Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 43 William Skardon (með pípu) og Henry Amold: fengu Fuchs til að játa. Fuchs 1949 og 1959: „tvö aðskilin hólf“. Kjamorkurannsóknarstöð Breta í Harwell: Fuchs virtist ómissandi. Hollis: „hreinsaði" Fuchs. Allan Nunn May: „Hve margir aðrir?“ hlyti að hafa lekið upplýsingum til Rússa frá Los Aiamos. Brezka ör- yggisþjónustan, MI5, ákvað að yfirheyra Fuchs, en vildi ekki láta bera of mikið á áhuga sínum, því að hún hafði við fátt að styðjast. Þá kom Fuchs til hjálpar, því að hann hafði áhyggjur af föður sínum f Þýzkalandi. Um miðjan október tilkynnti hann yfirmanni öryggis- mála í Harwell, Henry Amold flugsveitarforingja, að faðir sinn hefði þegið stöðu prófessors í guð- fræði við háskólann í Leipzig á rússneska hemámssvæðinu. Fuchs kvaðst óttast að Rússar mundu beita föður hans þrýstingi og spurði Amold hvort hann yrði talinn hættulegur öryggi í Harwell af þessum sökum og yrði að segja af sér. MI5 greip þetta tækifæri fegins hendi og fól William („Jim") Skard- on að yfirheyra Fuchs. Skardon var þaulvanur yfirheyrslum og fékk venjulega sitt fram með þolinmæði og lagni. Hann færði sér mennta- hroka Fuchs í nyt og smám saman tókst honum að fá Fuchs til að leysa frá skjóðunni. Skardon fór hjá sér þegar Fuchs gerði nákvæma grein fýrir andlegri þróun sinni. Fuchs virtist líta svo á að hann yrði að fyrirgefa Skerdon og það hvarflaði ekki að honum að hann þyrfti sjálfur að biðjast afsök- unar á því að hafa svikið þjóð, sem hafði tekið honum opnum örmum, og vini og samstarfsmenn, sem höfðu reynzt honum vel. Hann taldi sig svo gáfaðan að hann gæti leyst öll vandamál, en hafði ekkert vit á stjómmálum. Seinna skrifaði rithöf- undurinn Rebecca West að hann hefði „aldrei komizt af gelgju- skeiði" og gæti ekki einu sinni talizt „greindur ungiingur utan sérsviðs síns“. „Stýrður geðklofi" Tíunda janúar 1950 var Fuchs ráðlagt að segja upp. Nokkrum dögum síðar undirritaði hann ítar- lega játningu. Það var eins og þungu fargi væri af honum létt og hann virtist farinn að linast í trúnni á kommúnisma. Játning Fuchs varpaði ljósi á flókinn persónuleika hans, einkum þar sem hann lýsti því hvemig hann hefði notað „marxíska lífspeki" til að skipta huga sínum í „tvö aðskil- in hólf“. Annað hólfið væri ætlað vinum og framkomu „þess manns sem ég vildi vera“. Hitt hólfíð væri ætlað „agaðri vissu“ um að hann njósnaði af „sögulegri nauðsyn", sem veitti honum þá tilfinningu að hann væri „fijáls maður" og gæti verið „algerlega óháður þjóðfélags- öflunum í kring". Hann kallaði þetta „stýrðan geðklofa“. Fuchs var handtekinn 2. febrúar og kom fyrir rétt í Old Bailey 1. marz. Akæruatriðin voru fjögur og hann játaði sig sekan um þau öll. Hann tók fram að hann hefði njósn- að vegna pólitískrar sannfæringar, en ekki í gróðaskyni (hann kvaðst hafa þegið aðeins 280 dollara af Rússum). Hann virtist sannfærður um að hann ynni á einhvem hátt að friði. Réttarhöldin stóðu í aðeins eina og hálfa klukkustund. Dómarinn, Goddard lávarður, dæmdi hann í 14 ára fangelsi, sem þá var þyngsta refsing, og sagði: „Hugarástand hans sýnir að hann er einhver hættulegasti maður, sem hægt er að hafa hér á landi." Goddard sagði að skv. enskum lögum væri ekki hægt að dæma Fuchs fyrir landráð af þeirri „tæknilegu ástæðu" að hann hefði ekki afhent „óvini“ upp- lýsingar sínar heldur „banda- manni", sem Bretar hefðu enn stjómmálasamband við. Því var hann dæmdur samkvæmt lögum um ríkisleyndarmál. Tæpu ári síðar, 12. febrúar 1951, var hann sviptur brezkum ríkisboigararétti. Réttarhöldin sýndu að Bretar og Bandaríkjamenn höfðu ekki lengur einokun á upplýsingum um kjam- orkusprengjuna og að öryggismál Breta voru f ólestri. Enginn vissi hve margir skoðanabræður Fuchs og Allans Nunns Mays léku lausum hala f brezkum og bandarískum rannsóknarstofum. Margir spurðu: „Hvemig gat það gerzt að land- ráðamaður gat yfirstigið allar öryggishindranir í Englandi og Bandaríkjunum ámm saman, án þess að vekja nokkrar grunsemdir?" Bandarfkjamenn urðu svo tor- tryggnir að þeir útveguðu Bretum ekki kjamorkuupplýsingar í níu ár. „Fangi nr 3492“ Fuchs var lengst af í haldi í Wakefield-fangelsi á Norður-Eng- landi, þar sem hann var„fangi nr. 3492“. Hann hafði fyrst það starf að sauma póstpoka, en hlaut síðan þau forréttindi að stjóma bókasafni fangelsisins og fá laun fyrir. Sam- fangar hans létu yfirleitt vel af honum og kölluðu hann „doktor- inn“. Hann stjómaði raunvísinda- námskeiðum og ritaði fræðigreinar í tfmarit fangelsisins. Aldrei kom fram að Fuchs iðrað- ist þess að hafa njósnað fyrir Rússa. Hann minntist aldrei á þjáningar Qölskyldu sinnar á nazistaárunum í Þýzkalandi og lét aldrei í ljós ugg um afleiðingar kjamorkustríðs. Hann virtist fyllast efasemdum um kommúnisma í fangelsinu, en sagði í viðtali skömmu áður en hann var látinn laus að hann væri ennþá sannfærður marxisti, þótt „nú geti ég ekki samþykkt allt það sem kommúnistar gera og segja". Bretar slepptu Fuchs fyrir góða hegðun 22. júní 1959 þegar hann hafði verið í haldi í níu ár. Hann mátti halda kyrrn fyrir í Englandi, en fór með fyrstu flugvél til Aust- ur-Berlínar. Gréta Keilson tók á móti honum á flugvellinum og hann hitti aftur föður sinn, sem var orð- inn 84 ára gamall. Brezk yfirvöld sögðu að ekki væri hægt að banna honum að fara til Austur-Þýzka- lands, þar sem hann væri ekki lengur brezkur þegn og að þekking hans væri orðin úrelt eftir nfu ára fangelsisvist. Fuchs ítrekaði við heimkomuna að hann væri ennþá marxisti og kvaðst ætla að gerast austur-þýzk- ur ríkisborgari og „vinna fyrir hið nýja þjóðfélag". I lok ágúst 1959 var hann skipaður annar æðsti maður kjamorkueðlisfræðistofnun- ar í Rossendorf skammt frá Dresden og kvaðst aðeins vinna að friðsamlegri hagnýtingu kjamork- unnar. Hann varð yfírmaður stofn- unarinnar 1974, en lét af störfum 1979. Hann átti sæti í miðstjóm austur-þýzka kommúnistaflokksins frá 1967 og var sæmdur Karl Marx-orðunni. „Sannur vinur“ Flokksmálgagnið Neues De- utsch/andminntist hans á merkisaf- mælum. Á 75 ára afmælinu 1986 hrósaði Erich Honecker fiokksleið- togi honum fyrir „stöðuga baráttu fyrir friðsamlegri hagnýtingu kjamorkunnar". Fréttastofan ADN sagði í tilkynningu um lát Fuchs 28. janúar sl. að hann hefði „helgað líf sitt hreyfíngu verkalýðsstéttar- innar“ og verið „sannur vinur Sovétríkjanna". Höfundurinn H. Montgomery Hyde segir frá samtali brezks vísindamanns við Fuchs á ráðstefnu í Austur-Berlín 1964. Fuchs sagði að það hefði hneykslað hann mest að vinir hans og samstarfsmenn í Harwell hefðu snúið við honum baki — þ.e.a.s. allir nema einn. Hann átti við Henry Amold, yfir- mann öiyggismála í Harwell. „Hann var eini maðurinn, sem var mér góður og hjálplegur í öll þessi ár,“ sagði Fuchs. „Samt var það Amold, sem veiddi upp úr honum allar þær upplýsingar, sem leiddu til handtöku hans,“ sagði brezki vísindamaðurinn síðar. Þegar Fuchs hóf störf í Rossen- dorf 1959 var forstöðumaður kjamorkustofnunarinnar þar próf. Heinz Harwich, fremsti kjamorku- eðlisfræðingur Austur-Þjóðveija. Seinna var tilkynnt að hann hefði hlaupizt undan merkjum og beðið um hæli í Bandarílq'unum. Það gat talizt viðeigandi að reyndur kjam- orkueðlisfræðingur og liðhlaupi eins og Fuchs tók við starfi hans. GH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.