Morgunblaðið - 05.11.1985, Síða 15

Morgunblaðið - 05.11.1985, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 Með sérstakri áherslu Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Þráinn Bertelsson: ÞAÐVAROG... 33 útvarpsþKttir. Nýttlíf 1985 Ég skal játa að ég er ónýtur útvarpshlustandi. I utvarpinu eru menn einatt að lýsa skoðun- um sínum og þær koma manni sjaldan við. Með því versta eru þættirnir um dag og veg og rabbþættir af ýmsu tagi; ég tala nú ekki um þáttagerð manna sem verka á undirritað- an eins og gamlar og slitnar grammófónplötur. En líklega er þó ýmislegt frambærilegt í útvarpinu, það skulum við vona. Ég hlustaði stundum á Þráin Bertelsson flytja þætti sína Það var og..., með sérstakri áherslu á og. Fyrir kom að ég hlustaði til enda. Nú hefur Þráinn safnað þrjá- Vorið kemur með Bergþóru Hljómplötur ÁrniJohnsen Á plötunni Það vorar sem kom út fyrir skömmu og er eins konar afrakstur tónlist- arsambands þeirra þeirra Bergþóru Árnadóttur og Graham Smith, er fléttað saman eins konar ljóðakynn- ingum og lögum. Platan er fremur byggð upp að mínu mati sem tónleikar en hljóm- plata sem fýsilegt er að spila margsinnis þótt skemmtilegt geti verið að grípa niður í hana. Satt best að segja er allt of lítið af Bergþóru Árnadóttur á þessari plötu. Graham Smith er snjall hljómlistarmaður og hughrif hans i tónum um íslenska náttúru eru falleg verk, en ljóðaflutningur hans á plöt- unni er eitthvað sem ég finn ekki neinn kjöl undir. Að þessu leiti er platan eins konar bókmenntakynning þar sem falleg melódía leikur undirölduna, en maður sér blómin fyrst spretta á þessari vorplötu þegar Bergþóra kemur fram með sinn per- sónulega og sjálfstæða stíl. Lag hennar, Lifsbókin, er fagurt og fallega flutt. Þá er Hótel Búðir mjög skemmti- legt lag og i Þremur ljóðum um litinn fugl er gullfalleg túlkun og útsetning og þar fær gitarinn óþvingaður að vera nálægt Bergþóru og það fer henni best. í laginu Tvenn spor er fiðlan skemmtilega seiðandi í fjarska, en fyrst og fremst er Bergþóra hryggur- inn i þessari plötu sem á allan hátt er vandað til og plötuum- slag er til mikillar fyrirmynd- ar. Lagasmíð Graham Smith um Snæfellsjökul, Snæfells- nes og Hótel Búðir er sérstæð og skemmtileg og mér finnst hann ríma skemmtilega við landið i laginu um Hótel Búð- ir. Þar kemur islenskur tónn í túlkun þessa erlenda tónlist- armanns sem hefur sett svip á tónlistarlífið hér á landi með viðkomu sinni. áog tíu og þremur þessara þátta í bók. Góðum tilgangi þáttanna lýsir hann svo: „Þeir þættir sem hér fara á eftir voru samdir með það fyrir augum að stytta fólki stundir undir kvöld á sunnudögum og voru fluttir i Ríkisútvarpinu handa hlustendum sem gjarna voru á heimleið úr sunnudags- bíltúrnum eða helgarreisum, ellegar staddir heima hjá sér að taka til kvöldmatinn og biðu eftir heimsfréttunum klukkan sjö.“ Ástæðan fyrir því að þætt- irnir koma út er tvíþætt að sögn Þráins, margir hafa hvatt hann til að prenta þá og hégóm- leikans vegna langar hann til að varðveita nokkra þeirra á prenti. Þetta eru auðvitað skiljan- legar ástæður. Þó verður að segja eins og er að fáir útvarpsþættir eiga erindi á prent, allra síst í bók. Um efni þáttanna kemst Þrá- inn þannig að orði að það sé „sótt í nánasta umhverfi höf- undar eða minningasjóð“. Þráinn Bertelsson hefur ekki beitt skopskyn, en húmorinn sem er leiðarljós þáttanna er þægilegur og oftast góðlátleg- ur. Þættirnir eru vel orðaðir, stíll þeirra ber ekki vott um mikla áreynslu eða glímu við flókin umhugsunarefni, enda lagt kapp á að glata ekki rabb- tóninum sem útvarpshlustend- ur munu sækjast svo eftir. Úr nánasta umhverfi kynn- umst við m.a. vanda manns sem býr á stöðumælasvæði í borg- inni, á bil sem ekki telst fínn og hirðir lítt um fyrirmæli yfirvalda um búnað hans. í minningasjóðnum er margt að finna, m.a. hávaðasama stráka í fótbolta í íbúðahverfi, stráka sem reyna að leika á dyraverði til að komast í forboðið bíó og ferð með Gullfossi þar sem eitt skemmtiatriðanna var maður sem tók upp flöskur með tönn- unum. Þannig mætti lengi telja. Minningar Þráins Bertels- sonar frá Reykjavík bernsk- unnar eru meðal þess sem gott er að segja um Það var og... í Þríinn Bertelsson sumum þáttanna er of áberandi viljinn til að vera fyndinn, til- efnin verða of smávægileg og missa einhvern veginn marks. Stundum leitast höfundurinn við að lýsa reynslu annarra og taka heilu kaflana upp úr bók- um. Dæmi eru höfundar á borð við Þórberg Þórðarson, Stein- dór Sigurðsson og jafnvel Guð- mund Halldórsson, en til þess síðastnefnda er titill bókarinn- ar sóttur. Það er í rauninni furðulegt að lesa lýsingar Steindórs Sigurðssonar á lífinu í Reykjavík 1936 og komast að því hve lítið hefur breyst. 15 Þetta notfærir Þráinn Bert- elsson sér. í upphafi þessarar umsagnar var talað um skoðanir og vitan- lega hlýtur Þráinn Bertelsson að hafa skoðanir eins og aðrir menn. Honum er til að mynda illa við það sem kallað er „hlutabréf í sprengjuforða" og skýrist með þátttöku okkar í Atlantshafsbandalaginu í huga. Þannig segir á einum stað: „Ég sótti ferðalangana til Keflavíkur, og bauð þau form- lega velkomin til íslands um leið og við vorum komin út af Natósvæðinu..." Það er eins og ég hafi heyrt þetta áður og eflaust hefur það ekki komið útvarpshlustendum á óvart. Stundum er Þráinn Bertels- son hittinn í ádeilu sinni og jafnvel smellinn eins og í þætt- inum Að skrifa sig framhjá kreppunni, sem fjallar um með hve ólíkum hætti menn líta á glæpi á íslandi og í Þýskalandi. Þótt Það var og... eftir Þrá- in Bertelsson geti varla talist merkur viðburður í bókmennt- unum eða uppákoma í jólabóka- tíðinni munu menn geta haft ánægju af að glugga í hana. SOLHEIMA Styrkjum líknar- verkefni Gott málefni Góóskemmtun Góóirvinningar fimmtudaginn 7. nóvember nk. kl. 20.00. Húsiö opnaö kl. 19.00. lEDAÐWAY tio s&tír" A90.052 Heiðursgestir: Reynir Pétur göngugarpur og Halldór Júlíus- son forstööumaöur Sólheima. Skemmtiatriöi: Ómar Ragnarsson, Haukur Heiöar Ingólfs- son, Róbert Arnfinnsson, Rokkbræöur, Ágúst ísfjörö, Módelsamtökin sýna nýjustu fatatízkuna frá Christine, Pósthússtræti og Herradeild PÓ. Verö aðgöngumiöa kr. 250,- Gildir einnig sem happdrættis- miöi. Viö styrkjum Sólheimastarfið: ÁgústÁrmannhf. • Bílaborghf. • Bílanausthf. • Kreditkort sf. • Hlín • Feröaskrifstof- an Úrval hf. • Hagkaup • Harpa hf. • Marinó Pétursson hf. • Nathan & Olsen hf. • Prentsmiöjan Oddi • Ólafur Gíslason & Co. hf. • Penninn hf. • Pfaff hf. • Sjóvá- tryggingafélag íslands hf. • Teppaland • Verslunarbanki íslands hf. • Visa-ísland • - Voguehf. • Halldór Jónssonhf. Vert þu með lika Styrkjum líknarverkefni LIONSKLÚBBURINN ÆGIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.