Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 Frá sýningu á Rigoletto i Metropolitan-óperunni. Sherrill MUnes (t.v.) sem Rigo- letto og Placido Domingo sem hertoginn. Rigoletto eftir V erdi í Islensku óperunni Styrktarfélag íslensku óperunnar mun sýna á myndbandi óperuna Rigo- letto eftir Giuseppe Verdi (1813—1902). Sýningin er næstkomandi þriðju- dagskvöld 9. febrúar í Gamla bíói og hefst kl. 20.00 og er aðgangur ókeypis. Með helstu hlutverk fara Garbis Boyagian (Rigoletto), Alida Ferravini (Gilda) og Vincenzo Bello (hertoginn). Stjórnandi er Donato Rcnzetti. Sýningin er upptaka frá útileiksviðinu í Verona frá árinu 1981. Óperan Rigoletto var frumflutt 11. mars 1851 í Feneyjum. Þetta var sextánda ópera Verdis og hafði hann þegar markað sér sess sem afkastamikið og eftirtektar- vert tónskáld. Hann átti þá að baki Nabucco, Emani og Mac- beth, allt óperur sem notið hafa vaxandi og verðskuldaðra vin- sælda á síðustu áratugum. Hins vegar markar Rigoletto viss tíma- mót í lífi Verdis enda sló hún í gegn hvað vinsældir snertir og þær óperur sem í kjölfarið fylgdu teljast allar til meistaraverka. Má þar m.a. nefna La Traviata, II Trovatore, Don CaHo, Aida, Ot- ello og Falstaff. Óperan Rigoletto er byggð á leikriti eftir Victor Hugo sem nefnist á frummálinu Le Roi S’a- muse og var frumflutt 1832. Francesco Maria Piave gerði text- ann undir nákvæmri yfimmsjón Verdis. Ekki gekk þó átakalaust að yfirfæra hið umdeilda verk Hugos á óperuform, enda er þar höggvið nærri ýmsum háttsettum embættismönnum franska ríkis- ins, m.a. konungnum sjálfum. Leikrit Hugos hafði valdið hneyksli í París og var að lokum bannað, þannig að ritskoðarar ríkisins hugsuðu sér gott til glóð- arínnar er Verdi hugðist nota leikritið sem söguþráð í ópem. Helstu andmæli ritskoðara vom lýsingar á konimgi, m.a. lauslæti hans og áform um að myrða hann. Þessum átökum lauk þannig að Verdi brejdti konunginum í her- toga og færði atburðarásina til Ítalíu. Ýmsar aðrar breytingar urðu á verkinu í þessum með- fömm, t.d. breyttist nafn sögu- hetjunnar úr Tribolet í Triboletto og síðar í Rigoletto. Þrátt fyrir þessar breytingar hafði Verdi tek- ist að skapa hádramatískt verk sem hrífur flesta sem á hlýða og eitt er víst að fáar ópemr inni- halda eins mörg mihnisstæð lög og Rigoletto. Fmmsýningin 11. mars 1851 tókst með ágætum og hefur verk- ið síðan farið óslitna sigurför um heim allan. ófáir gagmýnendur vom þó ekki ánægðir og kvörtuðu yfir því að óperan væri ekki byggð upp á hefðbundinn hátt. Þetta er að mörgu leyti réttmæt gagmýni því Verdi byggði ópemna upp sem röð dúetta og þótt ótrúlegt megi virðast em færri aríur í Rigoletto en í nokkurri fyrri ópem Verdis. Þegar prima donna ein áokaði eftir því að Verdi bætti við aríu fyrir sig í ópemna svaraði Verdi eitthvað á þá leið: „Hvers vegna? Og hvar á ég svo sem að láta hana? Að bæta við aríu til þess eins að fullnægja persónulegri þörf söngvara þjónar engum til- gangi.“ Jafnvel Victor Hugo, sem var lftt hrifinn af tiltektum Verdis og hafði tekist að stöðva uppsetningu á Rigoletto í París, varð stórhrif- inn af ópemnni þegar hann loks sá hana. Þó em eftirfarandi um- mæli höfð eftir Hugo f sambandi við kvartettinn í þriðja þætti: „Ég gæti náð sömu áhrifum og Verdi ef ég léti fjórar persónur tala samtímis, án þess að áheyrendur misstu þráðinn." Söguþráðurinn í Rigoletto er, eins og í svo mörgum stórverkum bókmenntanna, einfaldur en markviss og átakanlegur. Rigo- letto (baritón), sem er kryppling- Tito Gobbi í hlutverki Rigolettos. ur, er hirðfífl hjá hertoga einum (tenor) á ítaliu. Rigoletto á sér aðeins eina dýrmæta eign en það er dóttir hans Gilda (sópran), sem hann varðveitir eins og sjáaldur auga sfns. Hertoginn er mikill kvennamaður og nýtur hann í fyrstu stuðnings Rigolettos. Þetta breytist þegar hertoginn upp- götvar Gildu og fer að gera hosur sínar grænar fyrir henni. Hirð- menn hertogans blekkja Rigo- letto, nema Gildu á brott og færa hana hertoganum. Fullur beiskju og haturs ræður Rigolettu því leigumorðingja til að drepa her- togann. Gilda kemst á snoðir um fyrirætlun föður síns og vegna ástar sinnar á hertoganum fómar hún sjálfrí sér og f stað hertogans er hún drepin af leigumorðingjan- um. Óperan endar á því að Gilda deyr í örmum föður síns, Rigolett- os. Hlutverk Rigolettos er mjög erfitt og krefst bæði góðrar söng- raddar og dramatískra leikhæfi- leika, enda hafa allir meiri háttar baritónar reynt að gera hlutverk- inu einhver skil. Hátt á annan tug hljóðritana eru fáanlegar af Rigo- letto og er kannski við hæfi að minnast hér á tvær þær helstu. Sú eldri er hljóðrituð í mónó árið 1956 undir stjóm Tullio Serafin (1879—1968). Ekki em söngvar- amir af verra taginu en það er frægasta söngtríó 6. áratugsins, þ.e. Tito Gobbi (1913-1984), Maria Callas (1923—1977) og Giuseppe di Stefano (1921— ). Þetta er örlftið stytt útgáfa og Serafin, sem notar hér frekar hægan takt, fær góðan stuðning frá Callas og Di Stef- ano. Þau þrjú falla þó í skuggann af Tito Gobbi, sem með túlkun sinni á hinum harmi slegna föður, sýnir það og sannar að hann átti engan jafningja í þessu hlutverki. Þetta er klassísk túlkun sem allir baritónar, fyrr og síðar, em mið- aðir við. Seinni útgáfan er hljóð- rituð í steríó árið 1971 undir stjóm Richard Bonynge (1930— ). Með helstu hlutverk fara Sherrill Milnes (1935— ), Joan Sut- herland (1926— ) og Luciano Pavarotti (1935— ). Með smærri hlutverk fara m.a. söngv- arar á borð við Martti Talvela (1935— ) og Kiri Te Kanava (1944— ). Þessi útgáfa er að öllu jöfnu sú besta sem fáanleg er, enda er hér einvala lið á ferð og Sherrill Milnes, sem hér syng- ur af sínum alkimna krafti og skilningi, hefur verið ókrýndur konungur baritóna síðustu 20 ár- m. Grétar ívarsson Vinningar afhentir Vinningshafar { Sjónvarpsb- ingói Stöðvar 2 og Styrktarfé- lagsins Vogs fengu vinninga sína afhenta fyrir skömmu. Vinnings- hafí í 3. viku bingósins var Almennar tryggingar og veitti Ólafur B. Thors bifreiðinni mót- töku. Bryndis Alfreðsdóttir frá Akranesi vann síðan f 4. viku bin- gósins. Myndin var tekin þegar bilarnir voru afhentir, talið frá vinstri: Ásgeir Hannes Eiríksson frá Styrktarfélaginu Vogi, Ólafur B. Thors forstjóri Almennra trygginga, Bryndís Alfreðsdóttir vinningshafí og eiginmaður henn- ar Bjöm Hafsteinsson og Ámundi Ámundason framkvæmdastjóri Styrktarfélagsins Vogs. Tillögur um skipan dómsvalds og umboðsvalds í héraði: Breytinga þörf, en fleiri en einn kostur fyrir hendi segir Rúnar Guðjónsson, formaður Sýslumannafélags íslands „ÉG tel að þessar breytingar verði afdrifaríkar fyrir embætti sýslumanna. Hins vegar gera flestir sér grein fyrir að breyt- inga er þörf, en það em ekki allir sammála um hvernig standa beri að þeim og fleiri en einn kostur koma til greina," sagði Rúnar Guðjónsson, form- aður Sýslumannafélags íslands, er hann var inntur álits á frétt Morgunblaðsins á föstudag um drög að frumvarpi til laga um skipan dómsvalds og umboðs- valds í héraði. í frétt Morgunblaðsins kom fram, að dómsvald verður að veru- legu leyti tekið frá sýslumönnum, en stofnaðir verða 7 héraðsdóm- stólar. „Sýslumenn hafa sjálfír rætt um þijá möguleika á að aðskilja dóms- vald og umboðsvald og mér sýnist af frétt Morgunblaðsins að einn möguleikinn sé nefndur f drögum frumvarpsins, það er að stærri dómsmál verði tekin frá sýslu- mönnum að mestu leyti, en þeir fari áfram með smærri mál,“ sagði Rúnar. „Þannig mun til dæmis vera gert ráð fyrir að sýslumenn fari með skipta- og uppboðsrétt. Þá kæmi einnig til greina að lög- reglumál heyrðu ekki lengur undir embætti sýslumanna, heldur verði lögregía landsins sett undir einn hatt, til dæmis undir stjóm Rann- sóknarlögreglu ríksisins. Þar með væri það úr sögunni að sýslumenn fari bæði með rannsókn mála og dæmi í þeim. Þriðji kosturinn er sá, að löggilda fulltrúa eða héraðs- dómara, sem hefðu sjálfstætt dómsvald, svo þeir yrðu ekki undir stjóm sýslumanna í dómarastörf- um. Ég vil þó taka fram að ég hef ekki fengið óyggjandi upplýsingar um tillögur nefiidarinnar, sem dómsmálaráðherra skipaði, svo ég á erfitt um vik að tjá mig um þær.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.