Morgunblaðið - 05.11.1985, Síða 54

Morgunblaðið - 05.11.1985, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 mmmn « 01981 Univrsol Prm Syndicot* “ petta er allb i lacj\; JÓí, víA víljum elcki sjá. gQUblöðrurux ur þér!" HÖGNI HREKKVÍSI „ 8LAK EK. EKKi VIÐ PlTTHÍFI Húseigendafélagið er þarfur félagsskapur Húseigandi skrifar: Ég varð dálítið undrandi er ég las í Sandkorni DV fyrir nokkru eins konar reiðilestur um Húseig- endafélagið, sem er stofnun er nær til alls landsins og stendur vörð um hagsmuni húseigenda, eins og nafnið gefur til kynna. Sennilega hefur einhver utan Húseigendafélagsins komið að máli við DV og viljað kasta rýrð á þennan góða félagsskap, sem ekki er síður þarfur fyrir þá er leigja húsnæði en þá er það eiga. Það má nefnilega þakka Húseig- endafélaginu flest það er brýnt var orðið að koma á í samskiptum leigjenda og eigenda húsnæðis og er nú miklu betra skipulag á þeim málum en nokkru sinni áður. Sá „félagsmaður" sem virðist vitnað til í Sandkorni DV segir, að gerð leigusamninga kosti nú allt að 1700 krónum! Þarna er ekki farið ná- kvæmlega með og gæti virst svo að húseigendur leggðu fram 1700 krónur, þegar gerður væri samn- ingur um leigu. Sannleikurinn er sá að það kostar ekki nema 500 krónur að gera leigusamning um íbúðarhúsnæði en 1700 krónur fyrir atvinnuhúsnæði. Það er held- ur ekki rétt hjá heimildarmanni Sandkorns I DV, að félagsmenn Húseigendafélagsins séu öskureið- ir og líklega verði niðurstaðan sú, að félagsmönnum fækki eftir að hafa móttekið bréf frá Húseig- endafélaginu. f því er hvatt til þess að afla fleiri félaga og til- greind helstu atriði um Húseig- endafélagið. Það má með sanni segja, að ekkert annað hagsmunafélag, eða a.m.k. fá önnur eru jafn vakandi fyrir réttindum og hagsmunum félaga sinna og Húseigendafélag Reykjavíkur. Félagið beitir sér fyrir mörgum brýnum verkefnum, svo sem lækkun fasteignagjalda, breytingu á lögum um fasteigna- sölu og endurskoðun lánamála. Þótt lögfræðilegar leiðbeingar og munnlegar álitsgerðir fyrir félags- menn kosti 400 krónur, bréfa- Er ekki tímabært að ríkið leggi niður hefðbundinn búskap með sauðfé, kúm og hrossum. Nærtæk- asta dæmið er búið í Gunnarsholti. Mér finnst að Landgræðslan ætti einvörðungu að sjá um uppgræðslu landsins en ekki að auka á vanda með framleiðslu á landbúnaðar- vörum á sama tíma og fjöldi bænda verður að draga saman framleiðslu sína. Svo eru hin svokölluðu til- raunabú. Má þar nefna Laugar- skriftir, tilkynningar og annað { þeim dúr kosti 500 krónur og önnur þjónusta, skrifleg, frá lögfræðingi félagsins kosti 800 krónur, (hæsta gjald), þá er það allt þess virði til að styðja við það vígi, sem Húseig- endafélagið er sérhverjum húseig- anda og einkaréttinum í landinu. dælabúið og fleiri. Það er fjöldi bænda sem gæti haft slíka til- raunastarfsemi á búum sínum, að sjálfsögðu undir eftirliti búvís- indamanna. Að endingu vil ég skora á hátt- virtan landbúnaðarráðherra, Jón Helgason, að hann beiti sér fyrir því að umrædd bú leggi niður starfsemi sína í núverandi mynd sem allra fyrst. Sunnlenskur bóndi að norðan. Frá Gunnarsholti. Leggja ber ríkis- og tilraunabúin niður f núverandi mynd Víkverji skrifar Starfsemi Amnesty Internat- ional hefur víða um heim gert mikið gagn. Hér hefur Islandsdeild þess unnið mikið starf, sem allt er unnið í sjálfboðavinnu félaga þess og þeirra, sem vilja leggja þessu þarfa máli lið. Nú um helg- ina hófst í Norræna húsinu kynn- ing á starfseminni, sem áreiðan- lega verður fróðleg og jafnframt áhrifamikil. Búast má við að hún verði til þess að margir fleiri fái áhuga á að taka þátt í að skrifa áskorunarbréf til ráðamanna víðs vegar um heim. Talið er, að ein- mitt þau, ásamt fleiri aðgerðum Amnesty, hafi orðið til þess að draga úr eða milda þær aðferðir, sem notaðar eru til að pynda póli- tíska fanga. Pyndingar munu víða iðkaðar. Samtökin hafa áunnið sér traust um víða veröld með vinnu- brögðum sínum, enda enginn mannamunur gerður, þegar Amn- esty telur sig hafa upplýsingar um mannréttindabrot. XXX Skortur á bílastæðum er mikill í miðborg Reykjavíkur eins og allir vita. Víða á því svæði eru bílastæði merkt sérstökum bílum og greiða handhafar þeirra tölu- verða upphæð í leigugjald fyrir þessi stæði. Kunningja Víkverja varð það á í athugunarleysi á dögunum að leggja bll sínum í slíkt stæði, sem að sjálfsögðu er óheim- ilt og óafsakanlegt með öllu. Við- brögð leigjanda stæðisins voru líka harkaleg. Hann lagði bíl sínum þvert fyrir stæðið svo að hinn óboðni gestur gat sig hvergi hreyft allan daginn! Með „hefndarráð- stöfunum" af þessu tæi er býsna langt gengið. Menn verða að stilla skap sitt og taka því með jafnaðar- geði, þótt annað eins hendi stöku sinnum. Það er áreiðanlega ekki algengt að bílum sé lagt í þessi stæði. Annars er kannski ekki við góðu að búast, úr því að myndatök- ur út um glugga flugvéla eru farn- ar að leiða til handalögmála um borð í vélunum í þeim mæli að kalla þarf til lögreglu þegar lent er! xxx Stúdentaleikhúsið sýnir um þessar mundir rokkóperuna eða söngleikinn Ekkó. Leikurinn er eftir finnskan höfund en tónlist- in eftir Ragnhildi Gísladóttur. Þetta er kraftmikil og skemmtileg sýning. Tónlist Ragnhildar er reglulega fjörleg og á köflum fal- leg, eins og hennar var von og vísa og leikararnir alveg ágætir. Það er einkar notalegt að sitja við borð og njóta veitinga meðan á sýningu stendur. Sú nýjung hefur verið tekin upp hjá Stúdentaleikhúsinu að símsvari býður fólki upp á að nefna nafn og miðafjölda ásamt sýningardegi, sem óskað er eftir, inn á band. Þetta er ágætt svo langt sem það nær. Að vísu hafa „kerfi" af þessú tæi ekki verið fullkomnari en svo, að Víkverji var engan veginn viss um að fá mið- ana, þegar lagt var af stað, en það stóð allt eins og stafur á bók. Greiðslukort eru að verða svo almennur gjaldmiðill hér á landi, eins og raunar annars staðar í hinum vestræna heimi, að það er að verða óþægilegt, þegar ein- staka verzlanir skerast úr leik og taka ekki við þessu greiðsluformi. Rökin fyrir því eru skiljanleg, en ljóst er að úr þessu verður ekki staðið gegn þessu greiðsluformi, eins og dæmið um Hagkaup 3ýnir. Það fer að verða álitamál, hversu lengi olíufélögin geta staðið á því að taka ekki við kortum sem greiðslu. En talandi um þjónustu fyrirtækja við viðskiptavini þá eru afgreiðsluhættir Afengis- og tób- aksverzlunar ríkisins orðnir fárán- legir. Það er fyrir löngu orðið tímabært að koma upp myndarleg- um sjálfsafgreiðsluverzlunum víða um höfuðborgarsvæðið. Og ATVR þarf líka að huga að þeim skilmál- um, sem fyrirtækið setur um greiðslu í reiðufé. Kannski tekur fjármálaráðherra af nýrri kynslóð hér til hendi. xxx Iglugga í Nesti í Fossvogi er lítill merkimiði sem á að gefa til kynna að lágmarksupphæð, sem greiða megi með Visa sé 250 kr. Þessi miði er hins vegar ekki á íslenzku, heldur er notað enska orðið „minimum". Hvers vegna? Telja forráðamenn Nestis, að við- skiptayinirnir skilji betur ensku en íslenzku?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.