Morgunblaðið - 05.11.1985, Síða 16

Morgunblaðið - 05.11.1985, Síða 16
16________________.___MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 Verðum að vinna okkur út úr ofstjórnarkerfi fiskveiðanna segir Guðjón A. Kristjánsson, forseti Far- manna- og fiskimannasambands fslands ÉG legg áherzlu á, aö við vinnum okkur út úr því ofstjórnarkerfi, sem ég tel vera komið á í fiskveiðum. í því sambandi vil ég benda á, að Framanna- og fiskimannsambandið hefur aldrei mælt með kvótaskipt- ingu á skip á almennum botnfisk- veiðum. Verði það hins vegar vilji þings FFSÍ nú i upphafi nóvember, að mæla með hugmyndum um afla- mark til þriggja ára, tel ég að þeir, sem þá stjórnunarleið aðhyllast, eigi að fylgja málunum eftir næsta kjör- tímabil. Menn eiga að fylgja sann- færingu sinni og það er eðlilegt, að þeir, sem verða undir með stefnumál sín í lýðræðislegri kosningu, víki fyrir þeim, sem ná fram stefnu sinni,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ, er Morgunblaðið ræddi við hann um fiskveiðistefnu næstu ára og hug hans til stjórnunar fisk- veiöa. Ásjófrá 16ára aldri Guðjón er 41 árs gamall og hóf sjómennsku fyrir um 25 árum frá ísafirði, þar sem hann er fæddur og uppalinn. Hann lauk skipstjórn- arprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1966 og hefur lengst af verið skipstjóri síðan, nú síðast á togaranum Páli Pálssyni. Guðjón hefur á þessum tíma stundað veiðar á öllum helztu fiskitegundum, en síðan haustið 1983 hefur hann verið forseti FFSÍ, en áður var hann formaður Bylgjunnar, félags skipstjórnar- manna á Vestfjörðum, frá árinu 1975 og hefur hann setið á Fiski- þingi síðastliðin 4 ár. Hann hefur þó ekki sagt alveg skilið við sjóinn, þar sem hann hefur verið með Pál Pálsson að hálfu síðan hann varð forseti FFSÍ. En hvernig líður skipstjóranum ílandi? Ottast aö veröa kerfiskall Ég er nú ekki alkominn í land, en félagsmálin eru landvinnan mín og mér finnst þau oft ganga anzi rólega fyrir sig og oft ætti að vera hægt að vinna hraðar en gert er í félagsmála- og stjórnkerfi lands- ins. Bæði sjórinn og félagsmálin toga verulega í mig. Skipstjórnin er spennandi starf, sem liggur vel fyrir mér. Félagsmálin eru einnig spennandi starf á vissan hátt, en í þeim er viss tregða og þar vinnast oft hægt ýmis réttlætismál eða ná jafnvel aldrei fram að ganga. Ég gæti ekki hugsað með að hætta alveg á sjó, ekki endilega vegna þess að félagsmálin séu farin að þreyta mig, heldur vegna óttans um að verða kerfiskall. Þá vil ég heldur vera kallinn í brúnni. Þeir, sem eru á kafi í stjórnkerfinu, fjalla gjarnan um reglur og skorð- ur við athafnafrelsi einstaklings- ins og gleyma því, að hann á að vera eins frjáls í gerðum sínum og unnt er. Löggjöfin á fyrst og fremst að fjalla um setningu al- mennra reglna. Með nefið í hvers manns koppi Vegna félagsmálastarfa minna hef ég tekið þátt í mótun og gerð ýmissra reglna, sem snerta sjávar- útveginn. Mest hafa það verið reglur um almenna fiskveiði- stjórnun undanfarin ár, sem oft á tíðum hafa verið miklu stífari og nákvæmari fyrir sjómenn og út- gerðarmenn, en vera þyrfti. þessar Guðjón A. Kristjánsson reglur höggva allt of nærri at- hafnafrelsi einstaklingsins í stað þess að vera rammi innan hvers hann á kost á þátttöku í eðlilegri samkeppni, hvort sem er til sjós eða lands. Fiskveiðum er nú stjórnað á þann hátt, að hverjum og einum er úthlutaður ákveðinn skammtur og sú stjórnun virðist ákaflega keimlík svokölluðum smáskammtalækningum, sem misjafnan árangur gefa. Við eigum að einbeita okkur að setningu almennra reglna og innan þeirra sé mönnum frjálst að spreyta sig, þannig að þeir, sem bezt geri, bæti atvinnugreinina, og hinir, sem af einhverjum ástæðum standa sig ekki, gangi þá út úr rekstrinum. Þetta er hið almenna lögmál at- vinnuveganna og það verður líka að gilda um fiskveiðar. Það stjórn- kerfi, sem sjávarútvegsráðherra hyggst lögfesta til þriggja ára, gengur sérstaklega út á það, að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Síðan koma upp vandamál við svo hnýsna stjórnun hvers skips fyrir sig og þau verður að leysa með reglum og reglugerðum. Með þessu vindur kerfið stöðugt upp á sig og endar sem stórt og svifaseint stjórnunar- og skömmt- unarkerfi, sem alls ekki á við í þessari atvinnugrein. Mikil og afdrifarík skekkjumörk Við stjórn veiðanna almennt skiptir mestu að hafa festu í ákvörðun heildarafla hvers árs, en ekki þannig að eitt árið verði ákveðin 400.000 lesta þorskveiði en 200.000 annað árið. Það þarf að setja um þetta reglur enda held að allir séu sammála um það, en greini hins vegar á um hvaða veiði- stjórnun að öðru leyti beri að lög- festa. Fiskveiðisaga síðustu ára gefur okkur til kynna, að ekki sé tekin veruleg áhætta með viðmið- un við meðaltalsafla síðustu ára, þegar ákvörðun um heildarveiði er tekin. Við ættum að setja okkur það mark á næstu árum að veiða á bilinu 330.000 til 400.000 lestir af þorski ár hvert. Tillögur Haf- rannsóknastofnunar um verulegan samdrátt í veiðinni undanfarin ár, eru stefnumótun, sem sjávarút- vegurinn getur ekki búið við og kvótaskipting þorskaflans hefði aldrei komið til á einstök skip án svartsýni fiskifræðinga. Það verð- ur að segjast eins og er um afla- spár Hafrannsóknastofnunar, að skekkjumörk þeirra hafa reynzt bæði mikil og afdrifarík síðustu ár. Við veiðistjórnun verður að taka mið af mark- aðsaðstæðum í drögum frumvarps sjávarút- vegsráðherra er gert ráð fyrir því, að áður ákveðið mark heildarafla verði aðeins endurskoðað einu sinni á ári, 15. apríl. Með hliðsjón af mörkuðum er það út í hött að einskorða sig við eina dagsetningu á ári. Sú reynsla blasir við okkur nú, þegar verulegur skortur er á fiskmörkuðum okkar erlendis og við getum ekkert gert vegna klaufalegrar lagasetningar. Við ákvörðun heildarafla á næsta ári þarf ennfremur að taka tillit til áætlaðar aukningar þorskafla Norðmanna og Kanadamanna á næstu árum. Komi hún fram áður en við höfum aukið framboð okkar, snúa menn sér einfaldlega að við- skiptum við þessar þjóðir og við verðum útundan, sem óábyrgir aðilar, sem ekki geta tryggt ákveð- ið og nauðsynlegt framboð. Ef við lítum framhjá þörfum markað- anna við mótun fiskveiðistefnunn- ar stöndum við vægast sagt illa. Brask með sameiginlega eign þjóðarinnar Þá eru kvótasölurnar enn ein gloppan í þessari fiskveiðistjórn- un. Þær eru hreint brask með sameiginlega eign þjóðarinnar og kalla fram spillingu, sem ekki verður séð hvert leiðir okkur. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því, að greiðslur úr afla- tryggingasjóði renna fyrir tilstilli stjórnvalda nú eingöngu til út- gerðar. Þessi viðskipti með óveidd- an fisk virka nú orðið eins og nýr aflatryggingasjóður, þar sem þeir, sem geta veitt meira eða atvinnu- lífið knýr til aflakaupa, greiða fyrir óveiddan fisk til þeirra, sem af einhverjum orsökum vilja ekki eða geta ekki veitt. þann afla, sem þeim hefur verið úthlutaður. Jafn- vel hefur heyrzt að greiddar séu meira en 6 krónur fyrir óveiddan þorsk. Þessir fjármunir renna að stærstum hluta til þeirra, sem áður voru þyggjendur úr afla- tryggingasjóði. Þetta fé kemur ekki til hlutaskipta þó áhafnir viðkomandi skipa hafi myndað þann kvóta, sem þeim er úthlutað- ur. f dag eru jafnvel ónýt skip orðin ávísun á fjármuni af þessum sökum,“ sagði Guðjón A. Krist- jánsson. HG Olíuprófið er fyrir alla eigendur einka-, sendi- og leigubíla með dieselvél. Það er með léttustu prófum og undirbúningur er einungis sá að lesa lítinn bækling frá Skeljungi. Olíuprófið getur hins vegarsparað þérstórkost- leg fjárútlát vegna kostnaðar- samra viðgerða og ónauðsynlegs slits. Litlar dieselvélar vinna með 2-3 földum þrýstingi og 4-500° hærri þrýstingshita en venjulegar bensínvélar. Þess vegna gera þær sérstakar kröfur til smur- olíunnar. Olíuprófið sýnir sótmagn í smurolíunni, metur eiginleika hennar til þess að binda í sér sót, og segir þannig umsvifalaust til um ef hætta erá ferðum. Þú kemur við á næstu Shellstöð, færð bækling og prófblað og getur þannig á einfaldan hátt kannað ástand olíunnar á dieselvélinni þinni. Stenst þín olía prófið? Shell Super Diesel T er olía sem stenst prófið. Skeljungur hf. Einkaumboð fyrir Shell-vörur á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.