Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 Fagna staðgreiðslu- afslætti en vafa- samt að skylda hann - segir Einar S. Einarsson forstjóri VISA-íslands „ÉG TEL það fagnaðarefni ef fólki er boðinn afsláttur ef það borgar með reiðufé, en ég sé ekki hvernig er hægt að skylda menn til að gera slíkt,“ sagði Einar S. Einarsson, formaður VISA- íslands, þegar hann var spurður hvemig honum iitist á þær hug- myndir Jóns Sigurðssonar, við- skiptaráðherra, að skylt verði að veita sérstakan afslátt þeim sem staðgreiða vörur og þjónustu vegna greiðslukortaviðskipta Einar sagði að það væri misskiln- ingur í gangi um tengsl greiðslu- korta og verðs á vöru og þjónustu. Greiðslukort hefðu þjóðhagslegan sparnað í för með sér á ýmsan hátt, sem kæmi öllum til góða, korthöfum og öðrum. Það væri beinn kostnaður sem hlytist af vörslu og meðferð á reiðufé, þannig að þjóðfélaginu spar- aðist mikill kostnaður með því að minnka notkun á seðlum og mynt. Bjami Finnsson, varaformaður Kaupmannasafntakanna, sagðist ekki hafa séð frétt Morgunblaðsins og ekki hafa kynnt sér málið nægi- lega, en sagði að sér fyndist í fljótu bragði að þetta væri ekki rétta leið- in til að fá korthafa til að bera kostnað af greiðslukortunum. Hann taldi eðlilegra að korthafar borguðu þjónustugjald beint í stað þess að veita staðgreiðsluafslátt þeim sem borguðu í reiðufé. Kammersveit Reykjavíkur; Tónleikar í BústaðaJkirkju KAMMERSVEIT Reykjavikur verður með tónleika i Bústaða- kirkju í dag, sunnudag, kl. 17.00. Flutt verða verk eftir Benjamin Britten og Max Bruch. Fyrsta verkið sem flutt verður er Cantickle II eftir Britten. Flytjendur þess eru Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari og söngvaramir Gunnar Guðbjömsson tenór og Sverrir Guð- jónsson kontratenór. Einar Jóhanns- son, Helga Þórarinsdóttir og Þorsteinn Gauti flytja síðan verk eftir Max Bruch, tríó fyrir klarinett, lágfiðlu og píanó. Loks verður flutt verk einnig eftir Bruch, Septett í Es-dúr fyrir klarinett, hom, fagott, tvær fiðlur, selló og kontrabassa. Flytjendur þess eru Guðný Guð- mundsdóttir, Eva Mjöll Ingólfsdóttir, Sigurður I. Snorrason, Bjöm Áma- son, Emil H. Friðfinnsson, Amþór Jónsson og Richard Kom. Yfir 2000 fulltrúar á heilbrigðisþingi: Ný heilbrigðis- áætlun fyrir vorið Rúmlega tvö þúsund fulltrúar heilbrigðisstétta heilbrigðis- stofnana sátu heilbrigðisþing á föstudag, en slík þing eru haldin á fjögurra ára fresti. Viðfangs- efni þingsins var heilbrigðisáætl- Heillaóskir frá SjáJfstæð- isflokknnm ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis- flokksins hefur sent Jóhanni Hjartarsyni skeyti f tilefni af frammistöðu hans f einvíginu gegn Kortsjnoj í Saint John í Kanada. Texti skeytisins er birtur orðrétt hér á eftir: ■ „Árangur íslenskra skákmanna, prúðmennska og drengskapur í leik, vekur hvarvetna athygli og varpar ljóma á land og þjóð. Sigrar þínir eru uppskera mikillar eljusemi og sjálfsögunar, en um leið ávöxtur þess skákþroska sem hér hefur staðið. Sigur þinn nú minnir okkur á mikilvægi þess að vel sé búið að þeim sem halda uppi merki skáklist- arinnar hér á landi. Fyrir hönd þingflokks Sjálfstæðis- flokksins: Ólafúr G. Einarsson, Halldór Blöndal, Guðmundur H. Garðarsson." un fram til ársins 2000, sem Ragnhildur Helgadóttir, fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, lagði fram sem skýrslu á Alþingi vorið 1987. Að sögn Páls Sigurðssonar, ráðu- neytisstjóra, hafa 7 vinnuhópar, sem um 50 manns sátu í, farið yfir hina ýmsu þætti heilbrigðisáætlun- arinnar og skilað nefndarálitum og ábendingum, sem Qallað var um á þinginu. Þessi nefndarálit Qölluðu um stefnu í heilbrigðismálum, heil- brigða lífshætti, heilbrigðiseftirlit, þróun heibrigðiskerfisins, fjármuni og mannafla, og rannsókiiir og kennslu. „í ljós kom af skýrslum nefiidarhóps," sagði Páll Sigurðs- son, „að þegar á heildina er litið fella menn sig að mestu við þau markmið, sem fram hafa verið sett. Að loknu heilbrigðisþingi, sagði ráðuneytisstjóri, að yrði hafist handa við að samræma upphaflegu tillögumar, tillögur vinnuhópa og álit þeirra sem þátt tóku í umræðum á Álþingi. Sennilegt er að ný og endurskoðuð heilbrigðismálaáætlun sjái dagsins ljós fyrir vorið og verði þá lögð fyrir Álþingi til ályktunar. Fram kom í máli Guðmundar Bjamasonar, heilbrigðisráðherra, er hann sleit þinginu, að fmmvarp um heilbrigðisfræðslu og forvamir yrði lagt fram innan skamms. Morgunblaðið/BAR John O’Connor, kardínáli af New York, ásamt Nicholas Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, en sendiherrann tók á móti kardínálanum i Leifsstöð. O’Connor kardínáli; Jolson tápmikill þjónn kirkj- unnar og á eftir að efla hana JOHN O’Connor, kardínáli af New York-borg, kom hingað til lands í gærmorgun til þess að verða viðstaddur biskupsvigslu dr. Alfreðs Jolsons, sem fram fór síðar þá um morguninn. Við komuna til lands- ins sagði hans ágæti að sér þætti gaman að koma aftur til íslands, ekki síst í jafnánægjulegum erindagjörðum og nú. Sendiherra Bandaríkjanna, ugur til þess að leggja dóm á það, en ég þekkti Hinrik heitinn Frehen vel og veit að kirkjan hér á landi dafnaði vel undir hans stjóm. Söfn- uðurinn er að vísu ekki stór — um 1.500 manns í tæplega 250.000 manna þjóðfélagi — svo það segir sjálft að kaþólska kirkjan er ekki mjög fyrirferðarmikil. Ég þekki hins vegar Alfreð Jolson að því að vera tápmikinn þjón kirkjunnar og er viss um að biskupsdæmið á eft- ir að eflast í umsjá hans.“ Morgunblaðið spurðist fyrir um hvort kaþólska kirkjan hygði á trú- Nicholas Ruwe, tók á móti kardínálanum í býtið í gærmorgun og þrátt fyrir að enn væri ekki bjart af degi og kaldur næðingur á Keflavíkurflugvelli brosti O’Con- nor breitt og sagði að sér þætti gaman að vera kominn til íslands á ný. Blaðamaður Morgunblaðsins spurði kardfnálann fyrst hvort hann teldi að starf kaþólsku kirkj- unnar hér á landi myndi breytast við vígslu hins nýja biskups. „Ég er málum reyndar ekki nógu kunn- boðsátak á íslandi og hinum Norðurlöndunum, en sem kunnugt er er fyrirhugað að Jóhannes Páll páfi II heimsæki þau á næsta ári og ísland þar á meðal. „Ekki lít ég nú svo á. Hans heilagleiki hefur lagt mikið upp úr því að ferðast um heiminn — ekki bara á meðal hjarðar sinnar, heldur til fólks af öllum trúarbrögðum. Með þvf vill hann sýna öllum þjóðum heims elsku sína og umhyggju, sama hveijum þær játa trú sína. Hins vegar er það ekkert leyndarmál að honum er sérlega hlýtt til lúter- skra söfnuða og það á vafalaust sinn þátt í fyrirhugaðri för hans." O’Connor kardfnáli hélt utan aftur síðdegis í gærdag. Útflutningur á kindakjöti: Meðalverðið lækkaði úr 92 krónum í 60 Ástæðan er m.a. útflutningnr á ærkjöti MEÐALVERÐ á frystu kinda- kjöti sem út var flutt fyrstu ellefu mánuði síðasta árs var 60,34 kr. kilóið komið um borð í skip hérlendis, en sömu mánuði ársins 1986 var meðalverðið 92,12 kr. Verðið sem fékkst fyrir kjötið samsvarar tæplega 22% af heildsöluverði 1. flokks dilka- kjöts sem í gildi var hér innan- lands í nóvembermánuði. Ástæða Akranes: Bjargaðist naumlega úr eldsvoða LAUST eftir hádegið á föstu- dag kom upp eldur í ibúð i tvílyftu húsi við Bárugötu á Akranesi. íbúinn, maður á sex- tugsaldri, bjargaðist naumlega og liggur nú á sjúkrahúsinu á Akranesi með reykeitrun. Hann mun ekki talinn í lífshættu. Slökkviliði barst tilkynning um eldinn klukkan 13.05. Uppvíst varð um eldinn þegar vinnufélagi mannsins fór heim til hans að huga að honum. Hann hafði átt að vera mættur til vinnu um klukkan 13 en kom ekki og svar- aði ekki síma. Félagi mannsins brá skjótt við og fór heim til hans að huga að honum. Þegar þangað kom lagði reyk frá heimili manns- ins. Vinnufélaginn braust inn í fbúðina, fann manninn liggjandi bjargarlausan á eldhúsgólfi og gat komið honum út úr kófínu. Slökkvistarf tók tvo 'og hálfan tíma. Eldurinn breiddist ekki út um húsið og það er að sögn lög- reglu því að þakka að einangrað er með steinull milli hæða. Miklar skemmdir urðu á íbúðinni af hita og reyk. Eldsupptök eru óljós en talið er að kviknað hafi í dýnu í rúmi mannsins. fyrir þessari lækkun útflutnings- verðsins er, að sögn Magnúsar Friðgeirssonar, framkvæmda- stjóra búvörudeUdar SÍS, fyrst og fremst útflutningur á ærkjöti sem Htið fékkst fyrir, útflutning- ur á lágu verði tii Japans og almennt heldur lækkandi heims- markaðsverð. í desemberhefti Hagtíðinda eru upplýsingar um útflutning á frystu kindakjöti frá janúar til nóvember, en meginhluti kjötútflutnings ársins fer þá fram. Fram kemur að á þessu tímabili 1986 voru flutt út 6.526,6 tonn af kindakjöti fyrir 466,8 millj- ónir kr., og var meðalverðið því 92,12 kr. á kíló. Á sama tíma á sfðasta ári voru flutt út 8.267,2 tonn af kjöti fyrir 492,5 milljónir kr., meðalverð 60,34 kr. á kíló. Magnús Friðgeirsson nefndi þijár ástæður fyrir þessari lækkun með- alverðs. Flutt hefðu verið út um 700 tonn af ærkjöti á sfðasta ári fyrir lágt verð, en ekkert ærkjöt hefði verið flutt út árið áður. Þá hefði lqöt verið selt á fjarlæga markaði, aðallega til Japans, sem skiluðu lægra verði en markaðimir í ná- grannalöndunum. Til viðbótar þessu færi heimsmarkaðsverð á frystu kindakjöti heldur lækkandi og nefiidi sem dæmi að f Þýskalandi hefði kílóverðið lækkað úr 4,80 mörkum (105,60 kr) í 4,10 mörk (90,20 kr) cif (með útskipun, flutn- ingsgjaldi og tryggingu) á síðasta ári. í Hagtíðindum kemur fram hvað markaðimir skila mismunandi verði, og er miðað við vömna komna í skip við hafnarbakkann hér á landi, eða fob. Hæsta verðið fékkst í Lúxemboig, 124 krónur, en þang- að fóm aðeins rúmlega 7 tonn. Um 600 tonn fara árlega til Færeyja og Svíþjóðar og fást rúmlega 100 krónur fyrir kflóið þar, einnig f Finnlandi og Bandaríkjunum. Lægsta meðalverðið fékkst fyrir kjöt sem selt var til Hollands, 22 krónur, en rúmar 30 krónur fyrir kjöt til Vestur-Þýskalands og Frakklands. Á þessu tímabili, jan- úar til nóvember 1987, vom seld 1.950 tonn af kjöti til Japans og fengust rúmar 68 milljónir kr. fyrir það, þannig að meðalverðið var um 35 krónur á hvert kfló.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.