Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 „ÞAÐ VERÐA ENGIR TURNAR BYGGÐIR ÁN TRAUSTRAR UNDIRSTÖÐU“ Þeir eru ófáir tónlistarunnendurnir, sem hugsa með hlýhug til Pólýfónkórsins, fyrir margar góðar stundir á tónleikum hans, þar sem mörg af þekktustu kórverkum tónbókmenntanna hafa verið flutt. Kórinn hefur nú starfað í þrjátíu ár, haldið hátt í 500 tónleika, flutt rúmlega 200 verk eftir 70 höfunda frá íjórum öldum. Segir þetta ekki allt, sem þarf að segja um fjölbreytt starf kórsins? Kórinn, ásamt stjómanda sínum, Ingólfi Guðbrandssyni, hefur komið fram víða, bæði innanlands og utan. Síðast var haldið til Ítalíu 1985, en síðustu tónleikamir hér heima vom nú í desember, Messías Hándels fluttur í Hallgrímskirkju í tilefni af 30 ára starfsafmæli kórsins. Um þetta og fleira má fræðast í nýútkominni bók um kórinn, „í Ijósi líðandi stundar“. ijátíu ára afmæli er ærið tilefni til hátíðahalda, hvað þá heldur þegar það er heill kór, sem getur glaðst yfír glæst- um ferli. Og tilefnið verður sannarlega gripið, efnt til hátíðarténleika 9. apríl næstkomandi til að halda upp á 30 ára afmæli tónleikahalds kórsins. Það er óþarfí að hafa mörg orð um gildi kórsins fýrir tónlistarlíf okkar. Vísast ýmsir, sem álita hann eiga sitt í undirstöðu þess, ásamt mekt- arstofnunum eins og Sinfóníuhljóm- sveitinni, Tónlistarfélaginu og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Úr kómum hefur nefnilega skilað sér drjúgur hluti. einsöngvara okkar, auk tónmenntakennara og annarra, sem starfa að og í tónlist. En stórafmæli og tímamót eru ekki aðeins kærkomið tækifæri til að fagna því, sem vel hefur verið gert, heidur líka tækifæri til að huga að ffamtíðinni. Það þarf ekki að hafa mörg orð um að það er öðruvísi um að litast í tónlistarlíf- inu, rétt eins og í þjóðlífínu nú, en var þegar Pólýfónkórinn var að renna upp. Ekki úr vegi að spyija stjómandann, hvað honum sýnist um framtíð kórsins___en fregnum eftir' hátíðartónleikunum fyrst... „Hátíðartónleikamir í apríl eiga að vera tímamótatónleikar ekki síður en fyrstu tónleikar kórsins fyrir 30 ámm. Ætlunin er að gefa góða mynd af víðfeðmu verkefna- vali kórsins, svo efnisskráin spann- ar 400 ára sögu sönglistarinnar, allt frá Monteverdi til samtímans. Auk einsöngvara, sem em allir fyrr- verandi meðlimir kórsins, og 150 manna kórs, leikur Sinfóníuhljóm- sveitin. Fyrir hlé er fyrirhugað að flytja tvær Iofgerðir, Magnifícat eftir Monteverdi og aðra eftir Bach. Eftir hlé á að flytja tvö verk fyrir tvo kóra, annars vegar Te Deum eftir Verdi, hins vegar Carminu Burana eftir Carl Orff, tónverk frá þessari öld við texta frá miðöldum, eins og kunnugt er. Nokkrir bestu einsöngvarar kórs- ins syngja með, öll fyrrverandi kórfélagar, þau Elísabet F. Eiríks- dóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, ein stofnenda kórsins, Gunnar Guð- bjömsson og Kristinn Sigmunds- son. Þau Sigríður Ella og Gunnar syngja vinsælustu aríumar úr Carmen og einsöngvaramir syngja kvartett úr Stabat Mater eftir Ross- ini, svo eitthvað sé nefnt. Það er því óhætt að segja að verkefnin em Rætt við Ingólf Guðbrandsson í tilefni af hátíðartónleikum Pólýfónkórsins 9. apríl næstkomandi FYRSTU TONLEIK A RNIR í LISTASAFNIÍSLANDS Tónligt Jón Ásgeirsson Bandaríski píanóleikarinn Rand- all Hodgkinson hélt á vegum Sinfóníuhljómsveitar íslands fyrstu sjálfstæðu tónleikana í Listasafni íslands og flutti tónverk eftir J.S. Bach, Shostakovitsj, Ives og Chopin. Ágóðinn af tónleikun- um var gefínn til byggingar tónlist- arhúss og afhentur að tónleikunum loknum, af ömmu einleikarans, dr. Leedice Kissane. Randall Hodgkinson er feikna efnilegur og tæknilega vel fær píanóleikari, þó þess gætti t.d. í Partítunni nr. 5 eftir Bach, að enn em nokkur þrep ógengin upp Pam- assum. Það sama má segja um verkin eftir Chopin, að næturljóðin op. 31, nr. 1 og 2 urðu í túlkun hans nær því að vera morgunljóð, björt en þó fallega leikin. Skersóið í e-moll, op. 54 var nokkuð ofgert í hraða og styrk, þó vel megi taka þar hressilega á. Sónatan (op. 64) eftir Shostako- vitsj var nokkuð vel flutt en það var öðmm þætti Concord sónö- tunnar, sem Hodgkinson lék sérlega vel. Þetta stórbrotna lista- verk var samið á ámnum 1909 til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.