Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 22 drepnir í átökum við eitur- lyfjasmyglara AF/8imamyna Á myndinni má sjá hvar háhýsi skal sprengt til grunna. Húsið riðar og hrynur, en nemur skyndilega staðar að jöfnu báðu, grunni og þaki. Hrundi aðeins til hálfs London, 4. nóvember. AP. ÖÐRUVÍSI fór en ætlað var þegar sprengja átti 21 hæðar hriplekt fjölbýlishús í loft upp í hverfinu East End í London á sunnudag. Byggingin reyndist rammgerari en svo að nokkrar lengjur dýnamíts yrðu henni að falli, þótt veðurguð- irnir hefðu leikið húsið grátt. Þrettán efstu hæðir hússins stóðu eftir, skakkar að vísu, en þess utan í góðu ásigkomulagi eftir 200 punda sprengingu. „Háhýsið hrundi niður, hægt og tígulega eins og í kvikmynd, sem sýnd er hægt. Skyndilega var sem ósýnileg hönd gripi í taumana: neðstu hæðirnar gáfu sig, en þrettán efstu höfnuðu heilar á jörðinni," sagði skömm- ustulegu talsmaður fyrirtækis- ins, sem tók að sér að rífa húsið niður, eftir atburðinn: „Þetta var ótrúlegt." Efstu hæðirnar fá þó ekki að standa lengi: ákveðið hefur verið að bjóta leifarnar niður með feiknlegum málmkúlum í krön- um. Húsið hafði verið lýst óíbúð- arhæft á þeim forsendum að það héldi ekki vatni, væri óhrjálegt útlits og hefði slæm áhrif á umhverfið. Of dýrt hefði verið að gera húsið upp. Minatitlan, Mexíkó, 4. nóvember. AP. SKOTIÐ var á lögreglumenn í Mexíkó á sunnudag og neyddust þeir til að kveðja herinn sér tii hjálp- ar. Lögreglumennirnir höföu farið til að hafa uppi á líkum 22 starfsbræðra sinna, sem lentu í skotbardaga við eiturlyfjaframleiðendur í grennd við bæinn Minatitlan, í suðurhluta Mexíkó. Mörg hundruð lögreglu- og her- menn leituð að eiturlyfjasmyglur- unum og umkringdu þorp þar sem talið er að hampjurtir (marihu- ana) séu ræktaðar. Til mikils skotbardaga kom á föstudag milli smyglara og lögr- eglu. Bardaginn stóð í þrjá tíma, en þá gengu skotfæri lögreglu- mannanna til þurrðar og eftirleik- urinn var auðveldur fyrir smyglar- ana. Aðeins tveir lögreglumenn lifðu átökin af, en 22 voru myrtir og að sögn voru sumir pyntaðir áður en þeir voru drepnir. Til átakanna kom í héraðinu Hidalgotitlan í suðurhluta Vera- cruz-ríkis. Mexíkanska fíkniefna- lögregan segir að helsta miðstöð hassframmleiðslu í Mexíkó sé á þessu svæði. Tveir lögreglumenn komust undan á flótta á föstudag og greindu þeir yfirvöldum frá því að lögreglusveitin hefði komið smygl- urunum að óvörum er þeir voru að hlaða sex tonnum af marihuana um borð í fljótabáta á ánni Coa- chapa. Smyglararnir fóru um þrjá- tíu saman og þegar skotfæri lög- gæslumannanna voru á þrotum voru þeir drepnir einn af öðrum með kraftmiklum byssum, utan nokkrir, sem bundnir voru á hönd- um og fótum, færðir í nærliggjandi bóndabýli og pyntaðir áður en þeir voru teknir af lífi. Lögreglumenn- irnir tveir fylgdust með úr felum þegar smyglararnir tóku lík félaga sinna, settu þau um borð í bát og sigldu með líkin til þorpsins Cahu- apan. Talið er að smyglararnir hafi snúið aftur til að þurrka út verksummerki, þar sem lögreglan kom að tómum kofunum á laugar- dag. Hergagnaflutningur Sovét- P6Uand: mannai;1 Nicaragua eykst MÓtmæla hrotta- skap lögreglunnar Ljósrayndir sem teknar voru úr bandarískum njósnaflugvélum yfír Kúbu um síðustu helgi sýna að um 40 sovéskum T54—55-skriðdrekum ásamt öðrum hergögnum hefur vcrið skipað upp við böfnina í Mariel, og er talið hugsanlegt að ætlunin sé að fíytja þá sjóleiðis til Nicaragua, að sögn bandarískra hernaðaryfírvaída. Hergögn þessi voru flutt til Kúbu með sovéskum flutninga- skipum og hefur hluta hergagn- anna verið skipað um borð í skip frá Nicaragua. „Það er vert að gefa því gaum hversu mikill kraft- ur hefur verið settur í uppbygg- ingu hers stjórnarinnar í Nic- aragua einmitt í sama mund og sandinistar hafa afnumið helstu mannréttindi og komið á herlögum gegn hvers konar andspyrnuhreyf- ingum í landinu," sagði Larry Speakes talsmaður Hvíta hússins. Að sögn bandarískra hernaðar- yfirvalda hefur her sandínista nú yfir að ráða 110 sovéskum T54— 55-skriðdrekum. ERLENT Varsjá, 4. nóvember. AP. LECH WALESA og sex aðrir frammámenn í Samstöðu hafa harm- að mjög dauða ungs manns, sem lést eftir að hafa lent í höndum lögregl- unnar. Segja þeir, að þetta mál lýsi vel hrottaskap lögreglunnar í Pól- landi. Marcin Antonowicz, 19 ára gamall námsmaður, lést sl. laugar- dag á sjúkrahúsi í borginni Olsztyn en þar hafði hann legið meðvitund- arlaus frá því að hann fannst liggj- andi á götu 19. október sl. Vinir hans bera, að þeir hafi séð lög- Nýja-Sjáland: Morðákæra dregin til baka í Rainbow-W arrior-málinu Auckland, Nýja-Njálandi, 4. nóvember. AP. DAVID Lange, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, vísaði því á bug í dag, að samið hefði verið við frönsk stjórnvöld um að fella niður morð- ákæru í máli tveggja franskra leyniþjónustumanna, sem sakaðir eru um að hafa sökkt Rainbow Warríor, skipi Grænfríðunga. Frönsku leyniþjónustumenn- irnir, Alain Mafart og Dom- inique Prieur, játuðu í dag á sig manndráp af gáleysi og íkveikju og hefur saksóknarinn á Nýja- Sjálandi fallist á, að þeir hafi ekki haft í huga að verða manni að bana. Eiga þeir nú ekki lengur yfir höfði sér lífstíðarfangelsis- dóm, heldur í mesta lagi fjögurra ára dóm, sem þýðir oftast í raun aðeins tveggja ára fangelsi. Sá kvittur komst á kreik eftir að málin tóku þessa óvæntu stefnu, að Frakkar hefðu boðist til að verða við skaðabótakröfu Nýsjálendinga gegn því, að mennirnir fengju vægan dóm. Þessu neitar David Lange, for- sætisráðherra, og sagði hann á blaðamannafundi að hér væri aðeins um að ræða eðlilega máls- meðferð, ekki fangasölu. Paul Neazor, saksóknari, sagði, að ekki væri vitað hverjir AP/Símamynd hefðu komið sprengjunum fyrir undir Rainbow Warrior, frönsku leyniþjónustumennirnir tveir hefðu aðeins komið lítillega við sögu. Lðgfræðingum ber hins vegar saman um, að sjaldgæft sé, að morðákæru sé breytt I ákæru um manndráp af gáleysi. Forystumenn Grænfriðunga hafa tekið kúvendingu saksókn- arans mjög illa og David McTaggart, formaður samtak- anna, segir, að nú sé helst að skilja á saksóknaranum, að dauði félaga þeirra, Fernando Pereira, hafi verið slys. „í okkar augum var aðeins um að ræða morð. Sprengjunum var ekki komið fyrir undir skipinu af slysni." „Það er ekki hægt að sökkva regnboganum," segir á mynd- inni, sem David McTaggart, for- maður í samtökum Grænfrið- unga, heldur á. Myndin var tekin fyrír framan hús hæstaréttar í Auckland á Nýja-Sjálandi en þar var fjallað um mál tveggja franskra leyniþjónustumanna, sem sakaðir voru um að hafa sökkt Rainbow Warrior, skipi Grænfriðunga. reglumann flytja Antonowicz á brott í lögreglubíl. Lögreglan heldur því fram, að Antonowicz hafi reynt að sleppa úr bílnum og slasast þegar hann féll í götuna en Samstöðumenn segja, að hann hafi látist vegna höfuð- högga, sem honum voru veitt með kylfu. f yfirlýsingu frá þeim er 3korað á ríkisstjórnina að binda enda á kúgunina I landinu og hrottaskap lögreglunnar og sleppa úr haldi pólitískum föngum. „Nú- verandi stefna leiðir til æ meiri klofnings milli yfirvaldanna og fólksins í landinu og kann að lok- um að enda með þjóðarharmleik," sagði í yfirlýsingu Samstöðu- manna. Svíþjóð: Frjálslyndi flokkurinn sækir sig enn Stokkbólmi, 4. nóvember. AP. Frjálslyndi fíokkurinn sænski, sem rúmlega tvöfaldaði þingmanna- tölu sína í kosningunum í september, er nú orðinn sá borgaraflokkanna, sem mests fylgis nýtur meðal kjós- enda. Kemur þetta fram í skoðana- könnun, sem birt var í gær, sunnu- dag. I skoðanakönnuninni, sem SIFO-stofnunin annaðist, kemur fram, að i október hafi 23,5% kjós- enda stutt Frjálslynda flokkinn og hefur hann aldrei fyrr notið jafn- mikils fylgis. Er hann þá einnig kominn upp fyrir Hægriflokkinn, sem í könnuninni fékk 19%, en sá flokkur hefur hingað til verið stærstur borgaraflokkanna. í kosningunum I september fékk Frjálslyndi flokkurinn 14,2% at- kvæða en Hægriflokkurinn 21,3%. Miðflokkurinn, þriðji borgara- flokkurinn, er enn á niðurleið. Ef kosið hefði verið nú hefði hann aðeins fengið 8% atkvæða en fékk 12,4% 15. september. Jafnaðarmenn fengu I septem- ber 44,7% atkvæða en í könnuninni nú 43%. Ef kosningar hefðu dreg- ist um mánuð hefðu borgaraflokk- arnir fengið meirihluta á þingi, 50,5% atkvæða, en vinstriflokk- arnir 47,5%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.