Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLA.ÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 13 Helga Þórarinsdóttir, lágflólnleikarL SellósnillingiiiinB Erhng BMndal Bengtsson Erling Blöndal Bengtsson Sinfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskri: Páll ísólfsson/ Inngangur og pass- akaglía í f-moll. Camille Saint-Saéns/ Konsert nr. 1, fyrir hnéfiðlu. Richard Srauss/ Don Kíkóte, Tónaljóð í tilbrigðaformi. Flytjendur: Erling Blöndal Bengtsson, selló- leikari. Helga Þórarinsdóttir, lágfiðluleik- ari. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat Tónleikarnir hófust á verki eftir Pál ísólfsson, sem hann upphaflega samdi fyrir orgel og er að formi til inngangur og passakaglia. Verk þetta er stór- vel samið, hefðbundið að gerð en ber samt merki þeirrar nýsköp- unar rómantiska tímans, sem síðar leiddi til upphafs núfeíma- tónlistar. Undirritaður hefur heyrt þær íslensku hljómsveitir, sem í gegnum árin hafa leikið verkið og gekk þá á ýmsu í flutn- ingi þess, því bæði er það all erfitt í leik og auk þes var hljóm- sveitin ekki ávallt í stakk búin til að skila verkinu sem skyldi. Nú er hljómsveitin í því formi, sem telja verður það besta hing- að til og þá hefði mátt vænta þess að verkinu yrði gerð betri skil en áður. Það mun að nokkru leyti vera svo, en á móti kemur, að nú var verkið nánast leikið í gegn og það veit hver sem hlýtt hefur að marki á tónlist, að minnsta lagferli þarf jafn mikla athygli flytjandans og viðamikill og erfiður tónbálkur. Á þennan hátt var verk Páls ísólfssonar bæði vel og illa flutt. Annað verkið á efnisskránni var Kon- sert eftir Saint-Saens, með Erl- ing Blöndal Bengtsson sem ein- leikara. Það þarf vart að nefna það að Erling Blöndal lék kon- sertinn mjög glæsilega allt að því sem kalla mætti að „fullgert væri“. Saint-Saéns var mikil hamhleypa til allra verka og hélt óskertu starfsþreki fram til þess síðasta, en hann náði því að halda upp á áttugasta og sjötta aldurs- ár sitt. Þrátt fyrir að hann væri sakaður um að vera ófrumlegur var hann viðurkenndur fyrir glæsileg vinnubrögð og þar af hafa mörg verka hans lifað sig fram hjá gleymskuáráttu sög- unnar. Meðal þeira verka er sellókonsertinn f a-moll og bar leikur meistara Erlings Blöndals Bengtssonar það með sér, að ekki eigi fyrir þessum konsert að fara sem þeim verkum, er sagan breiðir yfir slæðu gleymsku og óminnis. Sfðasta verkið var tóna- ljóðið fræga, Don Kíkóte, eftir Richard Strauss. Frá hendi tón- skáldsins er verkið samið fyrir hljómsveit, en einstaka strófur og leiðandi hugmyndir eru ritað- ar fyrir einleiksselló og lágfiðlu. Það þekkist að ráðnir eru sér- stakir einleikarar og jafnvel einnigeinleiksfiðlari, en oftar þó, að þessi einleikshlutverk eru fengin fyrirliðunum í viðkom- andi hljóðfæraflokki hljómsveit- anna. Það bar hins vegar vel f veiði, að fá Erling Blöndal Bengtsson til að leika sellórödd- ina, en auðvitað hallaði nokkuð á, þar sem lágfiðluröddin var lögð í hendur hljómsveitar- manns, Helgu Þórarinsdóttur, sem gerði hlutverki „Sansjó Pansa" mjöggóð skil, hljómsveit- inni til mikils sóma. Tónaljóðið Don Kfkóte reynir mjög á alla hljómsveitina, sem í heild stóð sig með mestu prýði, þó nokkur „intónasjón", atriði tækjust heldur miður, eins og t.d. siðasti hljómurinn, sem merkir það augnablik er Don Kíkóte yfirgef- ur þennan heim í friðsæld og elsku. Jean-Pierre Jacquillat leiddi hljómsveitina af gætni og var tempó verksins heldur sam- fellt og minna gert úr því að styrkja leikræna gerð þess en æskilegt mætti teljast og hljóm- sveitin hefði trúlega getað leyst vel af hendi. Hvað sem þessu líður er það gleðilegt að nú skuli vera farið að hylla undir það, að hljómsveitin geti skilað verkum eins mesta „instrúmentör“ tón- bókmenntanna, með þeim glæsi- brag og öryggi sem þar þykir hæfa. Það verður aldrei of oft sagt, að Erling Blöndal Bengtsson er snillingur og í flutningi selló- verka eftir J.S. Bach er hann trú- lega fremstur meðal jafningja einna f tækni og kunnáttu. í þau skipti sem Erling Blöndal hefur flutt sellósviturnar, hefur hann ávallt bætt einhverju við og nú er næsta víst, að leikur hans að þessu sinni er með allt öðrum formerkjum, nema ef til kemur, þrátt fyrir að verkin eru eins leikin, að upplifun hlustenda sé það sem tekur breytingum. Eitt er merkilegt við flutning Erlings Blöndals Bengtssonar og það er sú „mystík“, er hann gefur verk- unum. Þessi dulúð er ef til vill vegna þess, hverju hann heldur leyndu af sér sjálfum. Djúpstæð- ar tilfinningar eru helgidómur, sem þá fyrst fá kynngimagnaðan kraft, að þeim, þrátt fyrir virkni þeirra, sé haldið duldum. Þrjár sfðustu svíturnar eftir J.S. Bach eru stórbrotin verk, ekki aðeins frá tæknilegu sjónarmiði, heldur sem stórbrotin einræða og aðeins þeir, sem hafa löngu yfirunnið tæknierfiðleika þá er þessi verk búa yfir, geta gætt ræðu sfna þeim krafti er ónýtir fyrir mönn- um öll skynsamleg rök og skýr- ingar. Leikur Erlings Blöndals í Prelúdíu fjórðu svítunnar og Saraböndunni var slegin slikum galdri fegurðar, að goðgá er að jafna nokkru við. Tæknilegur glæsileiki í Allemande- og Bour- rée-þáttunum og kraftmikill og allt að því grófur leikur í Gigue- Tónlistarhátíðinni að Gerðu- bergi var haldið áfram um síðustu helgi, með tónleikum og málverka- sýningu en að þessu sinni var flautu- og gítarleikur á tónleika- dagsskránni. Flytjendur voru Kolbeinn Bjarnason og Páll Ey- jólfsson. Þeir hafa um langt skeið unnið saman og að þessu sinni fluttu þeir tónlist frá ýmsum tímum, meðal annars eftir Loca- telli, Kummer, Pergolesi, Ibert, Takács og tvö lög eftir íslensk tón- skáld, þá Atla Heimi Sveinsson og Eyþór Þorláksson. Tónleikarnir hófust á Lítilli miðaldasvftu eftir DemiIIac. Þá komu þekktari nöfn eins og Locatelli, með sónötu f D-dúr og Kummer með Nocturno og lauk fyrri hluta tónleikanna með Intermezzo eftir Atla Heimi úr leikritinu Dimmalimm. Leikur Kolbeins og samspil hans við Pál Eyjólfsson var gætt þokka og á köflum fallega útfærð. Eftir hlé þættinum gaf verkinu sterkan og marglitan blæ, án þess að raska nokkru um heild verksins og stfl. í tveimur siðustu svítunum er Bach farinn að vinna sig út úr formi svftanna á svipaðan hátt og Beethoven í strengjakvartett- unum. Prelúdían í fimmtu svít- unni er tvískipt og Allemande- og Courante-kaflarnir eru sér- kennilega breyttir í gerð. í þessari sömu svitu einni er Sarabandan einrödduð, furðuleg- ur vefnaður, sem Erling Blöndal lék meistaralega vel. Stórbrotn- asta svítan er sú sjötta og þar gneistaði oftlega af leiksnilld sellósnillingsins og til að nefna eitthvað sérstakt, þá var Pre- lúdían hreint ótrúlega glæsileg, sömuleiðis sérkennilegur Alle- mande-þátturinn, Courante-þátt- urinn leikandi fjörugur og Sara- bandan, sú magnaða tónsmíð, með því fallegasta á þessum tón- leikum, sömuleiðis Gavotturnar, sérstaklega sú seinni, með sinni alþýðlegu leikandi og sá dæma- lausi Gigue, sem er einn af best gerðu þáttunum í öllum svítun- um. Flutningur sjöttu svítunnar var sannarlega hápunktur tón- leikanna og sennilega einn af meiri háttar viðburðum í stuttri sögu hljómleika á íslandi. Fyrir utan að þakka meistara Bach og sellósnillingnum Erling Blöndal Bengtssyni fyrir ógleymanlega stund er rétt að óska Kammer- músíkklúbbnum til hamingju með að hafa staðið fyrir slíkum tónlistarviðburði. voru verk eftir Eyþór Þorláksson er hann nefnir Aire de Garbi og þá nokkuð skemmtilega unnin sónata en mislit í stíl eftir Dall- inger. Þetta verk og tvö næstu, Entracte, eftikr Ibert og Diverti- mento, eftir Takacs voru viða- mestu verkin á efnisskránni og mátti greinilega heyra að Kol- beinn kann eitt og annað fyrir sér, þó honum láti einnig vel að fást við fíngerða hiuti, eins og Siciliano eftir Pergolesi, sem var síðasta verkefni tónleikanna. Þrátt fyrir að þetta væru ekki átakstónleikar, voru þeir þokkafullur í bestu merkingu orðsins og var samspil þeirra félaga mjög gott, sérstak- lega í verki Takács, sem er á köfl- um skemmtilega unnið í hryn. Tónlistarhátíðinni að Gerðubergi verður framhaldið næsta sunnu- dag með söngtónleikum Sigrúnar Gestsdóttur. Þokkafullir tónleikar Land míns fóður: Uppselt á 25 sýningar AÐSÓKN á söngleikinn „Land raíns föður“ hefur verið mjög góð og hefur verið uppselt á allar sýningar til þessa, en 25. sýning verður í kvöld. Að sögn forsvarsmanna Leikfélags Reykjavíkur er þessi mikla aðsókn einsdæmi hin síðari ár, en einnig er uppselt á allar sýningar næstu viku og uppselt er á helgarsýningar allt fram í desember, segir f frétt frá LR. Höfundur verksins er Kjartan Ragnarsson, en Leikfélag Reykja- víkur hefur áður sett á svið leik- húsverk eftir hann sem notið hafa mikilla vinsælda, „Saumastofuna" og „Ofvitan", sem gengu í Iðnó í mörg ár og sáu hvort um sig meira en 40 þúsund manns. Söngleikurinn „Land míns föð- ur“ gerist á tímabilinu frá 1940— 1945 og fjallar um lífið og tilveruna á stríðsárunum í Reykjavík. Við sögu koma hernámið 1940, stofnun lýðveldisins 1944 og þær breyting- ar sem stríðið hafði f för með sér fyrir islenskt þjóðfélag. Tónlistin i söngleiknum er eftir Atla Heimi Sveinsson og er hún i hefðbundnum stríðsárastil, hljóm- sveitarstjóri er Jóhann G. J6- hannsson en sex manna hljómsveit sér um fjörið. Leikmynd gerði Steinþór Sigurðsson, búninga Gerla, dansahöfundur er ólafía Bjarnleifsdóttir en lýsingu annað- ist Daníel Williamsson. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Með helstu hlutverk fara: Sigrún Edda Björnsdóttir, Helgi Björns- son, Steinunn ólina Þorsteins- dóttir, Jón Sigurbjörnsson, Mar- grét Helga, Aðalsteinn Berdal, Ragnheiður Arnardóttir, Guð- mundur Pálsson, Gísli Halldórs- jion og Karl Ágúst Úlfsson. Atriði úr söngleiknum „Land míns foður“ eftir Kjartan Ragnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.