Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 mmmn Með morgunkaffinu Þú verður að opna munn- inn dálítið betur .. HÖGNI HREKKVISI ,QöÐA FEÍ2E>-'-- EN Ej&CI ME£> ]/Et£?ITÖSKUhlA /VliNlA ! " MINNIN GAFRÆÐIN Til Vélvakanda. Ég lagði við hlustir og þóttist heyra, að það væri ein af smáút- varpsstöðvunum, sem væri á og að umræðuefnið væri af dulrænum toga. Dulræna er misskilningur á merkilegum hlutum, og þess vegna legg ég stundum eyrun við. Ef dulrænumaðurinn er einlægur og uppgerðarlaus, segir frá ein- hveiju sem raunverulega hefur komið fyrir hann, má stundum hafa gagn af frásögn hans. En því var nú ekki að heilsa, því að sú sem talaði, og talaði mikið, við- stöðulaust, hafði nákvæmlega ekkert að segja frá sjálfri sér, en því meira af „þeim hálærðu í út- löndum“. Það var konan mín, sem hafði opnað, og var sem dolfallin yfir þeim flaumi, sem yfir hana dundi. Þetta var dulræna af nýjustu sort: ungar ungbarnasálir eru ekki framleiddar lengur upp á astral- planinu, sem geimförin hafa farið í gegnum, hvað eftir annað, svo að göt komu á það, og þar með er þróunin komin á nýtt stig, og menn eiga að fara að hugsa sig um, og verða þannig hæfari á vatnsberaöld o.s.frv. Dr. Mehe Hósé kemur til landsins í mars frá Berkeley CA til að fræða um þetta, og þá eiga allir að falla á kné, enda skildist mér þessi boð- aða koma gúrúsins vera aðal-eftir- vænting hinnar mælsku dulrænu forystukonu á Aðalstöðinni, miklu fremur en vatnsberaöldin og ný- skapaðar sálir eða skortur á þeim. Þorsteinn Björnsson úr Bæ, cand theol. sagði við nafna sinn fyrir 60 árum (eða 55?), að endur- burðartrúin væri verri en kaþólsk- an. Ungi maðurinn ætlaði ekki að trúa þessu, en þegar hann sagði mér frá hinu sama nokkrum ára- tugum síðar, sagðist hann helst verða að ætla að þetta væri ekki ofmælt. En hvað er endurburðar- trúin? Hún er í stuttu máli það, að Jón og Gunna séu í rauninni alls ekki þau sem þau sýnast, held- ur Guðmundur og Jóna, sem uppi voru á öldinni sem leið eða fyrr, og Guðmundur og Jóna þá vænt- anlega ekki heldur þau sjálf, og þannig koll af kolli aftur í gráa fomeskju. Enginn var í rauninni, sá sem hann var, og þannig er mannkynssagan eitt allsheijar ómark, enda voru sálir miklu færri þá, aðeins nokkrar milljónir, en síðan hefur orðið að sækja millj- arðana upp á hið götótta astral- plan. Það er helst' af unga manninum að frétta, þeim sem ungur fyrir sextíu árum, að hann gerði sér af reynslu sinni kenningu þá sem nefnd er minningafræðin. Þessi minningakenning hefur reynst mér vel, þegar spurt hefur mig fólk, sem vill vita — en slíkt fólk er til. „Hvað er ég sjálf“, spurði stúlkan, en ég svaraði: Þu er minn- ingar, minningasafn, sem sífellt bætir við sig af atburðunum. Þetta svar lét hún sér duga, enda var hún bæði greind, vel hugsandi, vel viljuð og sjálfstæð. Hún var frá Svíþjóð, en minningakenningin er íslensk og er ættuð frá bónda- manni. Hún er banabiti endurburð- arkenningarinnar. Þorsteinn Guðjónsson Hvar er barnið þitt að leika sér? Víkverji skrifar Fyrir nokkru dáðist Víkverji að lestrarhraða þeirra sem skrifa umsagnir um bækur í dag- blöðin. En líklega eiga þeir þó ekki metið; þegar að þvi kom á sl. hausti að velja „tíu athyglis- verðustu bækur ársins" vegna fyr- irhugaðra bókmenntaverðlauna sem stundum eru kennd við for- seta Islands — þurftu þessir tíu dómnefndaraðilar að lesa rösklega fimmtíu bækur á 5-6 vikum. Þessi Víkveiji hefur að sönnu ekki mælt síðufjölda en miðað við út- reikninga Víkverja á dögunum mætti ætla að það væru ca. 10-12 þúsund blaðsíður. Þar með rösk- lega 280 blaðsíður á dag. Þar sem dómnefndarmenn voru allir í ann- arri vinnu, að því er best er vitað, eins og blaðagagnrýnendur hafa þeir varla getað lesið nema 6 klst. á dag. Það þýðir um 47 bls. á klukkustund og hefur því hver blaðsíða verið lesin á um það bil einni mínútu. Spurningin er hvort slík frammistaða ætti ekki erindi í Guinnessinn. xxx Nýlega þurfti Víkverji að leita til bifreiðaverkstæðis, sem réttir og- sprautar bíla. Kom þá í Ijós að sjálfsáhætta Víkverja í svonefndri „kaskótryggingu" hafði hækkað svo mjög, að ótrú- legt var. Verkstæðisformaðurinn gerði þetta mál að sérstöku um- ræðuefni og fullyrti að á sama tíma og útseld vinna á réttingar- og sprautuverkstæðum hefði ekki hækkað um krónu hefði orðið stór- hækkun bæði á iðgjöldum bif- reiðatrygginga og eins sjálfs- áhættu. Formaðurinn fullyrti að þarna hefði orðið mikið misgengi. Und- anfarin misseri hefði orðið mjög óveruleg hækkun á viðgerðum, en hins vegar væru bæði iðgjöld og sjálfsáhætta bundin vísitölu, sem væri í feikna skriði, en væri á engan hátt bundin kostnaði við viðgerðir. Hann fullyrti að með þessum hætti hefðu tryggingafé- lögin stórgróða, en tryggingatak- arnir hins vegar stórtöpuðu. Víkverja finnst hér vera um hið alvarlegasta mál að ræða, sem vert væri að verðlagsyfirvöld könnuðu nánar. Hér fyrr á árum, þegar trygg- ingafélögin þurftu að sækja til verðlagsyfirvalda um ákvörðun iðgjalda, báru þau jafnan fyrir sig að kostnaður við viðgerðir væri það hár, að stórhækka þyrfti ið- gjöld. Nú hins vegar virðist sem dæmið hafi snúizt við. Á meðan kostnaður við viðgerðir stendur í stað, stórhækka iðgjöld. xxx V íkverja hefur borizt bréf frá Kristni Jónssyni vagnstjóra hjá SVR og Þórhalli Halldórssyni eftirlitsmanni SVR. Þeir segja: „í Morgunblaðinu 17. janúar 1990 skrifar Víkverji um ungan dreng, sem hafður var fyrir rangri sök af hálfu vagnstjóra SVR. Við at- hugun kom í ljós að þarna var um mistök að ræða og biðjum við drenginn, sem þarna átti hlut að máli, afsökunar með von um að samskipti hans og vagnstjóra SVR verði með gagnkvæmri virðingu framvegis." í eftirmála bréfsins segir síðan Þórhallur Halldórsson: „Víkverji hefur eftir viðmælanda sínum að aðilar í opinberri þjónustu Sýni yfirgang og dónaskap öldruðum og þeim er minna mega sín. Því er til að svara að með fáum undan- tekningum eru samskipti farþega (á öllum aldri) og vagnstjóra mjög góð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.