Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 Að kika meö fegurÖm a u r r | inand SPJALLAÐ VIÐ RANDALL HODGKINSON OG LEEDICE KISSANE „ÞAÐ ER afar örvandi að spila í þessu umhverfí," sagði píanóleikarinn Randell Hodgkinson, hvar hann var að æfa sig í glæstum húsakynnum Listasafns Islands fyrir tónleika á föstudagskvöldið. „Ég æfí mig að jafnaði fíóra til sex tíma á degi hveijum. Og oft lengur þegar tónleikar eru í undirbúningi. Þessa daga sem ég hef verið hér hef ég fengið að æfa mig á ýmsum stöðum. Og þó að maður gleymi sér þegar á líður er umhverfíð óneitanlega mikilvægt. Að leika með slíka fegurð í kringum sig eins og hér verður mér innblástur." Randell lék einleik með Sinfóníuhljómsveitinni kvöldið áður, en tónleikamir í Listasafninu voru haldnir til styrktar byggingu tónlistarhúss í Reykjavík. Frumkvæði hafði amma hans, Leedice Kissane, en hún bjó á íslandi 1970-1972 sem Fullbrightstyrkþegi. Morgunblaðið/RAX Raadall Hodgkinson Leedice Kissane Randell byijaði að læra á píanó aðeins 2ja ára gamall. „Móðir mín er píanókennari og leið- beindi mér fyrstu árin. Ég hélt svo áfram og stundaði tón- iistamám samhliða skólanum. Það kom aldrei annað til mála í mínum huga, því að tónlistin er líf mitt og yndi held ég að megi segja. í §öl- skyldunni úir og grúir af tónlistar- mönnum, foreldrar mínir báðir eru tónlistarmenn, systir mín leikur á hom og bróðir minn menntaði sig að vísu í tölvufræðum, en hann er músíkelskur og nýtur tónlistar, þótt hann hafi ekki lagt stund á hana sjálfur. Eftir að ég fór í háskóla nam ég hjá Veronicu Jochum í Boston og þar hef ég einnig kennt síðustu fjögur, fimm árin. Eg fékk bandarísk tónlistarverðlaun, sem urðu til þess að vekja athygli á mér, og ég fór að koma fram sem einleikari. Konan mín, sem er með mér í ferðinni hingað, er einnig píanóleikari og við komum oft fram saman. Undanfarin ár hef ég ferð- ast allvíða og haldið tónleika, meðal annars í Japan, Frakklandi, Ítalíu og fleiri Evrópulöndum. Einnig leik ég með í kammersveit, sem hefur farið í hljómleikaferðir til nokkurra Austur-Evrópulanda. Sömuleiðis er ég á faraldsfæti innan Banda- ríkjanna. Eftir að ég kem heim fer ég í hljómleikaferð um miðvest- urríkin og ýmislegt fleira er í athugun. Eg spila flölbreytta tón- list, á tónleikunum í Listasafninu til dæmis verk eftir Bach, Sjostako- vitsj, Chopin of fleiri. Ég reyni að setja dagskrána saman eins og góð- an matseðil... svo að allir fái eitthvað við sitt hæfí.“ „íslenskir áheyrendur eru mjög góðir,“ heldur hann áfram. „Það er nú svo að maður hefur varla sleg- ið nema fyrstu nótumar þegar maður skynjar hvemig áheyrendur era — ég get leyft mér að segja að hér hafi ég fundið hlýja strauma. Það er óneitanlega góð kennd. Mér fannst gott að fá þetta tækifæri að leggja fram minn skerf, amma mín Leedice Kissane tók miklu ást- fóstri við ísland og átti margar gleðistundir á hljómleikum þegar hún var við kennsluna í Háskólan- um. Leedice Kissane kom hingað fyrst sem fyrr segir vorið 1970. „Ég hafði þá fyrir skömmu misst mann- inn minn og var að láta af starfi við háskólann í Idaho. Mig langaði ti! að breyta um umhverfi og gera eitthvað nýtt og sótti um Fullbright- styrk og valdi ísland. Meðal annars vegna þess að hér gat ég haldið áfram á þeirri braut sem ég hafði verið á, þ.e. einkum bandarískar bókmenntir. Ég bjó hjá Vilborgu Kristjánsdóttur og bömum hennar flóram og það var mér mikils virði að búa hjá fjölskyldu og á þann hátt kynntist ég fólki fyrr og kannski öðravísi en hefði ég búið ein úti í bæ. Við Vilborg urðum miklir vinir. Ég hafði yndi af kennsl- unni og átti afar góð samskipti við ýmsa kennara og nemendur mína. Ég sótti um að fá styrkinn aftur eftir fyrra árið og tel mig lánsama að svo varð. Ég eignaðist marga vini og hélt tengslum við þá eftir að ég fór. Og meðan ég var hér sótti ég alla tónleika, og hreifst af. Hvar- vetna mætti ég hlýju og vinsemd og þessi tími varð mér óendanlega mikils virði. Eins og dóttursonur minn sagði er mikið af tónlistar- fólki í fjölskyldunni, en ég hef nú aðeins verið njótandi í þeim málum. Maðurinn minn lék á fiðlu og hann kom á laggimar hljómsveit þar sem við bjuggum í Idaho og stjómaði henni áram saman. Bæði dóttir mín og tengdasonur era tónlistarmenn. Eftir að Leedice fór heim til Bandaríkjanna hélt hún sambandi við fslenska vini sína og fylgdist af áhuga með því sem hér var að gerast. Meðal annars kveðst hún hafa glaðst þegar hún frétti af því að Vigdís Finnbogadóttir, sem var góð vinkona Vilborgar, hefði verið kjörinn forseti og fundist það þjóð- inni til sóma. „Ég las um það í blöðum, að Vladimir Ashkenazi hefði ákveðið að fá Sinfóníuhljómsveit Lundúna til að efna til hljómleika til að styrkja byggingu tónlistarhallar á íslandi. Mér fannst þetta stórmann- legt af honum. Ég fór að velta málinu fyrir mér, ég var náttúrlega enginn Ashkenazi, en ég átti þó dótturson, sem hafði getið sér góð- an orðstír og er eftirsóttur hvort sem er einleikari eða með hljóm- sveitum. Það var kveilqan að þessu og það þurfti ekki að beita Randell fortölum, hann var mjög áhugasam- ur þegar ég færði þetta í tal við hann. Hann vissi um ást mína á íslandi og fslenskri menningu og sjálfur var hann ekki ósnortinn, því að kona hans á fslenska móður, sem er af Suðumesjum og hún á marga ættingja þar. Því fann hann til tengsla við landið og þjóðina." Leedice Kissane sagði að hún fagnaði því að hægt hefði verið að koma þessum hljómleikum f kring og hún væri innilega glöð yfir að hafa getað lagt hönd á plóginn, enda vissi hún hversu mikið metn- aðarmál það væri íslensku tónlistar- fólki að koma upp þessu húsi, sem án efa yrði öflugu tónlistarlífí hér enn meiri lyftistöng. j.k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.