sameinuðu Þjóðanna. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 21 Léttir Skermaveggir á skrifstofuna og fleiri staöi Hönnuður: Sturla Már Jónsson innanhússhönnuður. Leitið nánari uppl. og þær verða veittar góðfúslega. Einnig allar gerðir skrifstofuhúsgagna. Sendum um allt land. Sérverslun með skrifstofuhúsgögn. Á. GUÐMUNDSSON Húsgagrraverksmiðja, Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími 73100 Eigendur einka-, sendi- og leigubíla með dieselvél þurfa að gera sérstakar kröfur til smurolíunnar sem þeir nota. Ástæðan er sú að litlar dieselvélar vinna með 2-3 földum þrýstingi og 4-500° hærri þrýstingshita en venjuiegar bensínvélar. Að auki er langalgengast að farnar séu stuttar ferðir í einu sem veldurþví að vélin nær sjaldan eðlilegum vinnuhita og sótmyndun verður meiri en ella. Shell Super Diesel T er rétta olían. Hún þolir mikinn hita og þrýsting, heldur smureigin- leikum sínum óháð hitastigi og getur bundið í sér mikið sót án þess að missa smureiginleikana. Shell Super Diesel T er olía sem stenst olíuprófið. Skeljungur hf. Einkaumboð fyrir Shell-vörur á íslandi. SVONA GERUM VfÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.