Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 Margrét Jóns- dóttir - Minning Fædd 30. september 1899 Dáin 28. janúar 1988 „Þér væri nær að ræða við mig en einhverjar kerlingar úti í bæ!“ Þessi kostulegu skilaboð bárust undirrituðum einn góðan veðurdag fyrir röskum fjórum árum frá Margréti Jónsdóttur, ekkju Þór- bergs Þórðarsonar rithöfundar, sem alþjóð þekkir best undir nafninu Mammagagga. Þau urðu upphaf að samskiptum og kynnum, sem seint munu gleymast. Ég heimsótti hana á Droplaugarstaði, þar sem hún dvaldist síðustu æviár sín, oft- ast vikulega um hálfs árs skeið, og árangurinn af spjalli okkar birtist í bókinni „Við Þórbergur", sem kom út fyrir jólin 1984. Það var unun að hlýða á frásögn hennar, þegar hún var í essinu sínu. Þá lyftist hún í hjólastólnum, sem hún var bundin síðustu árin, fór á kostum og kastaði til höfði, af- dráttarlaus í skoðunum, orðhvöss og meinhæðin. Hún var sterkur og litríkur per- sónuleiki, stór jafnt í kostum sínum og göllum, heit í skapi og hrein- skiptin, vinur vina sinna — en óvægin við þá, sem reyndu að troða illsakir við hana. Hún varð mikil af sjálfri sér í félagi við meistara Þórberg, þekkti hann betur en nokkur annar og gerði honum kleift að stunda list sína heill og óskiptur. Fyrir það á þjóðin henni ómældar þakkir að gjalda. Þegar mér barst andlátsfregn Margrétar, komu mér í hug um- mæli hennar sjálfrar, er hún frétti, að Ragnar i Smára væri látinn: „Sumir munu eflaust segja sem svo, að vegna hins erfiða sjúkdóms, sem hann hefur orðið að stríða við í mörg ár, sé það blessun, að hann skuli hafa fengið hvíldina. En þann- ig hugsa ég ekki. Mér er tregi og söknuður í huga. Það segi ég satt. Og einhver japlar kannski á máls- hættinum gatslitna, að maður komi í manns stað. Hvílík endemis vit- leysa! Hver kemur svosem í staðinn fyrir Ragnar í Smára? Enginn!" Það kemur heldur enginn í stað- inn fyrir Mömmugöggu. Þannig hverfur heil kynslóð unn- enda bókmennta og lista á landi hér á mesta blómaskeiði aldarinnar, hverfur hægt og hægt — og kemur ekki aftur. Margrét Jónsdóttir var fædd í Innri-Njarðvík hinn 30. september árið 1899 og var því 88 ára gömul er hún lést. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Ásbjamardóttir og Jón Jónsson, bóndi í Innri-Njarðvík og síðar kaupmaður í Reykjavík. Tveir nafnkunnir merkismenn erú fæddir í Innri-Njarðvík: Jón Þorkelsson, skólameistari í Skál- holti, en honum var reistur þar minnisvarði fyrir fáum árum, og Sveinbjöm Egilsson, skáld og fyrsti rektor Menntaskólans í Reykjavík. • Til hans átti Margrét ættir að rekja, því að Þorbjörg móðir hennar var dóttir Ásbjamar Ólafssonar, Ás- bjamarsonar, Sveinbjamarsonar, en hann var bróðir Egils, föður Sveinbjamar rektors. „Já, ég get státað af göfugum ættmennum eins og flestir íslend- ingar," sagði Mammagagga. „Meira að segja Jón Sigurðsson forseti er skyldur mér. Móðir mín var komin af Einari Jónssyni, sem kallaður var stúdent, en hann var tengdafaðir Jóns Sigurðssonar. Og þau hjónin vom systkinaböm, svo að ég er skyld þeim báðum." Móðurafí Margrétar, Ásbjöm Ól- afsson, var talinn best efnum búinn í Njarðvíkunum á sinni tíð; hafði stórt bú og rak auk þess mikla út- gerð. Kona hans var Ingveldur Jafetsdóttir, gullsmiðs í Reykjavík, Einarssonar Johnsens. Þau eignuð- ust flögur böm sem upp komust: Ólaf, sem var kaupmaður í Keflavík og síðar í Reykjavík, Helga, sem tók við búi af föður sínum, Þor- björgu, móður Margrétar, og ólafíu, sem giftist Einari kaup- manni _ Einarssyni í Grindavík. Sonur Ólafs var Ásbjöm, stórkaup- maðurinn þjóðkunni, en með honum og Margréti var jafnan kært. Faðir Margrétar, Jón Jónsson, sem Þórbergur segir svo skemmti- lega frá í Sálminum um blómið, var ættaður úr Grímsnesinu. Afi hans var Bjöm Jónsson á Búrfelli, sem ýmist var kallaður smiður eða hinn riki. Kona hans, Ragnhildur Jóns- dóttir prests að Klausturhólum, Jónssonar, varð ung ekkja, og þeg- ar hún flutti frá Búrfelli vestur á land, er sagt að hún hafí reitt gull- ið með sér í koffortum. Margrét var elst fímm systkina. Ásbjöm málarameistari, faðir Lillu Heggu, var næstur henni í röðinni, síðan kom Helga, þá Skarphéðinn og loks Arinbjöm. Þegar Margrét sagði mér frá því, að allir bræður hennar væru nú dánir, varð henni að orði: „Æ, það deyja allir. sem eitthvað er varið fi“ Margrét ólst upp í Innri- Njarðvík, um skeið átti fjölskylda hennar heima í Keflavík, en fluttist loks til Reykjavíkur. Hún útskrifað- ist úr Kvennaskólanum þar, vann um hríð í Verslun Gunnþórunnar Halldórsdóttur leikkonu, en sigldi að því búnu til Kaupmannahafnar og dvaldi þar við nám og störf í nokkur ár. í Danmörku lærði hún ýmiss konar hannyrðir, sem fáir kunnu hér á landi, til dæmis að setja upp púða, sauma gluggatjöld og fóðra klukkustrengi. „Það kom sér svei mér vel að hafa lært þetta,“ sagði hún. „Ég var önnum kafín við hannyrðir dag út og dag inn og hafði af þeim tekj- ur, þótt tímakaupið mitt þætti ekki beysið nú á dögum. Ég var til dæm- is um árabil eina manneskjan í bænum, sem kunni að setja upp púða.“ Skömmu eftir að Margrét kom aftur til íslands, eða hinn 1. októ- ber árið 1932, giftist hún Þórbergi Þórðarsyni, og þau bjuggu síðan saman alla tíð eða í 42 ár. Þeim varð ekki bama auðið, en Margrét hafði eignast tvö böm áður en leið- ir þeirra Þórbergs lágu saman, Jón Þór Einarsson og Kötlu Ólafsdótt- ur, og lifa þau bæði móður sína. Þegar ég spurði Mömmugöggu, hvort brúðkaup þeirra Þórbergs hefði ekki vakið athygli, svaraði hún: „Jú, það þótti auðvitað tíðindum sæta, að Þórbergur Þórðarson skyldi vera búinn að ganga í hjóna- Tryggðu sparifé þínu háa vexti á einfaldan og öruggan hátt meÖ spariskírteinum ríkis- sjóÖs og ríkisvíxlum Verðtryggd spariskírteini Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs bjóðast nú í þremur flokkum og eru vextir á þeim allt að 8,5%. Söfnunarskírteini bera 8,5% vexti í 2 ár eða 3 ár og hefðbundin spariskírteini með 6 ára binditíma og allt að 10 ára lánstíma bera 7,2% vexti. Að binditíma liðnum eru hefðbundnu spariskírteinin innleysanleg af þinni hálfu og er ríkissjóði einnig heim- ilt að segja þeim upp. Segi hvorugur skírt- einunum upp beraþau áfram7,2% ársvexti út lánstímann, sem getur lengst orðið 10 ár. Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs til sölu núna: um innlausnardag hvenær sem er næstu 6 mánuði eftir gjalddaga. Endurgreiðslan er miðuð við gengi þess dags. Gengistryggð spariskírtcini ríkissjóðs til sölu núna: Flokkur Lánstimi Ávöxtun Gjalddagi 1-SDR 3 ár 8,3% 11.jan. — 10. júli ’91 1-ECU 3 ár 8,3% 11.jan. — 10. júlí ’91 Flokkur Lánstimi Ávöxtun GjalddaRÍ l.flD 2 ár 8,5% l.feb’90 l.fl. D 3 ár 8,5% l.feb. ’91 l.fl.A 6/10 ár 7,2% 1. feb ’94-’98 Iú hefur ríkissjóður hafið sölu á ríkis- víxlum til fyrirtækja og einstaklinga. Helsti kostur ríkisvíxla er sá, að á sama tíma og skammtímafjármunir eru varð- veittir á öruggan hátt bera þeir nú 33,1% forvexti á ári. Það jafngildir 41,3% eftirá greiddum vöxtum á ári miðað við 90 daga lánstíma í senn. Ríkisvíxlar: Gengistryggd spariskírteini ý gengistryggð spariskírteini ríkis- Isjóðs eru bundin traustum erlendum gjaldmiðlum, sem verja fé þitt fyrir geng- issveiflum. Gengistryggð spariskírteini ríkissjóðs eru annars vegar bundin SDR (sérstökum dráttarréttindum) og hins vegar ECU (evrópskum reikningseiningum), sem eru samsett úr algengustu gjaldmiðlunum í alþjóðaviðskiptum. Binditíminn er 3 ár og í lok hans færðu greiddan höfuðstól miðað við gengi á innlausnardegi auk vaxtanna, sem eru 8,3%. Hægt er að velja Lánstimi dagar Forvextir' Samsvarandi eftirá greiddir vextir Kaupverð 500.000 kr. víxils 45 33,1% 40,2% 479.312 kr. 60 33,1% 40,6% 472.417 kr. 75 33,1% 40,9% 465.521 kr. 90 33,1% 41,3% 458.625 kr. • 15.1.1988 Ríkisvíxlar bjóðast nú í 45 til 90 daga. Þú getur valið um gjalddaga innan þeirra marka. Lágmarks nafnverð þeirra er 500.000 kr., en getur verið hvaða fjárhæð sem er umfram það. (Kaupverð 500.000 kr. víxils miðað við 90 daga lánstíma er kr. 458.625.) Samsetning SDR (Hlutföll (% ) m.v. gengi 21/12 87). Samsetning ECU ( Hlutföll ( % ) m. v. gengi 21/12 ’87). Pund 19,2 Pund 12,7 45 dagar 60 dagar 75 dagar 90 dagar Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðlabanka íslands og hjá löggiltum verðbréfasölum, sem m.a. eru viðskiptabankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús um land allt og aðrir verðbréfamiðlarar. Ríkisvíxlar fást í Seðla- banka íslands. Einnig er hægt að panta þá þar, svo og spariskírteinin, í síma-91- 699863, greiða með C-gíróseðli og fá víxlana og spariskírteinin síðan send ábyrgðarpósti. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.