Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 5 Lögreglufélag Reykjavíkur: Átta lögreglukonur af tólf hafa misst fóstur — þar af ein tvisvar KÖNNUN, sem tekin var saman af Lögreglufélagi Reykjavíkur fyrir stuttu, leiddi í Ijós að af 12 lögreglu- konum sem starfað hafa á höfuö- borgarsvæóinu sl. fjögur ár hafa 8 þeirra misst fóstur og ein þeirra tvisvar. Tómas Jónsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að þetta væri mjög alvarlegt ástand og vildi hann meina að vaktavinna gerði þetta að verkum jafnframt því sem mikil streita fylgdi starfiru. T.d. vissu lögreglumenn aldrei hvað biði þeirra er þeir mæta á vakt. „Aukavinna er mikil þó aðallega um helgar og nætur. Engin form- leg könnun hefur farið fram á þessu en vandamálið hefur verið- rætt við dómsmálaráðuneytið og er því vel kunnugt um vandann.“ Tómas sagði að samanburður við meðallífaldur íslendinga sýndi að karlmenn sem stundað hafa vakta- vinnu um langa hríð innan lögregl- unnar hefðu hærri dánartíðni miðað við aldur. „Ástæður þessa eru trúlega hinar sömu og ástæður fósturláta meðal lögreglukvenna." I Blásarakvintett Reykjavflnir eni: Bernharð Wilkinson flauta, Daði Kol- beinsson óbó, Einar Jóhannesson klarínett, Joseph Ognibene horn og Hafsteinn Guðmundsson fagott. Norræna húsið: „Um sálina“ eftir Aristóteles komin út HIÐ íslenzka bókmenntafélag hefur sent frá sér rit gríska heimspekings- ins ristótelesar „Um sálina“ sem er fyrsta sálfræðilega ritverkið með vísindalegu yfírbragði, sem vitað er til að samið hafí verið (335—330 f. Krist). Það er því vissulega tíma- mótaverk í sögu vesturlenzkrar sál- arfræðL Fyrir löngu hefur það verið þýtt á þjóðtungur flestra menningar- þjóða — stundum oftar en einu sinni. Og enn er til þess vitnað, þó að það sé orðið meira en tvö þúsund ára gamalt. Vissulega kemur það nútímamönnum um margt framandlega fyrir sjónir, en að öðrum þræði er það þó ein- kennilega nálægt nútímanum. Sigurjón Björnsson prófessor þýddi ritið úr frummálinu og ritar skýringar og ýtarlegan inngang þar sem hann rekur æviferil og sálfræðikenningar Aristótelesar. — Bókin sem er 195 bls. er prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Þetta er önnur bókin í ritröðinni Sigurjón Björnsson, þýðandi ritsins. Sálfræðirit, hin fyrsta er Sállækn- ingar og sálkönnun eftir Sigurjón Björnsson. (Fréttatilkynnini!) Yfirlýsing frá Leik- listarskóla fslands MORGUNBLAÐINU hefur bofist eftirfarandi yfírlýsing frá Leiklistar- skóla íslands: „Hluti af fjögurra ára námi við Leiklistarskóla íslands er fimm vikna námskeið til þjálfunar í út- varpsleik í samvinnu við Ríkisút- varpið. Á þessum námskeiðum er að jafnaði æft eitt leikrit og tekið upp, og hefur þessum verkum hin Tvö fiskiskip seldu erlendis TVÖ íslensk fiskiskip seldu afla sinn erlendis á mánudag og fengu þokkalegt verð fyrir hann. Svein- borg GK seldi 120,6 lestir af blönd- uðum afla í Grimsby. Heildarverð var 5.541.500 krónur, meðalverð 45,95. Þórhallur Daníelsson SH seídi 108 lestir, mest þorsk, í Hull. Heildarverð var 5.239.600 krónur, meðalverð 48,38. síðari ár verið útvarpað. Verkefni eru valin þannig að nemendur fái sem jöfnust hlutverk að glíma við og er oft æði erfitt að finna verk er uppfylli það skilyrði. Og endan- legt val verkefna er að sjálfsögðu háð samþykki leiklistarstjóra rík- isútvarpsins hverju sinni. Að þessu sinni varð fyrir valinu leikritið Galeiðan eftir ólaf Hauk Símonarson, sem gert er eftir samnefndri skáldsögu og leikritinu Blómarósum, sem sýnt var yfir 3Q sinnum á sviði í Reykjavík leikárin 1978—79 og 1979—80 auk sýninga út um land, án þess að nokkur athugasemd væri gerð við flutning þess. Leiklistarskólinn harmar að hafa átt þátt í að valda sárindum og vill taka fram að leikritinu var útvarpað án þess að forráðamenn skólans fengju áður að hlusta á upptökuna. Reykjavík, 1. nóvember 1985, f.h. Leiklistarskóla íslands, Helga Hjörvar skólastjóri." Þing FFSÍ: Kjaramál og fiskveiði- stefna helztu málin ÞING Farmanna- og fískimannasam- bands íslands veróur sett í dag í samkomusal sjómannasamtakanna í Borgartúni. Þetta þing er hið 32. í röðinni. Þingið setur Guðjón A. Kristj- ánsson, forseti FFSÍ, og að því loknu munu gestir ávarpa sam- komu, þar á meðal sjávarútvegs- ráðherra Halldór Ásgrímsson. Þingstörf munu einnig verða mið- vikudag og fimmtudag, en gert er ráð fyrir að þinginu ljúki á föstu- dag. Helztu mál þingsins verða kjaramál farmanna og fiskimanna og fiskveiðistefnan á næsta ári. Háskólatónleikar á morgun Einar Bjarnason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, sagði við blaðamann að svo hátt hlutfall fósturláta innan einnar stéttar gæti varla verið tilviljun. „Þó tel ég ástæðurnar — vaktavinnu og streitu — heldur fjarstæðukennd- ar, en ég get ekki með nokkru móti fundið aðrar. Okkur helst mjög illa á kvenlögreglum, eflaust vegna álags. Aðeins ein lögreglukona hefur verið starfandi lengi en aðrar hafa haft tiltölulega stutta viðdvöl," sagði Einar. Háskólatónlcikar, hinir þriðju á haustmisseri, verða haldnir í Nor- ræna húsinu á morgun, miðvikudag, kl. 12.30. Tónleikarnir standa í u.þ.b. hálfa klukkustund. Blásarakvintett Reykjavíkur leikur. Á efnisskránni eru tvö verk: Fjögur íslensk þjóðlög í útsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar og er það frumflutningur þeirra og Capriccio. Sopra la contananza del suo fratello dilettissimo eftir J.S. Bach í útsetningu Róberts A. Ott- óssonar. Þetta verk hefur ekki verið flutt áður hér á landi í þess- ari útsetningu. í Blásarakvintett Reykjavíkur eru þeir Bernharð Wilkinson flauta, Daði Kolbeinsson óbó, Einar Jóhannesson klarinett, Jos- eph Ognibene horn og Hafsteinn Guðmundsson fagott. Aðgangur að tónleikunum er öllum heimill. HEFUR SVO SANNARLEGA SLEGIÐ í GEGN í BPDADW/ 15 ára afmælishátíð heldur áfram um næstu helgi. 17 landsþekktir skemmtikraftar fara á kostum. Karnival — Söngur — Dans — Grín og gleöi. Næsta sýning laugardagskvöld og athugið: Aukasýning sunnudagskvöld 10. nóv. vegna gífurlegrar aðsóknar og f jölda áskorana. Sumargleöin hefur aldrei veriö fjörugri, frískari, fjölbreytt- ari né betri og er þá bara heilmikiö sagt. Geggjaö stuö og stemmningin er engu lík. Pantið miöa í tíma í síma 77500, þar sem uppselt hefur verið undanfarnar helgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.