Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 !hin nýja_ mx- WOOD Kvlkmyndir Sæbjörn Valdimarsson Hlutirnir eru sífellt að breytast í Hollywood. Hirðuleysislegar unglingamyndir sem réðu þar ríkjum í sex ár hurfu á einni nóttu á síðastliðnu hausti, viku fyrir réttarsalsdrömum og blóðheitum ástarmyndum. Hrunið á verðbréfamarkaðnum fyrir þrem mánuðum setti ný fyrirtæki í hættu, hina nýju, brothættu kvikmyndagerðarmenn sem eiga allt sitt undir hlutafjársölu og einni aðsóknarmynd. Hvaða máli skipta breytingamar í kvikmyndaiðnaðinum fólk sem ekkert hlutabréf á f kvikmyndaver- um, en vill einfaldlega sjá góða mynd um helgina? Heilmiklu reynd- ar. Kvikmyndahúsin hafa aldrei verið fleiri og í fyrra voru 511 nýj- ar myndir til að fylla þau, sem er mesta ársframleiðsla allar götur aftur til 1970. í þeirra hópi er að fínna margar áhugaverðar, sérvitr- ingslegar eða dirfskufullar sjálf- stæðar myndir sem ekki hefðu átt möguleika á að verða gerðar né dreift fyrir sex árum. Innan um eru líka slakar myndir sem troðið er inná markaðinn f þeim tilgangi ein- um að gera þær verðmætar á myndbandamarkaðnum að fjórum mánuðum liðnum. Hvað sem öllumbreytingum líður munu gömlu risaverin halda velli. Sem endranær. Líkt og kamelljón aðlaga þau sig hveijum áratug, skipta um eigendur, deila með sér upptökustúdíóum, framleiða efni fyrir sjónvarpskeðjumar og byggja upp myndbandafyrirtæki. Kvik- myndaver níunda áratugarins eru alls ólík hinum goðsagnakenndu sköpunarverkum sem stjórnuðu al- þýðumenningunni fyrir hálfri öld. En þau bera enn sömu nöfnin. Metro-Goldwyn Meyer, United Art- ists, 20th Century Fox, Paramount, Wamer Bros, Columbia og Univers- al. Og þó þau hafí ekki 250 leikara á samningi, eins og MGM 1935, þá ráða þau enn flestöllu því sem gerist í kvikmyndaiðnaðinum. Hvert einasta risaveranna er nú fyrirtækjasamsteypa eða hefur ver- ið gleypt af einni slíkri. Fyrirtæki sem vom sett á laggimar til að selja myndbönd eru nú orðin kvik- myndaver, sama máli gegnir um kvikmyndahúsahringi. Myndir, framleiddar af sjálfstæðum aðilum, sem aldrei hefðu náð til kvikmynda- húsa utan stórborganna, ganga nú um ríkin þver og endilöng. Og bíóin skjóta upp kollinum eins og gorkúl- ur í sérhverri verslunarmiðstöð. { nóvember tilkynntu samtök kvikmyndahúaeigenda f Banda- ríkjunum, að bfóin hefðu aidrei verið fleiri sfðan 1948; salimir 22.721 og nýir bætast við í hverjum mán- uði. Miðasalan náði 4,2 milljörðum dala 1987, metár í sögu Hollywood, og afrakstur af myndböndum jafn- vel meiri. Yfír jólahátfðina seldi Walt Disney-fyrirtækið 3 milljónir myndbanda af hinni 32 ára gömlu teiknimynd Lady and the Tramp, sem færði því 60 millj. dala. En Paradís er ekki laus við erfíðleika. Jeffrey Katzenberg, formaður Disn- ey-kvikmyndaversins bendir á að 1987 var stórkostlegt ár fyrir kvik- myndajiúsrekendur, en ekki endi- lega fyrir iðnaðinn. „Það er sameiginlegt álit flestra að fram- leiðslan var einfaldlega of mikil,“ segir hann. „Ef þú deilir innkom- unni í myndafjöldann sem sýndur var fór væn fúlga í öfugu hlutfalli til fárra, vinsælla mynda.“ Yfir Þakkargjörðarhelgina (ein vinsælasta bíóhelgin vestan hafs) voru rösklega þijátíu myndir á boð- stólum. En tvær Disney-myndir, Three Men and a Baby og Cinder- ella, og tvær Paramount-myndir, Plains, Trains and Automobiles og Fatal Attraction, áttu yfir 60% af miðasölunni. Jólahelgin var jafnari, þó beið nýja myiidin hans Bills Cosbys, Leonard, Part VI, fjár- hagslegt afhroð. Samþætting er lykilorðið í Holly- wood í ár. Risaverin ogjafnvel sum hinna smærri ætla sér að framleiða og dreifa kvikmyndum, sýna þær í eigin bíóum, framleiða og selja myndböndin sex mánuðum síðar, senda þær síðan út í eigin sjón- varpsstöðvum, framhjá risakeðjun- um, og hvað Disney snertir, í eigin kapalsjónvarpi. A þessum tímum, þegar stjóm- völd eru að rýmka reglugerðir, eru kvikmyndaverin að leitast við að verða eigin gæfu smiðir. Nokkuð sem þau hafa verið ófær um síðan 1948, er yfirvöld skipuðu þeim að selja kvikmyndahúsakeðjumar og tilkoma sjónvarps hrakti bíóferðir úr fyrsta sætinu sem vinsælasta tómstundagaman Bandaríkja- manna. í rauninni er orðið kvikmyndaver að vissu leyti úrelt. Paramount er hluti „afþreyingardeildar" stórfyrir- tækisins Gulf and Westem, ásamt Madison Square Garden, New York Knicks-körfuboltaliðinu, o.fl. Og 20th Century Fox, sem stjómað er af blaðakónginum Rupert Murdoch, hefur sett á laggimar fjórðu sjón- varpskeðjuna vestan hafs (hinar eru sem kunnugt er, ABC, CBS og NBC) eftir kaup á fímm sjónvarps- stöðvum á 1,6 milljarða dala. MCA, móðurfyrirtæki Universal, rekur ábatasamar skoðunarferðir um kvikmyndaverin, póstverslun með' gjafavörur, þjónustu í Yosemite- þjóðgarðinum, eina stærstu kvik- myndahúsakeðjuna, o.fl. Wamer Communications, meðeigandi MTV og kapalrásarinnar Nickelodeon, er sjötti stærsti rekstraraðili kapal- kerfa og er að kaupa helming kvikmyndahúsakeðju Paramount. Skemmtigarðar eru aðaltekjulind Disneys. Coca Cola er að endur- byggja Columbia og skella því undir sama hattinn — Columbia Pictures Entertainment — ásamt Tri-Star Pictures, Loew’s kvikmyndahúsa- keðjunni og sjónvarpsstöðvum í eigu Coke. Næstum öll nýju kvikmyndahús- in eru fjölsalabíó sem hýsa 8 til 10 sali. Það stærsta var opnað í fyrra, Universal Cineplex. Með átján sali, sex þúsund sæti, og lítið stærra en Radio City Music Hall, en getur sýnt átján myndir samtímis í stað einnar. Fjölsalabíó og myndbönd hafa opnað leiðina fyrir stóraukinn innflutning á yfírlætislitlum og „öðruvísi" enskumælandi myndum, framleiddum af sjálfstæðum aðil- um. Slam Dance, Sammy and Rosie Get Laid, Square Dance, Dirty Dancing, Matewan, Maurice, The Dead, The Whales of August, Dogs in Space, Wish You Were Here, The Glass Menagerie og Barfly, svo nokkrar séu nefndar. Myndbandið og fjöisalabíóin hafa nú gengið end- anlega frá „lista“-húsunum dauð- um. En sameiginlega hafa þau veitt brautargengi þeirri mjmdgerð sem kallast „sérhæfðar myndir" (listræn mynd er klám þ.e.a.s. óseljanlegt hugtak í dag). Meðalkostnaður við gerð myndar í risaverunum er í dag kominn uppí 16 millj. dala, fyrir utan 8 til 10 millj. í markaðssetningu. Verka- lýðsfélögunum er að nokkru kennt um, en þau sjá m.a. til þess að mun fleiri eru á launum en þörf er á. En þeim verður ekki kennt um ýmsan fáránlegan tilkostnað, eins og t.d. stjömulaun þeirra Warren Beatty og Dustin Hoffman, sem i sameiningu fengu hálfa elleftu milljón dala fyrir Ishtar, sem á varð risavaxið tap. Þá snýst „meðal“-kostnaðurinn á verri veg vegna þriflegra mistaka eins og Howard The Duck sem kostaði 35 millj. dala, Pirates, á 31., og Tai Pan á 25. Samtals tóku þessar mjmdir inn minna en 25 milljónir, sem rennir styrkum stoð- um undir þá grundvallarkenningu að kvikmyndagerð sé löngum tvísýnn starfi. Stjömur eins og Clint Eastwood, Sylvester Stallone, Eddie Murphy, Amold Schwartzen- egger og Michael J. Fox geta tryggt aðsókn að kvikmynd, en aðeins réttu myndinni. Þegar Eastwood varpaði frá sér marghleypunni og lék dauðvona sveitasöngvara í Honkytonk Man og Stallone rembd- ist við gamanleik á móti Dolly Parton í Rhinestone og hr. Fox lék starfsmann í verksmiðju í Light of the Day kom greinilega í ljós að svo bregðast krosstré sem önnur tré. En stjömukerfið er enn í fullu gildi. T.d. skín Andrew McCarthy skært í augum táningsstúlkna, það sannaði Mannequin. En stjömumar hafa ekki sama áhrifamátt og á þeim tíma er MGM stóð fyrir Metro-Goldwyn-Meyer og hljóðver þess og tökusvæði náðu yfír hundr- uðir ekra í Los Angeles. Nú er MGM einungis einn skýjakljúfanna í Bev- erly Hills, hluti MGM/UA Comm- unications Co., í eigu 'auðjöfursins Kirk Kerkorian. Og engin hinna fímm vinsælustu mynda allra tíma státar af stórstjömu. Hinar raun- verulegu stjömur E.T., StarWars, Retum of the Jedi, The Empire Strikes Back og Jaws voru leikstjór- ar þeirra og framleiðendur, Steven Spielberg og George Lucas. Aðalstjaman í dag, næst á eftir Spielberg einum, er framhalds- myndin. Töku Crocodile Dundee II Columbla. Stofnað 1924. DreifAi 14 myndum 1987. Þ. ó m. Roxanne, La Bamba, Ishtar. Eigandi Coca Cola Co. ÚÚACrt&Mf Walt Dlsney. Stofnað 1923. Stofnsetti Touchstone 1984 til að framleiða myndfr fyrir full- orðna. Drelfði 13 myndum 1987. Þ. ó m. Tin Men, Three Men and a Baby, endursýndi Cinde- rella og Snow Whlte. Eigandl Walt Disney Co. MQM. Stofnað 1924. Dreifði 8 myndum 1987. Þ. ó m. Moonstruck og Spaceballs. Un ited Artists. StofnaA 1919 DreifAI 6 mynd- um 1987. Þ.ó m. The Livlng Daylights og Baby Boom. Eig- andi MGM/UA Communic ations Inc. Paramount. Stofnað 1912. Dreifði 12 myndum 1987. Þ. ó m. Beverly Hilis Cop II, The Untouchables, Fatal Attraction. Eigandi Gulf and Western liic. 20th Century Fox. Stofnað 1935. Dreifði 13 myndum 1987. Þ. ó m. Broadcast News, Wall Street, The Princess Bride. Eig andi News Corpor- ation.Ltd. Unlversal. Stofnað 1912. DreifAi 16 myndum 1987. Þ. ó m. Jaws the Revenge, Cry Freedom, Batteries Not Included. Eigandi MCA Inc. Warner Bros. Stofnað 1923. Dreifði 17 myndum 1987. Þ. ó m. Lethal Weapon, Full Metal Jacket, Empire of the Sun. Eigandi Warner Com- municati ons Inc. er næstum lokið. Rambo, Rocky IV, og The Karate Kid II nutu meiri aðsóknar en forverar þeirra. Kvik- mjmdir hafa löngum verið vand- ræðaleg blanda listar og söluvöru, í dag er kaupsýslan örugglega of- aná. George Lucas hafði næstum jafn mikið uppúr Star Wars-leikjum og leikföngum og mjmdunum sjálf- um. Og framhaldsmjmdimar skapa þann aukatíma sem þarf til að markaðssetja bækur byggðar á mjmdunum, T-boli, bitabox, sæng- urfatnað, o.s.frv, o.s.frv. Ef við ímjmdum okkur að Holly- wood sé terta búin til úr þremur lögum, með risaverin efst en sjálf- stæðu framleiðenduma neðst, þá em það litlu risaverin (mini-majors) sem lenda f miðjunni. Þau eiga ekki upptökustudíó og hættir til að koma og fara í snatri. Sökum þess að þau eiga ekki stór upplög gam- alla mynda né sjónvarpsþætti til að hlífa þeim er illa árar geta þau hæglega orðið uppiskroppa með fé og viðskiptavini. Á meðal slíkra fyrirtælqa, sem starfað hafa á síðustu ámm en em nú svo gott sem gleymd, má nefna Time-Life Films, Melvin Simon og kvikmynda- einingar CBS- og ABC-sjónvarps- keðjanna. Smárisamir f dag em hinsvegar Orion, Cannon, Lorimar, De Laurentiis Entertainment Group, Tri Star og New World Pict- ures. Sökum þess að leikstjórar og framleiðendur knýja fyrst dyra hjá risunum og snúa sér fyrst til þeirra smærri þegar jötnamir hafa vísað þeim frá, er þeim gjaman boðið síður sölulegt — en oft því áhuga- verðara — efni. Það var Orion sem dreifði og flármagnaði að hluta stríðsmyndina Platoon, sem hlaut metaðsókn og fem Óskarsverðlaun. Orion er vel á sig komið og rekur með góðum árangri arm sem sér- hæfir sig í sígildum mjmdum. Hefur Woody Allen á sínum snæmm og sjónvarpsþættina Cagney and Lacey. Tri-Star er stutt af Coca Cola. New World þrífst á ódýrum myndum og táningamyndum. Menahem Golan, stjómarfor- maður Cannon, lét svo ummælt á Cannes-hátíðinni fyrir tveimur árum að myndir fyrirtækisins yrðu að ganga vel, því þær væm fjár- magnaðar með forsölu sýningar- og myndbandarétts áður en mynda- tökuvélamar fæm í gang. De Laurentiis, sem getur heillað skratt- ann uppúr skónum og eldar bestu pastarétti í Hollywood, notar svip- aðar aðferðir. En fjárhagsáætlanir mynda hjá báðum fyrirtækjunum fóm gjörsamlega úr böndunum. De Laurentiis Entertainment Group varð að afskrifa King Kong Lives, 18 millj. dala kvikmjmd, sem og Tai-Pan. Ábatasöm forsala dugar ekki til að bæta upp slík mistök. Lorimar ætti að þrauka vegna mikillar velgengni í gerð sjónvarps- þátta. Fyrirtækið hefur m.a. á sínum snæmm Dallas, Falcon Crest og Knot’s Landing. En með 25 mjmdir að baki og enga aðsóknar- mjmd í þeim hópi má segja að fyrirtækið sé búið að gefa risavers- drauminn uppá bátinn. Hvað með framtíðina? Blikur em á lofti. Hmnið á verðbréfamarkaðn- um þýðir erfiðleika fyrir minni fyrirtækin. Sala á hlutabréfum í nýjum verður mun torveldara og mörg smáfyrirtæki sem urðu fyrir barðinu á hmninu standast það ekki. Menn em famir að hafa áhyggjur af að minnkun verði á aðsókn undir árslek 1988, líkt og gerist þriðja hvert ár, en hún mundi þýða áfall fyrir kvikmyndahúsa- hringina. En hvemig sem fer er enginn vafí á að risaverin halda áfram að vera til. Hvort fjölsalabíóin munu dafna eða deyja með tilkomu há- skerpu sjónvarpstækja eða annarra byltingarkenndra tækninýjunga veit enginn. En hver sem tæknin verður mun hún lenda í höndum afþreyingariðnaðarins. (Heimild: N.Y. Times 16. jan. 1988.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.