Morgunblaðið - 05.11.1985, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.11.1985, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 Fyrirliggjandi í birgðastöð Stálgæði: WSt. 4301 AISI 304 Stálgæði: WSt. 4016 AISI 430 Plötuþykktir: 0.8 - 6.0 mm Plötustærðir: 1250 x 2500 mm SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 ÚRVALS AMERÍSK HEIMILISTÆKI GENERAL® ELECTRIC ■SJ;CNSK|öfÍN.FUR Fullkomin varahluta- og viðgerðaþjónusta HEIMIUS- OG RAFTÆKIADEILD HF LAUGAVEGI 170 -172 SIMAR 11687 • 21240 <s> cr Morgunblaðið/Björn Sigríður Garðarsdóttir og Ásrún Jörgensdóttir, þær fljótustu í sfldinni hjá Tanga á Vopnafirði. Vopnafjörður: Sfldin söltuð og flökuð af krafti Sfldarvertíðin stendur nú sem hæst og er söltun í fullum gangi hér á Vopnafirði á söltunarstöð Tanga hf. Fréttaritari fór á planið sl. sunnu- dagskvöld og ræddi fyrst við Sigurð Sveinsson aðstoðarverkstjóra. Sigurður sagði að búið væri að salta í 5.700 tunnur og búast mætti við 7-750 tunnum úr yfirstandandi törn, en verið var að landa úr Sigþóri ÞH 100. Nú landar Sigþór öllum sínum afla hér hjá Tanga hf. og sagði Sigurður að mjög brýnt væri að hafa báta í föstum viðskiptum og tryggja þannig viss- an afla til söltunar þótt alltaf bærist eitthvað frá öðrum skipum. Ég spurði Sigurð að lokum hverjar væru fljótastar að salta af þeim stúlkum sem væru fastráðnar hjá þeim. Svarið kom um hæl. Þær heita Sigríður Garðarsdóttir og Ásrún Jörgensdóttir. Aðspurðar sögðu þær stöllur að þetta væri erfitt þegar væru lang- ar tarnir, en á móti kæmi að þetta gæfi þokkalegan pening ef þær nenntu að halda vel áfram. Mest hafa þær saltað 115 tunnur í einni lotu. Mikil vinna hefur á undanförn- um árið verið lögð í söltunarstöð- ina til lagfæringa og stækkunar á húsnæði og er nú m.a. komin upp mjög góð aðstaða til flökunar á síld. Þar er yfirmaður Páll Aðal- steinsson og sagði hann að búið væri að flaka 150 tunnur á vertíð- inni. Hann var spurður hvort það væri ekki lítið miðað við þá góðu aðstöðu, sem nú er fyrir hendi og með það í huga hversu langt er liðið á vertíðina. „Jú, það er rétt. Við hefðum viljað vera búnir að flaka miklu meira, ekki síst vegna tryggrar sölu á flökum, en okkur hefur til- finnanlega vantað fólk og gátum því ekki byrjað flökun fyrr en nú fyrir skömmu. Nú hefur ræzt úr með mannskap og við vonumst til að geta flakað stöðugt það sem eftir er vertíðar og vinna þannig upp tapaðan tíma,“ sagði Páll. —Björn Frá vinstri Eyjólfur Haraldsson yfirlæknir, Gróa Sigfúsdóttir hjúkrunarfor- stjóri, Anna Tryggvadóttir formaóur Kvenféiags Kópavogs, Ingibjörg Júlíus- dóttir varastjórn, Hildur Káradóttir ritari, Guórún Maríasdóttir gjaldkeri, Svana Svanþórsdóttir varastjórn, Þorgerður Þorgeirsdóttir meðstjórnandi, Ólafía Jensdóttir, Hrefna Gísiadóttir, Ásgeir Jóhannesson form. stjórnar Heilsugæslustöóvar Kópavogs. Myndin var tekin við afhendingu heyrnarmæl- ingatækisins. Kvenfélag Kópavogs gefur heyrnarmælingatæki Á fúndi í Kvenfélagi Kópavogs, sem haldinn var í aprfl sl. var samþykkt að gefa Heilsugæslustöð Kópavogs heyrnarmælingatæki í tilefni af 35 ára afmæli félagsins, en það var stofnað 29. október 1950. Þann 16. júlí sl. var heyrnmæl- ingartækið afhent að viðstöddum forráðamönnum Heilsugæslu- stöðvarinnar, stjórn og varastjórn Kvenfélags Kópavogs og fleiri fé- lagskonum. Heyrnarmælingatækið er keypt frá MADSEN Electronics í Dan- mörku, tegund MSA 84 og Rafís hf. flutti það inn. Tækið verður notað til að mæla heyrn skólabarna í Kópavogi. FrétUtilkynning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.