Morgunblaðið - 05.11.1985, Side 35

Morgunblaðið - 05.11.1985, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 35 Hvað segja alþingismenn um niðurstöður könnunar Hagvangs? í MORGUNBLAÐINU sl. laugardag var frétt um niðurstöður könnunar Hagvangs á skoðunum almennings á stjórnmála- mönnum, sem leiða í Ijós mikla vantrú á stjórnmálamönnum. Þrennt stingur sérstaklega í augun: (1) Aðeins fjórðungur aðspurðra telur að stjórnmálamenn segi yfirleitt sannleikann. (2) Einungis þriðjungur álítur að þeir takist á við þau vanda- mál sem brýnust eru úrlausnar. (3) Helmingur þeirra sem taka afstöðu segir það betri kost að velja ráðherra úr hópi sérfróðra manna utan þings, en úr röðum kjörinna þingmanna. Morgunblaðið leitaði álits sex alþingismanna, á þessum dómi almennings. Valdimar Indriðason, Sjálfstæðisflokki: Hlýtur að stafa af ókunnugleika almennings um störf þingmanna „ÞESSI litla tiltrú á alþingismönn- um hefur verið nokkuð lengi við- loðandi og virðist heldur vera að færast í vöxt. Þetta er alvarlegt mál, og bendir kannski til að of langt bil sé á milli þings og þjóðar. Því þetta getur varla stafað af öðru en ókunnugleika um störf þingmanna," sagði Valdimar Ind- riðason, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. (1) „Af ókunnugleika segi ég, því það er ekki mín reynsla af al- þingismönnum að þeir leggi í vana sinn að segja ósatt öðrum mönnum fremur. Þingmenn eru ekki verri þjóðflokkur en sá næsti." (2) „Og það er af og frá að það sé ekki verið að takast á við brýn verkefni á þingi. Alþingismenn eru alltaf að takast á við brýn vanda- mál, en það má auðvitað segja um þá eins og aðra, að misjafnlega hefur tekist að leysa þau. Og það held ég að hljóti að vera það sem almenningur á við.“ (3) „Þá tel ég ekki heppilegt að velja til ráðherradóms sérfræð- inga utan þings. Ég óttast að slíkir sérfræðingar yrðu of einsýnir. Ráðherrar þurfa að vera víðsýnir og taka tillit til fjölmargra ólíkra þátta þegar þeir taka ákvarðanir. Auk þess hafa ráðherrar á sínum snærum sérfræðinga í einstökum greinum til að veita þeim ráðgjöf," sagði Valdimar Indriðason. Guðmundur Bjarnason, Framsóknarflokki: Fjölmiðlar gefa skekkta mynd af stjórn- málamönnum „Þessi vantrú almennings á stjórnmálamönnum stafar kannski af því að fólk reynir ekki að setja sig sig í spor hans og inn í þau verkefni sem hann er að vinna að. Fjölmiðlar eiga kannski að einhverju leyti sök á þessu. Þeir fjalla mest um þau málefni sem álitin eru vekja mesta athygli, en ekki almennt um þingmenn og þingstörf. Þau atriði sem mest er fjallað um í fjölmiðlum eru ekki ævinlega þau sömu og skipta mestu fyrir stjórnunina á skú- tunni. Svo það er kannski ekkert skrítið að almenningur fái nokkuð skekkta mynd af stjórnmálamönn- um og þeim störfum sem þeir vinna,“ sagði Guðmundur Bjarna- son, þingmaður Framsóknar- flokksins. (1) „Ég trúi því ekki að fólk meini það raunverulega að stjórn- málamenn séu lygarar. Oft er það kannski svo að í pólitík fara menn misjafnlega með staðreyndir, leggja tölulegar upplýsingar út frá mismunandi forsendum. En það er ekki vísvitandi gert í þeim tilgangi að segja rangt frá, frekar til að reyna að koma sínum sjónar- miðum á framfæri." (2) „Viðfangsefni stjórnmála- manna á undanförnum árum hefur fyrst og fremst verið þrotlaus glíma við efnahagsmál, sem er að mínu mati mikilvægasta verkefn- ið. En kannski finnst mönnum ekki hafa náðst nægur árangur á því sviði og vilja þá ekki taka tillit til ytri áfalla sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir. En ég held að stjórn- málamenn reyni almennt að vinna verk sitt vel og eftir bestu sam- visku.“ (3) „Ég tel ekki rétt að ráðherrar séu sérfræðingar utan þings. í lýð- ræðisríki eins og við búum við og viljum búa við er eðlilegt að ráð- herrar séu hluti af þingkjörnum fulltrúum þjoðarinnar. Það er hlutverk alþingismanna að axla þá ábyrgð sem starfi ráðherra fylgir. Hins vegar finnst mér vel koma til greina að varamenn komi inn á þing fyrir þá alþingismenn sem gegna ráðherrastörfum," sagði Guðmundur Bjarnason. Eiður Guönason, Alþýðuflokki: Þaðjer lenska hjá íslending- um að gera lítið úr stjórnmála- mönnum „Það er lenska hjá íslendingum og hefur alltaf verið, að gera lítið úr stjórnmálamönnum og þeim störfum sem þeir vinna,“ sagði Eiður Guðnason, þingmaður Al- þýðuflokksins. (1) „Ég held að efasemdir fólks um að stjórnmálamenn segi sann- leikann stafi af því að menn geri sér grein fyrir því að stjórnmála- menn eru iðulega að fjalla um skoðanir, en ekki staðreyndir. Skoðanir eru einstaklingsbundnar. Það sem í huga eins manns er satt og rétt getur verið rangt og ósatt að mati annars. Það er ekki um neinn beinharðan sannleika að ræða, þegar skoðanir eru annars vegar. Sannleikurinn getur auk þess verið margbreytilegur í ein- földustu málum. Maður gæti til dæmis haldið að það sé aðeins eitt svar við því hve langt sé á milli Reykjavíkur og Akureyrar. En það fer eftir því hvernig litið er á málið. Það má nefna beina vega- lengd í kílómetrum, akstursvega- lengd, tíma sem tekur að keyra og tíma sem tekur að fljúga. Þetta eru mörg og mismunandi svör, en samt öll rétt. Ef sannleikurinn getur tekið á sig margar myndir í svo einföldu máli, hvað þá í öðrum og flóknari, sem stjórnmálamenn fjalla daglegaum." (2) „Það er harður dómur yfir stjórnmálamönnum ef 2/3 hlutar fólks telja þá ekki glíma við brýn- ustu úrlausnarefnin. En þetta er þó sú niðurstaða úr könnuninni sem kemur mér minnst á óvart. Því það er mikið til í því að hér hafi ríkt efnahagsleg óstjórn und- anfarin ár.“ (3) „Hins vegar er ég á móti því að aðrir en kjörnir fulltrúar á Alþingi gegni ráðherrastörfum. Ráðherrar þurfa ekki að vera sér- fræðingar í hverju máli. Það er nóg af sérfræðingum vítt og breitt um þjóðfélagið sem þeir geta og eiga að leita ráða hjá. Það er fyrst og fremst hlutverk ráðherra að taka pólitískar ákvarðanir, sem þeir eiga að standa og falla með, þótt það sé reyndar ekki vaninn hérlendis." sagði Eiður Guðnason. Stefán Benediktsson, BJ: Sannar að al- menningur hefur mjög heilbrigð- ar skoðanir „ÉG TEL að þessi skoðanakönnun sanni að almenningur hafi mjög heilbrigðar skoðanir á stjórn- málamönnum og störfum þeirra. Fólki finnst þetta vegna þess að þetta er allt satt og rétt,“ sagði Stefán Benediktsson, alþingismað- ur Bandalags jafnaðarmanna. (1) „Sá dómur að stjórnmála- menn segi að öllu jöfnu ekki sann- leikann byggist á því sem almenn- ingur er sífellt að horfa upp á, að stjórnmálamenn virðast ekki vera ábyrgir orða sinna. Gott dæmi er núverandi forsætisráðherra, sem hélt því fram á fundi á Sauðár- króki um helgina að hann væri á móti kvótakerfinu, sem ríkis- stjórnin hefur tvisvar flutt frum- varp um á Alþingi. Þetta er eins og skipstjóri sem er á móti vél- stjóranum. (2) Það fer heldur ekki fram hjá mönnum að alþingismenn eru hreint ekki að takast á við brýn- ustu vandamálin í dag og þau sem fylla síður blaðanna. Þar á ég við vandamál þeirra sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið. Það eru hundruð íbúða á nauðungarsölum. í sjálfu sér voru alþingismenn ekki kjörnir til að skammta fólki kaup, en það er skylda þeirra að koma því svo fyrir að fólk geti eignast sitt eigið húsnæði án þess að bíða óbætanlegt tjón á líkama og sál. Það er frumskylda stjórn- málamanna að sjá til þess að þegnar þjóðfélagsins fái lifað við mannsæmandi skilyrði. Það er si- fellt verið að tönnlast á því að þjóð- in hafi lifað um efni fram. Það er rangt, eins og almenningur veit. Það eru stjórnmálamenn sem hafa lifað um efni fram á kostnað þegn- anna. (3) Vantrúin á ráðherra úr röðum alþingismanna stafar af þeirri til- finningu fólks að aðgerðarleysi ríkisstjórna tengist þingræðinu og samsteypustjórnum almennt," sagði Stefán Benediktsson. Kristín Kvaran, BJ: Spurningarnar mega ekki vera leiðandi „ÚTKOMAN úr þessari skoðana- könnun segir mér fyrst og fremst að það verður að gera þær kröfur til spurninganna, að þær leiði fólk ekki til þess að svara samkvæmt fyrirframgerðum ramma. Ég nefni sem dæmi spurninguna um það hvaða mál fólki finnist að þing- menn ættu að fást við. Að sjálf- sögðu finnst því að þingmenn ættu að að fást mest við mál sem snerta það mest. Ef ég væri spurð svona gæti ég ekki svarað með jái eða neii, þetta er flóknara mál en svo. En útkoman segir mér einnig að það er raunverulegur fótur fyrir þeirri gagnrýni Bandalags jafnað- armanna um að fyrst og fremst ráði gerðum þingmanna flokks- hagsmunir og síðan hagsmunir þjóðarinnar. (Eg þarf ekki að taka það fram að það eru að sjálfsögðu margar gleðilegar undantekningar frá þeirri reglu),“ sagði Kristín Kvaran, alþingismaður Bandalags jafnaðarmanna. (1) „Það er staðreynd að fólk gerir ef til vill ekki svo mikinn greinarmun á hugtökunum að blekkja og að segja ekki allan sannleikann. Það er ljóst að þing- menn og ráðherrar nota oft tölu- legar upplýsingar á þann hátt og svo í belg og biðu að það virðist til þess eins gert að blekkja fólk eða rugla það i ríminu. Það viðhorf til alþingismanna að þeir segi almennt ekki sannleik- ann stafar þó fyrst og fremst af kosningaloforðalista sem settur er fram fyrir kosningar og er svikinn um leið og menn komast í aðstöðu til þess að láta hann rætast. Fólk er að því er virðist í auknum mæli farið að sætta sig við að þingmenn séu ekki ábyrgir gerða sinna og lætur þá komast hjá því að standa reikningsskil þeirra. (2) Þetta er skýringin á því að fólki finnst þingmenn almennt ekki fást við raunveruleg vanda- mál. Það er vegna þess að svikin kosningaloforð snúast um raun- veruieg vandamál fólks, svo sem húsnæðismál. (3) Það að svo mörgum svarend- um finnst að ráðherrar ættu að vera sérfræðingar utan þings segir það að fólki finnst þingmenn ekki vera starfi sínu vaxnir," sagði Kristín Kvaran. Geir Gunnarsson, Alþýðubandalagi: Ekkert nýtt að fólk sé óánægt með störf stjórn- málamanna „ÞAÐ ER ekkert nýtt að fólk sé óánægt með störf stjórnmála- manna, og það er ekkert nema gott um það að segja. Það veitir aðhald,“ sagði Geir Gunnarsson þingmaður Alþýðubandalagsins. (1) „Hins vegar er ég ekki sam- mála því að stjórnmálamenn séu síljúgandi, eins og almenningur virðist halda. Fólk verður þá að hafa svar á reiðum höndum við þvf hvað sé sannleikur. Það vafðist meira að segja fyrir Kristi að Sýningar Þjóðleikhússins á „Grímudansleik" Verdis hefjast aftur 16. nóvember vegna gífurlegrar að- sóknar og verður leikhúsið þvl að grípa til þess ráðs að stokka upp áður auglýsta verkefnaröð síðar í vetur. Upphaflega var áætlað að hafa einungis 14 sýningar á Grímudans- leik, en Þjóðleikhúsið mun sýna verkið áfram með sömu hlutverka- skipan að undanskildu því að Hrönn Hafliðadóttir tekur við hlutverki Ulriku spákonu af Sigríði Ellu Magnúsdóttur. Ekki er endanlega ljóst hve sýningar verða margar að sinni en þeim lýkur f desember. Miðasala hófst á sjö fyrstu sýning- arnar i gær, mánudag, og myndað- ist þegar löng biðröð snemma um morguninn. svara því þegar Pílatus gekk á hann, svo það er ekki nema eðlilegt að stjórnmálamenn eigi stundum erfitt með að finna sannleikann i hverju máli.“ (2) „Ég er heldur ekki sammála þvf að stjórnmálamenn taki ekki á þeim málum sem brýnast er að leysa. Öll brýn mál eru á borðunum hjá okkur, en það má kannski deila um það hvernig gangi að leysa þau. Um það geta menn haft skipt- ar skoðanir." (3) „Hvað varðar þá, að þvi er virðist, útbreiddu skoðun að betur fari á að ráðherrar séu sérfræðing- ar utan þings, þá er ég mjög á móti henni. Ég held að það gefi síður en svo betri raun að í ráðu- neytunum séu allt of miklir sér- fræðingar. Mig óar við þeirri til- hugsun að hafa sérfræðing í hverju ráðuneyti, lækni í heilbrigðisráðu- neytinu, kennara í menntamála- ráðuneytinu og svo framvegis. Það mæla engin rök með því að sér- fræðingar séu betri stjórnendur,“ sagði Geir Gunnarsson. Eurocard breytir úttektar- tímabili EUROCARD kreditkort sf. hafa ákveðið að breyta úttektartímabili korthafa sinna. Þannig hefst úttektar- tímabilið framvegis 18. hvers mánað- ar og lýkur 17. næsta mánaöar á eftir í stað 21. og 20. eins og verið hefur. Ennfremur breytist gjalddagi útsendra gíróseðla og verður fram- vegis 2. hvers mánaðar f stað 5. eins og verið hefur. Eftir framangreindar breytingar hafa nú bæði kreditkortafyrirtækin Eurocard og Visa sama úttektar- tímabil og sömu gjalddaga á út- sendum gíróseðlum en mismunur þar á hefur valdið nokkrum rugl- ingi. Þetta breytta fyrirkomulag sem hér hefur verið nefnt tekur gildi frá og með yfirstandandi úttektar- tímabili þannig að því lýkur þann 17. nóvember og gjalddagi þessa tímabils verður 2. desember. Jólaleikrit Þjóðleikhússins verð- ur „Villihunang" í leikgerð Mic- haels Frayn, en verkið er æskuverk Antons Tsjékhov. Hinsvegar var fyrirhugað að frumsýna það verk í nóvember. Leikrit Arthurs Miller, „í deiglunni", sem áætlað var að frumsýna á jólum, verður frumsýnt 1 febrúar. Röð verkefna er að öðru leyti óbreytt eftir áramót. Dagana 14. og 15. nóvember sýnir frægur kinverskur dans- og söng- flokkur í Þjóðleikhúsinu, Shaanxi- listsýningaflokkurinn, sem hlotið hefur margvislegar viðurkenningar fyrir list sina. Flokkurinn er á sýn- ingarferð um Evrópu og getur ein- ungis sýnt tvisvar sinnum hér á landi. Þannig var biðröðin við aðgöngumiðasöhi Þjóðleikhússins um klukkan 13 I gær. Grímudansleikur aftur á fjalir Þjóðleikhússins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.