Morgunblaðið - 05.11.1985, Page 26

Morgunblaðið - 05.11.1985, Page 26
26 ~MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 /^N MUPRO Allar stœrðlr af röraklemmum. Auðveldar f notkun. Hagstœtt verð. HEILDSALA — SMÁSALA VATNSVIRKINN ÁPMULI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVfk SÍMAR VERSLUN 686455 SKR1FSTOFA 686966 VORU- BÍLSTJÓRAR tannhjóla-og stimpildælur í sturtukerfi = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-ÞJÓNUSTA STEYPIBAÐ Þú stillir vatnshitann með einu handtaki á hitastýrða baðblöndunartækinu frá Danfoss, og nýtur síðan steypibaðsins vel og lengi. = HÉOINN = SEUAVEGI 2.SIMI 24260 Gífurleg úrkoma fylgdi fellibylnum Juan í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum og margar ár flutu af þeim sökum yfír bakka sína. Hér eru tveir menn í bænum Chauvin á leið til granna sinna til að ganga úr skugga um, að ekkert ami að þeim. Á bátskel um bæinn Alþjóðasamtök ritstjóra: Stjórn S-Afríku aflétti tak- mörkunum á fréttaflutningi London, 4. nóvember. AP. Alþjóðasamtök ritstjóra (IPI), sem um 2 þúsund rit- stjórar um allan heim standa að, hafa beint því til stjórn- valda Suður-Afríku að þau aflétti hið bráðasta lögum um takmarkanir á fréttaflutningi frá óeirðasvæðunum. í til- kynningu samtakanna til P.W. Botha forseta Suður- Afríku segir, að takmarkanir þessar á fréttaflutningi séu „ruddaleg árás gegn suður- afrísku þjóðinni og erlendum fréttamönnum“. „Þessi lagasetning gerir fyrri Brussel: ---------- / Sprenging við banka Bruasel, 4. nóvember. AP. í nótt sprakk sprengja í bfl fyrir utan aðalstöðvar næst stærsta bank- ans í Belgíu, Banque Bruxelles- Lambert í Brussel, og hafa baráttu- sveitir kommúnista lýst ábyrgðinni á sínar hendur. Bílnum var lagt fyrir utan bank- ann skömmu eftir miðnætti og sprakk sprengjan i honum 20 mínútum síðar. Næturvörður átti leið framhjá hankanum þegar hryðjuverkamennirnir, tveir eða þrír, voru að fara frá bilnum og þegar þeir urðu hans varir skutu þeir á bil hans. Næturvörðurinn skeindist aðeins litillega á öðrum handlegg og þykir það mikil mildi þvi að fimmtán kúlnagöt fundust á bílnum á eftir. Baráttusveitir kommúnista hafa lýst ábyrgðinni á sínar hendur en þær eru helsti hryðjuverkahópur- inn í Belgiu. Hafa þær komið fyrir mörgum sprengjum og valdið dauða tveggja manna. yfirlýsingar þínar um að frétta- frelsi yrði tryggt hlægilegar — ásakanir i garð fjölmiðla um að fréttaflutningur verki hvetjandi á óeirðir og ofbeldi eru hreinn uppspuni og sýna aðeins fyrir- litningu á frjálsri fjölmiðlun. Lögin um takmarkanir á frétta- flutningi verður að afnema nú þegar vilji Suður-Afríka teljast hluti hins frjálsa heims,“ segir í tilkynningunni sem formaður samtakanna, Peter Galliner, er skrifaður fyrir. Sl. föstudag Iagði ríkisstjórn Suður-Afríku bann við fréttaöfl- un sjónvarps, útvarps og ljós- myndara á óeirðasvæðunum og gaf út nýja tilskipun sem felur í sér að fréttamenn þurfa að afla sér sérstakra leyfa hjá lögreglu áður en þeir fara inn á óeirða- svæðin. Fyrr í vikunni hafði Botha lýst því yfir að Suður- Afríka mundi virða almennt fréttafrelsi. Lögreglan í Suður—Afríku til- kynnti um dreifðar óeirðir gegn aðskilnaðarstefnu á mánudag. í Soweto komu svartir unglingar upp vegartálma á þjóðvegi og rændu fiski og kjúklingum af flutningabíl eftir að hafa stökkt bílstjóranum á flótta. Eiginkona blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela sagði að hann væri á góðum batavegi eftir uppskurð- inn sem hann hefur gengist undir. Filippseyjar: Marcos boðar til kosninga í janúar Manila, Filippscyjum, 4. nóvember. AP. ANDSTÆÐINGAR Ferdinands Marcosar, forseta á Filippseyjum, kváðust í dag albúnir í forsetakosningar í janúar nk. og þegar vera farnir að huga að sameiginlegum frambjóðanda. Kom það mjög á óvart þegar Marcos skýrði frá því að hann væri reiðubúinn til kosninga eftir þrjá mánuði, löngu áður en kjörtímabilið rennur út. Þjóðlega einingarnefndin, sem 12 stjórnarandstöðuflokkar eiga aðild að, hélt í dag fund um fyrir- hugaðar kosningar og kváðust fundarmenn vera tilbúnir í kosn- ingaslaginn í janúar. Raunar leik- ur mikill vafi á um að þessar skyndikosningar séu löglegar samkvæmt stjórnarskrá landsins því að þær má aðeins halda ef forseti fellur frá í embætti eða segir af sér. Marcos hefur hins vegar ekki í huga að láta af völdum fyrir kosningar. Margir eru kallaðir en fáir út- valdir sem forsetaefni stjórnar- andstöðunnar en flokkarnir hafa allir heitið því að hlíta ákvörðun einingarnefndarinnar í því efni. Þrír menn þykja þó líklegastir, Finnland í EFTA EFTA — Fríverslunarbandalag „áframhaldandi mikilvægi Evrópu — samþykkti í dag aðild EFTA fyrir fríverslun í Evrópu“, Finnlands að bandalaginu frá og sagði i fréttatilkynningu frá með næstu áramótum. bandalaginu. Enn fremur sagði, að bera yrði aðild Finnlands Breytingin að því er Finnland undir þjóðaratkvæði. varðar er „fyrst og fremst form- Finnland hefur átt aukaaðild leg“ og endurspeglar enn fremur að EFTA frá 1961. Marcos forseti Salvador Laurel, formaður flokks, sem heitir Þjóðlega lýðræðisfylk- ingin, Jovito Salonga, formaður Frjálslynda flokksins, og Corazon Aquino, ekkja fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Benigno Aquino, sem myrtur var á flugvell- inum í Manila. Stjórnarandstaðan heldur því fram, að Marcos hafi neyðst til að boða til kosninga vegna óánægju Bandaríkjamanna með ástandið í landinu og vaxandi hernað kom- múnískra skæruliða. Ástandið í efnahagsmálum hefur auk þess ekki verið verra eftir stríð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.