Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 35
34 35 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 Útgefandi tnfrlðfetfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakið. SigurJóhanns Hjartarsonar Sigur Jóhanns Hjartarson- ar í skákeinvígi þeirra Victors Kortsjnojs í Kanada er staðfesting á því, að þessi ungi stórmeistari okkar er kominn í hóp fremstu skák- manna heims. Aður en þetta einvígi hófst voru þeir áreiðan- lega ekki margir, sem létu sér til hugar koma, að Jóhann gæti unnið þetta einvígi. Kortsjnoj hefur um langt ára- bil verið einn albezti skákmað- ur í heimi. Hann hefur tvisvar sinnum teflt einvígi við Karpov um heimsmeistaratitilinn. Karpov hefur hvað eftir annað sýnt hvers konar skáksnilling- ur hann er, eins og vel kom í ljós í einvígi þeirra Kasparovs á sl. ári. Þegar menn rifja upp við hvers konar aðstæður Kortsjnoj tefldi þau einvígi — en þá stóð hann í hörðum deil- um við sovézk stjómvöld um brottfararleyfi fyrir konu sína frá Sovétríkjunum — og huga að því svokallaða „sálfræð- istríði", sem stóð yfír í Kanada síðustu dagana, verður ljósara en áður að frammistaða Kortsjnojs í þeim einvígum hefur verið með ólíkindum. Það er því alveg ljóst, að það getur hvorki byggzt á tilviljun né heppni að vinna Kortsjnoj í slíku einvígi, sem nú. Það byggist einfaldlega á miklum styrk Jóhanns Hjartarsonar. Við íslendingar höfum nú eignast verðugan arftaka Friðriks Ólafssonar, sem fyrstur manna tryggði okkur sess í hinum alþjóðlega skák- heimi. í því sambandi er skemmtilegt að lesa ummæli Jóhanns Hjartarsonar hér í blaðinu í gær, þar sem hann segir: „En það unnu aðrir fyr- ir mig sálfræðistríðið, aðallega Friðrik, sem meðhöndlaði þetta mjög glæsilega og kom okkar sjónarmiðum á fram- færi þannig að ég fengi að tefla ótruflaður." I ljósi þess- ara ummæla Jóhanns Hjartar- sonar eru þau orð Victors Kortsjnojs athyglisverð, að Friðrik Ólafsson hafí unnið einvígið! Auðvitað vann Jó- hann Hjartarson þetta einvígi en orð þeirra beggja, Jóhanns og Kortsjnojs, sýna hvað reynsla Friðriks hefur verið Jóhanni mikils virði. Við íslendingar höfum upp- lifað ævintýri í skáklistinni. Það voru nokkrir frumheijar, sem ruddu brautina áður en Friðrik Ólafsson kom til sög- unnar. En í kjölfar hans hafa komið nokkrir ungir og glæsi- legir skákmenn, þannig að við eigum nú sex stórmeistara í skák, sem er áreiðanlega eins- dæmi hjá svo fámennri þjóð. Það er ekki síður mikils virði, að þetta ævintýri heldur áfram. Það eru ekki nema nokkur misseri síðan Margeir Pétursson vakti athygli á nokkrum kornungum skák- mönnum á unglingsaldri í grein hér í Morgunblaðinu. Þeir hafa síðan tekið miklum framförum og eru að komast í fremstu röð skákmanna hér. Þessi breidd í skáklistinni er nánast ótrúleg. En nú skiptir miklu, að okk- ur takist að fylgja sigri Jóhanns Hjartarsonar eftir. Það verður bezt gert með því að skapa stórmeisturum okkar og verðandi skákmeisturum skilyrði til þess að helga sig skáklistinni, svo sem kostur er. Þeim fjármunum er vel varið, sem til þess ganga. Þessir ungu menn bera hróður íslands víða um heim. Það er oft talað um nauðsyn þess að leggja fé í landkynningu. Fátt er meiri og betri landkynning en slík frammistaða Islend- inga á erlendri grund. Jóhann Hjartarson á nú fyr- ir höndum undirbúning að öðru einvígi. í því sambandi er bæði nauðsynlegt og skylt að minna þjóðina á, að þær kröfur, sem fólk hér heima gerir til stórmeistara okkar, geta orðið þeim erfíðari en andstæðingarnir við skák- borðið. Það má ekki gera þessum ungu mönnum lífíð óbærilegt með kröfugerð, sem enginn getur með nokkru móti staðið undir. Það er ekki lítið álag að vita af heilli þjóð norður í Atlantshafí, sem fylg- ist með hveijum leik! Morgunblaðið sendir Jó- hanni Hjartarsyni og fjöl- skyldu hans innilegar hamingjuóskir með þennan einstæða sigur. Þjóðin er stolt af honum og félögum hans í skáklistinni. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 6. febrúar ótt úrslit alþingiskosn- inganna fyrir ári hafí leitt til meiriháttar breytinga í stjómmálalífí þjóðarinnar hafa orðið ótrúlega litlar umræður um hinar dýpri orsakir þessara úrslita. Nú hafa tveir stjómmálafræðingar, sem báðir starfa við félagsvísindadeild Háskóla ís- lands, þeir Ólafur Þ. Harðarson og Gunnar Helgi Kristinsson, bætt þar nokkuð úr, með ritgerð um þingkosningamar 1987, þar sem þeir setja fram ýmsar tilgátur og kenningar um þróun stjómmálanna undan- fama áratugi, sem gagnlegt er að huga að. í ritgerð þeirra félaga kemur fram, að á árabilinu 1942 til 1967 hafí Sjálfstæðis- flokkurinn að jafnaði haft um 40% atkvæða í kosningum, Framsóknarflokkurinn um 26%, Alþýðubandalagið og forveri þess um 17% og Alþýðuflokkurinn um 15% að jafn- aði. Á þessu tímabili hafí staða flokkanna fjögurra í flokkakerfínu verið nokkuð skýr: Álþýðuflokkurinn hafí barizt fyrir umbóta- sinnaðri verkalýðspólitík, Alþýðubandalag- ið hafí stefnt í svipaða átt, þótt flokkurinn hafí haft innan sinna vébanda bæði kom- múnista og vinstri sinnaða jafnaðarmenn, en jafnframt hafí flokkurinn lagt áherzlu á andstöðu við vamarstöðina og aðild ís- lands að Atlantshafsbandalaginu. Sjálf- stæðisflökkurinn hafí á hinn bóginn talið sig vera bijóstvöm í baráttunni gegn só- síalisma og alþjóðlegum kommúnisma, jafnframt því að rækta tengslin við allar stéttir og hafí flokkurinn náð umtalsverð- um áhrifum í verkalýðshreyfíngunni og hagsmunasamtökum bænda, þótt and- stæðingar flokksins hafí talið hann flokk atvinnurekenda og kaupsýslumanna. Framsóknarflokkurinn hafí staðið traust- um fótum sem landsbyggðarflokkur en lagt vaxandi áherzlu á fylgi í þéttbýli. Þeir Ólafur og Gunnar Helgi segja síðan í ritgerð sinni, að upp úr 1970 hafí valda- kerfí þessara fjögurra flokka byijað að sundrast. Áður hafí leiðin til valda legið um flokkana ijóra en smátt og smátt hafí hið pólitíska kerfi orðið fjölþættara. Meiri fagmennska hafí einkennt embættis- mannakerfíð og hagsmunasamtök hafí orðið óháðari stjómmálaflokkunum. Jafn- framt hafí einokun flokkanna á Qölmiðlun brostið, þar sem dagblöð hafí yfírleitt orð- ið óháð flokkum og Ríkisútvarpið og sjónvarpið hafí tekið sjálfstæðari og gagn- rýnni afstöðu til frétta úr stjómmálalífinu. Innan flokkanna sjálfra hafí áhrif flokks- forystunnar minnkað, þar sem frambjóð- endur hafí í vaxandi mæli verið valdir í prófkjörum, sem hafí ýmist verið opin eða lokuð. Höfundar ritgerðarinnar benda á, að eftir 30 ára stöðugleika í stjómmálalífínu hafí menn séð vaxandi merki um ókyrrð. Afstaða kjósenda hafí orðið sveiflukennd- ari. Þannig hafí fjómm stjómmálaflokkum tekizt frá 1971 að ná umtalsverðu fylgi: fyrst Samtökum frjálslyndra og vinstri manna 1971, síðan Bandalagi jafnaðar- manna 1982, Kvennalistanum 1983 og Borgaraflokknum 1987. Þeir vekja einnig athygli á því, að allir gömlu flokkamir Qórir hafí á þessu tímabili átt í erfíðleik- um, bæði innan flokkanna og gagnvart lq'ósendum sínum. Sjálf stæðisflokkurinn Að því er Sjálfstæðisfiokkinn varðar sérstaklega segja þeir ólafur og Gunnar Helgi, að alvarleg átök um forystu flokks- ins hafí hafízt upp úr 1970 milli Geirs Hallgrímssonar og Gunnars Thoroddsens, sem þó hafí tekizt að halda í skefjum þar til Gunnar myndaði ríkisstjóm sína 1980. Auk veikrar forystu og stöðugra innan- flokks-deilna, svo sem harðra átaka í prófkjörum og klofningslista í einstökum kjördæmum, hafí gætt vaxandi hugsjóna- ágreinings innan flokksins. Ymsir aðilar innan Sjálfstæðisflokksins hafí gagnrýnt fijálshyggju, sem hafí einkennt stefnu flokksins frá því seint á áttunda áratugn- um og bæði Gunnar Thoroddsen 1980 og Albert Guðmundsson 1987 hafí haldið því fram, að þeir væru talsmenn hinnar hefð- bundnu, mildu sjálfstæðisstefnu. Höfundar ritgerðarinnar íjalla síðan nokkuð ítarlega um klofninginn í Sjálf- stæðisflokknum fyrir ári og stofnun Borgaraflokksins og velta því fyrir sér, hvemig skýra megi sigur Borgaraflokksins í þingkosningunum. Þeir nefna nokkur atriði: í fyrsta lagi benda þeir á, að Albert Guðmundssyni hafí tekizt að afla sér tölu- verðrar samúðar. Strangari kröfur undanfarinna ára um vinnubrögð manna í opinberum stöðum, sem m.a. hafí orðið til vegna þess að gamla pólitíska valdakerf- ið hafí sundrast og fyrir tilverknað sjálf- stæðra fjölmiðla, hafi bersýnilega ekki notið almenns stuðnings. í öðru lagi segja þeir, að Albert Guðmundsson og stuðn- ingsmenn hans hafí um árabil byggt. upp sterka kosningavél, sérstaklega í Reykjavík, þar sem Albert hafí alltaf verið umdeildur stjómmálamaður, en háð kosn- ingabaráttu í erfíðum prófkjörum og haft sigur. Þá benda þeir á, að þegar Albert hafí boðið sig fram til forseta 1980 og fengið tæp 20% atkvæða hafí þessi kosn- ingavél teygt arma sína út um allt land og þau sambönd hafi áreiðanlega komið honum vel síðar. í þriðja lagi segja þeir, að sú óánægja, sem smátt og smátt hafí komið fram í Sjálfstæðisflokknum á 15 ára tímabili, hafí bersýnilega verið meiri og viðtækari en talið hefði verið. Þessi óánægja hafi orðið til af ýmsum ástæðum, en Borgaraflokknum hafi tekizt vel að hagnýta sér hana. Sumir af frambjóðend- um Borgaraflokksins hafí orðið undir í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins. Flokks- forysta þess flokks hafí verið gagnrýnd fyrir að búa í fflabeinstumi og hafa hvorki þjóðfélagsleg né hugsjónaleg tengsl við flokksmenn, t.d. hvorki við smáatvinnurek- endur né lítt menntað fólk. Hægri öflin í flokknum hafí talið, að sjónarmið þeirra hlytu ekki hljómgrunn, hvorki þegar um væri að ræða fóstureyðingar né kröfur um greiðslur fyrir vamarstöðina í Keflavík. Þá hafí aukinn stuðningur við frjálshyggj- una verið gagnrýndur innan flokksins og margir hafí talið, að Sjálfstæðisflokkurinn væri að hverfa frá stuðningi við velferð- arríkið. Þótt hér hafí verið lögð áherzla á að rekja sjónarmið Ólafs Harðarsonar og Gunnars Helga Kristinssonar varðandi Sjálfstæðisflokkinn fjalla þeir um flokka- kerfíð í heild sinni í þessari athyglisverðu ritgerð. Þeir komast að þeirri niðurstöðu, að erfíðleikar gömlu flokkanna Qögurra byggist á breytingum í þjóðfélagslegri og hugsjónalegri afstöðu flokkanna og til veikari stöðu þeirra í ýmsum valdakjömum þjóðfélagsins. Þeir telja, að stefna Sjálf- stæðisflokksins hafí þrengst og eftir kosningamar 1987 hafí þjóðfélagslegur grundvöllur flokksins breytzt á þann veg, að hann byggi nú meira á því, sem kalla megi efri millistétt. Þá telja þeir, að minni áhrif flokkanna fjögurra á ýmsum sviðum þjóðlífsins valdi því, að þeir eigi erfíðara með að hefja gagnsókn. Prófkjörin valdi þeim stöðugum erfíðleikum og séu upp- spretta óánægju. Flokkamir hafí minni áhrif á umræðumar í þjóðfélaginu en áður vegna sjálfstæðra fjölmiðla. Lokaniður- staða þeirra er sú, að kosningaúrslitin sýni, að erfiðleikar hinna hefðbundnu flokka fari vaxandi. Nú sýnist auðvitað sitt hveijum um þau sjónarmið, sem hér hafa verið rakin og fram koma í ritgerð stjómmálafræðing- anna tveggja. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að það em umræður af þessu tagi, sem em nauðsynleg forsenda þess, að flokkur á borð við Sjálfstæðisflokkinn geti náð tökum á vandamálum sínum. Það er ekki mál sem varðar þann flokk einan út af fyrir sig, forystumenn hans og flokks- menn, heidur þjóðina alla vegna þess að augljóslega þýðir veikari Sjálfstæðisflokk- urinn veikara stjómkerfi og þegar til Iengdar lætur kemur það niður á þjóðinni allri. Ritgerð þeirra Ólafs Harðarsonar og Gunnars Helga Kristinssonar getur orðið gmndvöllur fyrir gagnlegar og fróðlegar umræður um málefni Sjálfstæðisflokksins og á að verða það. Umskipti í áliðnaði Sú var tíðin, að menn trúðu því að er- lend stórfyrirtæki biðu í röðum eftir því að fá tækifæri til að fjárfesta hér á ís- landi. Bitur reynsla undanfarinna ára hefur kennt okkur að svo er ekki. Þrátt fyrir, að sendimenn ríkisstjóma hafí verið á þönum um allan heim í mörg ár hefur ekki tekizt að koma á samstarfí við nokk- urt álfyrirtæki um byggingu nýs álvers á íslandi og þar með um frekari hagnýtingu vatnsaflsins. Dr. Jóhannes Nordal gerði grein fyrir þróun áliðnaðarins á undanfömum tveimur áratugum í fróðlegu erindi, sem hann flutti á ráðstefnu Verkfræðingafélags ís- lands í nóvembermánuði sl. Þær upplýsing- ar, sem þar koma fram, skýra hvers vegna svo illa hefur gengið að fínna samstarfsað- ila um byggingu nýs álvers. Þar sagði Jóhannes Nordal m.a.: „Þegar litið er á þróun álframleiðslu og verðlags síðustu þijá áratugi kemur fram, að meiriháttar umskipti urðu í þeim efnum í upphafí áttunda áratugarins. Fram til 1970 eða þar um bil var þróun áliðnaðar- ins mjög jöfn ... Margt olli því, að þetta jafnvægi raskaðist á fyrstu árum áttunda áratugarins. í fyrsta íagi urðu um þetta leyti þáttaskil í efnahagsþróun heimsins almennt, stöðugleiki í gengi helztu mynta heimsins rofnaði með hruni gjaldeyriskerf- isins, sem kennt er við Bretton Woods, og við tók fljótandi gengi, sem við búum við enn í dag. Jafnframt fór verðbólga vax- andi á Vesturlöndum og öll efnahagsþróun varð sveiflukenndari. í öðru lagi reið fyrsta orkukreppan yfír á árunum 1973-1974 og margfaldaði verð á orku frá olíukyntum rafstöðvum, en hafði auk þess hækkunar- áhrif á verð allra annarra orkugjafa ... í þriðja lagi verður um þetta leyti sú breyt- ing innan áliðnaðarins sjálfs, að álbræðsl- um fer fjölgandi. Margar þeirra voru í eign nýrra fyrirtækja. Flest þessi nýju fyrirtæki áttu ekki annars úrkosta en selja fram- leiðslu sína á opnum markaði og átti þetta meginþátt í því að bijóta niður verðstýr- ingu stóru álfyrirtækjanna og stuðla að því, að stórir uppboðsmarkaðir fóru að gegna vaxandi hlutverki í sölu og verð- ákvörðun á áli... í kjölfar þessara breytinga allra hefur þróun bæði í fram- leiðslu og verðlagningu á áli gjörbreytzt. í stað mikillar og jafnrar aukningar í fram- leiðslu og notkun verður hvort tveggja eftir þetta mjög sveiflukennt, jafnframt því, sem meðalframleiðsluaukning á ári lækkar úr nálægt 8% fyrir 1970 niður í 3% síðustu 15 árin... Framundir 1970 var nokkuð stöðug aukning afkastagetu í áliðnaði, en síðan verður stökkbreyting á árunum 1971-1972, en á þessum tveimur árum jókst framleiðslugetan um rúmar tvær milljónir tonna eða um nálægt 13% að meðaltali hvort árið um sig. Átti þessi skyndilega aukning verulegan þátt í of- framleiðslu og sveiflum í greininni næstu árin á eftir. Eftir 1971 dregur síðan mjög úr aukningu afkastagetu en þó einkum eftir árið 1975. Á þeim tíma fara áhrif orkuverðsbreytinganna að koma fram með fullum þunga í afkomu áliðnaðar á þeim svæðum heimsins, þar sem hækkun olíu- verðs hafði mest áhrif. Leiddi þetta til þess að margar álbræðslur, m.a. ýmsar sem höfðu verið byggðar örfáum árum áður, gátu ekki lengur borið sig og hefur Qölda verksmiðja síðan verið lokað. Mest áhrif höfðu orkuverðsbreytingamar í Jap- an, en segja má, að álbræðsluiðnaður Japana hafí verið lagður niður að fullu, en fyrir 1975 nam framleiðsla þeirra yfír einni milljón tonna eða um 10% af heims- framleiðslu. í Bandaríkjunum hefur einnig orðið að leggja niður starfsemi margra álbræðsla á þessu tímabili og í minna mæli í Evrópu, en þar hefur þó mörgum verksmiðjum verið haldið gangandi til þessa með niðurgreiddu orkuverði. Alls munu verksmiðjur með nálægt þriggja milljón tonna framleiðslugetu hafa horfið úr rekstri með öllu á undanfömum tíu ámm, en það þýðir að sjálfsögðu að bygg- ing á nýjum verksmiðjum hefur verið þeim mun meiri en aukning hreinnar afkasta- getu segir til um. Þannig jókst afkastageta álvera aðeins um 2,3 milljónir tonna á ámnum 1976-1987 eða um tæp 250 þús- und tonn á ári að meðaltali, en nýjar og endurbyggðar bræðslur, sem teknar vom í notkun á þessu tímabili, höfðu hins veg- ar fímm milljón tonna afkastagetu, sem samsvaraði nærri hálfrar milljón tonna viðbót á ári hveiju. Framleiðsla hefur dregizt saman í helztu iðnríkjunum, þar sem orkuverð er hátt, svo sem í Japan, Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu, en það hefur í staðinn aukizt í öðmm heimshlut- um, þar sem orkuverð hefur verið lægra og önnur skilyrði hagstæð. Mikilvægust þessara svæða hafa verið Kanada og Suð- ur-Ameríka, þar sem fyrir hendi hefur verið mikil ónýtt raforka frá vatnsaflsver- um, sem þegar var búið að festa fé í. Hafa þessi Iönd því verið að bjóða orku fyrir neðan langtímakostnaðarverð. í öðm lagi varð mikil aukning álframleiðslu f Ástralíu, þar sem orka fæst úr ódýmm kolum, en reyndin hefur þó orðið sú, að orkuverð er þar nú mun hærra en reiknað hafði verið með fyrir nokkrum ámm, svo að uppbygging hefur þar stöðvazt að mestu. Loks hefur nokkuð verið byggt af álbræðslum í Mið-Austurlöndum á gmnd- velli ódýrrar orku úr jarðgasi en varla er við því að búast, að þar verði hröð aukn- ing á næstu ámm. En viðbrögð áliðnaðarins við versnandi afkomuskilyrðum hafa ekki eingöngu verið fólgin í því að leggja niður bræðslur, sem hafa verið orðnar óhagkvæmar vegna hærra orkuverðs, og byggja nýjar við hag- kvæmari skilyrði. Samtímis hefur verið gert mikið átak til þess að lækka fram- leiðslukostnað í eldri bræðslum með margvíslegum tæknibreytingum. Hefur þetta, ásamt lækkuðu verði á súráli vegna offramleiðslu, orðið til þess að framleiðslu- kostnaður í álbræðslum hefur farið jafnt og þétt lækkandi undanfarin fjögur ár.“ 0 Aðstaða Islands Jóhannes Nordal vék í ræðu sinni að því, hvaða möguleika við íslendingar hefð- um í frekari uppbyggingu áliðnaðar í landinu við þessar aðstæður og sagði m.a.: „í fyrsta lagi blasir það við, að árlegur vöxtur álmarkaðsins er nú orðinn miklu hægari en hann var fyrir 1970. Veldur því bæði minni hagvöxtur og aukin endur- vinnsla á áli á umbúðamarkaðnum. Af þessum ástæðum er ekki talið eðlilegt að reikna með meira en um 1% markaðsvexti á ári næsta áratuginn ... Athyglisvert er, að tæpur helmingur þeirra álvera, sem líklegt er að loki á næstu árum er staðsett- ur í Evrópu, þar sem orkuverð er almennt mjög hátt, en niðurgreiðslur hafa til þessa komið í veg fyrir, að það kæmi með fullum þunga fram á þessum iðnaði. Á þessu hlýt- ur þó að verða breyting innan fárra ára, en af því leiðir, að mörg álfyrirtæki leita nú fyrir sér um nýbyggingar annars stað- ar, sem geti leyst verksmiðjur þeirra í Evrópu af hólmi. Liggur ísland sérstaklega vel í því efni, bæði vegna nálægðar og tollfrjáls aðgangs að mörkuðum Efnahags- bandalagsins og EFTA. í öðru lagi er ljóst, að álmarkaðurinn hefur tekið gagngerum breytingum á und- anfömum fímmtán árum og hefur hann nú öll einkenni hrávörumarkaðar, þar sem verðlag tekur miklum sveiflum ... Þetta endurspeglast ( flárfestingarákvörðunum, sem eru langflestar teknar í góðæri, þegar takmörkuð framleiðslugeta miðað við eftir- spum er farin að segja til sín. í þessu felst, að hagstæð tækifæri til sölu á raf- orku til nýs álvers eru aðeins fyrir hendi á vissum tímabilum, þegar markaðurinn er hagstæður... í öllu þessu felst, að úrslitum getur ráðið um aukningu álfram- leiðslu hér á landi í framtíðinni, að íslend- ingar reynist tilbúnir til þess að grípa með skömmum fyrirvara og án hiks þau tæki- færi, sem gefast." Með þessari ræðu hefur dr. Jóhannes Nordal gert á skýran og glöggan hátt grein fyrir því, hvers vegna okkur hefur gengið illa að fá erlend fyrirtæki til sam- starfs um byggingu nýs álvers hér á landi. Nú er hins vegar hugsanlegt, að þau tæki- færi, sem Jóhannes víkur að, gefíst á næstu misserum. Það verður bæði fróðlegt og spennandi að fylgjast með þeim viðræð- um, sem fram fara um þessar mundir við álfyrirtæki í Evrópu. Komi í ljós, að þau verði tilbúin til samstarfs megum við ekki hika. Það er ekki víst, að annað tækifæri gefíst á þessari öld. „Það fer hins veg- ar ekki á milli mála, að það eru umræður af þessu tagi, sem eru nauðsynleg- for- senda þess, að flokkur á borð við Sjálf stæðisflokk- inn geti náð tökum á vanda- málum sínum ... Ritgerð þeirra Ól- afs Harðarsonar og Gunnars Helga Kristinssonar get- ur orðið grund- völlur fyrir gagnlegar og fróðlegar umræð- ur um málefni Sjálf stæðisf lokks- ins og á að verða það.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.