Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 67 Minning: Þuríður Einarsdóttir frá Vestmannaeyjum Fædd 31. desember 1910 Dáin 30. janúar 1988 Laugardaginn 30. janúar sl. and- aðist hér í Reykjavík tengdamóðir mín, Þuríður Einarsdóttir. Þuríður var fædd í Vestmanna- eyjum þann 31. desember 1910. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Símonarson útvegsbóndi, sem ætt- aður var frá Miðey í Landeyjum, og Sigríður Einarsdóttir, sem ættuð var frá Hvammi undir Eyjafjöllum. Þuríður ólst upp í Vestmannaeyj- um. Á lokadaginn árið 1935 giftist hún ungum skipstjóra frá Vest- mannaeyjum, Guðjóni Þorkelssyni, sem lést árið 1982. Þau hófu búskap í London í Vest- mannaeyjum og bjuggu þar til ársins 1944 er þau fluttu búferlum til Reykjavíkur, þar sém þau svo bjuggu upp frá því. Þau eignuðust fjögur böm, sern eru: Sigríður, gift Haraldi J. Ham- ar, Guðbjörg, gift undirrituðum, Ruth gift Bjama Th. Mathiesen og Gylfi, kvæntur Kristínu Jónsdóttur. Fyrir rúmum þremur áratugum var ég svo lánsamur að tengjast henni og á þeim tíma, sem liðinn er síðan, hef ég séð það betur og betur hvem mann hún hafði að geyma. Þuríður var trygg og traust kona, sem allir báru virðingu fyrir enda var framkoma hennar þannig að ekki var annað hægt. Eg man eftir þvf, þegar ég, ungur maður, tengd- ist henni hvað mér fannst hún bera góðan þokka og ég fann það strax við fyrstu kynni að okkur ætti eftir að semja vel, sem svo varð raunin. Allan þann tíma frá því við kynnt- umst fór aldrei á milli okkar neitt, sem skyggði á okkar samband. Hvenær, sem maður kom á heimili Þuríðar, var tekið á móti manni þannig að manni fannst vera hátíð. Þuríður var svo heppin að geta helgað sig heimili sínu, bömum og eiginmanni enda bar heimili hennar þess glöggiega vott. Þar var allt í röð og reglu og á þessu myndarlega heimili var alltaf einhver sérstakur blær, sem allir skynjuðu. Hún ól böm sín upp í heiðarleika og reglusemi og ræktaði þennan reit sinn á þann hátt að hann bar ríkulegan ávöxt. Fyrir u.þ.b. 13 árum varð Þuríð- ur fyrir áfalli, sem leiddi til þess að hún lamaðist. Hún tók þessum veikindum sínum á einstakan hátt. Sætti sig við orðinn hlut, var ávallt létt í lund og gerði gott úr öllu og aldrei fann maður það á henni að hún væri ósátt við tilveruna þrátt fyrir sín miklu veikindi. Eftir áfallið varð Þuríður að dvelja á sjúkrahúsum að mestu. Nú um langt skeið hefur hún verið þungt haldin en borið þaú veikindi sín með stakri ró. Síðustu misserin hefur hún dvalist að Droplaugar- stöðum hér í boig og naut hún þar frábærrar aðhlynningar og um- hyggju til hinstu stundar. Eg hef oft hugsað um það hversu óréttlátt það virðist vera að slík kona, sem Þuríður var, skyldi þurfa að bera þessa þungu byrði, sem veikindi hennar vom þessi þrettán síðustu tilvistarár hennar, en þann- ig er lífið, óútreiknanlegt. Að leiðarlokum vil ég, í þessum fátæklegu kveðjuorðum, þakka Þuríði fyrir allt, sem hún gerði fyr- ir mig. Þó að við sjáumst ekki oftar í þessu jarðneska lífi þá býr hjá mér minning um heilsteypta konu og um góðan vin, sem ég var svo lánsamur að kynnast. Guð blessi minningu Þuríðar Ein- arsdóttur. Eðvar Ólafsson Á morgun, mánudag, fer útför Þuríðar Einarsdóttur fram hér í Reykjavík. Hún lést að Droplaugar- stöðum, laugardaginn 30. f.m. á 78. aldursári. Sjúkralega hennar var orðin löng og ströng. En Þuríð- ur hélt alltaf ró sinni. Stilling hennar. og æðruleysi í þessu langa og erfiða stríði var aðdáunarverð. Hvíldin var kær, þegar hún kom. Þuríður fæddist í Vestmannaeyj- um 31. desember 1910, dóttir Sigríðar Einarsdóttur frá Hvammi undir Eyjafyöllum og Einars Símon- arsonar, útvegsbónda, sem ættaður var frá Miðey í Landeyjum. Þuríður var elst þriggja systra, sem ólust upp hjár foreldrum sínum í London í Vestmannaeyjum. Allar sem ein báru þær heimili sínu gott vitni — fyrir einstakan myndarskap og dug og glæsibrag í framkomu. I hópi ungra manna í Eyjum í þá daga var Guðjón Þorkelsson í Sandprýði, gjörvilegur og kraftmik- ill, góður íþróttamaður, dugmikill formaður og farsæll í sjósókn. Hann var þremur árum eldri en Þuríður. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband þann 11. maí 1935, hófu búskap í London og bjuggu þar meðan þau voru í Eyjum. Sjómannslífið gerði miklar kröfur og húsbóndinn var löngum að heim- an, ekki aðeins á vetrarvertíðinni, því sumarsfldin var öll fyrir norðan. Það féll því í hlut hinnar ungu hús- móður að annast búið og bömin, sem þeim fæddust fyrstu hjúskap- arárin: Móta heimilisbraginn og leiða dætumar fyrstu skrefin. Það gerði Þuríður af stakri natni og öryggi. Efnin vom ekki alltaf mik- il, en ráðdeild, nægjusemi og hógværð vom mnnin þessari kjm- slóð í merg og bein. Síðari tímar og betri breyttu aldrei þessu eðli Þuríðar, en heimilishald hennar var jafnan með þeirri reisn og glæsi- brag, sem einkenndu alla hennar framkomu. Stríðsárin ollu margs konar um- róti í þjóðlífínu, straumurinn Iá til höfuðstaðarins og þangað fluttu Guðjón og Þuríður árið 1944, bjuggu fyrst við Rauðarárstíg, síðar við Eskihlíð. Guðrjón lét af sjó- mennsku og sinnti ýmsum störfum, lengst af við lagerstörf. I Eyjum fæddust Guðjóni og Þuríði þijár dætur og síðar sonur, er þau vom komin til höfuðstaðar- ins. Böm þeirra em: Sigríður, meinatæknir, gift undirrituðum, Guðbjörg, sjúkraliði, gift Eðvari Ólafssyni, rannsóknarlögreglu- manni, Ruth, bankaritari, gift Bjama Mathiesen, bmnaverði, Gylfi, arkitekt, kvæntur Kristínu Skúlína: Fædd 5. ágúst 1900 Dáin 30. janúar 1988 Einar: Fæddur 15. september 1901 Dáinn 15. október 1985 Okkur systkinin langar til að minnast afa og ömmu nokkmm orðum, þar sem líf okkar tengdist þeim svo náið á uppvaxtarámm okkar. Afi og amma þjuggu í Efsta- sundi 6 og þar ólumst við systkinin upp í sama húsi. Afí og amma reistu húsið 1945 og §órum ámm seinna fluttu foreldrar okkar á neðri hæð- ina. Þar emm við systkinin fædd og þar slitum við bamsskónum. Þama skjmjuðum við hversu dýr- mætt það er að fá að alast upp undir vemdarvæng afa og ömmu, og í samneyti við þau. Afi okkar, Einar Guðbjartsson, fæddist 15. sept. 1901 að Hamri í Múiasveit, Jónsdóttur, hjúkmnarfræðingi. Barnabömin em 12 og bamabama- bömin orðin 5. Sumarið 1975 varð Þuríður fyrir alvarlegu áfalli. Hún lamaðist mikið og var rúmliggjandi æ síðan, lengst af á sjúkrastofnunum. Þar af 6 ár á Grensásdeild Borgarspítalans og seinustu 4 til 5 árin á Droplaugar- stöðum. Allur þessi langi tími var Þuríði mjög erfiður, því batavonin var engin. En vonleysið bar hún aldrei utan á sér. Hún hélt ró sinni og stillingu, hlýlega viðmótið var alltaf hið sama og glettnin lifði lengi í augum hennar. Þetta æðmleysi og þessi hógværð gerðu aldrei kröf- ur til neins. Öárt var ástvinum Þuríðar að fylgjast með því hvemig henni hrakaði ár frá ári án þess að fá nokkuð að gert. Sárast var það fyrir Guðjón og það rejmdist honum ofraun. Þessi sterki og stæðilegi maður visnaði og varð eins og skuggi af sjálfum sér og lést árið 1982. Þá var mikið lagt á Þuríði. Þegar Þuríður veiktist skjmdi- lega fyrir nær 13 ámm urðu umskiptin snögg. Hið hlýlega og vistlega heimili þeirra við Eskihlíð hvarf þeim og vinum þeirra á einni nóttu. Fráfall eiginmanns og þessi langa dvöl á sjúkrastofnunum ein- angmðu Þuríði æ meira og eftir því sem sjúkdómurinn ágerðist rofnuðu tengslin við mannlífið smátt og smátt. Heimsóknir gömlu vinanna vom henni því mikils virði. Anna systir hennar lést 1979, en yngsta systirin, Sesselja, var alltaf sami góði vinurinn og veitti henni mikið til hins síðasta. Undir Iokin var ekkert eftir af þessari svip- miklu, sístarfandi konu. Hún var orðin daufur skuggi og þegar líf hennar fjaraði út var sem lítið og veikt ljós slokknaði ofurhægt. Nú þegar Þuríður er öll, er ástæða til að þakka þá einstaklega góðu umönnun, sem hún hlaut — ekki síst á Grensásdeild og á Drop- Barðastrandarsýslu, _ sonur hjón- anna Guðbjarts Ámasonar og Halldóra Þórðardóttur. Afí lést 15. október 1985 eftir stutta sjúkrahús- vist. Amma okkar, Skúlína Theód- óra Haraldsdóttir, fæddist á Skarðsströnd þann 5. ágúst 1900, dóttir hjónanna Haraids Brjmjólfs- sonar og Septemborgar Loftsdótt- ur. Hún ólst upp að Hvalgröfum á Skarðsströnd. Síðustu ár ævi sinnar dvaldist hún á öldrunardeild Land- spítalans í Hátúni og naut þar frábærrar umönnunar. Fyrir það er hér komið á framfæri bestu þökk- um. Árið 1925 lágu leiðir ömmu og afa saman og ári seinna gengu þau í hjónaband. Þeim varð sjö bama auðið. Samband ömmu og afa var einstakt. Mjög kært var á milli þeirra og þau mjög samhent. Amma var einstaklega ljúf kona. Alltaf var hægt að leita til hennar og ætíð leysti hún úr vanda okkar. Hún var mjög glaðlynd og hláturmild og sá Skúlína Th. Haralds- dóttir og Einar Á. Guðbjartsson laugarstöðum — þar sem hún var lengst. Nægjusemin, prúðmennsk- an og hógværðin löðuðu hjúkmnar- fólk óhjákvæmilega að Þuríði. FJölskylda hennar er mjög þakklát fyrir þá hlýju 'og umhyggju, sem Þuríður varð aðnjótandi hjá því ágæta fólki, sem annaðist hana og gerði henni allt bærilegra. Guðjón og Þuríður áttu margar góðar stundir með bömum sínum og fjölskyldum þeirra. Sá, sem þess- ar línur ritar, var í þeim hópi og hugsar með hlýju og söknuði til gömlu góðu daganna, þegar allt lék í lyndi og glaðværð ríkti í vinahópn- um^hvort sem var á heimili þeirra hjóna eða á ferðalagi um landið. Þau þekktu skyldur sínar, vom trú sínu og umfram allt heiðarleg í lífsbaráttunni. Traustar, sterkar hendur meðan kraftar entust — af kynslóðinni, sem lagði hvað mest af mörkum en lét framtíðinni af- raksturinn. Þegar við kveðjum Þuríði Einars- dóttur minnumst við jafnframt Guðjóns Þorkelssonar og biðjum Guð að blessa minningu þeirra. Haraldur J. Hamar Hún amma í Eskihlíð er dáin. Þegar ég var lítil stelpa fékk ég svo oft að vera hjá ömmu og afa, þegar mamma og pabbi vom á ferðalögum í útlöndum. Við fómm snemma á fætur, amma þreyttist seint á að dásama ágæti hafragrautsins sem mér fannst í engu samræmi við bragðið. En niður fór hann, því einhverra hluta vegna var einhver töfraljómi yfír öllu sem kom upp úr pottunum hennar ömmu. Lýsi var dmkkið af stút og eins og bömin í dag trúa á Jón Pál trúði ég á hana ömmu mína. Morgunverkin mín vom að fara út í búð, amma taldi upp það sem vantaði og ég arkaði svo af stað með innkaupanet og buddu, tuldr- andi listann hennar ömmu. Þá daga sem þurfti að kaupa sérstaklega mikið inn fór amma alltaf með og það þóttu mér sko fínar innkaupa- ferðir. Amma setti upp hatt, fór í hælaskó, málaði varimar og mér fannst við fínustu dömumar í Hlíðunum. Í hádeginu kom afi heim og við settumst þijú f eldhúskrókinn, afi borðaði, amma setti á diskinn og ég góndi úr mér augun yfír öllum þeim mat sem rúmaðist í einum afa. Eftir matinn var „hvísl-hálftím- inn“ okkar ömmu, afí lagðist í sófann og mér lærðist að ganga hljóðlega um. Rétt fyrir klukkan eitt var afi svo þotinn af stað, við dustuðum neftóbakið úr sófanum og amma náði í heklunálina og hespulopann. Það yrði efalaust efni I heila bók eingöngu þáð góða í hveijum manni og leit alltaf á björtu hliðamar í lífinu. Hún kenndi okkur ógrjmni af ljóðum og söngvum og em þær ófáar stundimar sem við minnumst hennar þar sem hún spilaði á harm- onikku og söng fyrir okkur systkin- in. Afi var sterkur og áhrifamikill persónuleiki sem við báram öll mikla virðingu fyrir. Hann var haf- sjór af fróðleik og mjög vel hagmæltur pg vora flölmargar stökumar sem hann orti til okkar að mihnast allra þeirra góðu stunda sem við amma áttum í sófanum. Þar sátum við heilu eftirmiðdagana og skröfuðum um allt milli himins og jarðar, en þó aðallega matar- gerð, hannyrðir og ferðalög. Og í sófanum var það sem við amma kölluðum „mýksti staður í heimi“_— upphandleggimir hennar ömmu. Ég furða mig stundum á því hvemig amma gat heklað svona mikið með mig hangandi á öðmm handleggn- um, síspyijandi hvemig hann gæti verið svona mjúkur. Amma átti auðvitað bara eitt svar: „Já, það er nú það.“ Þetta svar var líka al- giit þegar ég vildi komast að því hvort hún kysi Sjálfstæðisflokkinn eða væri kommi. En það stóð ekki á greinargóðum svömm þegar við ræddum matamppskriftimar: Hvemig gat sætsúpan orðið svona fallega bleikrauð og rúsínumar svona feitar? Af hveiju setti hún kökumar í kælinn og af hvetju vom fiskibollumar allar svona flottar? Svo ferðuðumst við saman í hug- anum upp í Þjórsárdal, inn í Þórsmörk, á þjóðhátíðina í Eyjum að ógleymdu ferðalaginu þegar sprakk 11 sinnum hjá afa. Og mér tókst að læra sögumar um öll skópörin hennar, hvenær hvítu skómir hefðu verið ballskór, hvenær svörtu skómir hefðu verið hámóðins og svo fram eftir götun- um. Skemmtilegast var þó að máta og stundum fékk ég að laumast í kjólaskápinn sem var eins og utan- landsferð fyrir mig. Þær vom góðar stundimar í Eskihlíðinni, hún amma var nefnilega ekki bara yndisleg amma, hún var líka vinkona mín. Á sumrin ferðuðumst við oft sam- an út á land, mamma, pabbi, systur mínar, afi og amma. Þá slapp ég við að rífast við systur mínar i aftur- sætinu og fékk aftursætið í bflnum hjá ömmu og afa. Fátt veitti ömmu meiri gleði en náttúra landsins og þess fékk ég að njóta með henni. Afí sá um aksturinn en við amma sáum um landslagið. Þegar regnið lamdi rúðumar einbeittum við okk- ur að bijóstsykrinum, einn upp í afa og svo dömumar. í júnímánuði 1975 veiktist amma og var bundin í hjólastól það sem eftir var. Hún dvaldi lengst af á Grensásdeild Borgarspítalans og síðar á Droplaugarstöðum. En þrátt fyrir sína miklu fötlun og alla þá erfiðleika sem fylgdu vom sam- vemstundir okkar alltaf jafri ánægjulegar. Amma var kona sem bar höfuðið hátt og tókst alltaf að líta á það jákvæða í lífinu. Núna þegar leiðir skilja sækja á mig minningamar, minningar fullar af glaðværð og hlýju, minningin um hana ömmu. Inga Hildur Haraldsdóttir systkinanna og einnig hin síðari ár til bama okkar. Nú hafa leiðir elsku afa og ömmu aftur náð saman. Við systkinin og böm okkar minnumst þeirra með innilegu þakklæti. Megi algóður guð blessa minningu þeirra. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (Valdimar Briem) Fyrir hönd okkar systkinanna, Hjördís Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.