Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 Það eru forréttíndi að skrifa á íslensku Það er mikill blómailmur í stofunni hjá Thor, stórar hvítar liljur, bláar nell- ikkur og gular mimosur í misjafnlega stórum vös- um standa á hillum og borðum, stærstur er þó postulínsvasinn á stóra gamla borðstofuborðinu í borðstofunni. Öll þessi blóm hafa Thor verið send af vinum og velunn- urum til þess að samfagna honum vegna bókmenntaverðlaunanna sem Norðurlandaráð sæmdi hann nýverið. Samtal okkar Thors fer fram í borðstofunni og ég hef orð á því í upphafí að postulínsvasinn og borðstofuhúsgögnin séu eiguleg- ir munir. „Þetta er hvort tveggja úr búi foreldra minna," svarar Thor. „Ég held að húsgögnin séu ekta ensk Chippendalehúsgögn“. Við ér- um varla sest til að tala saman þegar síminn hringir og það er rétt forsmekkurinn að því sem koma skal í þeim efnum. Það eiga marg- ir erindi við Thor þessa dagstund sem ég er í heimsókn og hann mælir á ýmsar tungur í þeim sam- tölum. Meðan Thor spjallar skoða ég hinar fjölmörgu myndir og mál- verk sem er þétt raðað á veggi heimilisins og sný ekki aftur til borðstofunnar fyrr en Thor hefur lokið viðræðum við útlendan útgef- anda sem, einn af mörgum, vill gefa út bók Thors: Grámosinn glóir. Fæddist og bjó í Endinborg til finun ára aldurs Thor Vilhjálmsson er fæddur í Edinborg, elstur bama Guðmundar Vilhjálmsonar, seinna forstjóra Eimskipafélags íslands og konu hans Kristínar, sem var sjötta bam hjónanna Margrétar og Thors Jen- sen. „Faðir minn byijaði ellefu ára gamall að vinna í Kaupfélagi Þing- eyinga. Hann fékk litla skólagöngu en var þó í unglingaskóla hjá Bene- dikt Bjömssyni, sem var fæddur kennari. Að öðru leyti var pabbi að mestu sjálfmenntaður maður, hann keypti sér þó tilsögn í tungumálum. Hann dáði aldamótaskáldin og kunni mikið af ljóðum eins og títt var um ýmsa af hans kynslóð. Hann fór komungur út í heim með traust nokkurra foringja í þingeysku bændamenningunni í veganesti, meðal þeirra voru þeir Pétur á Gautlöndum og Benedikt frá Auðn- um. Fyrst var faðir minn veturlangt í Kaupmannahöfn, þá var aðal til- haldið hjá honum og íslenskum vinum hans að fá sér kaffí og vfnar- brauð einu sinni í viku. Þaðan fór hann til New York og stóð þar fyr- ir stofnun skrifstofu Sambands íslenskra samvinnufélaga, þá var hann rúmlega tvítugur. Þar varð hann óskaplega hrifinn af óperu- söng og „uppgötvaði" Metropolitan- óperuna. Þá heyrði hann alla þessa stærstu syngja og ég ólst upp við að í húsinu hjá okkur var hljóm- plötusafn þar sem þau voru Caruso, Antonio Scotti, Amélita Galli-curci og fleiri. Frá New York fór faðir minn til Edinborgar og stofnar þar sömuleiðis skrifstofu fyrir Samband íslenskra Samvinnufélaga og þar fæddist ég árið 1925. Foreldrar mínir höfðu þá verið í hjónabandi í u.þ.b. ár. Helga fæddist ári seinna, svo var eitt ár frí, þá fæddist Guð- mundur og síðan Margrét. Svo kom aftur hlé í eitt ár en þá fæddist Thor Vilhjálmsson. IjÖ8m:Óli K. MagnÚBson Rœtt við Thor Vilhjálmsson rithöfund, sem jyrir skömmufékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs „Ég vanda mitt verk eins og ég get og reyni að svara þeim kröfum sem ég geri til sjálfs mín, bæði sem maður og rithöfundur. Mín skoðun er sú að það fylgi því mikil ábyrgð að vera rithöfundur.“ Þannig farast Thor Vilhjálmssyni orð í upphafi samtals sem fram fer á heimili hans og konu hans Margrétar Indriðadóttur fyrrum fréttasljóra Ríkisútvarpsins. Thor hlaut fyrir skömmu bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bók sína Grámosinn glóir. Ritverk eftir Thor hafa áður verið lögð fram til þessara verðlauna af íslands hálfu. Ég hef heyrt að fyrst hafí verið talað um að þetta hús yrði skóli. Þá var enn sá tími að orðið gilti svo afí hafði aðeins munnlegt loforð en það dugði skammt þegar til átti að taka, þessi húsbygging fór illa með fjárhag hans. Helga amma mín var dáin áður en ég kom til íslands fímm ára gamall en Vil- hjálmi afa mínum kynntist ég vel og þótti mikið til hans koma. Ég var hjá honum og Maríu á Húsavík sumar eftir sumar í bemsku. Afí minn Thor Jensen var dansk- ur maður að ættemi en tók ástfóstri við ísland og leit á sig sem íslend- ing eftir að hafa verið búsettur hér allt frá því hann var komungur maður. Hann hélt burt af sínum bemskuslóðum í Danmörku og ég held helst að hann hafí ætlað að leggja undir sig heiminn. Hann gerðist seinna athafnamaður hér á landi. Hann kynntist ungur Mar- gréti Þorbjörgu Kristjánsdóttur, þau giftust og unnust hugástum. Ég minnist þess að þegar þau höfðu verið gift í 50 ár komu böm þeirra tólf, tengdaböm og bamaböm sam- Hallgrímur bróðir minn, sem dó þréttán ára gamall Þótti mikið til afa sinna koma Faðir minn var sonur Vilhjálms Guðmundssonar frá Brettingsstöð- um í Flateyjardal og konu hans Helgu ísaksdóttur. Þau áttu saman tvö böm, föður minn og Maríu en áður átti hann bam með Ólöfu, tvíburasystur ömmu minnar, son sem hét Óli. Bróðir Vilhjálms, Páll Guðmundsson á Brettingsstoðum, átti aðra systur ömmu minnar, af- komandi þeirra er Stefán Jónsson alþingismaður sem gaf út skemmti- lega bók fyrir jólin þar sem hann segir fallega frá afa mínum. Vil- hjálmur afí minn fékkst við ýmis störf, athafnamaður en kannski ekki fésýslumaður að sama skapi og atgerfí hans var mikið í flestu öðru. Hann var hraustmenni mikið en flíkaði því lítt. Faðir minn sagði mér þó eina sögu sem lýsir vel kröft- um hans. Eitt sitt voru menn að bisa við að koma stórri og þungri tunnu upp á stokka. Þeir stóðu ráð- þrota því plankinn hafði brotnað og komið kvöld og átti að lo.ka. Þá tók karl tunnuna og reisti hana við hné sér og setti hana upp á stokk ana. „Þá sá ég að faðir minn var sterkur, “ sagði minn faðir við mig. Vilhjálmur byggði svipmikið hús á bakkannum á Húsavík og gaf því nafnið Hliðskjálf. Síðan byggði hann Hallanda og er bara sund á milli húsanna. Það virðist tilkomulítið þegar það er séð ofan frá en það nær raunar niður í fjöru, þijár hæðir og stendur í bröttum sjávar- kambinum og sumum þykir það með sér- kennilegri húsum landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.