Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 Geri ekki ráð fyrir að afkaupunum verði -segir Davíð Oddsson um Vatnsenda REYKJAVÍKURBORG mun ekki kaupa jörðina Vatnsenda, sem gert var samkomulag um 5. janúar síðastliðinn, eftir að meirihluti bæjar- stjórnar Kópavogs lýsti því yfir að ótímabært væri að taka afstöðu til þess hvort neyta eigi forkaupsréttar að Vatnsendalandi, þar sem engin kaup hafi átt sér stað. Tillaga sjálfstæðismanna í bæjarstjórn um samninga við borgaryfirvöld um nýtingu landsins var dregin til baka á fúndi bæjarstjórnar. í yfirlýsingu meirihluta lýsir bæj- arstjórn sig andvíga eignarnáms- heimild á landinu til handa Reykjavík og öllum hugmyndum um breytingu á lögsögumörkum án sam- þykkis beggja sveitarfélaga. „Ég held að þetta s'é skammsýni hjá þeim að ganga ekki til viðræðna við okkur um sameiginlega nýtingu á þessu landi, sem þarna stendur til boða en á hinn bóginn tel ég að með þessari afgreiðslu bæjarstjómar sé málinu lokið,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri. „Ég tel það afar hæpið að ætlast til að Alþingi samþykki beiðni um eignamám í þágu okkar, gegn andmælum þess sveitarfélags, þar sem eignamámið á að eiga sér stað. Ég geri því ekki ráð fýrir að af kaupunum verði úr því sem kom- ið er.“ Fjórtán ára fang- elsi fyrir manndráp HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Guðmund Sveinbjörnsson, 22 ára Reyk- víking, til 14 ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið 25 ára konu að bana á heimili hennar í Kópavogi. Fjórir á slysadeild efltir árekstur MJÖG harður árekstur varð á milli sendiferðabíls og fólksbíls á mótum Kringlumýrarbrautar ojg Laugavegs í gærkvöldi. Ökumaður fólksbilsins og þrír farþegar voru fluttir á slysa- deild. Að sögn lögreglunnar slasaðist fullorðin kona, sem var farþegi í fi-amsæti bílsins, mest. Ókumaður sendi- ferðabílsins var einn í bílnum og slasaðist hann ekki. Að sögn lögreglunnar barst til- kynning um slysið kl. 20 í gær- kvöldi. Fólksbílnum var ekið aust- ur Laugaveg, en sendiferðabíllinn var á leið norður Kringlumýrar- braut. Lögreglan biður þá sem kynnu að hafa orðið sjónarvottar að slys- inu að gefa sig fram við lögregl- una. Frá slysstað á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs í gærkvöldi. Morgunblaðið/Júlíus Guðmundur varð samferða kon- unni heim eftir dansleik aðfaranótt 3. september 1988, en þau þekktust ekki áður. Ekki er ljóst hvað þeim fór á milli, þar sem skýrslur hans um það þykja ekki trúverðugar og voru ekki lagðar til grundvallar. Guðmundur sló konuna og lagði til hennar með hníf, svo hún hlaut bana af. Eftir það yfirgaf hann heimili hennar, en gaf sig fram við lögregl- una í Kópavogi stuttu síðar og ját- aði verknaðinn. Til frádráttar fangelsisvist Guð- mundar kemur gæsluvarðhaldsvist hans frá 3. september 1988. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 70 þúsund krónur og málsvamarlaun skipaðs veijanda síns, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, 100 þúsund krónur. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Guðmundur Jónsson, Benedikt Blöndal, Bjami K. Bjama- son og Þór Vilhjálmsson og Gunnar M. Guðmundsson, settur hæstarétt-' ardómari. Ríkisstjórn Póllands bannar laxveiðar í sjó Reikningnr fyrir viðg’erð á Minnu til fyrirtækis á Borgundarhólmi PÓLSKA ríkisstjórnin hyggst setja reglugerð nú þegar, sem bann- ar laxveiðar pólskra’skipa í sjó. Pólsku siglingamálastofnuninni verður falið að rannsaka mál laxveiðibátsins Minnu, sem hefúr verið að ólöglegum laxveiðum rétt austan lögsögu íslendinga. Skipið verður stöðvað um leið og það kemur til haftiar og haffærn- isskírteini og skjöl skipstjórans skoðuð. Þetta kemur fram í svari pólsku ríkisstjórnarinnar við erindi hérlendra laxveiðimanna, sem barst utanríkisráðuneytinu í gær. Obreytt afetaða Kvennalistans GRUNDVÖLLUR fyrir sameigin- legu framboði minnihlutaflokk- anna í Reykjavík í borgarstjórn- arkosningunum í vor virðist ekki vera fyrir hendi. Á óformlegum fúndi fúlltrúa flokkanna í gær- kvöldi kom í ljós að Kvennalistinn hefur ekki breytt þeirri afstöðu sinni að taka ekki þátt i sameigin- legu framboði. Fundinn sátu fulltrúar frá Al- þýðubandalagsfélagi Reykjavíkur, Framsóknarflokknum, Alþýðu- flokknum og Kvennalistanum, þrír frá hveijum, og einn fulltrúi Birting- Orri Vigfússon, formaður nefndar um kaup á úthafslax- veiðikvóta, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann og Jón G. Baldvinsson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, hefðu síðastliðinn mánudag gengið á fund sendiherra Pólveija hér á landi, dr. Stanislaws Laskowski. Hefðu þeir afhent honum bréf frá nefndinni vegna veiða pólska báts- ins austur af landinu. Sendiherr- ann hefði greinilega verið viðbúinn komu þeirra, en Orri sagðist ekki hafa ímyndað sér að viðbrögð Pólveija yrðu jafnskjót og raun varð á. í svari pólsku stjómarinnar kemur fram að hún hefur engin leyfi gefið fyrir laxveiðum í Atl- antshafinu, þrátt fyrir að Pólveijar séu ekki aðilar að NASCO-sam- komulaginu um vemdun laxa- stofna á Norður-Atlantshafi. Jafn- framt neitar pólska stjórnin því að hún eða aðrir opinberir aðilar í Póllandi eigi hlut í skipum, sem slíkar veiðar stunda. Svo virðist því sem hinn danski skipstjóri Minnu hafi gefið Landhelgisgæzl- unni rangar upplýsingar er hann sagði skipið vera í eigu pólsku stjómarinnar. í svari pólsku stjómarinnar kemur fram að líklegt sé að Minna sé að einhveiju leyti í eigu danskra aðila. Heimildir Morgunblaðsins benda einnig í þessa átt, en sam- kvæmt þeim var beðið um að reikningur fyrir viðgerð á Minnu í Færeyjum yrði sendur til fyrir- tækis á Borgundarhólmi. Annar bátur sem verið hefur að ólögleg- um laxveiðum á svipuðum slóðum og Minna, reyndist skráður í Panama en er samkvæmt upplýs- ingum skipaskrár þar í landi í eigu danskra aðila á Borgundarhólmi. Guðmundur Eiríksson í utanrík- isráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið að ráðuneytið myndi áfram einkum snúa sér að Dönum, þar sem það teldi að þeir bæru ábyrgð á því fólki, sem stæði að hinum ólöglegu laxveiðum. Enn hafa hins vegar engin svör borizt frá Danmörku við fyrirspumum íslendinga. Játaði inn- flutning- áLSD 22 ÁRA gamall maður hefúr ját- að innflutning á 50-60 skömmt- um af ofskynjunarlyfinu LSD hingað til lands. Þar af hefúr lögregla lagt hald á liðlega 40 skammta. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í eina viku vegna rannsóknar málsins en hefur nú verið látinn laus. Hann hefur áður átt aðild að fíkniefna- málum. Fyrsti sainningaftmd- nr með bankamönnum Ósamið við ýmis félög utan ASÍ FYRSTI samningafúndur Sambands íslenzkra bankamanna og samninganefhdar banka og sparisjóða um nýjan kjarasamning er boðaður klukkan tíu í morgun. Bankamenn hafa verið með lausa samninga síðan um áramót. Að sögn Einar Arnars Stefáns- sonar, framkvæmdastjóra SÍB, lögðu bankamenn fram kröfur sínar um miðjan mánuðinn. Aðal- krafan er endurheimt kaupmáttar frá miðju ári 1988. Aðspurður hvort bankamenn vildu gera svip- aðan samning og þann, sem nú er verið að gera við ASÍ, sagði Einar að eflaust yrði erfitt fyrir einstök samtök að gera samninga sem væru mjög ólíkir því, sem ASÍ og BSRB semdu um. Hann sagði að kröfúgerð bankamanna væri þó ekki sérstaklega sniðin að væntanlegum ASÍ-samningi og hann vildi ekkert fullyrða um það hvort samið yrði á sömu nótum og nú væri verið að ræða um. Ýmis fleiri félög en bankamenn standa utan þeirra kjarasamninga, sem nú eru í burðarliðnum. Þar á meðal eru flugmenn, farmenn, blaðamenn og prentarar, starfs- menn íslenzka álfélagsins og starfsmenn Járnblendiverksmiðj- unnar, Sementsverksmiðjunnar og Kísilgúrverksmiðjunnar. Samn- ingar margra þessara félaga renna út á næstu mánuðum. Jón Rúnar Pálsson hjá Vinnuveitendasam- bandinu sagði í samtali við Morg- unblaðið að miðað væri við að samið yrði á sömu nótum við aðra viðsemjendur VSÍ og við ASÍ. „Á því byggist þessi lausn,“ sagði Jón Rúnar. Hann sagði að fundað hefði verið með fulltrúum farmanna, bókagerðarmanna og blaðamanna undanfarið og kynntar þær for- sendur, sem væru fyrir samning- unum sem nú væri verið að gera. Bandalag háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna gerði samning í sumar allt fram á árið 1993, en hann verður endurskoðaður á næsta ári. Melrakka hf. veitt greiðslustöðvun STJÓRN fóðurstöðvar Melrakka hf. á Sauðárkróki ákvað á þriðju- dag að óska eftir greiðslustöðvun til þriggja mánaða og kvað bæjarfógeti upp úrskurð þar um í gær. Arni Guðmundsson, stjórnar- formaður Melrakka hf., sagði að stöðin hefði ekki farið varhluta af vanda loðdýraræktarinnar. „Reksturinn hófst árið 1984 og gekk vel framan af,“ sagði hann. „Vegna verðfalls á skinnum lentu loðdýrabændur hins vegar í erfið- leikum og margir hafa ekki getað staðið í skilum við okkur. Þannig á stöðin nú á annan tug milljóna í útistandandi skuldum." Ámi sagði að næstu þijá mán- uði yrði farið yfir stöðu fóðurstöðv- arinnar, en erfitt væri að spá um framtíðina. „Við höfum auðvitað skyldum að gegna við þá bændur sem staðið hafa í skilum og bíðum aðgerða stjórnvalda, til dæmis vegna skuldbreytinga til bænda."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.