Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 9 með_ Cremedas — besta umhirða sem þú getur veitt húð þinni. Hin einstœða samsetning Cremedas veitir húð þinni þann raka, sem nauðsynlegur er í okkar breytilega loftslagi kulda, hita og vinda. Notaðu Cremedas Nordic andlitskrem eitt sér eða undir „make up“, og Cremedas „bodykrem" eða „bodylotion“ í hvert sinn eftir bað. JOPCO HF. VATNAGÖRÐUM 14 - SÍMAR / 39130. 39140 Utsala Svartar terelynebuxur með og án fellinga. Ýmsir litir, kr. 995,-. Gallabuxur og terelynebuxur, litlar stæröir, kr. 350,-. Skyrturfrákr. 195,-o.m.fl.ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. VARA^ HLUTIR MAZDA frá kr. m/sölusk. Vatnsdælur 1.320,00 Kúplingspressur . 2.167,00 Kúplingsdiskar . . 1.474,00 Kúplingslegur . . . .... 487.00 Bremsuklossar . . 550,00 Startarar 2.640,00 Kveikjulok 198,00 Platínur 99,00 Kveikjuhamrar . . 123,00 Kveikjuþéttar . . . 125,00 Hitarofar 275,00 Olíurofar 655,00 NIPPARTS á íslandi BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5IMI 687300 Efasemdirum stefnu og starfshætti í grein þessari segir Össur Skarphéðinsson m.a.: „Hinar ytri aðstæður eru því þannig, aö flokkur- inn ætti að hafa lag til sókn- ar. Á hinn bóginn er það Ifka staðrcynd, að flokkur- inn hefur ekki getað nýtt sér þessar ytri aðstæður sem skyldi, eins og skoð- anakannanir hafa geflð vísbendingu um. Að varpa þeim vísbendingum hugs- unarlaust fri sér er auðvit- að fráleitt Innan Alþýðu- bandalagsins hafa líka kviknað efasemdir um stefnu og starfshætti og ýmsir spyrja sjálfa sig hvort flokkurinn hafl aðlagast nægilega breyttum aðstæð- um, hvort hann sé nægilega ferskur og móttækilegur fyrir nýjum hugmyndum. Fræg er sú niðurstaða „mæðranefndar" að flokk- urinn sé allt í senn: leiðin- legur, staðnaður og ólýð- ræðislegur." Þetta eru býsna óvægin ummæli frá ritstjóra Þjóð- viljans nokkrum dögum áður en landsfundur AJ- þýðu bandalagsins hefst, ummæli, sem sýna að van- trúin á leiðtogahæflleika Svavars Gestssonar nær inn I innstu raðir Alþýðu- bandalagsforystunnar. Máttleysis- leg svör Síðar í greininni segir Össur Skarphéðinsson: „Fyrir flokk eins og AÞ þýðubandalagið er það lífs- nauðsynlegt að temja sér markvissari vinnubrögð. Tökum til að mynda dæmi af því, hvernig frjálshyggj- an hefur vaðið næsta mót- spyrnulítið yflr vinstri vænginn: hún er tiltölulega heilsteypt hugmyndafræði, að vtsu grimm og ómannúð- leg, en hún byggist á vissri innri lógfk og höfðar til í tilefni landsfundar / lýðrcrðislegum flokki ernaudsyn á hreinsktlnum skodanaskiptum. Annars hidur ekkert nema stödnun -*■ M..,* »■■» -r.y <4 jjj^"* Landsfundur Alþýöubandalags Landsfundur Alþýöubandalagsins veröur haldinn í þessari viku. Þessa fundar hefur veriö beðiö meö töluveröri eftirvæntingu. í fyrsta sinn frá því aö Alþýöubandalagiö var stofnaö sem formlegur stjórnmálaflokkur áriö 1968 stendur formaöur þess mjög höllum fæti, þegar til landsfundar kemur. Raunar má segja, aö hann hafi misst fótfestu svo mjög aö hann hafi litla möguleika á aö ná sér á strik á ný. Þess vegna stendur landsfundur Alþýöubandalagsins frammi fyrir þeirri spurningu, hvort fiokkurinn eigi aö ganga til stjórnmalabaráttu næstu tveggja ára undir forystu manns, sem augljóslega hefur misst öll tök í eigin fiokki, eða breyta til. í Stakstein- um í dag verður fjallaö um þennan væntan- lega landsfund Alþýöubandalagsins í tengsl- um viö grein eftir Össur Skarphéöinsson, ritstjóra Þjóðviljans, sem birtist í blaöi hans um síðustu helgi. furðu margra. Og hún er svo sannarlega árás á næstum þvf alh, sem vinstri sinnar hafa áratugum sam- an barist fyrir. Enn þann dag f dag hafa svörin gegn henni verið afskaplega máttleysisleg og einmitt vegna veikrar hugmynda- fræðilegrar mótspyrnu hef- ur hún náð árangri. Hvers vegna tóku vinstri menn ekki betur á henni? Meðal annars vegna þess, að skipuleg umræða um frjáls- hyggjuna og andsvör við henni fór í rauninni hvergi fram. í Alþýðubandalaginu varð hún aldrei nema í líki skötu af þeirri einfoldu ástæðu að þar er hvergi vettvangur til að taka upp djúpa hugmyndafræðilega umræðu um fyrirbæri eins og frjálshyggjuna, hvað þá önnur pólitfsk mál, sem þarfnast umfjöllunar.“ Samfelld árás á forystuna grein Ossurar Skarphéðinssonar, ritstjóra Þjóðviljans, er samfelld, hörð og óvægin árás á Svavar Gestsson, formann Alþýðubandalagsins. Hún staðfestir m.a. það, sem fram kom á aðalfundi Út- gáfufélagN ÞjóðvOjans fyrir nokkrum vikum, að Svavar Gestsson og sá kjarni, sem hann hefúr stuðzt við, hafa misst tökin á ÞjóðvUjanum, ráða blaðinu ekki lengur. Þetta eru merkustu tíðindin innan úr Alþýðubandalag- inu. í fyrsta lagi segir rit- stjórinn, að Alþýðubanda- lagið undir forystu Svavars Gestssonar hafí ekki getað aðlagað sw breyttum að- stæðum. I öðru lagi sé flokkurinn ekki móttæki- legur fýrir nýjar hugmynd- ir. í þriðja lagi hafl flokkur- inn undir forystu Svavars verið máttlaus f andstöðu við frjálshyggjuna. t fjórða lagi hafl formaðurinn eklu skapað vettvang innan flokksins fyrir hugmynda- fræðilegar umræður. Það befði ekki getað gerzt á ÞjóðvUjanum fyrr á árum, að slík árás væri gerð á formann flokksins nokkrum dögum fyrir landsfund. í raun er þessi grein tOkynning tU lands- fundarfulhrúa frá ritstjórn ÞjóðvUjans um að þeir, sem blaðið skrifa og því stýra, telji, að formaðurinn sé óhæfur tU áframhaldandi setu. Hitt er svo annað mál, hvort þeir Þjóðviljamenn og aðrir andstæðingar Svavars Gestssonar hafl nokkurt formannsefni upp á að bjóða. Fyrir andstæð- inga Alþýðubandalagsins er auðvitað bezt að Svavar verði endurkjörinn, þannig að flokkurinn verði haltur f stjórnmálabaráttunni næstu misserin. SKIPOLAG 57x138x135 mm 57xÍ7Sxi SKíÍFFliSKÁR\R margar stærðir GÓLFOG VEGG EININGAR OPNAR SKCJFFXJR A GÓLF OG VEGGHENGI 4 stærðir af skúffum íS íHamatkadtilinn í'ifh1 2- 18 Escort XL 5 dyra 1984 Hvitur, ekinn 15 þús km. 2 dekkjagangar. Mikiö af aukahlutum. Verð kr. 400 þús. Oldsmobil Delta 88 Royal dísel 1982 Glæsilegur vagn sem er ódýr i rekstrl. Verð Ekinn 40 þús. milur. Utvarp. plussklæddur. rafm.rúöur. rafm.sæti. rafm læsingar. o.fl. Glæsilegur vatn sem er ödýr í rekstri Verö 780 þús. Mazda 626 GLX 20001983 Grá-sanseraöur, 5 gíra, aftstýrl, ekinn 37 þús. km. Kassettutæki o.fl. Verö 430 þús. Sklpti ath.áódýrari. Honda Civic Sport 1985 Ekinn 6 þús. km. Verö 440 þús. Subaru 4x41980 Góöur bfll. Verö 230 þús. Mitsubiahi Lancer GLS 1984 Eklnn 20 þús. Verö 380 þús. Mazda 323 5 dyra 1982 Ekinn 49 þús. km. Sjálfskiptur Verö 285 þús. Cherokee Chief 1978 Jeppi í toppstandí. Verö 445 þús. Mazda 323 Saloon 1984 Ekinn 24 þús. km. Verö 365 þús. Mercedes Bens 280 SE 1982 Ekinn 62 þús. km. M/öllu. Verö 1300 þús. Fiat Panda 341983 Rauöur, ekinn 180 þús. Daihatsu Charade 1983 Ekinn 38 þús. km. Verö 280 þús. FiatUno 5551984 Ekinn 24 þús. km. Verö 270 þús. Toyota Tercel 4x41983 Drapplitur, ekinn 40 þús. km. Verö 450 þús. Honda Accord EX1982 Silturgrár. ekinn aöeins 32 þús. km. 5 gira m/aflstýri. Verö410þus. Skiptiaodyrari Range Rover 1982 Grá-sanseraöur 4ra dyra, ekinn 60 þús. km. Urvalsbíll. Verö 1.100 þús. Subaru 18004x41984 Hvitur, sjálfskiptur meö aflstýri. Ekinn aöeins 11 þús. km. Verö 540 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.