Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 25 Vegna listskreytingasjóðs o.fl. Myndllst Bragi Ásgeirsson Það hefur vakið athygli, að Al- þingi hefur samþykkt samkvæmt tillögum ríkisstjómarinnar að skera niður lögbundin framlög til list- skreytingasjóðs um tæplega þrjá fjórðu! Vakti formaður Sambands íslenzkra myndlistarmanna, Guðný Magnúsdóttir, athygli á þessu í pistli hér í blaðinu fyrir skömmu og vísaði m.a. til þess, að sam- kvæmt lögum frá 1982 ætti eðlilegt framlag til sjóðsins að nema tæp- lega 19 milljónum, en ekki 5 samkvæmt tillögum ríkisstjómar- innar! Þetta em með sanni dapurlegar fréttir, því að framlög til lista hér á landi em með þeim lægstu, sem þekkjast á byggðu bóli, auk þess sem aðstaða listamanna er um margt erfíðari sökum einangmnar og fámennis. Ef allar stéttir þessa lands ættu að leggja jafn mikið af mörkum til spamaðar og mjmdlistarmenn, þá væri vafalítið hægt að stoppa í öll göt ríkissjóðs nokkur ár fram í tímann. Kannski misskilja menn tilgang listskreytingasjóðs að einhveiju leyti og álíta hann öðm fremur til uppsetningar nýrra verka utan á opinberar byggingar eða innan þeirra. Mér skilst þó, að hann gegni einnig því hlutverki að dreifa list um landið, t.d. með kaupum mynd- listarverka viðurkenndra myndlist- armanna í skóla, félagsheimili og yfirleitt í opinberar stofnanir, þar sem mikið er um almannatengsl. Hér er um gríðarlegt hagsmuna- mál myndlistarmanna að ræða og einnig í þá vem, að annarleg sjónar- mið fái ekki að blómstra um úthlutanir. í sumum löndum, t.d. Svíþjóð, hefur manni virzt eftir myndskreytingum á opinberar byggingar að dæma, að miðlungs- menn hafí náð lykilstöðu f úthlutun- amefndum. Að minnsta kosti virðist sem furðu fáir af þeirra bestu lista- mönnum hafí fengið tækifæri til opinberra myndskreytinga, heldur hafí hér myndazt sérstök stétt fag- manna. ísland er ákaflega fátækt af myndlist í dreifbýlinu og því væri upplagt að leggja megináherzlu á að bæta úr þeirri vöntun í nokkur ár, enda er vitað að flestir kunn- ustu myndlistarmenn þjóðarinnar sitja uppi með ný sem gömul stór og nær óseljanleg verk á vinnustof- um sínum. Verk sem hafa sum skapað sér sögu í þróun íslenzkrar myndlistar en rykfalla í geymslum. Væri það að mínu mati allra hagur, að þessi myndlistarverk yrðu virkjuð í stað þess að dreifa nær einungis um landið nýjum myndlist- arverkum, sem enginn veit fyrir- fram hvemig eldast. Þá sýnist mér sú þróun ískyggileg, ef listaverkin eigi að verða einskonar einhæf við- bót og skreyting á viðkomandi byggingar í stað þess að vera einn- ig og öðru fremur sjálfstæð og sterk. Þetta þarf að skiljast rétt því að enginn er í ^jálfu sér á móti því, að myndlistarverkin séu í sam- ræmi við viðkomandi byggingar. Fram má koma, að margar fom- ar byggingar og kirkjur ytra prýða nútímalistaverk og falla vel að þeim, þótt þau séu ekki í sjálfu sér í upprunalegum stíl bygginganna. Þá hafa mörg núlistaverk orðið fyr- ir hatrammri andstöðu í upphafí, sem seinna hlutu svo almenna að- dáun. Ég vil nota tækifærið til að minna á þetta hlutverk listskreytingasjóðs, um leið og ég vek athygli á því hve lúaleg aðför þetta er að íslenzkum myndlistarmönnum að skerða á þennan hátt lögbundin framlög til þeirra. Jafnframt kemur þetta í veg fyrir að almenningur í landinu hafí fyrir augum myndverk er hafa í sjálfu sér menntunargildi og er því einnig aðför að menntunarþroska þjóðarinnar. — Einneigin vil ég minna á um leið, hvað starfslaun til listamanna varðar, þá skiptir peningaupphæð og tímalengd ekki meginmáli — heidur skiptir öllu að listamaðurinn geti helgað sig list sinni óskiptur út starfstímabilið og það gengur ekki hér að lækka t.d. fyrirvinnu um allt að 5 launaflokka, sem er inni í dæminu, og ætla honum að njóta sín í list og starfí á byijunar- launum menntaskólakennara — og fyrir sömu upphæð og einstaklingur hlýtur! Fyrirvinnu, sem nýtur í bezta falli við myndlistarkennslu, svipaðra launa og námskona með tvö böm á framfæri en engra ámóta skattfríðinda! Rétt er einnig að vísa til þess vegna meints vanmats og ákaflega lítillar virðingar myndlist- ar og iðkenda hennar, að verðlaun vegna varanlegs listaverks í nýja borgarkjamanum voru 200 og 100 þúsund. Hins vegar fengu 10 dæg- urlagahöfundar, sem í úrslit komu vegna Eurovision-keppninnar, 175 þúsund hver til þess eins að semja örstutt dægurlög. Sjálf verðlaunin eru svo væntanlega miklu hærri auk annarra tekna sem fylgja. Hið opin- bera, þ.e. almenningur, borgar brúsann í báðum tilvikum og hér sést í hnotskum hveijir hafa mest og dyggilegast stutt við bakið á glysiðnaðinum á íslandi. Bragi Ásgeirsson Myndlistarverkinu er ætlað að vera augnayndi almennings, sómi og tákn borgarkjamans um ókomna tíma en ekkert dægurlaganna nær að lifa lengur en í bezta falli nokk- ur ár og jafnframt er hér trúlega stflað til þeirrar mestu lágkúm sem fyrirfinnst á tónmenntasviði. Og á meðan framlög til Qölmenns hóps dugandi myndlistarmanna lækka hafa framlög til kvikmyndagerðar á nokkmm ámm risið upp frá engu upp í 60 milljónir og þykir víst lítið, enda er hér mest stflað á stundar- gaman og afþreyingu. Hér væri hægt að halda lengi áfram en ég tel farsælla að fara nánar út í þessi mál í sérstökum sjónmenntavettvangi fljótlega. En mér þykir sem mjmdlistarmenn hafi ærið tilefni til að snúa hér vöm í sókn og án nokkurs barlóms, því að hér gildir sem fyrr að farsælla er að hafa bein í nefi en í hálsi... 4RA DAGA LÚXUSPÁSKAFERÐ TILHAMBORGAR Gist á 5 stjörnu hóteli, mi m • ■ CROWNE PLAZA" sem er með glæsilegum her- bergjum og gullfallegum veit- ingasölum þar sem boðið er upp á stórglæsilegar veislu- máltíðir Auk þess er í hótelinu m.a.: Sundlaugmeð bar Tyrkneskt bað ‘ Líkamsrækt, sauna og Ijós o.m.fl. Brottför 31. mars 1. dagur • Komiðtil Hamborgarkl. 12.15. • Farið í verslunarferð • Kvöldið frjálst 2. dagur • Skoðunarferð um Hamborg með islenskum fararstjóra • Glæsileg fjórréttuð hátíðarkvöldmáltíð i einum stærsta sjónvarpsturni Evrópu (Fernsehturm Hamburg) 3. dagur • Verslunar- og skoðunarferðir 4. dagur • Páskahádegisverður þar sem frægir jazztónlistarmenn leika Næturlifið í Hamborg á sér enga hliðstæðu. Frábærar kaba- rettsýningar og þýsku krárnar sem heilla alla. P.S. Fólk utan að landi fær sérstök vildarkjör. Alltþetta fyríraðeins kr. 23.900,- Vertu hress og hafðu samband. Takmarkaður sætafjöldi FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Aðalstræti 16 - Sfmi 621490 Umboðsmenn um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.